Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ekki nema von

Það er hugarstríð,
ást og hatur alla tíð
hér í heimi, ár og síð.
Þegar myrkrið fer
eins og alda yfir sker,
þegar eitthvað út af ber.

Kannski er það von
sem fleytir ykkur yfir úfið haf.
Ekki nema von,
því hver veit nema færist þið á kaf
á morgun.
Voninn´ykkur veitir ekki af.

Það sem bjargar þér,
heldur vöku fyrir mér,
hversu lítil sem hún er,
gefur þjáðum grið,
leggur bjartsýninni lið
þegar mikið liggur við,

Kannski er það von
sem fleytir ykkur yfir úfið haf.
Ekki nema von,
því hver veit nema færist þið á kaf
á morgun.
Voninn´ykkur veitir ekki af.
Ykkur mun víst ekki veita af.

Kannski er það von
sem fleytir ykkur yfir úfið haf.
Er það nema von,
því hver veit nema færist þið á kaf.
Kannski er það von.
Á siglingunni veitir ekki af
hér að eiga von
því hver veit nema færumst við á kaf
á morgun.
Voninn´ykkur veitir ekki af.

Vonandi þið lifið þetta af.

Myndatökur á morgun

Þá er komið að þeim degi eða réttara sagt á morgun, Þuríður Arna mín fer í  myndatökur á morgun og þá kemur endalaus magapína.  Ég er orðin hrikalega stressuð og kvíður svakalega fyrir þeim kanski ekki myndatökunum sjálfum og svæfingunni en niðurstöðunum sem við fáum væntanlega á miðvikudaginn.  Æjhi þessar biðir eru svo svakalega erfiðar.

Þuríður mín er frekar þreytt þessa dagana en ég vil trúa því að það eru lyfin sem eru að gera hana svona því krabbaskammturinn var stækkaður í síðustu viku og þreytan farin að segja til sín.  Kvartaði undan hausverk í gærkveldi sofnaði mjög snemma þó hún hafi fengið svefninn sinn og það í seinna laginu, en hausverkur getur fylgt þessum lyfjum.  Alltof miklir fylgikvillar það er ekki einsog hún "kveljist" nógu mikið.  Aaaarghhh!!  Fórum í afmæli og hún var farin að biðja um að fá að fara heim eftir ekki svo langan tíma, þolir ekki mikin hávaða greyjið.

Ég fór með hana í sjúkraþjálfun áðan og þó að þreytan sagði mikið til sín og hún var ekki að nenna miklu þá stóð hún sig svakalega vel.  Hetjan mín!!  Hjólaði einsog brjálæðingur sem hún hefur aldrei gert og fór meir að segja að fara útá plan og hjólað að bílnum sem henni fannst mergjað og það skríkti alveg í henni.  Ekki alveg sú duglegasta að stjórna hjólinu, hjólar bara eheh! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það var gaman að sjá hana svona duglega að hjóla og hvað henni fannst gaman, hún hefur nefnilega aldrei hjólað svona á sínu hjóli þó hún hafi sín "hjálpartæki" á hjólinu.

Helgin hjá okkur Skara var æðisleg, fórum í leikhús á "viltu finna milljón" sem var ótrúlega finndin en samt svo vitlaus ehe!!  Hlógum mikið.  Vorum í smá dekri á laugardeginum, lovely.  Í fyrsta sinn fórum við á okkar draumaveitingastað "Humarhúsið" og það var alveg æðislegt, hef aldrei smakkað eins góðan humar.  Slurp slurp. Sváfum út og svo bara slappað af, vávh hvað ég fann að við þurftum á þessu að halda og sérstaklega fyrir stóra daginn á morgun.  Aðeins að gleyma sér og hugsa um eitthvað annað en niðurstöðurnar úr myndatökunum.  Við Skari höfum síðustu þrjú eða fjögur skipti alltaf gert helgina fyrir myndatökur sem við reyndar áttuðum okkur ekki á fyrr en um helgina ehe og þurfum greinilega að gera það alltaf.  Gleyma sér aðeins og njóta þess að vera saman.  Ég er strax farin að hlakka til 8.des en þá munum við fara á jólahlaðborð með fjölskyldunni minni og svo daginn eftir ætlum við að reyna næla okkur í miða á Bjögga Halldórs tónleikana sem yrði nú ekki verra. 

Fyrst að það er rólegt í lærdómnum þá er kanski best að taka smá til í höllinni, var í prófi í gær og kæmi nú mér á óvart ef ég fengi eitthvað lægra en tíunaJoyful.


Besti pabbi í heimi

Elsku pabbi minn á afmæli í dag, hjartanlegar hamingjuóskir með daginn.  Hlakka til að koma til ykkar mömmu á eftir í kökur og krakkarnir að gefa þér pakkann.
Hér kemur sér kveðja til þín tilefni dagsins:
http://www.youtube.com/watch?v=DMiBSt_ODN0

Kv. Slaugan og fjölskylda


Heitt, kalt, heitt, kalt, heitt, kalt

Aaaargghhh vaknaði með beinverki í nótt og er núna annaðhvort að deyja úr hita eða ligg vafin innan í sængina mína.  Þetta er alveg típískt en ég verð að vera búin að hrista þetta úr mér fyrir morgundaginn, ég og Skari eigum nefnilega að vera barnlaus ALLA helgina og ætluðum að njóta þess að vera kærustupar einsog sumir myndu segjaWink.  Þetta á að vera þvílík dekurhelgi hjá okkur, njóta þess að gera allt og ekkert.  Meira að segja erum við búin að panta okkur borð á Humarhúsinu á laugardagskvöldið, okkur hefur alltaf dreymt um að fara þangað að borða en aldrei leyft okkur það en núna var tími til komin að láta einn draum rætast.Pinch  Við ætlum líka að kíkja í leikhús annað kvöld á "viltu finna milljón", oh mæ god ég er þvílíkt spennt og búin að bíða eftir þessari helgi í margar vikur enda var þetta ákveðið fyrir ansi mörgum vikum. Verð að hrista þessi veikindi úr mér ekki seinna en NÚNA.

Ætlaði að vera þvílíkt dugleg að læra í dag en það verður því miður ekkert úr því enda ætla ég að liggja fyrir í allan dag en stalst aðeins í tölvuna, úbbss!!  Ég þarf kanski heldur ekkert að læra eheh var að fá eina tíu, vííí!!  Ég er svo mikið brain!  Afhverju hef ég aldrei nýtt þessa hæfileika mína áður?  Glitnir mun ekki sjá eftir því að hafa styrkt mig þessa önnina en ég var ein af sirka þrjú hundruð sem sóttu um skólastyrk hjá þeim síðasta sumar og var ein af tíu sem fékkTounge, kanski vegna þess þeir voru svo hrikalega ánægðir með mig sem starfsmann og vilja fá mig aftur þegar ég verð búin að læra hemmhemm!!  Þeir borguðu sem sagt skólagjöldin mín þessa önnina og skólabækurnar og sjá ö-a ekki eftir því.  Verst að það eru fleiri fyrirtæki sem sækjast eftir hæfileikum mínum og er ekkert að grínast með það enda verður það heppið fyrirtæki sem fær mig í vinnu. thíhí!!

Þuríður mín er einsog síðustu daga, frekar hress og kát.  Theodór er náttúrlega litli gaurinn á heimilinu sem lætur ekkert bögga sig nema þegar einhver fer að kúra hjá mömmslunni ehe enda mesti mömmulingur ever sem er nú ekkert svo slæmt.  Oddný mín er eitthvað óhamingjusöm, vill fá mömmudag sem hún fær í næstu viku en sem betur fer lætur hún ekkert bögga sig á leikskólanum en þegar hún kemur heim er einsog hún sé eitthvað þunglynd.  Æjhi greyjið, þetta allt saman fer ofsalega illa í hana, hún á mjög erfitt og það verður að passa mjög vel uppá hana.  Langar svo að gera eitthvað skemmtilegt fyrir hana en veit samt ekki hvað?  Veit reyndar að það dugar henni að vera með mömmu sinni í einn dag og gera ekkert en svo er hún líka að biðja um ýmsa hluti sem eru ekki alveg í boði.  Hmmm verð að leggja höfuðið í bleyti og reyna finna eitthvað skemmtilegt fyrir hana?

Púúúfffhh núna er mér hrikalega heitt, ætla að leggjast fyrir svo því ég VERÐ að vera góða fyrir morgundaginn.  Hlakka svo endalaust mikið til helgarinnar og fá að eiga kósý stundir með Skara mínum.

Setti inn samkvæmt beiðni:
"Vigdís Ellertsdóttir er einstæð móðir þriggja barna 9 , 11 og 13 ára.
Fjölskyldan býr í Njarðvík.
Fyrir nokkrum dögum greindist elsti drengurinn, Sigfinnur, með mjög slæmt krabbamein í lifur og einnig fundust meinvörp í báðum lungum þannig að ástandið er ekki gott.
Til að létta undir með Vigdísi og börnum hennar á þessum erfiðu tímum hefur verið opnaður reikningur í Landsbankanum og leitum við til ykkar sem sjáið ykkur fært að láta eitthvað af hendi rakna.

Munum bara að margt smátt gerir eitt STÓRT. Það er engin upphæð lítil.

Reikningur : 0142-05-072955 kkt: 140860-3289 Með kærri kveðju og fyriframm þökk.

VINKONUR.


"mamma viltu fara í pils?"

Oddný mín Erla er svo mikil snúlla og ef hún fengi að ráða þá væri hún í pilsi eða kjólum alla daga og er oft fúl á morgnanna ef hún fær ekki að fara í pils í leikskólann ehe!!  Hún veit alveg hvað hún vill, veit hverju hún vill klæðast.  Einsog í gærmorgun vorum við fara að gera okkur til í leikskólann, hún fékk að velja fötin á sig sjálf og ég sagði svo að klæða sig í úlpu og fara í kuldaskónna sína.  Þá heyrist í minni "nei mamma þeir passa ekki við".  Byrjar snemma! ehe!!  Hún er meira að segja farin að reyna stjórna því hverju móðir sín eigi að klæða sig í, vill að ég sé í pilsi alla daga og biður mig oft að fara frekar í pils en vera í buxum.  Ótrúleg!  Þuríði minni er nánast sama í hverju hún fer á leikskólann en um leið og við komum heim vill hún fara í prinsessukjólinn sinn eða dressa sig í einhver pils.  Flottastar.

Gærdagurinn var sá besti hinga til hjá mér, held að það hafi hjálpað að byrja morguninn að mæta í ræktina sem er mín besta hjálp að lifa daginn af þar að segja eins best á kosið.  Var þvílíkt hress kanski vegna þess að ég fékk svo mörg mail og sá hvað margir hugsa fallega til mín og okkar, veit það ekki?  Ætlaði svo að byrja daginn í dag að mæta í ræktina en ég er vön að mæta á miðvikudögum seinni partinn en meikaði það enganveginn því verr og miður.  Ég var gjörsamlega máttlaus af þreytu, hélt ekki augunum uppi þannig ég leyfði mér að leggja mig í morgun en vanalega geri ég það ekki.  Hafði enga orku í að læra en er orðin hressari núna eftir að fengið nettan blund og ætlaði að fara læra en viti menn reikningstölvan ónýt þannig ég verð að skjótast útí búð að kaupa nýja.

Er að fara ná í lyfin mín sem koma alla leið frá Boston, jiiiih hvað ég er spennt að prufa þau og hef fulla trú á því að þau gera sitt og oft dugar það baraSmile.

Eigum að stækka krabbaskammtinn hennar Þuríðar minnar á morgun eða fyrramálið og svo verður séð til þanga til á þriðjudaginn þegar hún fer í blóðprufur og myndatökurnar hvort það verði stækkað enn meira.  Hún er ofsalega kát þessa dagana þó hún hafi kanski ekki mikla orku en þá finn ég mikin mun á henni og fyrir kanski tveim mánuðum.  Yndislegt.

Jiiiih ég var að átta mig á því að ég er að verða búin með önnina í skólanum og er að rúlla þessu feitt upp.  Held að ég verði búin í skólanum í lok nóv byrjun des og ég er þegar farin að vera spennt að fá einkunnirnar eheh og er ekki einu sinni búin að taka prófin mhoho!!  Veit bara að ég verð svo stollt af einkunnunm mínum að hálfa væri miklu meir en nóg.  Ætli ég hengi þær ekki upp hérna í stigaganginum í blokkinni minni, thíhí!

Farin útí búð að kaupa reiknistölvu svo ég get haldið áfram að læra........
Hasta la vista.....


Vá vá vá vááááááá

Þvílíkur kærleikur hjá fólki og hvað margir eru tilbúnir að hjálpa ókunnugri konu útí bæ, ég er gjörsamlega orðlaus.  Viðbrögðin frá ykkur af færslunni minni í gær lýsir því hvað Íslendingar eru æðislegir, yndislegir, frábærir og svo lengi mætti telja.  Þið viljið gera allt til að hjálpa mér að láta mér líða vel og ég er gjörsamlega ORÐLAUS.  Tölvupósturinn minn fylltist í dag frá fólki útí bæ sem er á leiðinni til Ameríku, hefur einhver tengsli þangað, býr þar eða nánast flýgur þangað fyrir mig bara til að nálgast þessi ákveðnu lyf fyrir mig.  Ég get tautað um þetta endalaust því ég er svo hissa en samt ekki því sjálf myndi ég reyna gera hið sama ef ég gæti það fyrir einhvern, ég veit hvað það þarf lítið til að gleðja náungann.  Ég mun ekki svara þessum mailum persónulega því það tæki heila eilífð þannig mig langar bara að gera það hérna opinberlega og vonandi verði þið ekkert sár en ég er ofsalega þakklát fyrir öll þessi viðbrögð frá ykkur.  VÁÁÁÁÁVHH!!

Já ég fékk mjööööög mörg mail í dag og allir tilbúnir að hjálpa mér.  Vitiði hvað?  Ég fæ þessi lyf Á MORGUN.  Svona án gríns!!  Þau eru slakandi, ekki ávanabindandi og eru náttúru lyf.  Hérna þarf maður lyfseðil til að nálgast þau þar að segja þegar var hægt að fá þau en úti getur maður bara labbað inn í næsta apótek og keypt þau.  Veit reyndar ekkert hvað þau kosta enda finnst mér það aukaatriði bara að mér fari að líða betur og fari að sofa, ömurlegt að líða svona, allt svo ómögulegt, þreytan endalaus og maður vill bara liggja uppí rúmi og sofa en það er víst ekki í boði fyrir þriggja barna móðir og þá verð ég líka að reyna hugsa betur um mig.  Ég veit, ég get og ég skal.  Jebbs það var sem sagt ágæt kona útí Boston sem ætlar að senda mér þessi lyf en maðurinn hennar kemur til landins á morgunGrin og þá mun ég skjótast til hans og ná í þau.  Þvílíkur kærleikur!!  Svo fólk viti það, þá met ég þetta ofsalega mikið og þetta er að og mun vonandi gefa mikið fyrir mig.  ÞAKKLÆTI, ÞAKKLÆTI, ÞAKKLÆTI.

Stóóóóórt knús til ykkar allra.

Ég hef kynnst ofsalega góðum hjörtum í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar, leiðinlegt að maður þurfi að kynnast þessu í gegnum svona baráttu.  Fékk ofsalega fallegt mail í síðustu viku frá konu útí bæ sem ég þekki EKKERT og hún gaf okkur ofsalega fallega gjöf sem gladdi mig ótrúlega mikið.  Fólk útí bæ að gleðja mann svona er bara ómetanlegt og manni finnst dáltið leiðinlegt að maður þarf að kynnast kærleika frá ókunnugum sérstaklega í svona baráttu en ég veit það að ég er ofsalega heppin með lesendur mína hvað allir eru tilbúnir að gera hina og þessa hluti fyrir mann.  Þið eruð ÆÐISLEG!!

Váááávvvhhh hvað ég get ekki hætt að þakka ykkur fyrir bara að vera til, vildi að ég gæti knúsað ykkur ÖLL með tölu.  Þið eruð best, flottust, yndislegust, æðislegust og svo lengi mætti telja.  Stóóóórt knús til ykkar allra elsku bestu lesendur, ég er farin að knúsa börnin mín og kanski ég gefi Skara mínum nett knús þegar kemur heim í kvöld úr vinnunni.

Kv.
Áslaug orðlausa en sú þakklátasta


"Ertu nokkuð á leiðinni til Bandaríkjanna?"

Þetta spurði doktorinn minn að þegar ég sagði honum að lyfin sem hann ætlaði að láta mig fá væru hætt að koma hingað til landsins.  Hann varð náttúrlega gapandi því þetta eru mjög vinsæl lyf sérstaklega fyrir börn enda ekki ávanabindandi.  Þessi sérstöku lyf sem ég átti að fá vegna svefnleysis og allt þetta sem er að hrjá mig þessar vikurnar sem tengist að sjálfsögðu allt Þuríði minni er ekki hægt að fá hér á landi og þá er bara að fá eitthvað sljóvgandi og gera enn verra fyrir mig.  Ég sef ekki hálftíma yfir næturnar ef ég fæ ekki svefnlyf og ég er samt að taka þau bara svo ég sofi en þau fara svakalega illa í mig, ég held að ég fái allar aukaverkanir af því og líður helmingi verr andlega ö-a bara vegna þeirra.  Ekki það að mér hafi liðið eitthvað vel áður en ég byrjaði að taka þau en þetta bara versnar og það er alveg að fara með mig.  Ömurlegt!! 

Þannig það er bara eitt í stöðunni ég þarf að komast til Ameríku til að fá þessa plebba lyf.  Hvort er betra að eyða hundrað kalli og kaupa tugi tafla svo mér fari að líða betur eða halda áfram að líða svona andskoti illa og taka þessi svefnlyf.  Þetta er alveg óþolandi ástand. Ég verð nefnilega að taka einhver lyf svo ég sofi, prufa svona eina og eina nótt að taka ekkert inn en þá ligg ég bara andvaka og hugurinn hringsnýst um veikindi hetjunnar minnar.

Þuríði minni líður alveg ágætlega þessa dagana einsog ég hef oft sagt áður en mér finnst hún samt vera farin að sýna meiri þreytu en venjulega.  Hafði ekki orku í kvöld að bíða eftir kvöldmatnum, vildi bara fara uppí rúm að sofa og það þýddi ekkert að pína hana til að vaka lengur.  Hún er að sjálfsögðu ofsalega orkulítil, þarf ekki mikið til að hún sé búin á því enda á miklum lyfjum og þessi krabbalyf sem hún verður líka ennþá þreyttari af.  Hún er samt farin að sýna meiri framfarir í sjúkraþjálfuninni sem er æðislegt, farin að klifra meira, sýna meiri kraft held líka að badmintonæfingarnar sem hún er að mæta í aukalega hjálpi mikið til. 

Vika í myndatökur, er að reyna vera bjartsýn en kvíður svakalega mikið fyrir þeim.  Er svo hrædd við vondar fréttir, þetta er einsog ég sagði þetta er algjörlega að fara með mann.  Andlega hliðin mín er gjörsamlega í molum.  Ég finn að ég er alveg að gefast uppá því að reyna vera kát innan um fólk því ég er ekkert kát og svo er oft að fólk skilji það ekki afhverju ég er ekki alltaf kát?

Núna er ég alveg að springa..........og ekki langt í það að það komi hvellur. 


Myndir

PA297438


PA297437
Þessar tvær myndir eru af henni Oddnýju Erlu minni sem var alveg búin eftir daginn, hún neitaði samt að vera þreytt og vildi sko ekki fara uppí rúm að sofa eheh!!  Hún var alveg ólm í að teikna áfram því hún var sko ekki þreytt.  Dúlla!!

PA317451
Hérna eru svo fallegustu systurnar.  Algjörar snúllur. Þuríður Arna mín er komin með svooo mikin lubba að hálfa væri miklu meir en nóg og hún er líka svo glöð með það því núna getur farið að vera með teygju einsog Oddný (segir það sjálf).  Svo hárið líka farið að koma á hliðunum sem við vorum farin að halda að kæmi ekki aftur þannig um jólin verður hægt að setja almennilega teygju í hana þannig að maður sé ekki að reyna fela einhverja skallabeltti á hliðunum eftir geislana.  En einsog einsog við höfum alltaf sagt þá er það nú ekki það versta ef þetta hár hefði ekki komið, alltaf hægt að fela það með síðu háriSmile.

Langaði nú bara að láta vita af mér, hef lítinn áhuga að setjast niður við tölvuna og skrifa en hafði samviskubit að skrifa ekkert.  Manni líður hálfömurlega og finnst allt hundleiðinlegt og erfitt, allt svo ósanngjarnt.  Er að reyna vera glöð og hress en það gengur hálf erfiðlega.  Við fjölskyldan fórum í bíó í dag og þar skemmtu sér allir geggjaðslega gaman, stelpurnar elska bíó.  Ætluðum reyndar líka að fara í keilu og ath hvernig þau myndu fíla það en sumir voru orðnir of þreyttir í það þannig kanski við kíkjum þangað á morgun fyrir badmintonæfingu krakkana, aldrei að vita?

Viti menn, mín kíkti líka í kringluna og keypti sér einhverjar tuskur og skó fyrir afganginn af afmælisgjöfunum sem ég fékk síðan í júní.  Hmmm held að það sé ö-a met hjá manneskju að vera svona lengi að eyða gjafabréfum, var aðeins að reyna lyfta mér upp enda allt orðið frekar tussulegt sem ég á.  Ótrúlegt hvað það gefur manni að kaupa sér eitthvað nýtt.Happy Enda tími til komin, kaupi mér nefnilega aldrei neitt.  Ótrúlegt en satt!!

Jæja við fjölskyldan vorum að taka okkur video þannig ég ætla að leggjast uppí sófa með tærnar útí loftið og horfa á eitthvað skemmtilegt.  Oddný mín Erla er líka að segja mér að drífa mig úr tölvunni því henni langar að gera stafina.

Takk kærlega fyrir öll fallegu e-mailin sem þið hafið verið að senda mér, sorry að ég hef ekki svarað þeim öllum en ég hef bara ekki haft orku í það en mér þykir samt ofsalega vænt um þau.  Gott að vita að svona margir ókunnugir hugsi svona fallega til manns.  Þið eruð yndisleg.

Knús til ykkar allra.
Slaugan


Leiðrétting af grein úr Ísafold

Þegar við fórum með styrktarfélaginu í Legoland komu ágætis blaðamenn frá Ísafold með í för og þeir gerðu smá grein um þessa ferð sem er í nýjasta tölublaðinu.  Þar birtist ein mynd af mér og hetjunni minni sem er kanski ekki frásögufærandi en svo kemur smá texti með myndunum.  Mig langar að taka það fram að þetta er ekki viðtal við mig, þessu ágætis blaðamenn tóku ekki viðtal við mig í ferðinni þó það sé birt einsog það hefði verið viðtal við mig.  Þannig þetta er ekki rétt sagt sem er í textanum finnst það dáltið leiðinlegt því það var aldrei rætt við mig um þessi mál.  Þetta er nú ekki mikið mál en finnst bara leiðinlegt þegar einhver frétt birtist og er ekki alveg rétt sögð og ekki einu sinni viðtal við einsog það væri hægt að lesa úr greininni. 

Engar sérstakar fréttir í dag, bara þreytt og langar uppí rúm að sofa.


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband