Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
31.12.2006 | 14:26
Áramótakveðja
Ég ætlaði nú að gera einhvern áramótapistil þar að segja mánuð fyrir mánuð en er ekki alveg að nenna því þannig ég reyni að skrifa það helsta sem gerðist á árinu púfffh sem var endalaust mikið. Ok reyni að vera eins stuttorð einsog ég get.
Árið byrjaði með stæl hjá okkur eftir mjög erfitt tímabil hjá Þuríði minni en hann Theodór minn Ingi fæddist þann merkisdag 23.janúar og við það lyftumst við aðeins upp. Hann var nú ekki alveg á dagskránni hjá okkur en samt besta það sem gat komið fyrir hjá okkur á besta tíma. Þvílíkur gullmoli sem fæddist þar og dreifði huga okkar á erfiðum tíma, jújú hann er ekki mikið fyrir að sofa sem hefur reyndar breyst síðustu vikuna. Þessi drengur lætur ekki mikið hafa fyrir sér, ótrúlega rólegur og góður (fyrirutan næturnar) sem sagt alveg einsog mamma sín í skapinu.
Við fjölsyldan fórum í nokkrar utanlandsferðir á árinu sem er að líða ekki var það vegna þess að við skítum peningum, ekki alveg!! Ástæðan er því við eigum svo endalaust marga góða að sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir okkur og þar á meðal að senda okkur út fyrir landsteinana og reyna láta okkur gleyma þessu slæma. Við fórum í nokkrar ferðir á árinu einsog ég sagði en við þurftum ekki að borga krónu fyrir neina þeirra svo fólk haldi ekki annað sem margir gera.
Mig langar t.d. að senda knús til Þórdísr sem nennti að taka á móti okkur Theodóri mínum Inga í byrjun júní, þangað fórum þegar orkan mín var alveg á þrotum og maður var langt niðri vegna Þuríðar minnar og þá var líka gott að komast í afslöppun til Þórdísar í London. Þórdís var tilbúin að gera allt fyrir okkur Theodór, fór með okkur hingað og þangað um London og svo var bara slappað af fyrirframan imban og borða nammi. Ekki amalegt!! Held að ég og Oddný Erla förum að panta gistingu hjá þér Þórdís
Árið var upp og niður hjá henni Þuríði minni, hún byrjaði í harðri krabbameinsmeðferð í lok júní sem átti að ljúka í júlí á næsta ári en svo kom sprengjan um miðjan sept. Þuríður mín varð að hætta í meðferðinni þar sem hún var ekki að gera neitt fyrir hana og æxlið hennar orðið illkynja. Dagurinn sem okkur var tilkynnt þetta var sá versti sem ég hef upplifað það var einsog einhver hluti af mér dó, vikan eftir var sú versta en það sem hjálpaði okkur í gegnum þetta allt saman var hún Þuríður mín því hún var svo ótrúlega hress þessa viku sem æxlið hennar greindist illkynja. Hún var alveg að krampa einsog venjulega en samt svo hress, við eigum líka svo marga góða að sem þarf því miður að koma alltaf í ljós þegar eitthvað bjátar á. Það voru alltaf einhverjir gestir hjá okkur vikuna eftir til að létta okkur lundinn sem var ómetanlegt, við erum svo ótrúlega heppin að eiga ykkur öll að. Þið hafið gert svo endalaust mikið fyrir okkur á þessum erfiðum tímum sem við getum aldrei þakkað nógu oft fyrir, fallegar kveðjur á bloggið mitt, andlegur stuðningur, styrkirnir sem þið hafið veitt okkur, þið hafið gert okkur það kleift að geta einbeitt okkur að veikindum hennar Þuríðar minnar. Ef ég gæti myndi ég knúsa ykkur öll, þannig ég sendi ykkur stórt knús frá okkur öllum.
Þuríður mín er búin með geislameðferðina sína sem hefur gert þetta flotta kraftaverk, hún hefur verið krampalaus í tvær og hálfa viku sem hefur ekki gerst í tæp tvö ár. Núna höldum við áfram að fara með bænirnar okkar og vona að þetta haldist sem lengst, jú læknarnir voru/eru ekki búnir að gefa henni langan tíma í viðbót en ég ætla vera með keppnisskap og berjast eins lengi og ég get. Geta ætla skal!! Hún ætlar að vera hjá okkur næstu 80árin allavega, takk fyrir það!!
Oddný Erla mín er búin að standa sig einsog hetja þetta árið, hún hefur þurft að þroskast hraðar en önnur börn einsog þeir sjá sem þekkja hana. Litla konan mín einsog hún er oft kölluð á heimilinu, hún veit alveg hvað á að gera þegar systir hennar fær krampa og lætur okkur alltaf vita þegar það gerist og stúlkan bara tveggja og hálfsárs. Hún á oft á tíðum erfitt með að höndla þessa hluti, þetta hefur verið henni mjög erfitt og sýnir það líka með "leiðinlegri" hegðun og passar vel uppá mömmu sína sem má oft ekki sinna hinum systkinum hennar. Þess vegna reyni ég að vera dugleg að sinna henni, þar að segja við tvær gerum eitthvað skemmtilegt. Oddný Erla líka hetjan mín bara á annan hátt rétt einsog Theodór minn Ingi sem skilur ekkert hvað er að gerast í kringum sig en samt svo góður og æðislegur.
Hef reyndar ekki mikin tíma til að skrifa þar sem við erum komin á Dragó, ætli Þuríður mín vilji ekki bráðum fara út og "sprengja" nokkrar sprengjur. Svo mikið eftir að skrifa en ég nenni því heldur ekki, púúffhh!! Segi ykkur skemmtilegar fréttir á nýju ári sem er framundan hjá okkur fjölskyldunni, segi ykkur frá geggjuðu gjöfinni sem nokkrir jólasveinar gáfu okkur.
Ég vona svo heitt og innilega að Þuríður verði betri að nýju ári og við fáum að hafa hana hjá okkur næstu 80árin, vonandi eru öll þess lyf að gera eitthvað fyrir hana.
Endalausar þakkir til ykkar allra, hvort sem við þekkjum ykkur eða ekki þá vitum við af öllu góða fólkinu í kringum okkur. Þetta er ómetanlegur stuðningur, alltaf gott að fá góðar kveðjur.
Vonandi verður nýjar árið ykkur æðislegt, eigið gleðilegt ár og passið ykkur á sprengjunum hennar Þuríðar minnar.
Knús og kossar´
Áslaug og fjölskylda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.12.2006 | 10:34
Þuríður Arna sprengjukerlingin mikla
Við fjölskyldan höfum alltaf reynt að kíkja á flugeldasýninguna hjá Perlunni á hverju ári sem við gerðum í gær, reyndar í fyrra horfðum bara á hana gegnum gluggana uppá barnaspítala þar sem Þuríður mín var inniliggjandi en fengum þetta beint í æð í gær. Við ákváðum að labba alveg uppað perlunni í þetta sinn til að fá ljósin og lætin alveg beint í æð þar sem stelpurnar voru hrikalega spenntar að sjá þetta allt saman. Ohh boy lætin sem fylgdu þessu, þetta var ótrúlega flott en alltof stutt flugeldasýning. Þuríður Arna var sko ekki sátt þegar sýningunni endaði ehehe vildi sko meira og neitaði að fara þannig það verða sko keyptar bombu fyrir hetjuna mína í dag og að sjálfsögðu styrkjum við hjálparsveitina en ekki hvað? Ég þurfti reyndar að labba í burtu með Oddnýju mína ERlu og Theodór minn Inga þar sem þau voru ekki að fíla þessi læti thíhí, jú Oddný mín er sátt ef hún er laaaangt frá sprengjunum eða bara með stjörnuljós en var sko ekki að fíla þetta. Sagði við mig að þetta væri ógeðslegt en þegar bomburnar voru í mikilli fjarlægð fannst henni þetta svaka stuð.
Við erum sem sagt mikið spennt að fara seinni partinn til að kaupa bomburnar og sprengja þær á morgun, stuð stuð stuð!! Við ætlum að eyða kvöldinu í faðmi Dragós-gengisins, Skari og pabbi elda kalkún slurp slurp!! Ég er spenntust!!
Er á leiðinni í síðasta jólaboðið á þessu ári, þar hittast allir í mömmu family sem sagt mikill fjöldi og mikið stuð svo ætlar mín líka að fara aftur á Sálina og Gospelinn í kvöld.
Verð víst að þjóta, skúra, skrúbba og bóna!! Þrífa börnin og klæða!!
Bið að heilsa í bili og haldið áfram að knúsast það er bara svo gott að fá knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.12.2006 | 10:16
Myndin við könnuninni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.12.2006 | 10:09
Að kvitta...
Fólk hefur verið að reyna kvitta hjá mér en kvartar undan því að það sé of flókið að það nennir ekki að standa í því, sko málið er að það er ekkert flókið. Ég veit að margir halda að þau þurfa lykilorð og aðgangsorð en svo er ekki, við breyttum því þannig það væri auðveldara fyrir fólk að kvitta. Þegar það kemur lykilorð og svoframvegis þá þurfiði bara að setja nafnið ykkar og staðfesta 2x e-mailið ykkar.
Vonandi auðveldarar þetta ykkur að kvitta því mér finnst svo óendanlega gaman að fá "kvitt" jú þótt það sé frá ókunnugum einsog einn "kvittari" sagði að það gæfi mér nú ekki mikið ef einhver ókunnugur kvittar hjá mér en það er bara ekki rétt, það gefur mér ótrúlega mikið að fá pepp frá hverjum sem er. Að fá falleg e- mail, símtal, bréf í pósti eða kvitt hér gefur mér ótrúlega mikið en ég/við fjölskyldan höfum fengið mjög mörg "gamaldags" bréf gegnum lúfuna okkar, e-mailin í tonnatali og hringingar frá ókunnugum síðustu vikur og það gefur okkur endalaust mikið. Senda ykkur stórt knús fyrir fallegar hugsanir og endilega verið duglegri að kvitta ehe!!
Annars er statusinn á heimilinu ágætur, Þuríður mín hefur ekki krampað í tvær vikur og engin skilur neitt afhverju? Einsog einn læknirinn hennar sagði við mig "stundum skiljum við þetta bara ekki", ég meina þótt þú sért læknir með 10ára nám eða 15 að baki þá geta þeir ekki vitað allt þótt við viljum að þeir viti allt. Við höfum allavega kynnst því í rúmlega tveggja ára veikindasögu Þuríðar minnar að þeir hafa færri svör en við viljum fá því verr og miður.
Okkur finnst Þuríður mín eitthvað að slappast núna, engir krampar sem við fögnum enn en hún er samt eitthvað að slappast. Greinilega farin að vera þreyttari en venjulega, það hlaut að koma að því, grrrrr!! Ætli geislarnir séu farnir að segja eitthvað til sín? Ö-a!! Æjhi ég fæ alveg sting í brjóstið og hnút í magan ef hún er eitthvað að slappast einsog við höldum og vanalega höfum við rétt fyrir okkur.
Stelpurnar eru að farast úr spenning með gamlárskvöld, við áttum stjörnuljós síðan í fyrra þannig við fórum útá á pall í gær og kveiktum í nokkrum. Oh mæ hvað þeim fannst það gaman, þær voru sko að sprengja ehehe eða það sögðu þær þannig hér verða keyptar nokkrar litlar bombur fyrir stelpurnar mínar en litli skriðdrekinn minn hann Theodór getur ekki ennþá haldið á þessu en finnst ö-a gaman að horfa á ljósið. Bara gaman!! Mikið er ég líka spennt fyrir áramótunum, ohh boy!! Svooo gaman að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þessar elskur.
Munið að svara nýju könnuninni minni, thíhí!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.12.2006 | 10:19
Maður ársins hjá Ísafold
Mig langar að byrja á því að óska henni Ástu Lovísu hetju hjartanlega til hamingju með titilinn sem hún fékk hjá blaðinu Ísafold sem "maður ársins", þú áttir þetta svo sannarlega skilið. Mér finnst alltaf gott þegar fólk talar opinskátt um veikindin sín, barnanna sinna eða einhvers nákomins, þetta hjálpar okkur svo ótrúlega mikið. Til hamingju Ásta mín!!
Þið getið kosið mann ársins hjá Rúv á þessari slóð http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/meira/store159/item139037/
Þegar Ásta var kosin "maður ársins" fór ég að hugsa um veikindin hennar Þuríðar minnar hvað það er gott að vera ekki feimin með neitt sem tengjast veikindum manns eða barnanna sinna, "við" getum ekkert að þessu gert og afhverju þá að vera fela eitthvað? Þá fór ég líka að hugsa til Margrétar Frímannsdóttir alþingiskonu þegar hún barðist við sín veikindi og mér fannst alltaf svo gott þegar hún koma bara hreint fram þar að segja ekki með neina hárkollu eða slæðu til að fela það að hún væri ekki með neitt hár. Þá hugsaði ég líka með mér "þetta er ótrúlega gott hjá henni og ef ég veikist einhverntíman sem maður vonar svo sannarlega að það gerist ekki þá ætla ég að taka hana til fyrirmyndar og ekki vera fela neitt.
En svo kom bara annað litla barnið mitt veiktist og það með illvígan sjúkdóm, hún missti hárið sitt og ég byrjaði strax á því að fela það. Afhverju var það? Jú því allir þá meina aðallega fullorðið fólk snéri sig úr hálslið til að horfa á hana og stundum stoppaði það til að stara betur og við þetta leið mér illa bara við að fólk starði svona á hetjuna mína sem var ekki einsog allir aðrir. Þuríði minni leið ekki vel með slæðurnar sem ég var búin að kaupa í öllum litum en samt barðist ég alltaf við það að setja þær á hana en hún var farin að taka þær jafnóðum af sér. Þá fór ég aftur að hugsa til hennar Margrétar Frímanns en henni var alveg sama hvað fólk hugsaði en ég man umræðuna í fólkinu "útí bæ" hvað sumum fannst þetta asnalegt af henni að hafa ekki neitt til að hylja en sumum fannst þetta frábært einsog mér og afhverju átti ég ekki að hugsa það sama um hetjuna mína? Æjhi þetta var litla barnið mitt og mér finnst/fannst erfitt að láta alla stara svona en ég hætti því svo að lokum enda leið henni miklu betur að þurfa ekki að vera með einhverja þrönga slæðu.
Það var ekki einsog ég skammaðist mín fyrir veikindin hennar það var bara að mér leið illa við hvað fullorðið fólk kann sig ekki, þarf að stara á lítið barn sem á erfitt.
Það hefur t.d. gerst 2x í röð að ég hef farið í Bónus í kringlunni (jájá ég nefni bara staðin) að stúlkan á kassanum hafði ekki tíma til að afgreiða mig eða renna vörunum mínum í gegn því hún þurfti að "stara" svo mikið á Þuríði mína. Hvað er málið? Ég er ekki vön að æsa mig yfir hlutum en ég var að rauðglóandi þarna og var alveg að fara æsa mig við hana en ákvað að sleppa því sem ég hefði samt ekki átt að gera því ég sé alltaf eftir því. Hvað er að fólki?
Í dag leyfi henni Þuríði minni Örnu að vera einsog hún vill, ef henni líður vel þá er það náttúrlega best. Hættum að fela þessa hluti, höldum áfram að vera einsog við erum, "við" getum ekkert að þessu gert, tölum um þetta það er ekkert að skammast sín fyrir.
Takk fyrir mig í dag!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.12.2006 | 09:42
Nokkrar línur
Jólin hafa verið yndisleg hjá okkur fjölskyldunni, þá meina ég öllum. Þuríður Arna mín er búin að vera súperhress, naut sín í botn að opna alla pakkana sína sem voru rosalega margir. Systurnar voru ótrúlega góðar á aðfangadag, hjálpuðust að að raða pökkunum undir tréið og létu þá alveg í friði þanga til þeim var rétt til að opna og litli skriðdrekinn minn hann Theodór hefur meir að segja látið þetta allt saman vera. Hefði nú reyndar ekki trúað því á drenginn þar sem hann er algjör gaur en þau koma manni alltaf meira og meira á óvart þessi snillingar. Stelpurnar sátu bara einsog einhverjar prinsessur sem þær eru nú ehe og biðu eftir að þeim var rétt pakkarnir, ótrúlega góðar og yndislegar.
Þessi jól voru sem sagt æðisleg, gott að fá að njóta svona góðra jóla með Þuríði minni og hinum einsog ég hef oft sagt áður þá voru tvö síðustu ár hjá henni Þuríði minni um jólin mjög slæm. Uppdópuð og gat ekki notið neins þannig þetta hefur verið alveg yndislegt.
Pælið í því að í dag eru 12dagar síðan Þuríður mín krampaði síðast og engin skilur neitt þá síst læknarnir einsog oft áður, þetta er alveg æðislegt!! Þótt henni líði svona vel þá er einhver hnútur í maganum mínum, æjhi mér kvíður samt fyrir næstu dögum/vikum því ég er svo hrædd um að þetta sé lognuð á undan storminum. Æxlið getur nefnilega núna farið að bólgna eftir geislana og þá versna kramparnir "tífalt" og þá verður hún líka slæm en ég ætla samt að halda áfram að njóta þessa góðu daga sem eru æðislegir.
Það er svo margt að hlakka til þannig ég ætla að reyna halda áfram að hlakka til skemmtilegu hlutana sem koma á næstu dögum og ég segi ykkur kanski frá þeim á næstu dögum. Góðar jólagjafir sem við höfum fengið frá nokkrum "jólasveinum", vííííí!!!
...farin að sinna börnunum, ég lét nefnilega stelpurnar vera í fríi milli jóla og nýárs í leikskólanum. Ætlum bara að njóta þess að vera saman án þess að þurfa fara uppá spítala á hverjum degi, þannig næsti leikskóladagur verður ekki fyrr en 3.janúar.
"Kristín Amelía, hún Oddný Erla mín fékk baby born dúkku í jólagjöf og veistu hvað hún skírði hana, jú Krístínu Amelíu eheh". "Það er greinilega orðin söknuður á þessi heimili".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.12.2006 | 15:15
Jólamyndir
Hluti af jólamyndunum komnar inn, heilhellingur eftir en ég mun ö-a ekki nenna að setja þær allar inn enda Skari búinn að taka sirka 400myndir. Kíkið á það sem er komið....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2006 | 13:41
Takk fyrir okkur!!
Stóóórt knús og endalaus margir kossar frá okkur öllu og ég læt fylgja mynd af töffaranum mínum sem var tekin á aðfangadag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2006 | 22:24
Gáfu fjölskyldu langveikrar stúlku af getraunavinningnum
Þessi texti var fyrirsögn á www.mbl.is í dag en við Þuríður mættum niðrí framheimili í morgun og tókum við styrk sem þeir gáfu til styrktar Þuríðar minnar.
Þessi texti fylgdi: "Nokkrir áhangendur íþróttaliðsins Fram fengu þann stóra fyrir skömmu þegar þeir fengu þrettán rétta í 1x2 getraunaleiknum með kerfi sem þeir höfðu tekið sig saman um að veðja á. Þegar þeir duttu í lukkupottinn ákváðu þeir að láta hluta af fénu renna til góðs málefnis og styrktu í Framheimilinu í dag fjölskyldu ungrar krabbameinssjúkrar stúlku."
Knús og kossar til ykkar allra frammarar, þarf ég sem sagt að fara skipta KR-búningnum út fyrir Fram-búninginn eheh!!
...farin að skreyta jólatréð og ég held að hún ODdný mín sé alveg að missa sig úr spenningi en Þuríður mín og Theodór eru sko sofnuð höfðu ekki meiri orku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.12.2006 | 13:03
Gleðileg jól kæru vinir
Laumaðist aðeins í tölvuna, hef reyndar engan tíma þar sem það er alveg brjálað að gera hjá stórfjölskyldunni. Búin að vera sveitt við að þrífa í morgun, vakti frammá á nótt til að klára síðustu innpökkunina, eftir að keyra í einhver hús með pakka og svo hendi ég bara restinni í mömmu og læta hana klára það fyrir mig eheh!!
Stelpurnar alveg að farast úr spenningi og geta ekki beðið eftir morgundeginum, Þuríður mín Arna er alltaf að laumast inní herbergi til að reyna opna nokkra pakka. Dóóhh!! Ótrúlega snögg þesssi stúlka og ég er í því að pakka þessum gjöfum aftur inn en sem betur fer er þetta ekkert af hennar gjöfum.
Svo er það hefðin í kvöld sem við fjölskyldan gerum ALLTAF á Þorláksmessu en það er að fara útað borða á Ítalíu og fá okkur pasta eða pizzu. Slurp slurp!! Mamma, pabbi, Oddný og fjölskylda alltaf með í för og svo veit maður ekki hvort nokkrir bætist við í hópinn í kvöld. Hlakka mikið til!!!
Jólatréð skreytt í kvöld, Skari gerir heitt súkkulaði og aldrei að vita að einhverjir komi í heitt súkkulaði.
Ohh boy engin tími til að skrifa einhverjar merkilegar fréttir en þær verða bara að koma sem fyrst hef svo svakalega miklu að segja frá.
Knúúúss til ykkar allra og eigið gleðileg jól, njótið þess að vera saman og njótð þess að horfa á krakka ykkar alveg upptjúnnuð. Bara gaman!!
Jólakveður frá stórfjölskyldunni í "sveitinni".
Slauga og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar