Færsluflokkur: Bloggar
20.3.2008 | 10:53
Páskar fyrir einu og tveimur árum
Þessi var tekin af systkininum fyrir tveimur árum á páskunum, svakalega stollt af páskaeggjunum sínum. Þarna erum við í Fljótshlíðinni í sumarbústað.
þessi er fyrir ári síðan á páskunum og þarna erum við á Flúðum í sumarbústað. Þuríður mín að fá hárið sitt aftur, bara gaman!
Þessa páska ætlum við að vera heima sem er mjög óvanalegt enda búin að vera í burtu ég veit ekki hvað mörg ár í röð um páskana, ö-a síðan Þuríður mín fæddist. Ég vona svo heitt og innilega að Þuríður mín haldist hitalaus þó það væri ekki nema bara um helgina svo við getum notið þess að gera eitthvað fyrir þau einsog að fara í bíó, veit að þau myndu ekki slá við því að fara í sund, Þuríði minni langar að labba útí skóla og sjá sinn verðandi skóla, út að hjóla og svona mætti lengi telja. Núna krossa ég alla putta og tær og fer með bænirnar mínar en hetjan mín er hitalaus núna, kraftlítil en samt ágætlega "hress". Svo ætlum við að éta á okkur gat af páskaeggjum á sunnudaginn, oh mæ god!! Reyndar er Þuríður mín farin að segja mér hvar ég eigi að fela páskaeggið hennar eheh, yndislegust!
Vona svo heitt og innilega að þið eigið gleðilega páska, við ætlum allavega að njóta þess að vera saman og vonandi hitalaus og hress.
Enda hérna á einni ótrúlega flottri af hetjunni minni síðan síðasta sumar:
p.ssss. Oddný systir og Sammi hennar verðandi maður (21.júní) góða ferð til NY, gvvuuuuuð hvað ég öfunda ykkur. Minn tími kemur "aftur".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
18.3.2008 | 09:56
Að gefnu tilefni (breytt, bætti við tveimur myndum neðst)
Ég ætlaði ekkert að setjast hérna niður og skrifa í dag en fannst eiginlega tími til kominn því mail-boxið mitt hefur verið að fyllast af því ég er að fara nefna hérna.
Síðustu vikur hefur það verið að aukast að ég sé að fá allskonar beiðnir frá hinum ýmsu aðilum. Þessar beiðnir eiga allar það sameiginlegt að það er verið að biðja mig um að vekja athygli á einhverju á síðunni minni. Ekki misskilja mig, ég er voðalega þakklát fyrir það hvað síðan mín vekur mikla athygli og hefur hún oftar en ekki veitt okkur fjölskyldunni mikinn styrk í gegnum alla þessa baráttu. En ég er búin að ákveða að hér eftir birti ég engar tilkynningar frá ókunnugum aðilum hér á síðunni. Þetta ákveð ég fyrst og fremst til að koma í veg fyrir það að þessi síða breytist í einhverja auglýsingasíðu fyrir ókunnuga aðila. Vona að þið ágætu lesendur virðið þetta og takið ekki illa upp.
Annars er mikil þreyta á heimilinu bæði hjá mér og hetjunni minni(finn samt ekkert til með mér). Hún kvartar mikið hvað hún sé þreytt og vilji bara sofa, hún hefur legið alfarið fyrir síðan á laugardag og kvartar mikið um hitt og þetta. Finn ótrúlega til með henni. Litli pungsi minn átti að fara í leikskólann í morgun en á leiðinni í leikskólann tók hann uppá því að gubba yfir sig þannig það var snarhætt við þá ferð.
Páskafríið alveg að nálgast, Þuríður mín bíður spennt eftir því að fara með múttunni sinni á morgun að velja sér páskaegg. Við ætlum að gera allt og ekkert um páskana vonandi verður hetjan mín bara hressari svo það verði eitthvað hægt að gera, var einmitt að hugsa um það hvað það væri núna gaman að eiga wiiii tölvuna og leika sér í Mario bros alla helgina og rifja upp gamlar minningar síðan í denn. "Skari viltu kaupa tölvu handa mér?" ehe!
Ætlaði að fara "kveðja" hérna þegar Þuríður mín sagðist þurfa gubba þannig það var hlaupið inná klósett og losað aðeins um, það er einmitt EKKI það sem hún þarf á að halda "gubbupest". Kanski ég kaupi bara stærsta páskaeggið handa henni, númer hvað er það eiginlega? Hún þarf á því að halda þar að segja borða eitthvað sætt og það mikið af því.
Fallegasti KR-ingurinn, þeir gerast ekki fallegri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
17.3.2008 | 10:37
Veit ekki hvað ég að hafa hérna....
- Ef þú vilt vera hamingjusamur, settu þér þá markmið sem endurspeglar hugsanir þínar, leysir úr læðingi orkuna þína og lýsir vonum þínum og þrám.-
Að sjálfsögðu erum við mæðgur heima en ekki hvað? Vorum að koma af spítalanum og hetjan mín er komin með lungabólgu og er drullu slöpp en hitalaus samt. Helgin hjá henni hefur að mér finnst sú versta á þessu ári, hefur verið algjörlega útur heiminum og sofið útí eitt enda þegar mesti hitinn var þá fór hann uppí 40,2.
Svo batnar það ekki en hún hefur lést um tæpt hálft kg síðan í síðustu viku. Hún átti reyndar að fara í aðgerðina í síðustu viku útaf tappanum en það gleymdist víst að panta tíma sem við erum kanski ekkert ofsalega sorrý yfir því hennar besta vika í marga mánuði var í síðustu viku svo hún á ekki pantaðann tíma í þetta fyrr en fyrstu vikuna í apríl því við vildum ekki fá núna fyrr páska svo hún þyrfti að liggja inni yfir páskana. Það er ekki hægt að taka "allt" af henni. Við viljum leyfa henni að vera heima og leita að páskaeggjum með systkinum sínum og ef heilsa leyfir að skreppa kanski í bíó eða gera aðra skemmtilega hluti.
Er núna að reyna pína smá mat í hana sem gengur sæmilega og svo ætlum við að leggjast saman uppí rúm og fá okkur smá kríu ásamt litla pungsa mínum honum Theodóri en hann var víst heima í dag vegna heilsu sinnar en fer ö-a á morgun í leikskólann.
Eigið góðan dag kæru lesendur....... góða "nótt"(dag)
- Að hafa trú á sjálfum sér er viðhorf -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.3.2008 | 16:15
Æjhi ekki aftur
jebbs við Skari ákváðum að skella okkur á Sálina í gærkveldi, það hefði eiginlega verið saga til næsta bæjar ef við hefðum ekki farið ehe. Að við skulum hafa virkilega haldið að við gætum sleppt þessum tónleikum, stupid kid!! Það var hrikalegt stuð, ég var gjörsamlega ónýt í löppunum. Hver fann eiginlega uppá þessum háum hælum? Takk Skúli og Þórunn Eva fyrir frábært kvöld, sé sko ekki eftir því að hafa farið. Þvílík endurnæring að skreppa aðeins svona og tjútta.
Við ætluðum að tjilla bara í dag og njóta þess að slappa af og gera ekki neitt og sækja börnin ekki fyrr en seinni partinn en það varð því miður ekkert úr því, hetjan mín nefnilega komin með 40 stiga hita og við ekki lengi að bruna uppá Skaga þegar við fréttum það. Hún er algjörlega í móki núna, má ekki koma við hana en það versta finnst mér að hún vill ekkert drekka né borða. Hún átti þó bestu vikuna sína síðan ég veit ekki hvenær alla síðustu viku en er aftur orðin mjög slæm. Ömurlegt! Ógeðslega er þetta erfitt. Ætli þetta sé fjórða/fimmta sýkingin sem hún fær á þessu ári, það hafa nefnilega að mig minnir komið þrjár sýkngar í blóðið hjá henni og tvær í hægðirnar og ekkert hægt að gera og á meðan fær hún ekki að vera í krabbameinsmeðferðinni sinni
. Hún var farin að hlakka svo til að fá að skreppa í Bónus og velja sér páskaegg (fyrir páskana að sjálfsögðu) sem var búið að lofa henni en að sjálfsögðu ekki hægt. Það er tekið svo margt af henni greyjinu, aldrei hægt að lofa neinu. Hvursu ósanngjarnt getur þetta verið?
Ætla að fara knúsa hetjuna mína verst að ég má ekki gefa henni neitt verkjastillandi fyrr en eftir hálftíma/klukkutíma því henni er svo illt allsstaðar.
- Það er alltaf réttur tími til að gera það sem rétt er -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
14.3.2008 | 09:07
Krabbamein er ekki smitandi...
Ég hef oft og mörgu sinnum fengið þá spurningu hvernig ég hafi þorað að eignast fleiri börn eftir að Þuríður mín greindist með krabbamein eða illkynja heilaæxli. Eru sumir einstaklingar svona "vitlausir" (sorrý að ég nota þetta orð) eða fáfróðir um þennan sjúkdóm og halda að öll börnin mín eiga eftir að greinast með krabbamein því hún greindist með hann? Eftir að ég eignaðist Theodór var ég einmitt spurð "hvernig þorðiru að eignast fleiri börn?" og ég var eiginlega mjög hissa á þessari spurningu. "Afhverju ætti ég ekki að þora því?" svaraði ég ofsalega glær en þá fattaði ég ekki heldur að það væri að spurja mig að þessu vegna Þuríðar minnar. Nei krabbamein er ekki smitandi, þú færð ekki þennan kúkalabba við að snertast og þetta er ekkert í genunum hjá okkur þannig að öll börnin okkar smitist. Jú ég verð alltaf hrædd ef eitt af börnunum verður veikt og fær mikin hita og held alltaf að eitthvað slæmt sé að ske en það eru mjög litlar líkur á því, það verða bara allir foreldarar (að ég held) ef það á barn með illvígan sjúkdjóm og eitt af hinum verða veik.
En hey þó ég eigi barn með illvígan sjúkdóm er ég ekki hrædd við að eignast fleiri börn og vonandi verð ég heppin í framtíðinni að eignast fleiri því ég reyni að láta okkar allra drauma rætast þó oft á tíðum sé erfitt en það stoppar okkur ekki í neinu sem okkur dreymir um. Við skipuleggjum okkur með margra mánaða fyrirvara en ég hef heyrt að það eru mjög fáir sem þora því sem kljást við svona "pakka" en auðvidað verðum við að halda áfram að lifa og hafa eitthvað til að hlakka til. Við t.d. ákváðum í október síðastliðin hvað við ætluðum að gera í sumar en það er okkar árlega sumarfrí sem við öll fjölskyldan förum saman sem krakkarnir hlakka endalaust til og njótum þess í botn. Við verðum ALLTAF að hafa eitthvað til að hlakka til alveg sama hvað það gengur á, það er svo auðvelt að breyta ef það tekst ekki að halda við plönin.
Þetta lærði ég af einni konu sem er reyndar ekki meðal okkar í dag, hún var með illkynja heilaæxli og hún var svo dugleg að skipuleggja sig og gera einhverja skemmtilega hluti og plana þá með margra mánaða fyrirvara ef hún var mjög veik þegar ákveðnir hlutir áttu að gerast breytti hún bara planinu og frestaði því um óákveðin tíma. Þessa ákveðnu konu hitti ég reyndar bara einu sinni en lærði svo mikið af henni þennan hálftíma sem ég talaði við hana og leit svona líka upp til hennar. Kraftarkona!!
Útí annað en það fer ofsalega í mig þegar ég les um það þegar fólk óskar þess að það væri frekar með krabbamein en þennan ákveðna sjúkdóm sem það er með, djöh verð ég reið þegar ég les svoleiðis eða heyri. Afhverju í andsk.... vill maður vera frekar með krabbamein? Ekki vildi ég óska þess að Þuríður mín væri með einhvern annan sjúkdóm, auðvitað vildi ég helst af öllu að hún væri heilbrigð og væri ekki búin að berjast við þennan krabba í þrjú og hálft ár (og stelpan alveg að verða sex ára) sem sagt meira en hálfa sína ævi og þekki ekkert annað en það er bara ekkert svo einfalt því verr og miður. Æjhi ég ætla kanski ekkert að tjá mig mikið um þetta því ég veit að þetta gæti farið útí tóma vitleysu og ég kanski sært einhverja, en maður óskar sér samt ekkert um krabbamein frekar en annað.
Jú enn og aftur er helgina framundan, börnin fara öll uppá Skaga eftir leikskóla og vera þar í eina nótt og á meðan ætlum við Skari að gera eitthvað. Hmmm!! Hvað eigum við að gera? Hugmyndir? Bíó, Sálin, út að borða, "æfingabúðir" ehe, video eða .......?
-Ekki eyða lífinu..... Njóttu lífsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
13.3.2008 | 08:39
Mikill heiður
Einsog sum ykkar vita var ég tilnefnd sem "afrekskona" Létt bylgjunnar sem var mér mikill heiður að vera meðal þessara fimm heiðurs kvenna. Það voru víst tilnefndar 300 konur og þar valdar 5 úr þeim hópi og svo kosið um, þó ég hafi ekki "unnið" þá fannst mér þetta mikill heiður og hefði reyndar frekar viljað sjá nafnið hennar Þuríðar minnar þarna í staðin fyrir mitt þá er ég samt stollt. Langar að þakka ykkur öllum sem kusum mig fyrir, ég er ótrúlega stollt af því að þið vilduð gefa mér þessa nafnbót. Stórt knús til ykkar allra.
Ég fór á þetta kvennakvöld Léttbylgjunnar í gær og skemmti mér ótrúlega vel, fórum fimm saman og hlógum mikið. Var samt fegin þegar sú sem fékk þessa nafnbót að hefði ekki verið ég eheh því ég hefði aldrei getað staðið þarna uppá sviði fyrirframan 100-200 konur (veit ekki hvað þær voru margar) og þurft að segja nokkur þakkar orð. Það hefði ö-a liðið yfir mig ef ekki það þá bara "kú..." á mig ehe. Púúúfffhh, hefði aldrei getað það. Allavega Léttbylgjan takk fyrir skemmtilegt kvöld sem ég skemmti mér frábærlega á.
Ætla bara að hafa þetta stutt í dag, er á leiðinni í ræktina og fá smá útrás og reyni svo að nýta restina af deginum til að liggja yfir bókum og læra smotterí en þetta er mín fyrsta vika á þessu ári sem ég hef geta einbeitt mér eitthvað almennilega að lærdómi.
Stóóóóóórt knús til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
12.3.2008 | 10:47
Draumar
Þegar Þuríði minni líður mjög illa þá líður mér illa, verð hálf þunglynd af sársauka hennar vegna, sef varla dúr, hjartað hamast og allt verður hreinlega ómögluegt. En það er samt einsog ég eignist einhverja krafta og get gengið með henni þann veginn og hjálpað henni eftir minni bestu getu gegnum þessa baráttu enda hef ég heldur ekkert val. Samt er þetta svo skrýtið með orkuna sem maður fær þegar henni líður þannig?
Þegar henni líður vel þá verð ég svo þreytt og þrái mest í heimi að fá hvíldina og komast aðeins í burtu og gleyma mér í smá stund. Já mér líður vel í dag en væri alveg til í losna við þessa þreytu sem er að gera útaf við mig. Aaargghh!
Langar að minna ykkur á þetta svona í lokin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.3.2008 | 20:04
Vissu þið...
-að í dag er rúmt ár síðan Þuríður mín fékk síðasta krampann en þar á undan krampaði hún nánast stanslaust í rúm tvö ár.
-að þegar hún krampaði sem mest fóru þeir alveg uppí 50 á dag.
-þegar hennar bestu dagar voru þá voru kramparnir "bara" tíu á dag.
-að fyrir sirka einu og hálfu ári var Þuríður mín algjörlega lömuð á hægri hendi, byrjuð að lamast á hægri fæti líka og farin slefa vegna lömunnar í munni.
-að lömunin er alveg gengin til baka þó hún noti ekki 100% hendina sína en það er líka vegna þess að stúlkan er örvhent.
- að henni hefur aldrei liðið svona vel í marga marga marga marga mánuði, ótrúlegt en satt því hún er búin að vera svo hrikalega veik síðustu mánuði.
- að hún hefur aldrei fengið svona lítið af flogalyfjum einsog hún fær í dag.
-að hún fer í næstu myndatökur um miðjan næsta mánaðar og ég hef aldrei verið svona afslöppuð útaf þeim tökum.
-að kraftaverkin gerast.
-að Sálin mín uppáhalds hljómsveit á 20 ára afmæli í dag ehhe en þá hljómsveit hef ég dýrkað síðan ég var 14 ára gömul eða í 16 ár.
-að ég ætla ekki á tónleikanna þeirra á föstudaginn, þvílíkur aðdáandi. Samt verð ég með næturpössun. Hmmm!! Hefði kanski farið ef ég hefði geta keypt VIP miða þannig ég komist backstage og látið taka myndir af mér með goðunum. ...svona einsog pabba dreymir um með Rolling stones ehe! ....eða ekki.
-að mig langar með Oddnýju systir til NY á fimmtudaginn eftir viku.
-að mig langar að gifta mig aftur ehe þá að sjálfsögðu Skara mínum, fór nefnilega með Oddnýju systir að máta kjóla og ohh mæ god hvað þeir voru flottir.
-ég hef ákveðið að gifta mig aftur í Las Vegas árið 2013 á tíu ára brúðkaupsafmæli okkar Skara.
-að ég væri hrikalega glöð með lífið og tilveruna. Elska börnin mín og mann útaf lífinu, þið eruð líka æðisleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
7.3.2008 | 09:18
Jákvæð og hamingjusöm
Ég er ákveðin í því að vera jákvæð og hamingjusöm, hverjar sem aðstæðurnar eru, því ég hef lært af eigin reynslu að stór hluti af hamingju okkar og að sama skapi vansæld okkar byggist á viðhorfi okkar en ekki kringumstæðum.
Martha Washington
Haldiði ekki að hetjan mín hafi farið í leikskólann og svona líka hamingjusöm með lífið og að sjálfsögðu verður mín það líka að sjá hana líða svona vel en ekki hvað? Svona án gríns þá var besti dagurinn hennar í marga marga marga mánuði í gær, gekk svona líka vel uppá spítala, beint í sjúkraþjálfun sem hún stóð sig hrikalega vel en síðustu mánuði hefur hún ekki haft orku í að gera neitt þar en þarna flaug hún í gegnum allar æfingarnar einsog atvinnumanneskja, þegar heim var komið fór stúlkan út að leika með systkinum sínum og var eiginlega að sofna eftir það því hún ákvað ekkert að leggja sig um daginn sem hefur heldur ekki gerst í endalaust marga mánuði, fyrst að það lá svona vel á minni ákváðum við fjölskyldan ásamt mömmu og pabba að kíkja á Fridays og ís í eftirrétt í Smáranum. Oh mæ god hvað þetta var góður dagur hjá hetjunni minni og ég meir að segja mátti setja teygju í stúlkuna sem var frábært því ég hef ekki mátt gera það í ég veit ekki hvað lengi því hún er ö-a alltaf með hausverk, bara yndislegast.
Núna liggur vel á mér......
Ætlum að skreppa í sumarbústað um helgina með mömmu og pabba, borða góðan mat, ég kokkurinn á að elda handa þeim í kvöld. Slurp slurp. Afhverju er ég ekki að læra kokkinn? Kanski vegna vinnutíma? Er búin að vera horfa á Jóa Fel og læra af karlinum, jiiii hvað ég er spennt. Vonandi verður hægt að kíkja í pottinn og svo ætlum við bara að hanga á náttfötunum alla helgina. Ekki leiðinlegt.
Það er mömmudagur í dag hjá okkur Oddnýju Erlu minni í dag, stúlkan er núna að klæða sig í pils og gera sig fína. Erum að fara með Oddnýju systir að máta brúðakjóla því stúlkan er að fara gifta sig í sumar, ætli við röltum ekki einn hring í Toys'r us, hún mun ö-a biðja mig að koma með sér í einhverja glingurbúðina til að koma við allt glingrið eheh og svo lengi mætti telja.
Var að fá eina einkunnina í enskunnni, ekki sátt við kennarann. Jújú ég fékk 7,75 (fékk 9,13 í síðasta prófi) sem ætti nú að kallast gott á mínu mælikvarða í ensku en hún kellan lækkaði mig um einn eða tvo heila (man ekki hvort) því ég gat ekki skrifað mína skoðun um álverið hérna á klakanum, hvernig í andskotanum (sorrý) á ég að geta skrifað um eitthvað sem ég hef enga skoðun á eða hugmynd um? Sendi henni líka mail tilbaka, ótrúlega pissst. Ætla samt ekkert að grenja lengi útaf þessu ehe.
Vávh hvað mér líður annars vel í dag, ætla njóta dagsins í botn og helgarinnar og krossa alla putta og tær um að hetjan mín fái ekki hita á morgun en það er tíminn hennar ef þetta ætti að vera einsog síðustu mánuði. Hey hún er hress í dag og að sjálfsögðu njótum við þess og bíðum sallaróleg eftir niðurstöðum úr blóðprufunum samt væntanlega einhver enn ein önnur sýkingin sem væri sú þriðja á þessu ári.
Eigiði yndislega helgin og munið "hamingja er ákvörðun".
Knúsumst fast í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
6.3.2008 | 11:39
Eldgömul færsla
Þar sem ég er virkilega tóm í dag nýkomin úr ræktinni og algjörlega búin á því, vávh elska þessa tilfinningu. Er á leiðinni að ná í hetjuna mína sem fékk að fara í leikskólann frammað hádegi og svo beint í spítalaheimsókn og svo í sjúkraþjálfun. Þess vegna langaði mig bara að birta eina gamla færslu frá mér sem ég skrifaði fyrir kanski tveim árum, man ekki alveg (jú nákvæmlega 26.mars'06). En allavega stundum vill maður ekki að allir draumar manns rætast einsog þessi...
Maður á sér marga drauma og einn af mínum draumum var að geta verið heimavinnandi og geta séð alfarið um börnin mín. Þegar fæðingarorlofið mitt með Oddnýju Erlu var að klárast langaði mig enganveginn að fara á vinnumarkaðinn og var heldur eiginlega ekki tilbúin að fara frá henni, fannst hún svo lítil að fara í pössun og þótt það væri til mömmu og Önnu. En ég sá það að ég gat enganvegin verið heima með stelpurnar mínar, jú ég þurfti að fara vinna til að geta séð fyrir heimilinu, borgað reikninga, keypt föt á börnin og bara allan pakkan og var náttúrlega mjög svekt yfir því.
Ég var búin að fara í nokkur atvinnuviðtöl sem gengu mjög vel og var meira að segja búin að fá eina vinnu sem ég var mjög glöð með :) En svo veiktist Þuríður mín og allt breyttist á einum degi, ég gat ekki farið útá vinnumarkaðinn og draumurinn minn varð að veruleika Ohh ég vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.
Ég vildi óska þess að mig væri ennþá að dreyma að vera heima með börnin mín. Ég vildi óska þess að ég væri að pirra mig á því hvað ég væri láglaunuð í þessu starfi sem ég væri að vinna við, mig langar að pirra mig yfir því að börnin mín þurfa að vera á leikskóla frá níu-fimm og ég hefði minni tíma fyrir þau, mig langar að pirra mig á því hvað ég væri að borga mikið fyrir þau á leikskóla, mig langar að vera pirruð við yfirmann minn því hann vill ekki gefa mér launahækkun.
Ég vildi óska þess að ég hefði ekki átt þennan draum sem varð að veruleika.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
100 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar