Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Jíbbíjeij!!

Þuríður mín í síðustu geislameðferðinni sinni í dag, hibbhibbhúrrey!!  Vonandi mun þetta gera eitthvað gagn fyrir hana en hún á möguleika að fara aftur í geislan ef þetta er að gera eitthvað fyrir hana þannig við skulum bara vona að við hittum þær á geislanum aftur enda eru þær æði.

Theodór minn er sko að meika það á nóttinni, rétt opnar augun um fimmleytið og sefur svo til átta ekki amalegt!!  Hvað virkar þetta lengi, veitiggi, erfitt að segja?  Þegar hann sefur svona vel þá tekur hún Þuríður mín bara við og vakir endalaust yfir nóttina en geislin er ö-a að fara eitthvað í hana og verður svona líka pirruð og leið en það er bara á nóttinni.  Kvarta ekki ef þetta virkar á hana, held áfram að biðja bænina mína yrði besta jólagjöf í heimi.

Við Theodór erum að fara í kringluna með henni Oddnýju sys og Evu sætu litlu músinni minni, klára allt fyrir jólin þar að segja jólagjöfina hans Skara míns og kanski fá mér einn bol fyrir jólin hef ekki funndið neinn hingað til.  Grrrr!!  Það er svona þegar maður langar í eitthvað þá sér maður ALDREI neitt en svo þegar maður er ekki að meika kaupa sér eitthvað þá langar manni í endalaust mikið.  Dóóhh!!

Læt þetta duga í bili farin í mollið.....


Myndir!!

Var að skella inn tveimur albúmum inná barnalandssíðu krakkanaW00t

Zzzzzzzzzzzzz

Nei Katrín mín ég er ekki ennþá sofandi, hér er farið á lappir fyrir sjö á morgnana til að gera börnin klár í leikskólann og uppá krabbameinsdeild, púúúfffh ekki mannlegur tími.

Nei það er ekki komin bökun á fjórða barni eheh, var nefnilega spurð af því hérna á síðunni hvort fjórða barnið væri komið undir eheh!!  Ekki alveg!!  En það kemur einhverntíman tími á það, ég er ekkert hætt ég fer heldur ekkert að "skemma" með árin og koma alltíeinu með barn 2007 þetta á að koma annað hvert ár thíhí!!

Þuríður mín Arna er ennþá súper hress, fólk á eiginlega ekki til orð yfir það hvað hún er hress að sjá sem er alveg yndislegt.  Líka heyrir maður að fólk sem er í geislameðferð verður frekar þreytt en neinei það er sko ekki svoleiðis með hana Þuríði mína hún tekur bara kipp í þroska og er orðin ekta barn að nýju æjhi þið kanski skiljið mig ekki.  Okkur finnst ótrúlega gaman að sjá hana Þuríði mína þessa dagana einsog ég hef oft sagt áður, hún er meira að segja farin að vera pirruð útí systir sína þegar Oddný er t.d. að syngja þá segir hún henni að hætta þessu og byrjar að lemja hana.  Foreldrum finnst kanski ekkert skemtilegt að sjá börnin sín rífast en okkur finnst það því það hefur ALDREI sést á þessu heimili, oh mæ god yndislegast!!Whistling

Theodór minn Ingi vaknaði BARA einu sinni í nótt og það var klukkan fimm í morgun og þá var ég líka bara búin að fá minn sex tíma svefn þannig ég var eiginlega bara vöknuð eftir nóttina.Sleeping  Það var æðislegt að fá svona "laaaaangan" svefn, geggjað góður draumur!!

Annars er brjálað að gera, mér finnst ég eftir að gera svo mikið fyrir jólin en ég er samt ég löööööngu búin að versla allar jólagjafir nema smá handa Skara mínum sem ég veit alveg hvað það er og hef engar áhyggjur.Wink  Ég er ein af þeim sem byrjar að versla jólagjafir í mars svona án gríns, afhverju að versla allt í desember og eyða peningnum sem ég á ekki til og vera borga gjafirnar í heilt ár á eftir.  Þess vegna reyni ég að dreifa þessu yfir árið, ótrúlega skynsöm ein af því fáa sem ég er skynsöm yfir thíhí!!GetLost  Takið mig til fyrirmyndar, víííí!!

Púúúffh er að reyna taka smá til, henda síðustu kössunum niður í geymslu og reyna gera fínt inní herberginu okkar Skara.

Langar í lokin að senda kveðju til einnar hetju sem ég hef verið í sambandi við, hún heitir Þórdís og það er linkur hérna til hliðar á heimasíðunni hennar.  Ég hitti hana í fyrsta sinn í morgun uppá geisla, ótrúlega gaman að hitta þig Þórdís mín, gangi þér ótrúlega vel í þinni meðferð og við hittumst kanski aftur síðar en þá ekki uppá spítalaSmile.


Fer hann að sofa betur?

Fór með hann Theodór minn Inga til einn af krabbameinslæknunum hennar Þuríðar minnar en þeir eru allir með tölu alveg frábærir og ekki bara tilbúnir að sinna henni Þuríði minni eftir bestu getu heldur eru þeir líka tilbúnir að gera allt fyrir hin börnin okkar.  Þeir eru ekki skyldugir til þess en gera það samt BARA fyrir okkur og sinna þeim öllu ótrúlega vel, alltaf megum við hringja í þá hvenær sem er alveg sama hvað klukkan er.  BESTIR!!

Allavega þá skoðaði doktorinn hann útí gegn, það lekur rosalega úr öðru eyranum hans það er víst einhver bólga bakvið rörin að mig minnir þannig drengurinn fer á pensilín og eyrnadropa.  Svo vill doktor Jón láta hann fá lyf til að breyta svefn hans og koma einhverri reglu á það, þannig ég ætti kanski að byrja sofa í nótt í næstum því tíu mánuði.  Hibbhibbhúrrey!!  Hann sagði að lyfin ættu að byrja virka strax þannig ég er frekar spennt fyrir nóttinni.

Ég er gjörsamlega búin á því, núna vantar mig virklega bensín svona án gríns.  Ég geng í svefni alla daga, er einsog einhver vofa.  Ohh boy hvað svefn er mikilvægur!!  Dæssúss mar, er ekki alveg að meika þetta en það sem heldur mér gangandi er hún Þuríður mín superhetja sem er svona líka hress og farin að rífa kjaft í leikskólanu.  Held svei mér þá að það hafi aldrei gerst, foreldrar eru nú oftast ekki ánægðir með það þegar börnin sín eru að frekjast og rífa kjaft en við erum það samt því þá er hún Þuríður mín að líkjast sjálfri sér og öðrum börnum  W00t.

Ég spurði annars aðal geislalækninn í morgun hvernig það stæði eiginlega á því að hún Þuríður mín er ekki búin að krampa í næstum því í viku?  Hmmm stórt er spurt en fátt er um svör? Hann hafði kanski ekkert eina skýringu á því en hélt kanski að geislarnir fóru beint í að drepa einhverjar frumur þarna sem valda krömpunum, vííí!!  Enn svo getur sprengjan komið og æxlið fer að bólgna og þá versna kramparnir trilljón sinnum meira þannig við njótum hvern dag fyrir sig. 

Við erum alveg meðvituð um að hún muni væntanlega byrja krampa á fullu eftir ekkert svo langan tíma en við reynum ekki að hugsa svo langt frammí tíman og njótum þessa daga í botn.  Bara gaman!!

Þá erum við fjölskyldan að fara gera okkur tilbúin á jólaball hjá styrktarfélaginu sem stelpurnar hlakka mikil til en mikið hlakka mig til að leggjast á koddan í kvöld og vonast til að fá allavega sex tíma svefn, bið ekki um meir!!


Því ég á svo góðan vin.....

Þegar ég er þreytt
Þegar heimurinn vondur er
huggar mig það eitt
bara að vita af þér hér´

Þú ert aldrei ein
þótt eitthvað hendi þig
þú ert aldrei ein
af því þú átt mig
og af því þú átt mig
Áttu góðan vin........

Ætla ekkert að halda áfram með þennan söngtexta sem er uppáhalds textinn hennar Þuríðar minnar með henni Höllu vinkonu sinni Hrekkjusvín sem kallar sig reyndar Höllu sætu eheh við Þuríði mína, en þennan söngtexta syngjum við Þuríður á hverjum morgni á leiðinni í geislunina ásamt næsta hér á eftir.   En þegar hún Þuríður mín syngur þetta fyrir mig þá horfir hún þvílíkt í augun á manni sem geisla þessa dagana og svo bendir hún á mig þegar kemur að "áttu svo góðan vin" og maður klökknar alltaf þegar hún gerir það.  Það er einsog hún viti um hvað textinn snýst og viti það að hún eigi vini í hverju horni sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir hana.  Mesta krútt í heimi!!Halo

.......spurningum ég velti fyrir mér
og stundum koma svörin svona einsog sjálfum sér
En samt er margt svo skrýtið
sem ég ekki skil
en það gerir ósköp lítið
Því mér finnst svo gaman að vera til.

Ég er furðuverk.......

Mér finnst alltaf svo fyndið og gaman þegar Þuríður mín syngur þetta þegar við skreppum t.d. í Kringluna því það ómar um hálfa kringlu en hún syngur hæðst af textanum "ég er furðuverk".  Svo hlær maður alltaf af henni, jú maður verður líka að geta gert grín af hlutunum og hún Þuríður mín er hálfgert "furðuverk" og okkur finnst bara gaman þegar hún tekur sig og byrjar.W00t

Mér finnst samt þetta textabrot lýsa því hvernig mér líður í dag, ótrúlega vel!!  Þuríður mín meira að segja fór að rífa kjaft við foreldra sína í dag sem gerist ALDREI, þannig það sýnir að henni líður "öðruvísi" en vanalega.  Farin að sýna þroska eheh, maður gat eiginlega ekki annað en hlegið af henni í kvöld þegar hún fór að rífa kjaft en leyfði henni samt ekki að sjá það. 

...Já ég á þig að
ég á svo góðan vin


Knús til 8 ÍB og 8 TG í Borgaskóla

Krökkunum mínum langar að senda stóóóórt knús til krakkana í 8ÍB og 8 TG í Borgaskóla en kennarar þeirra komu með gjafir handa krökkunum sem þeim langaði að sjálfsögðu að opna um leið og þeim var afhent en það verður beðið eftir stóra deginum.Wink

Knúúúúússss og kossar til ykkar allra krakkar.


I feel good dudududu

Þetta er fyrsta skipti í eitt og hálft ár rúmlega að við munum ekki alveg síðan Þuríður mín Arna fékk krampa síðast, við munum ekki hvort það var á fimtudag eða föstudag.  Oh boy!  Yndislegast!!  Henni hefur heldur ekki liðið svona vel í rúmt eitt og hálft ár þegar hún var krampalaus í þrjá mánuði en svo kom bomban eftir það.  Mér finnst þetta svo æðislegt, yndislegt og frábærast að sjá hana svona hressa og káta.  Við reynum bara að nýta hvern dag fyrir sig maður veit aldrei hvenær/hvort kemur aftur, hún ætlar greinilega að njóta jólana og líka farin að tala dálítið um þau sem mér finnst skemtilegast.

Einsog ég hef oft sagt áður þá hafa tvö síðustu jól verið mjög slæm hjá henni, uppdópuð og veit ekkert í sinn haus en núna ætar hún sko að njóta þess að rífast um pakka við systur sína og mig við að fá að opna gjafirnar hans Theodórs eheh!!  Okkur mæðgunum finnst nefnilega skemtilegast að opna gjafir og ég hef verið svo heppin að fá að hjálpa þeim.  Einsog núna hefur Theodór minn Ingi ekkert vit að opna sína, hendi bara smá pappír í hann þá verður hann kátur eheh þannig við mæðgur verðum heppnar þetta árið að fá að hjálpa honum.  Jíbbíjeij!!

Mér líður eitthvað svo vel í hjartanum og svei mér þá, þá er smá tilhlökkun komin til jóla.  Jiiiih dúddamía held að mér sé farin að líða einsog litlu barni með jólin að gera, hlakka svo til að sjá hana Þuríði mína spenntasta og að sjálfsögðu hin tvö líka en hef litlar áhyggjur af þeim.

Einsog konurnar uppá geislun sögðu þá hafa þær ekki séð hana svona hressa og glaða síðan hún byrjaði í geisluninni og það er nú bara rúm vika síðan.  Það er eitthvað að gerast hjá henni Þuríði minni þótt engin viti hvað og afhverju hún sé svona hress þá ætlum við allavega að njóta þess í botn og halda áfram að fara með bænirnar okkar.

Maður sé strax hvað þroskinn hennar fer fram við þessa góðu daga, þannig ef hún fær tækifæri til þess þá veit ég að hún mun ná þessu næstum því alveg upp á góðum tíma.  Ohh þetta er eitthvað svo æðislegt, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér líður vel núna.

Fyrst að mér líður svona vel ætla ég að launa mér því að fara útí búð og kaupa mér einn bol fyrir jólin ehehe, það gerist alltof sjaldan en mig vantar víst einhverjar flíkur yfir hátíðirnar og ég hef ekki haft orku eða löngu til þess að velja mér eitthvað en ætla að reyna láta verða af því í dag eða á morgun.

Slauga sú hressasta á svæðinu en væri ennþá hressari ef ég fengi nokkra klukkutíma svefn á nóttinni.  Theeeeeeeeeeeeeeooooodóóóórrrrrr!!!


Frábær stuðningur - til okkar ALLRA

Óskar skrifar:

Eins og við höfum oft nefnt þá njótum við einstaks stuðning vina og ættingja sem eru tilbúnir til að klífa fjöll fyrir okkur á hverjum degi og verður sú aðstoð og sá stuðningur sem við fáum seint fullþakkaður. 
En við fáum líka frábærann stuðning frá fólki sem við þekkjum ekki neitt - fólki sem hefur haft samband við okkur og þakkað okkur fyrir að segja sögu okkar með þeim hætti sem við höfum gert að undanförnu.  Margir hringja, senda tölvupóst og sms og aðrir koma í heimsókn til okkar.  Sumir hafa haft samband og látið okkur vita að þeim langi til að færa Þuríði gjafir, eitthvað sem gleður hana, sem það hefur og sannarlega gert.  Allt hefur þetta fært okkur Áslaugu ómælda gleði og það er okkur ólýsanlega dýrmætt að sjá gleðina í augum Þuríðar okkar þessa dagana.

En það er eitt sem mig langar að nefna, hlutur sem við fundum mikið fyrir í gær.  Það hafði nefnilega samband við okkur maður sem ekki vildi láta nafns síns getið en langaði til að færa Þuríði gjöf. glæsilega gjöf sem Þuríður mun njóta vel og lengi.  Þessi maður sem kom svo við hjá okkur í gær á heiður skilið fyrir að finna fyrir áhyggjum af og bregðast við hlut sem við vorum farin að hafa smá áhyggjur af.
Málið snýst um hana Oddnýju Erlu okkar - yndislegu litlu stúlkuna sem er bara tveggja og hálfs árs gömul.  Í gær fundum við svo vel fyrir því að henni finnst hún vera útundan.  Við sögðum þeim Oddnýju og Þuríði frá því að það væri að koma í heimsókn maður sem ætlaði að færa Þuríði gjöf  "...og Oddnýju líka" sagði hún þá.  Greyið mitt litla finnur það svo sterkt þessa dagana að Þuríður er að fá mikla athygli.  En það sem þessi maður gerði var að hann fann það þegar hann kom að Oddný var eitthvað leið og stuttu eftir að hann fór frá okkur hringdi hann aftur og lét okkur vita að honum langaði til að færa henni samskonar gjöf.  Þetta fannst okkur meiriháttar gaman að heyra og erum viðkomandi óendanlega þakklát.  Og svipurinn sem kom á hana Oddnýju mína þegar ég sagði henni að maðurinn ætlaði að koma aftur og gefa henni líka.... hún var svo ánægð.

Oddný litla hefur átt soldið erfitt síðustu daga, er mjög lítil í sér og gerir allt til að fá athygli - bera veggirnir í herbergi hennar þess glöggt merki.  Áslaug er dugleg að reyna að sinna henni og gera með henni ýmsa hluti - bara þær tvær og líður Oddnýju greinilega mjög vel þegar þær eru bara tvær saman.  Reyndar líður henni líka mjög vel þegar við erum bara tvö saman en Áslaug nær greinilega betur til hennar.

Við biðjum nú yfirleitt ekki um neitt og viljum alls ekki vera með neina tilætlunarsemi en samt langar mig til að óska eftir því að ef einhverjum langar til að gleðja Þuríði okkar (sem okkur þykir sannarlega vænt um), að gleyma ekki henni Oddnýju Erlu.  Það er svo sárt að sjá sorgarsvipinn á henni þegar Þuríður er svona glöð.


Ég verð svo reið...

Hafa margir fylgst með Kompás þeim Guggu og Jóa?

Ég verð svo reið að fylgjast með þeim, ég ætla samt að sleppa öllum illu orðunum sem berjast um í kollinum mínum þegar ég hugsa um þau eða horfi á þau í imbanum, gæti sært einhvern?  Ég bara vildi óska þess að hún Þuríður mín gæti fengið alla þessa hjálp sem þeim býðst, þeim býðst svo mikil hjálp að þau skuli ekki taka henni.  Þau falla og falla og alltaf er haldið áfram að hjálpa þeim, Þuríður mín mun veikjast og veikjast en "ekkert" hægt að gera til að bjarga henni.  Fynnst þetta svo ótrúlega ósanngjarnt, jú við eigum endalaust mikið að góðu fólki í kringum okkur sem eru tilbúnir að hjálpa henni og okkur en samt ekki þá hjálp sem hún þarfnast mest. 

Ég gæti hent sjónvarpinu mínu útum gluggan þegar þau birtast á skjánum, þau hafa kvartað undan kerfinu í einum þættinum.  Mhuhuh þau fá bara hundrað og eitthvað kallinn á mánuði og í hvað fara þeir peningar?  Einmitt!!  Kerfið hjálpar frekar dópistum heldur en fjölskyldum langveikra barna allavega meira, þetta er ótrúlega skrýtið allt saman og ósanngjarnt.  Margar fjölskyldur langveikra barna eiga ekki bót fyrir boruna á sér vegna þess annar aðilinn ef ekki báðir geta ekki unnið vegna veikinda barnsins síns, við höfum verið heppin með það að við eigum gott fólk í kringum okkur sem hafa hjálpað okkur.  Svona án gríns ef við ættum ekki ykkur að værum við ekki í þessari stöðu sem við erum í dag, hvað er málið?  Það eru ekki allir jafn heppnir og við.

Ég þekki marga óvirka alka sem eru yndælasta fólk sem ég þekki þannig ég er ekkert að setja útá þá né einhverja aðra alka eða dópista, finnst þetta kerfið bara ótrúlega asnalegt og það er ekkert sett í forgangsröð hér á landi með hverjum eigi að hjálpa fyrst.  "Hendum bara nokkrum hundrað köllum á mánuði í dópistana og foreldrar langveikra barna geta bara beðið".  Aaaaaaaaaarghhh!!Devil

Well Þuríður mín vakna súper hress í morgun, ánægð með það sem jólasveinninn gaf henni í skóinn og hlakkaði mikið til að fara uppá spítala.  "mamma ég ætla að fara sofa uppá spítala hjá læknunum".  Yndislegust!!

Oddný mín Erla á frekar bágt þessa dagana, æjhi það er ekkert skrýtið.  Þuríður mín hefur fengið mikla athygli síðustu daga og það hefur verið mikið "Þuríður hitt og þetta".  Að sjálfsögðu skilur 2 og hálfs árs gamalt barn ekki afhverju hún fær ekki það sama og systir sín og auðvidað fer þetta í barnið.  Þannig hún þarfnast mikillar athygli og meir hlyju en hún fær og að sjálfsögðu reynir maður   með bestu að hjálpa henni og gera aðeins meira með henni en Þuríði.  Við mæðgur reynum að gera eitthvað tvær saman, fórum t.d. í kringluna seinni partinn í gær sem henni finnst ekki leiðinlegt.  Henni finnst nefnilega dáltið gaman að fletta flíkum fram og til baka og skoða allt glingrið í búðunum eheh þannig við erum góðar saman í svona leiðangri.

Theodór minn er alveg farinn að labba, flottastur!! Hann gerði pabba sínum það að fara labba fyrir jól því ekki getur svona mikill töffari einsog hann Theodór minn skriðið í teinóttu eheh, ekki alveg!!

Mig langar ótrúlega mikið að tjá mig endalaust mikið um Guggu og Jóa frá Kompási en ég ætla að sleppa því í bili, gæti farið um brjóstið á einhverjum.  Þar sem lesendur mínir eru komir uppí 2000 vill ég orðið ekki segja of mikið, læt það duga að hugsa það.  Finnst það eiginlega bara fyndið hvað margir lesa síðuna mína, með 10 vinsælustu bloggum á mbl.is og ég sem byrjaði að blogga fyrir vini og ættingja fyrir sirka 3árum og þá vorum lesendur 30-40 yfir daginn, aðeins búið að breytast eheh!!

Takk fyrir mig í dag......


Nokkrir punktar

Þuríður mín er búin að vera ótrúlega hress síðustu daga að hálfa væri miklu meir en nóg, það er svo gaman að vera í kringum hana sem er nú alltaf en maður lyftist svo mikið upp og verð svo sjálf kát og glöð þegar hún er svona.  Hún er svo mikið að spurja sem hún hefur ekki verið vön að gera, segir ýmsilegt sem við Oddný höfum verið að tala um svo það er greinilegt að stúlkan er að fylgjast með öllu þótt hún taki ekki þátt.  Frábærast!!  Þegar við vorum á leiðinni uppá spítala á föstudagsmorgun hlustum við alltaf á Latabæ í bílnum og alltaf situr hún bara og dillar sér en á föstudaginn söng hún hástöfum sem var æðislegast að hlusta á.  Hún er greinilega að reyna láta mömmu sína í jólaskap sem gengur ágætlega eða allavega í áttina, er ekki ennþá búin að finna skapið en ég veit að það kemur ef hún heldur svona áfram. 

Hún fékk heldur enga krampa í gær og minnir heldur ekki í fyrradag en fékk tvo daginn þar á undan þannig hún er alls ekki að krampa jafn mikið og venjulega.  Veit nú ekki hver ástæðan er?  Held að geislarnir séu nú ekki farnir að segja neitt enda á æxlið vanalega að bólgna upp og þá eiga kramparnir að versna, en maður veit aldrei?  Hún hefur ekkki ennþá þurft að fara á sterana og ég held áfram að vona að hún þurfi þess ekki en hún gæti þurft að fara á dálítið eftir þessa meðferð þannig það er ekkert að marka ennþá en ég held samt í vonina með það.

Hún er farin að tala um jólin sem mér finnst óendanlega gaman, bað meira að segja okkur Skara að koma í gær og kaupa jólakraut og jólatré en hún er nú ekki vön að biðja um neitt svoleiðis.  Við ætlum að fara seinni partinn í dag og kaupa eitt stykki, en við höfum þá hefð á þessu heimili að Skari fari með börnin og velji jóltré og ég má ekkert skipta mér af, verð bara að vera einhversstaðar annarsstaðar.  Ein jólin gerðum við þetta einsog öll hin en þá kom Skari með stærsta jólatréð á svæðinu og við í 50fermetra íbúð og stofan oggupínupons þannig jólatréð tók ALLT plássið í stofunni.  Það var reyndar ótrúlega flott en kanski ekki alveg nógu mikið pláss fyrir stærsta jólatré sem ég hef séð hjá fjölskyldu eheh!!  En Skari er búinn að lofa að gera þetta aldrei aftur, jeh right!!                                                                                                                            


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband