Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

"mamma viltu fara í pils?"

Oddný mín Erla er svo mikil snúlla og ef hún fengi að ráða þá væri hún í pilsi eða kjólum alla daga og er oft fúl á morgnanna ef hún fær ekki að fara í pils í leikskólann ehe!!  Hún veit alveg hvað hún vill, veit hverju hún vill klæðast.  Einsog í gærmorgun vorum við fara að gera okkur til í leikskólann, hún fékk að velja fötin á sig sjálf og ég sagði svo að klæða sig í úlpu og fara í kuldaskónna sína.  Þá heyrist í minni "nei mamma þeir passa ekki við".  Byrjar snemma! ehe!!  Hún er meira að segja farin að reyna stjórna því hverju móðir sín eigi að klæða sig í, vill að ég sé í pilsi alla daga og biður mig oft að fara frekar í pils en vera í buxum.  Ótrúleg!  Þuríði minni er nánast sama í hverju hún fer á leikskólann en um leið og við komum heim vill hún fara í prinsessukjólinn sinn eða dressa sig í einhver pils.  Flottastar.

Gærdagurinn var sá besti hinga til hjá mér, held að það hafi hjálpað að byrja morguninn að mæta í ræktina sem er mín besta hjálp að lifa daginn af þar að segja eins best á kosið.  Var þvílíkt hress kanski vegna þess að ég fékk svo mörg mail og sá hvað margir hugsa fallega til mín og okkar, veit það ekki?  Ætlaði svo að byrja daginn í dag að mæta í ræktina en ég er vön að mæta á miðvikudögum seinni partinn en meikaði það enganveginn því verr og miður.  Ég var gjörsamlega máttlaus af þreytu, hélt ekki augunum uppi þannig ég leyfði mér að leggja mig í morgun en vanalega geri ég það ekki.  Hafði enga orku í að læra en er orðin hressari núna eftir að fengið nettan blund og ætlaði að fara læra en viti menn reikningstölvan ónýt þannig ég verð að skjótast útí búð að kaupa nýja.

Er að fara ná í lyfin mín sem koma alla leið frá Boston, jiiiih hvað ég er spennt að prufa þau og hef fulla trú á því að þau gera sitt og oft dugar það baraSmile.

Eigum að stækka krabbaskammtinn hennar Þuríðar minnar á morgun eða fyrramálið og svo verður séð til þanga til á þriðjudaginn þegar hún fer í blóðprufur og myndatökurnar hvort það verði stækkað enn meira.  Hún er ofsalega kát þessa dagana þó hún hafi kanski ekki mikla orku en þá finn ég mikin mun á henni og fyrir kanski tveim mánuðum.  Yndislegt.

Jiiiih ég var að átta mig á því að ég er að verða búin með önnina í skólanum og er að rúlla þessu feitt upp.  Held að ég verði búin í skólanum í lok nóv byrjun des og ég er þegar farin að vera spennt að fá einkunnirnar eheh og er ekki einu sinni búin að taka prófin mhoho!!  Veit bara að ég verð svo stollt af einkunnunm mínum að hálfa væri miklu meir en nóg.  Ætli ég hengi þær ekki upp hérna í stigaganginum í blokkinni minni, thíhí!

Farin útí búð að kaupa reiknistölvu svo ég get haldið áfram að læra........
Hasta la vista.....


Vá vá vá vááááááá

Þvílíkur kærleikur hjá fólki og hvað margir eru tilbúnir að hjálpa ókunnugri konu útí bæ, ég er gjörsamlega orðlaus.  Viðbrögðin frá ykkur af færslunni minni í gær lýsir því hvað Íslendingar eru æðislegir, yndislegir, frábærir og svo lengi mætti telja.  Þið viljið gera allt til að hjálpa mér að láta mér líða vel og ég er gjörsamlega ORÐLAUS.  Tölvupósturinn minn fylltist í dag frá fólki útí bæ sem er á leiðinni til Ameríku, hefur einhver tengsli þangað, býr þar eða nánast flýgur þangað fyrir mig bara til að nálgast þessi ákveðnu lyf fyrir mig.  Ég get tautað um þetta endalaust því ég er svo hissa en samt ekki því sjálf myndi ég reyna gera hið sama ef ég gæti það fyrir einhvern, ég veit hvað það þarf lítið til að gleðja náungann.  Ég mun ekki svara þessum mailum persónulega því það tæki heila eilífð þannig mig langar bara að gera það hérna opinberlega og vonandi verði þið ekkert sár en ég er ofsalega þakklát fyrir öll þessi viðbrögð frá ykkur.  VÁÁÁÁÁVHH!!

Já ég fékk mjööööög mörg mail í dag og allir tilbúnir að hjálpa mér.  Vitiði hvað?  Ég fæ þessi lyf Á MORGUN.  Svona án gríns!!  Þau eru slakandi, ekki ávanabindandi og eru náttúru lyf.  Hérna þarf maður lyfseðil til að nálgast þau þar að segja þegar var hægt að fá þau en úti getur maður bara labbað inn í næsta apótek og keypt þau.  Veit reyndar ekkert hvað þau kosta enda finnst mér það aukaatriði bara að mér fari að líða betur og fari að sofa, ömurlegt að líða svona, allt svo ómögulegt, þreytan endalaus og maður vill bara liggja uppí rúmi og sofa en það er víst ekki í boði fyrir þriggja barna móðir og þá verð ég líka að reyna hugsa betur um mig.  Ég veit, ég get og ég skal.  Jebbs það var sem sagt ágæt kona útí Boston sem ætlar að senda mér þessi lyf en maðurinn hennar kemur til landins á morgunGrin og þá mun ég skjótast til hans og ná í þau.  Þvílíkur kærleikur!!  Svo fólk viti það, þá met ég þetta ofsalega mikið og þetta er að og mun vonandi gefa mikið fyrir mig.  ÞAKKLÆTI, ÞAKKLÆTI, ÞAKKLÆTI.

Stóóóóórt knús til ykkar allra.

Ég hef kynnst ofsalega góðum hjörtum í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar, leiðinlegt að maður þurfi að kynnast þessu í gegnum svona baráttu.  Fékk ofsalega fallegt mail í síðustu viku frá konu útí bæ sem ég þekki EKKERT og hún gaf okkur ofsalega fallega gjöf sem gladdi mig ótrúlega mikið.  Fólk útí bæ að gleðja mann svona er bara ómetanlegt og manni finnst dáltið leiðinlegt að maður þarf að kynnast kærleika frá ókunnugum sérstaklega í svona baráttu en ég veit það að ég er ofsalega heppin með lesendur mína hvað allir eru tilbúnir að gera hina og þessa hluti fyrir mann.  Þið eruð ÆÐISLEG!!

Váááávvvhhh hvað ég get ekki hætt að þakka ykkur fyrir bara að vera til, vildi að ég gæti knúsað ykkur ÖLL með tölu.  Þið eruð best, flottust, yndislegust, æðislegust og svo lengi mætti telja.  Stóóóórt knús til ykkar allra elsku bestu lesendur, ég er farin að knúsa börnin mín og kanski ég gefi Skara mínum nett knús þegar kemur heim í kvöld úr vinnunni.

Kv.
Áslaug orðlausa en sú þakklátasta


"Ertu nokkuð á leiðinni til Bandaríkjanna?"

Þetta spurði doktorinn minn að þegar ég sagði honum að lyfin sem hann ætlaði að láta mig fá væru hætt að koma hingað til landsins.  Hann varð náttúrlega gapandi því þetta eru mjög vinsæl lyf sérstaklega fyrir börn enda ekki ávanabindandi.  Þessi sérstöku lyf sem ég átti að fá vegna svefnleysis og allt þetta sem er að hrjá mig þessar vikurnar sem tengist að sjálfsögðu allt Þuríði minni er ekki hægt að fá hér á landi og þá er bara að fá eitthvað sljóvgandi og gera enn verra fyrir mig.  Ég sef ekki hálftíma yfir næturnar ef ég fæ ekki svefnlyf og ég er samt að taka þau bara svo ég sofi en þau fara svakalega illa í mig, ég held að ég fái allar aukaverkanir af því og líður helmingi verr andlega ö-a bara vegna þeirra.  Ekki það að mér hafi liðið eitthvað vel áður en ég byrjaði að taka þau en þetta bara versnar og það er alveg að fara með mig.  Ömurlegt!! 

Þannig það er bara eitt í stöðunni ég þarf að komast til Ameríku til að fá þessa plebba lyf.  Hvort er betra að eyða hundrað kalli og kaupa tugi tafla svo mér fari að líða betur eða halda áfram að líða svona andskoti illa og taka þessi svefnlyf.  Þetta er alveg óþolandi ástand. Ég verð nefnilega að taka einhver lyf svo ég sofi, prufa svona eina og eina nótt að taka ekkert inn en þá ligg ég bara andvaka og hugurinn hringsnýst um veikindi hetjunnar minnar.

Þuríði minni líður alveg ágætlega þessa dagana einsog ég hef oft sagt áður en mér finnst hún samt vera farin að sýna meiri þreytu en venjulega.  Hafði ekki orku í kvöld að bíða eftir kvöldmatnum, vildi bara fara uppí rúm að sofa og það þýddi ekkert að pína hana til að vaka lengur.  Hún er að sjálfsögðu ofsalega orkulítil, þarf ekki mikið til að hún sé búin á því enda á miklum lyfjum og þessi krabbalyf sem hún verður líka ennþá þreyttari af.  Hún er samt farin að sýna meiri framfarir í sjúkraþjálfuninni sem er æðislegt, farin að klifra meira, sýna meiri kraft held líka að badmintonæfingarnar sem hún er að mæta í aukalega hjálpi mikið til. 

Vika í myndatökur, er að reyna vera bjartsýn en kvíður svakalega mikið fyrir þeim.  Er svo hrædd við vondar fréttir, þetta er einsog ég sagði þetta er algjörlega að fara með mann.  Andlega hliðin mín er gjörsamlega í molum.  Ég finn að ég er alveg að gefast uppá því að reyna vera kát innan um fólk því ég er ekkert kát og svo er oft að fólk skilji það ekki afhverju ég er ekki alltaf kát?

Núna er ég alveg að springa..........og ekki langt í það að það komi hvellur. 


Myndir

PA297438


PA297437
Þessar tvær myndir eru af henni Oddnýju Erlu minni sem var alveg búin eftir daginn, hún neitaði samt að vera þreytt og vildi sko ekki fara uppí rúm að sofa eheh!!  Hún var alveg ólm í að teikna áfram því hún var sko ekki þreytt.  Dúlla!!

PA317451
Hérna eru svo fallegustu systurnar.  Algjörar snúllur. Þuríður Arna mín er komin með svooo mikin lubba að hálfa væri miklu meir en nóg og hún er líka svo glöð með það því núna getur farið að vera með teygju einsog Oddný (segir það sjálf).  Svo hárið líka farið að koma á hliðunum sem við vorum farin að halda að kæmi ekki aftur þannig um jólin verður hægt að setja almennilega teygju í hana þannig að maður sé ekki að reyna fela einhverja skallabeltti á hliðunum eftir geislana.  En einsog einsog við höfum alltaf sagt þá er það nú ekki það versta ef þetta hár hefði ekki komið, alltaf hægt að fela það með síðu háriSmile.

Langaði nú bara að láta vita af mér, hef lítinn áhuga að setjast niður við tölvuna og skrifa en hafði samviskubit að skrifa ekkert.  Manni líður hálfömurlega og finnst allt hundleiðinlegt og erfitt, allt svo ósanngjarnt.  Er að reyna vera glöð og hress en það gengur hálf erfiðlega.  Við fjölskyldan fórum í bíó í dag og þar skemmtu sér allir geggjaðslega gaman, stelpurnar elska bíó.  Ætluðum reyndar líka að fara í keilu og ath hvernig þau myndu fíla það en sumir voru orðnir of þreyttir í það þannig kanski við kíkjum þangað á morgun fyrir badmintonæfingu krakkana, aldrei að vita?

Viti menn, mín kíkti líka í kringluna og keypti sér einhverjar tuskur og skó fyrir afganginn af afmælisgjöfunum sem ég fékk síðan í júní.  Hmmm held að það sé ö-a met hjá manneskju að vera svona lengi að eyða gjafabréfum, var aðeins að reyna lyfta mér upp enda allt orðið frekar tussulegt sem ég á.  Ótrúlegt hvað það gefur manni að kaupa sér eitthvað nýtt.Happy Enda tími til komin, kaupi mér nefnilega aldrei neitt.  Ótrúlegt en satt!!

Jæja við fjölskyldan vorum að taka okkur video þannig ég ætla að leggjast uppí sófa með tærnar útí loftið og horfa á eitthvað skemmtilegt.  Oddný mín Erla er líka að segja mér að drífa mig úr tölvunni því henni langar að gera stafina.

Takk kærlega fyrir öll fallegu e-mailin sem þið hafið verið að senda mér, sorry að ég hef ekki svarað þeim öllum en ég hef bara ekki haft orku í það en mér þykir samt ofsalega vænt um þau.  Gott að vita að svona margir ókunnugir hugsi svona fallega til manns.  Þið eruð yndisleg.

Knús til ykkar allra.
Slaugan


Leiðrétting af grein úr Ísafold

Þegar við fórum með styrktarfélaginu í Legoland komu ágætis blaðamenn frá Ísafold með í för og þeir gerðu smá grein um þessa ferð sem er í nýjasta tölublaðinu.  Þar birtist ein mynd af mér og hetjunni minni sem er kanski ekki frásögufærandi en svo kemur smá texti með myndunum.  Mig langar að taka það fram að þetta er ekki viðtal við mig, þessu ágætis blaðamenn tóku ekki viðtal við mig í ferðinni þó það sé birt einsog það hefði verið viðtal við mig.  Þannig þetta er ekki rétt sagt sem er í textanum finnst það dáltið leiðinlegt því það var aldrei rætt við mig um þessi mál.  Þetta er nú ekki mikið mál en finnst bara leiðinlegt þegar einhver frétt birtist og er ekki alveg rétt sögð og ekki einu sinni viðtal við einsog það væri hægt að lesa úr greininni. 

Engar sérstakar fréttir í dag, bara þreytt og langar uppí rúm að sofa.


Þykjumst vera eðlileg,

en samt er það svo fjarri lagi.

Lyfin farin að virka á mig þar að segja á nóttinni, vakna ekki jafn oft og ég gerði en er bara í staðin endalaust yfir daginn og ég veit eiginlega ekki hvort er betra?  Börnin öll alltaf uppí hjá okkur, þó mér finnist ofsalega gott að kúra með þau hjá mér en þá finnst mér líka alltílagi að sleppa því og fá mitt pláss í rúminu eheh!!  Við erum með 193cm rúm og ég hélt að það myndi duga fyrir okkur en  það gerir það víst ekki þegar maður fær þrjú stk í viðbót.  Svo verður maður alveg lurkulaminn eftir nóttinni því þessi börn taka helmgina meira pláss en maður sjálfur og sérstaklega þegar dætur mínar þurfa að liggja sem fastast við mig.  Oh mæ!!  Alltaf að reyna ýta þeim nær Skara en alltaf koma þær aftur og kúra sem fastast eheh.  Yndislegar samt!!

Tvær vikur í næstu myndatökur hjá hetjunni minni eða 13.nóv og kvíðin er alveg að gera mig brjálaða.  Hnúturinn er svo stór að hálfa væri miklu meir en nóg.  Máttleysi er farið að bætast við með öllu hinu, aaaaaaaaargghhh!!  Svimar ekki jafn mikið og ég gerði en fæ bara kvíða, máttleysi og lystarleysi á móti.  Ekkert mikið betra skal ég segja ykkur.

Ég var líka að fatta (dáltið sein) að ég held að það sé best að gera eitthvað fyrir okkur Skara þegar það kemur svona rólegheitatími hjá hetjunni minni því þá kemur mesta þreytan, kvíðin og allt þetta sem ég hef sagt ykkur frá og svo skammast maður sín fyrir að líða svona illa útaf þessu öllu.  Oft þegar það hafa komið erfiða tímar hjá henni höfum við skroppið í burtu frá öllu og kúplað okkur aðeins út sem hefur gefið okkur endalaust mikið en þá held að það sé miklu betra þegar það koma svona rólegheitatímar.  Hitt er alls ekki slæmt, held bara að það sé meiri þörf fyrir það einsog núna.  Þannig núna læt ég mig dreyma um Mexíco á einhverri fallegri strönd með sólarolíuna í annarri og bjórinn í hinni (þó mér finnist hann ekkert lengur góður en þá yrði hann ö-a góður þarna ehe). Hmmm ekki slæmt.  Verst að mamma og pabbi eru ekki að fara neitt því þá hefðum við fengið að fljóta með thíhí því ekki geta þau ferðast ein.  Leiðinlegt eða þannig.

Þuríður mín er ágætlega hress, reyndar finnst mér hún vera eitthvað þreyttari en vanalega og þá fer maður strax að hafa áhyggjur.  Aaaargghhh!! 

Æjhi ég hef varla orku í meira í dag, hrikalega máttlaus eitthvað en ætla samt að drífa mig í ræktina í kvöld og ath hvort ég hressist ekki eitthvað við.  Þarf líka að huga að síðasta verkefninu mínu þessa vikuna sem ég er eftir að skila og pakka inn jólakortum fyrirGrin.  Endilega pantið þessi fallegu jólakort sem þið getið séð hérna www.skb.is og það er heimsendingarþjónsta fyrir þá á höfuðborgarsvæðinu,

Knús til ykkar.
Slauga


"jeij það er komin snjór" (ATH breytt færsla/neðst)

Þetta sönglaði Þuríður mín þegar við fórum útí gærmorgun, kátínan var endalaus mikil og svo stakk hún höndunum ofan í snjóinn einsog hún hefði séð gull.  Það þarf ekki mikið til, til að kæta þetta kraftaverk?  Þegar ég náði svo í systkinin í leikskólann seinni partinn urðu systurnar að fara í kuldagallana sína heim, ö-a hræddar um að geta ekki notað hann í marga daga eheh svo það erum að gera nýta þá!!  Svo var farið beint útí snjóinn að leika, vávh þau voru svo glöð og Oddný mín perla vildi sko ekki vera með vettlingana því hún vildi finna fyrir snjónum og eiga auðvelt með að borða hann.  Snillingur!!

Allan gærdag snjóaði þvílíkum hlussum og það minnti mig svakalega mikið á jólin, ég er hrikalega mikið jólabarn og var svo heppin að næla mér einn svoleiðis karl.Halo Lucky me!!  Þannig ég fór að hugsa er ég farin að hlakka til jólanna eða kvíður mig fyrir þeim, það eru nefnilega blendnar tilfinngar.  Oddný mín Erla er farin að tala svakalega mikið um jólin það líður ekki sá dagur að hún talar ekki um þá hátíð.  Hvað henni langar í jólagjöf, hvar fær hún að halda jólin, hvað ætli hún að gera meira, hvenær fær hún að hitta jólasveinana, hvenær má hún setja skóinn í glugga, hvernig jólakjól mun hún fá, hvenær þá? og svo lengi mætti telja og barnið er nú bara þriggja ára  Hún er meira að segja farin að biðja mig um að setja dvd-jólasveinadisk í eheh og auðvidað geri ég það þá verða þau líka orðin eldklár í des að syngja jólalögin.Happy.

Já mig bæði hlakkar til jólana og kvíður fyrir þeim.  Ég á svo slæmar minningar með veikindin hennar Þuríðar minnar að gera sem tengjast jólunum.  Svona án gríns en þá hefur hún alltaf verið verst um jólin, krampa mikið, uppdópuð og varla vitað hvað hún héti.  Í fyrra var desember búin að vera hræðilegur, endalausir krampar, lömunin mikil en svo var loksins ákveðið að senda hana í geislana og viti menn "búúúmmm" viku fyrir jól fór hún að byrja vera uppá við og aðfangadagur var sá besti hingað til.  Hún naut sín í botn að gera allt sem henni langaði að gera sérstaklega á aðgangadag.  ÆÐI!!  Nema eitt ehe sem ég gleymi aldrei, ég var að fara klæða þær systur í jólafötin og þetta árið ákvað ég að hafa pils og boli á þær en ekki kjóla einsog alltaf.  Hmmm það var víst ekki góð hugmynd hjá húsmóðirinni, Þuríður trylltist þegar hún sá að það var engin "prinsessu"kjóll, hún vildi fá kjólinn sinn en ekkert hel.... pils.  Dóóhh!!  Þannig héðan í frá munu þær fá kjóla því þeim finnst ekkert passa annað en kjólar um jólin.

Ég er bara svo hrædd um að Þuríður mín verður slæm um jólin, hún er búin að vera svo góð í marga daga og það hlýtur að fara koma að þeim degi sem hún verður slæm?  Maður er alltaf að bíða eftir því versta en að sjálfsögðu vonar það besta.  Hrikalega erfitt!!

Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég hef ekki efni á að kaupa jólagjafir því ég er ein af þeim sem byrjar að versla þær í jan/feb því ég veit að ég mun ekki hafa efni á þeim í desember og afhverju þá ekki að dreifa þessu yfir árið.   Fólk verður svakalega hneykslað á mér að gera þetta, "vóvh róleg Áslaug það eru nú x margir mánuðir til jóla".  Eru allir svona ríkir að geta keypt þetta allt saman í des?  Ég get það því miður ekki, fyrsta skipti er ég búin að kaupa jólagjafirnar handa börnunum mínum svona snemma.  Maður á að sjálfsögðu að nýta útsölur og þess háttar og opnunartilboð eheh og skammast mín ekkert fyrir að segja það.  Þannig núna verð ég bara með tærnar útí loft í des, nýt þess að leika mér í snjónum með krökkunum mínum, hlæ að ykkur hinum því ég er búin með mín kaup.  Trallalalala!!

Statusinn á minni er svipaður og venjulega, nema ég er farin að finna fyrir smá ógleði líka þegar ég er að borða, get borðað minna en áður sem er kanski ekkert svo slæmt eheh en ekkert þægileg tilfinning og svo er kvíðin farin að aukast.  Jamm kanski er best að fara hitta doktor sála aftur, æjhi mér finnst bara leiðinlegt að grenja hjá einhverjum karli sem ég þekki ekki neitt og getur ekki sett sig í mín spor en reynir samt að gefa mér góða ráð.  Hver er tilgangurinn?  Get nú bara grenja í fanginu hjá SKara mínum enda veit hann líka fullkomnlega hvernig mér líður því honum líður oft svipað.

Var næstum því búin að gleyma þó sé skömm að segja frá því þá langar mig að minna ykkur á jólakortin sem eru núna til sölu hjá styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.  Kortin getiði séð á www.skb.is Ofsalega falleg kort og gott málefni til að styrkja.  Kortin eru 10 í pakka og kosta aðeins 1000kr og ath ef fyrirtæki vilja kaupa er auðvelt að láta skrifa inní þau, SKB sér um að senda það í prentun fyrir þá sem vilja en að sjálfsögðu kostar það aukalega.  Ef þið viljið kaupa kort getiði haft samband við mig í aslaugosk@simnet.is og að sjálfsögðu mun ég koma með kortin til ykkar þar að segja ef þið eruð á Reykjavíkur-svæðinu annars er ekki svo erfitt að senda þau í pósti :)  Þið getið líka haft samband með kaup á kortum á mailið skb@skb.is sem er beint til þeirra.
Endilega styrkið gott málefni.


Zzzzzzzzzz

Ohh ég nenni ekki lengur að þykjast vera miklu sterkari en ég er, ótrúlega erfitt og tekur mikla meira á en að vera bara ÉG.  Fór til doktorsins áðan og að sjálfsögðu brotnaði ég niður, ég á svo hrikalega erfitt með að tala um sjálfan mig og hvernig mér líður og blablabla.  Finnst nógu erfitt að hugsa um Þuríði mína þar að segja hvernig henni líður og svo framvegis.  Hún er nefnilega ekki vön að segja það, kemur allavega mjög sjaldan fyrir.  Ég hef samt smá áhyggjur af henni, hún var ekki með sjálfri sér í gær.  Hún er svo fljót að æsast upp og verða reið og þá meina ég virkilega reið, hún öskrar og verður alveg trítilóð sem við erum ekki vön að sjá hjá henni.  Kanski er hún bara að fá sínar tilfinningar aftur sem ég vona bara, en svo verður maður hræddur að eitthvað sé að ske hjá henni.  Veit ekki hvernig lyfin virka hjá henni, kanski eru þetta eitt af aukaverkunum af þeim?  Veit það ekki?  Er að bíða eftir næsta tíma hjá doktorunum svo ég get spurt þá spjörunum úr, ég hélt nú að það ætti að vera búið að hafa samband við okkur því það átti að stækka krabbaskammtinn hennar?  Þeir eru víst of bissí til að sinna öllum sjúklinginum sínum og gleyma sér bara.  Sniðugt?

Jebb einsog ég sagði fór ég til læknis áðan, nenni ekki alltaf að bögga doktorana hennar Þuríðar minnar.  Hann gaf mér eitthvað til að hjálpa mér með svefninn, einhver væg lyf og ætli ég skreppi í apótekið á eftir og taki fyrstu pilluna í kvöld.  Vonandi mun þetta eitthvað virka annars veit ég ekki hvað?  Hef alltof miklar áhyggjur af ÖLLU.

Við fjölskyldan áttum góða helgi.  Við Skari fórum með börnin snemma á laugardaginn uppá Skaga í dekur og áttum daginn fyrir okkur og svo um kvöldið var árshátíð hjá Styrktarfélaginu sem var ótrúlega gaman.  Það skemmtilegasta sem mér fannst var að sjá London-hópinn saman, þetta þjappaði hópnum svo vel saman (sko að fara til London) sem er ofsalega nauðsynlegt í svona baráttu.  Daginn eftir var svo krökkunum í styrktarfélaginu boðið á Kringlukránna og í leikhús að sjá Gosa, oh mæ god hvað stelpurnar skemmtu sér vel.  Þuríður var sko ekki komið nóg eftir sýninguna og heimtaði að fara í bíó eheh!!  Þannig mamman lofaði stelpuferð í bíó næstu helgi, svakalega glaðar með þaðKissing.

Of þreytt til að skrifa meir....


Mínar hugsanir, reiði og pælingar

Mér fannst ég bara þurfa skrifa hérna nokkrar línur því það eru sumir sem eru ekki sáttir við það sem ég skrifa.  Fyrsta lagi þá er þetta mín síða, hér vil ég skrifa mínar hugsanir, reiði og pælingar, þessi síða er mín útrás hvort sem sumum líkar það betur eða verr.  Ég er ekki að pína neinn til að lesa þessa síðu, eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki síðuna lokaða er hvað fallegu kommentin frá ykkur gefa mér ofsalega mikið.  En eitt sinn var mælt með því við mig af sérfræðingi vegna ljótu kommenta og emaila sem ég var að fá að loka síðunni og hafa hana bara útaf fyrir mig, nei ég hlýddi ekki þessu ákveðna manni því þetta gefur mér ofsalega mikið.  En stundum pæli ég í því að loka henni svo ég hætti að fá þessar særingar frá sumum lesendum sem sætta sig ekki við hvað ég skrifa eða bara leyfa mínum nánustu að lesa hana svo ég sleppi við öll símtöl til að ath statusinn á hetjunni minni sem ég skil að sjálfsögðu en stundum getur maður bara ekki talað mikið í símann.

Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég um dópistann sem sat með mér á bráðamóttökunni, sömu stofu og var svo hrikalega reiður við alla í kringum sig og ég var ekki að höndla vera með á stofu.  Jú ég pældi mikið í því hvort ég ætti að skrifa um þennan ákveðna mann og hvað ég væri reið honum en vorkenndi honum líka á móti því hann hafði val en það hefur Þuríður mín ekki.  Maður verður ofsalega reiður við þá hugsun.  En þá var ég ekki að beina þessari hugsun minni til neins eða reiði, ég veit að það er fólk sem hefur leiðst útí vitleysu og ættingjar sem hafa misst nákomin vegna þessara vitleysu lesa síðuna mína.  Ég á ættingja sem eru óvirkir og það er allt yndælis fólk en því miður tók það vitlaust skref í lífinu en er komið á rétt skrið í dag, ég þekki líka til fólks sem fór í aðeins sterkara en er á góðri leið í dag.  Kanski átti þessi ákveðni maður ekki neina ættingja til að leita til og engin hefur viljað hjálpað honum en það leyfir mér samt alveg að vera reið honum og hugsa á móti um Þuríði mína sem hefur ekkert val alveg sama hvað við reynum að hjálpa og það finnst mér sorglegast.  Ég get ekki tekið neitt á mig, bara til að láta henni líða betur gef ég henni lyf daglega sem eru ansi stórir skammtar og það hefur líka "skemmt" hana.  Hún er ekki á við 5 ára gamalt barn í þroska, hefur nánast ekkert þroskast í þrjú ár.  Það er hrikalega erfitt og þá finnst mér helmingi erfiðara að horfa uppá fólk í vímu sem getur leitað hjálpar en neitar henni eða hvað veit ég, ég hef aldrei verið í þessum sporum og vona að svo verði aldrei.

Sambandi við hann Gulla heilbrigðisráðherra, þá var nú ég bara að segja þetta í reiði og mínar hugsanir hvað ég myndi vilja gera.  Aldrei í lífinu myndi fara banka í hausinn hans og reyna troða þessu í hann þó glöð ég vildi, er of vel uppalin eheh!!  Ég veit ekkert um hans fjölskylduhagi og kemur það heldur ekkert við, hann á sitt einkalíf.  Mig langar bara að þessir plebbar (sem ég þekki ekki rassgat og er ö-a allt ágætis fólk) í þessum ráðherrastörfum fari að breyta lögunum svo við fjölskyldur langveikra barna getum farið að lifa "eðlilega" þar að segja haft BARA áhyggjur af veikindum en fáum ekki líka magasár yfir fjárhagi og þess háttar.  Ég er ekkert endilega bara að tala um okkur heldur alla sem eiga alvarlega veik börn og geta ekkert unnið.  Já ég verð reið við þessa hugsun og langar að berja í hausinn á þessu öllu fólki sem ráða einhverju (en bara laust) og þau kanski fari að vakna til lífsins og hugsa rökrétt.  Sjálf gæti ég aldrei farið á fund með þeim, því ég veit að ég myndi bara grenja úr mér líftóruna og kæmi ekki stöku orði upp.  Þannig er bara ég.  Of viðkvæm fyrir eitthvað svona. 

Þá er þetta komið til skila en ég get því miður ekki skrifað meir þó glöð ég vildi, farin með börnin uppá Skaga í dekur.

 


Því nú er stund

sem kemur aldrei aftur,
og er eitthvað betra
en njóta hennar vel?


Þoli ekki þennan hausverk, svima, svefnleysi og núna er einbeitingaskorturinn mættur á svæðið, aaaaaaaaaarghhh!!  Sofnaði með klikkaðan hausverk í gærkveldi og vaknaði 15 sinnum í nótt og alltaf sami hausverkurinn þó ég hafi tekið verkjalyf og vaknaði svo í morgun (reyndar varla sofnuð fyrir nóttina) og að sjálfsögðu var hausverkurinn ennþá í heimsókn.  Hann er reyndar minni núna eftir að ég tók aftur verkjastillandi.  Óþolandi!!  Vóvh þurfti að taka mér einna mínútna pásu, svimaði svo.  Hélt að það myndi líða yfir mig í gær, fékk hrikalegt svimakast í ræktinni og svo er maður alltaf að reyna vera kúl á því og halda áfram en líður kanski bara helmingi verr á eftir.

Ætla kíkja til heimilislæknis á mánudaginn og ath hvort hann geti ekki gefið mér eitthvað við þessu allavega svo ég geti sofið á nóttinni og hafi orku yfir daginn að sinna börnunum mínum, lærdómi, heimilinu og svo lengi mætti telja.  Er ekki alveg með einbeitinguna við lærdóminn þessa stundina en það er kanski alltíkei því ég þarf ekkert að skila þessu eina verkefni sem ég er eftir að skila á mánudaginn en ég er bara svo samviskusöm með þennan lærdóm að ég vill helst vera búin að skila öllu á föstudegi.  Dóóhh!!  Afhverju varð ég svona samviskusöm með lærdóm, hefur aldrei gerst eheh!!  Kanski vegna þess ég hef ekki efni á því að henda þessum hundrað kalli sem kostar að vera í þessu námi?  Eða bara maður þroskast með árunumWink.  Ég t.d. skilaði einu verkefni mínu á sunnudaginn en átti ekki að skila því fyrr en tveim vikum síðar en þegar maður kann þetta 99% þá nennir maður ekki að geyma hlutina eitthvað og vera bara laus við þá.

Einsog ég sagði var ég í ræktinni í gær, þar sá ég hann Gulla heilbrigðisráðherra að puða sem er kanski ekki frásögufærandi.  Ég var næstum því búin að banka í hausinn á honum og fara segja honum að drulla sér (afsakið orðbragðið) að breyta lögum foreldra langveikra barna.  Langaði svo að segja honum að reyna setja sig í spor foreldrana, segjum að hann væri með venjuleg laun og konan heimavinnandi og kanski ekki búin að vinna í þrjú ár einsog ég, með 0kr í laun.  Gæti hann lifað mánuðinn án allra aðstoðar?  Nei hann gæti það ekki, afhverju reyna þeir ekki að setja sig í spor foreldrana, nei þetta verður ö-a ekki breytt fyrr en eitthvað af þeirra börnum veikist og þá geta þeir sett sig í sporin.  Aaaargghhh ég verð svo reið að hálfa væri miklu meir en nóg.  $%#&#$%#%". (smá blót)

Aftur er helgi framundan(þær eru alltaf að koma eheh), börnin fara uppá Skaga á morgun því Skari erum að fara á árshátíð hjá Styrktarfélaginu á laugardagskvöldið.  Hefði nú reyndar bara vilijað að ástæðan hefði verið afslöppun uppí sófa, borðandi á sig gat af nammi og drekkandi kók ehe!!  Á sunnudaginn erum við svo að fara með stelpurnar í leikhús á Gosa en styrktarfélagið er að bjóða öllum krökkunum þannig það verður endalaust stuð hjá þeim alla helgina.  Dekur uppá Skaga og leikhús, ekki leiðinlegt!!  Ætlum nú að sleppa því að taka litla pung með og hann fær dekur hjá ömmu Oddný í staðin sem honum finnst ekkert leiðinlegra.

Best að reyna henda einbeitingaskortinum í burtu að halda áfram að læra svo ég verð ekkert að stressast á sunnudagskvöldið við skilin.  Eigið góða helgi, verið góð við hvort annað.

Birti svona í lokin texta eftir Friðrik Sturluson í uppáhalds hljómsveitinni minni Sálinni:

Nú er stund.

Sama hvað mun gerast seinna;
núna er þessi stund að staldra við,
blátt áfram eins og hún er,
geislar og skuggar, og sólin brennur upp,
og þú ert hérna hjá mér.

Sama hvað mun gerast seinna;
núna við erum hér í tóminu.
Ekkert er óendanlegt.
Lítið ég bið um, það dugar alveg mér
að eyða tíma með þér.

Því nú er stund
sem kemur aldrei aftur,
og er eitthvað betra
en njóta hennar vel?

Því nú er stund,
við eigum hana saman,
en alltaf kemur önnur,
og hér kemur ein...

Sama hvað mun gerast seinna;
núna er eitthvað nýtt að gerast hér,
svo reynum að taka því vel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband