Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
21.11.2007 | 09:22
Þetta er skítt
Þá er eitthvað komið úr prufunum hennar Þuríðar minnar Örnu sem við tókum í gærmorgun, hvursu mikið á að reyna á þennan kropp? Það fannst eitthvað en við vitum ekki alveg hvað eða ég ætla ekkert að fara koma með einhverjar "ágiskanir" frá doktorunum fyrr en þetta er komið 100% í ljós. Það þarf víst einhvern sérfræðing í þettta dæmi og væntanlega þarf hetjan mín að fara í fleiri test, taka blóð og svona. Vonandi heyrum við meira í dag um þetta mál en það er oft erfitt að ná í þessa sérfræðinga? Skil ekki afhverju það er oft svona erfitt, ég meina eru þeir ekki að vinna uppá spítala og á þá ekki að vera auðvelt að ná í þá?
Hetjunni minni langar annars að fara fá mömmu-dag og að sjálfsögðu fær hún hann, ætlum að knúsast saman á föstudaginn. Þurfum nefnilega líka að stússast aðeins, ætlum að fara skila hjólastólnum hennar og fá almennilega kerru handa henni þar sem við eigum ekki neina stóra handa henni en við fáum það allt í gegnum TR. Jeij þeir gera þó eitthvað fyrir mann. Okkur finnst hjólastóllinn ekki vera nógu góður fyrir hana þar sem hún er oft fljót að þreytast og þá þarf hún að leggja sig en það er ekki hægt í stólnum. Þurfum að fá eitthvað sem hún getur "notið þess" að vera í og þarf að geta hvílt þreyttan kropp.
Hún á dáltið erfitt þessa dagana og mér finnst erfitt að senda hana á leikskólann. Henni langar svo að vera bara kúra með mömmu sinni en þar sem ég er að fara í próf verð ég að senda hana þangað fyrst að hún hefur orku í það en búin að lofa þeim systrum að eftir 5.des verða kanski nokkrir mömmu-dagar fyrir þær. Hún er líka frekar þreytt, æjhi þetta er skítt. Þetta allt saman tekur svo mikið á þennan litla kropp og það er erfitt, þetta er erfiðast í heimi. Mikið vildi ég að ég ætti eina ósk. Ótrúlega sárt að geta ekkert gert nema bara bíða og sjá. Bwaaaaahhhhh!!
Ætli ég haldi ekki bara áfram að bíða. Er núna að bíða eftir næstu niðurstöðum og væntanlega fleiri rannsóknum. Hvað er málið með allar þessar biðir í þessum "brannsa"? Hvernig er hægt að láta fólk bíða svona? Óþolandi!!
Hérna er svo hetjurnar mínar tvær í tívolíi á Spáni sem er þeirra uppáhald, ef Þuríður mín fengi að ráða þá myndi hún búa í tívolíi eheh!! Sjáið líka hvað þær eru kátar báðar tvær, aukabarnið lengst til vinstri er bara einhver sem við þekkjum ekki. Svoooo gaman að sjá þær svona kátar og hressar sem er því miður ekki alltof oft.
Eigið góðan dag......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
20.11.2007 | 12:05
Maður á ekki að þurfa standa í þessu
Í þrjú ár eða síðan Þuríður mín veiktist höfum við þurft að reyna berjast fyrir réttindum okkar, það sogast úr manni öll orka að þurfa reyna fá peninga hér og þar en samt ekkert að fá því engan rétt eigum við. Hvers eiga fjölskyldur að gjalda fyrir það að einhver veikist innan hópsins? Það er alveg nóg fyrir okkur að þurfa hugsa um veika barnið en ekki þurfa líka að ganga á milli stofnanna og ath hvort við eigum ekki einhvern rétt? Svo er starfsfólkið á flestum þessum stofnunum svo ótrúlega leiðinlegt og greinilega hundleiðist í vinnunni, það er ekki einsog maður sé að leika sér að koma þangað til að ath hitt og þetta. Maður fær ofsalega leiðinlegt viðmót og það er ekki alveg það sem maður er að leita að, mér finnst alveg jafn leiðinlegt að mæta þangað og starfsfólkið finnst leiðinlegt í vinnunni. En mér finnst samt að fólk eigi að vera glaðlegra og taka betur á móti manni. Ég hef unnið vinnu sem ég þarf að halda andliti alveg sama hvursu kúnninn er leiðinlegur þá þarf ég að vera liðleg, ALLTAF. Leiðinlegasta stofnun sem ég hef þurft að sækja sem er alltof oft er Tryggingastofnun þar leiðist fólki svo mikið í vinnunni eða það hlýtur að vera því þar hef ég nánast aldrei fengið glatt fólk sem hefur tekið á móti mér því verr og miður. Reyndar er dáltið langt síðan ég hef þurft að sækjast þangað þannig það gæti verið komið nýtt starfsfólk sem finnst gaman að þjóna manni? Ég veit ekki?
Síðustu vikur hef ég verið að gera umsókn í vinnumálastofnun til ath hvort ég eigi einhvern rétt sem ég veit að ég á ekki en það sakar aldrei að spurja. Okkar vantar laun, okkar vantar pening til að borga reikninga en ekkert fær maður en vonandi breytist það á nýju ári. En ég sendi e-mail á eina ágæta konu þarna sem sér um sem tengist langveikum börnum til að ath stöðuna og þess háttar og bjóst alls ekki við að fá gott viðmót en þessi ágæta konu sem mig langar að nafngreina heitir Unnur svaraði mér um hæl og í morgun hringdi ég í hana og hún var ofsalega nice og svaraði mér öllu sem ég vildi fá svör við. Svona eiga þessir starfsmenn að vera, við erum ekki að leika okkur í þessu kerfi, okkur finnst þetta ekki gaman. En mig langar að hrósa þessari ágætu konu fyrir frábær vinnubrögð sem meira að segja gaf mér upp gemmsanúmerið sitt ef ég vildi fá að vita eitthvað meira. Þvílík og önnur eins þjónusta. Hún fær mitt hrós í dag sem maður fær víst alltof sjaldan.
Ég veit alveg að það hafa það margir miklu verr en við peningalega séð en það eru kanski líka aðrar ástæður fyrir því hjá þeim einstaklingum en ég veit það að þetta þyrfti ekki að vera svona hjá okkur. Oft hugsar maður hvernig væri þetta EF? Ég gæti verið að vinna og fengið ágætis laun well ég myndi allavega frekar viljað að blóta yfirmanninum mínum fyrir léleg laun en að vera í þessari stöðu sem við erum í dag. Hvað þetta væri lovely ef ég þyrfti ekki að hugsa mig um ef ég færi í kringluna og sæi flotta kjólinn sem mig hefur dreymt um í margar vikur (dreymir samt ekkert um neinn kjól) og gæti bara keypt hann án þess að hugsa en í staðin að þurfa á að naga á mér allar neglurnar og hugsa hvort ég gæti borgað hann næstu mánaðarmót eða bara setja hann á visa-rað. Það er hundleiðinlegt að lifa svona enda kaupi ég mér aldrei föt nema um daginn en þá átti ég gjafabréf frá því ég átti afmæli í sumar, búin að spara þau þvílíkt lengi.
Ég er ekkert að biðja ykkur um að vorkenna okkur en svona er ö-a lífið hjá mörgum fjölskyldum langveikra barna jú eða einstaklingum sem eru veikir það hafa nefnilega mjög fáir efni á því að veikjast og missa allavega 20% af tekjum sínum eða jú alveg einsog ég og margir aðrir. Þetta er hrikalegt kerfi sem er vonandi að breytast eða ég vona það allavega svo heitt og innilega. Mesta orkan fer í svona rugl.
Fór annars með smá í ræktun í morgun útaf Þuríði minni uppá spítala og núna bíður maður bara eftir svörum. Leiðinlegast og erfiðast er að bíða.
Ætla að fara fá mér eitthvað snarl og svo kallar lærdómurinn áður en ég næ í börnin í leikskólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.11.2007 | 21:28
Þuríður Arna
Þuríður Arna mín er þreytt þessa dagana, þarf að sofa mikið og er mjöööög fljót að þreytast. Veit ekki alveg afhverju því hún ætti að vera farin að venjast stækkuninni af krabbalyfjunum sem var stækkað fyrir tveim vikum eða svo. Er að fara með smá í ræktun frá henni í fyrramálið uppá spítala því við erum ekki alveg ánægð með stöðuna hjá henni sambandi við eitt og þá verður að sjálfsögðu allt tjekkað og skoðað vel hjá hetjunni minni. Vona bara að allt komi vel út, krossa alla putta og tær.
Á erfitt með einbeita mér að lærdómnum þessa dagana sem er kanski ekki alveg nógu gott því það er alveg að nálgast próf sem ég hef kanski engar áhyggjur af en vill bara fá tíurnar mínar en ekki áttur. Er líka farin að vera ofsalega þreytt "aftur" og það fer ofsalega í mig en ég held að það sé ö-a núna því ég hef smá áhyggjur af hetjunni minni sem mér finnst alltaf vera grennast meira og meira sem hún má ekki við. Æjhi þessar breytingar á henni síðustu daga eða viku(r).
Er svo tóm þessa dagana, þrái svo margt sem ég veit að ég fæ ekki. Finnst þetta bara svo ósanngjarnt og erfitt. Fengum líka slæmar fréttir á föstudaginn, hetjan sem ég var búin að biðja ykkur að biðja fyrir dó eftir hetjulega baráttu af krabba kúkalabba. Alltof margir sem falla fyrir þessu andskota (afsakið) bæði ungir og gamlir og mér finnst það ótrúlega erfitt og verður alltaf erfiðara og erfiðara, það er aldrei hægt að venjast að lifa í þessu litla þjóðfélagi sem við lifum í. Megið kveikja á kerti fyrir fjölskyldu þessa unga drengs sem dó, endilega notið kertasíðuna hennar Þuríðar minnar Örnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.11.2007 | 12:48
Geggjað
Icelandair býður börnum með krabbamein í skemmtiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.11.2007 | 10:52
Vilja engar brúðkaupsgjafir
http://www.visir.is/article/20071116/LIFID01/71115159
Vávh ég fékk alveg gæsahúð þegar ég las þetta. Fólk er oft að tala um eintaklinga sem eiga endalausa peninga og talar oft illa um það, það er ekki einsog það hefur ekki haft fyrir því að eignast þá. Ég man svo vel eftir því þegar hann Eiður Smári var valinn íþróttamaður ársins eitt árið og hann gaf verðlauna upphæðina sína til góðgerðamála sem mér fannst æðislegt enda þurfti hann ekkert á þessu að halda en hann var samt ekki skildugur að gefa þetta. Man hvað fólk var hneykslað á honum því núna var hann að reyna fá meiri athygli og blablabla. Hvað er málið? Afhverju má fólk ekki láta gott af sér leiða. Ef ég ætti trilljónir inná banka myndi ég láta gott af mér leiða, ég myndi ekki sitja sem fastast á þessum trilljónum og láta þær bara firnast í bankanum þegar ég væri dáin. Einsog margir ríkir einstaklingar gera hér á landi þar að segja þeir eru flestir að ég held bara sem láta gott af sér leiða.
Hann Jón Ásgeir var t.d. ekki skildugur ásamt pabba sínum og systkin að gefa Barnaspítalanum 300milljónir á sínum tíma, vávh hvað ég væri til í að geta þetta. Hefði nú samt viljað að Bjórgólfur hefði gefið mér þessa peninga en ekki Ríkissjónvarpinu ehehe ok mér hefði dugað 10%, borgað niður allar skuldir og skreppa svo til Flórida fyrir afganginn. Draumur í dós!!
Mér langar allavega að gefa Jóni Ásgeiri og verðandi frú hans knús dagsins fyrir að afþakka allar brúðargjafir og gefa frekar til góðgerðamála. Þið eruð með fallegt hjarta (ok þau lesa þetta ekki en það má samt senda þeim knús). Það hefði samt verið ótrúlega fynndið ef þau hefðu gjafalista í Tékk kristal og fleiri búðum mhohoho!!
Var annars að koma úr ræktinni, æðislegt að byrja daginn á ræktinni en ætla samt ö-a aftur í kvöld í tímann "minn", vill fara sjá einhverjar breytingar komin með ógeð á sjálfri mér.
Fórum í gær í heimsókn í verðandi skólann hennar Þuríðar minnar hérna í sveitinni, hittum skólastjórann og vorum á smá fundi útaf hennar þörfum og veikindum. Ótrúlega gott og gaman að fá þetta tækifæri að hitta skólastjórann svona vel fyrir fram, enda erum við mjög skipulagt fólk. Við viljum horfa á framtíðina með að Þuríður mín verði heilbrigð annað en sumir í þessu kerfi sem vilja ekki hitta okkur fyrr en alveg frammá það síðasta, sem ég verð ofsalega reið að hugsa um. Segja bara í opið geðið á manni að hún eigi ekki að vera hérna þannig þau sjá ekki ástæðu að hitta hana strax ef hún félli frá. Hey hvernig lífi eigum við að lifa ef við hugsuðum svona? Við viljum hafa plön og í þessum plönum er að sjálfsögðu hún Þuríður mín en ekki hvað? Svo margir plebbar sem vinna í þessu kerfi og segjast vera faglærðir einstaklingar, þeir haga sér ekki svona. Aaarghhh!! Þuríður mín fær að heimsækja sinn verðandi skóla eftir áramót sem hún mun ö-a ekki geta beðið eftir enda er einn af hennar stærstu draumum er að byrja í skóla, hún er svo mikið að reyna skrifa stafina sem reyndar gengur frekar erfiðlega en hún er þessi týpa sem gefst ekki svo auðveldlega upp. Hún getur, hún ætlar og hún skal. Ótrúlega gaman að fylgjast með henni þegar hún er að reyna ákveðna hluti en getur þá samt ekki (sem er reyndar ekki gaman)en gefst samt ekki upp. Hún er reyndar farin að átta sig á því að hún getur ekki alla hluti sem krakkarnir í leikskólanum geta sem er ofsalega leiðinlegt, stundum komum við að henni þá situr hún grátandi inní herbergi og segist ekki geta hlaupið með krökkunum. Ótrúlega erfitt. Við sjáum samt miklar framfarir hjá henni og þetta er allt að koma hjá henni.
Helgin framundan og það er alveg klikkað að gera, dagarnir fljúga frá mér sem er bara gott. MArgt að hlakka til á næstu vikum og mánuði en við erum alltaf með það mottó við Skari að hafa eitthvað til að hlakka til við lifum á því. Engar utanlandsferðir framundan þó ég hefði ekkert á móti því að skreppa í jólalandið í Koben, dreymir um að fara þangað einn daginn með stelpurnar mínar. Öfunda suma sem eru á leiðinni þangað eheh. Dóóhh!
Eigið góða helgi Slaugan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2007 | 19:30
Ótrúlega flott
Langaði að skella inn einni mynd af frændsystkunum honum Theodóri Inga mínum og litlu sætu músinni minni henni Evu Natalíu systurdóttir minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2007 | 13:45
Jólin snemma í ár :)
Ég er ennþá brosandi hringinn og er ekki alveg að ná mér niður enda þarf ég heldur ekkert að ná mér niður ehe!! Þetta er svoooo mikill léttir, ég er loksins farin að sofa þessu lyf sem ég fékk alla leið frá Boston eru að gera það gott. Well ég kalla það að vera farin að sofa þó ég vakni nokkrum sinnum yfir nóttina og get alltaf sofnað aftur heldur en að liggja andvaka alla nóttina. Hin lyfin gerðu mig þunglynda, mjög svo, þreytt allan daginn þó ég hafi sofið um nóttina en þessi sem ég er á núna þá er ég meira vakandi og get gert meira heldur að liggja bara uppí rúmi. Bara gott.
Jú svo fékk maður þær góðu fréttir frá henni Jóhönnu Sigurðar að hún ætlar að reyna gera betur fyrir foreldra langveikra barna. Hverju mun það breyta fyrir okkur? ÖLLU. Fyrir 5 manna fjölskyldu sem er bara ein fyrirvinna og ég fæ 0kr í "laun" fyrir að eiga veikt barn breytir þetta öllu fyrir okkur. Það er nú ekki búið að samþykkja þetta en ég trúi ekki öðru en þetta verði samþykkt, ég meina það eru 10 fjölsk. sem eru að fá greiðslur vegna langveikra barna sinna en það eiga 220 fjölsk. rétt á þessu. Hvursu asnaleg lög eru þetta? Fáránlegasta í heimi. Við vorum bara svo "óheppin" að barnið okkar veiktist fyrir 1.janúar 2006 og þá eigum við engan rétt. Ég verð eiginlega kjaftstopp að hugsa um þetta. Það er nógu erfitt fyrir foreldra þessara barna að hugsa um barnið sitt og vera með magapínu yfir því hvernig barninu mun líða og hvernig það mun takast á við veikindin sín heldur en líka að þurfa vera með magapínu yfir því hvernig það eigi að borga reikningana sína um mánaðarmótin? ...eða hvort þau geti haldið jólin? Ég meina foreldrar eiga ekki að þurfa líka að hafa peningaáhyggjur hitt er barasta miklu meira en nóg. Ég allavega hrópa húrra fyrir Jóhönnu Sigurðar og hennar fólki fyrir að taka þetta skref því þetta er stórt skref frammá við. Knús til hennar.
Annars var önnur tían að bætast í hópinn (var í prófi á sunnudadaginn), hmmm leiðinlegt eða ekki. Ótrúlegt en satt þá er ég alveg að brillera í þessu námi held að það sé bara einum of létt fyrir svona mikið brain einsog mig eheh!! Skil ekki afhverju bankinn sé ekki búin að hafa samband við mig og bjóða mér einhverja forstjórastöðu? Ekki það að ég gæti tekið henni en skil það samt ekki ehe!
Púúúfffh ég hef svo mikið að segja en get bara ekki skrifað meir núna, þarf nefnilega að þjóta. Dagarnir fljúga frá mér og það er alveg brjálað að gera, prófin að byrja. Þó ég þurfi kanski ekkert mikið að læra fyrir þau en þá er kanski ágætt að kíkja rétt yfir bókina svo ég fái bara tíur, maður fær fullkomnaráráttu þegar maður verður svona "gamall" og sættir sig ekkert við neitt annað en 10. Ohh boy!!
Endilega kveikið á kertum fyrir hetjurnar sem eiga erfitt núna, megið nota síðuna hennar Þuríðar minnar. Var nefnilega að frétta af annarri hetju í gær sem á erfitt, erfitt að vera í þessa litla "samfélagi" (styrktarfélaginu) og tengjast öllu þessu fólki sem eiga veik börn. Svoooo ósanngjarnt. Nei þessar hetjur eru ekki með heimasíður eða kertasíður en þá er líka alveg hægt að nota okkar.
Þið eruð best og flottust, takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig og mína.
Hérna eru stelpurnar mínar á afmælinu sínu ásamt bestu vinkonum sínum Skoppu og Skrítlu sem kíktu við í afmælið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2007 | 16:20
Ég er uppí skýjunum og ég svíf....
Ég er í orðsins fyllstu merkingu svífandi hér í sveitinni, hver sagði að maður þyrfti vængi til þess? Ohh mæ god hvað er létt yfir manni. Bestasta jólagjöfin sem ég gat hugsað mér og ég þarf sko ekki neina aðra jólagjöf. Við fengum þá verstu í fyrra þegar okkur var tilkynnt að hetjan mín ætti bara nokkra mánuði ólifað en hún hefur sýnt það og sannað að kraftaverkin gerast og maður á ALDREI að hætta trúa á þau. Þetta kraftaverk skal endast alla eilífð og Þuríður mín ætlar að sjá um okkur Skara í ellinni en ekki hvað?
Læknirinn hringdi í mig áðan en hann var að skoða myndirnar aðeins betur og það er þvílík breyting og ég held að þeir skilji bara ekkert í þessu. Sem betur fer er ekki alltaf að marka þessi læknavísindi og þessi þarna uppi hefur ekki bara verið að bora í nefið, hann hefur verið greinlega hlustað á bænina mína og margra aðra og það væri óskandi að hann myndi gera það fyrir fleiri. Fengum nefnilega líka slæmar fréttir í gær af annarri hetju sem er mjög veikur og mig langar að biðja ykkur að biðja fyrir honum og hans fjölskyldu.
Læknirinn okkar í Boston (þessi sem gerði aðgerðina á henni) hefur ekkert viljað gera eða reyna vinna úr myndunum fyrr en hann fengi þessar myndir sem voru teknar í gær í hendurnar. Þannig næsta skref okkar lækna er að senda þær út og ath hvað hann hefur að segja, það væri óskandi að það væri hægt að gera meira fyrir hana eða þeir segji bara að það er ekki hægt að gera meir því það er svo góða staða á þessu? Bara ef ég ætti eina ósk sem myndi rætast.
Þuríður mín fór í öll tjekk fyrir myndatökurnar og þá kom í ljós að hún er búin að léttast um 1 og hálft kíló síðan í haust (og lengjast um 0,5cm)og það er ekki gott og við ekki alveg glöð með en það er í lagi einsog staðan er í dag því hún hafði smá utan á sér sem hún "mátti missa" en ekki meira en það. Lyfin fara nefnilega ekkert svakalega vel í hana þó hún sé að taka ógleðistöflur með en ætli við bætum þá kanski ekki við þeirri þriðju á dag svo hún fari að borða almennilega. Lystin hennar hefur nefnilega minnkað ansi mikið síðan hún byrjaði í þessari meðferð, þessi kíló hefðu alveg mátt hverfa af mér ehehe en ekki henni. Annars á að bíða með að stækka krabbaskammtinn hennar þanga til hún er búin að venjast síðustu stækkun því þetta fer dáltið í hana og hún verður mjöööög þreytt en við viljum einsog læknirinn hennar að hún lifi sem eðlilegasta lífi og geti mætt í leikskólann en ekki liggja bara uppí rúmi og vita varla í sinn haus.
Hérna er mynd af hetjunni minni uppá vöknun í gærdag, dáltið óskýr enda tekin á símann.
Það var mömmudagur hjá mér og hinni hetjunni minni henni Oddnýju Erlu sem hefur átt dáltið bágt enda finnur hún líka hvernig mér hefur liðið. Við höfum átt yndislegan dag, kíktum í þriggja og hálfs árs skoðun sem hún stóðst einsog 6 ára gamalt barn ehe nema hvað hún þarf að fara til augnlæknis og kíkja betur á augun, vona samt ekki að hún þurfi gleraugu en það er nú ekki að versta sem kemur fyrir mann. Fórum til tannlæknis og hefði nú getað bara byrjað að starfa þarna enda stóð hún sig FRÁBÆRLEGA. Að sjálfsögðu enduðum við daginn og kíktum í Toys'r us og þar benti hún mér á ALLA hlutina sem henni langar í jólagjöf og það var nánast hálf búðin eheh!! Henni fannst ótrúlega gaman að skoða allt dótið og fékk að velja jólagjöf handa henni Þuríði sinni, reyndar vildi hún líka fá svoleiðis eheh en það var ekki í boði.
Er búin að lofa henni öðru svona mömmudegi og Þuríði minni líka en það verður víst ekki fyrr en eftir 3.-5.des þegar ég verð búin í prófum. Fékk mikið hrós frá hjúkkunni uppá heilsugæslu með að hafa svona mömmudag, alltaf gaman að fá hrós.
Elsku bestu lesendur takk æðislega fyrir ÖLL kommentin, þau gera svo ofsalega mikið og ég les alltaf hvert einasta komment sem ég fæ. Endalausar þakkir, þið eruð æðisleg og þið hafið hjálpað mér mjööööög mikið í gegnum þetta veikindastríð og vonandi fariði ekki að hætta því enda er þessi brátta ekki búin þó við fengum bestustu jólagjöf ever.
Einsog Hemmi Gunn segir veriði hress, ekkert stress, bless bless.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
13.11.2007 | 15:40
Sjallalalala ævintýri enn gerast
Hvursu oft höfum við fengið góðar fréttir tvisvar í röð af þessum myndatökum? Svar: ALDREI. En ævintýrin gerast enn og hvað þá kraftaverkin. Júmm við förum með Þuríði mína í myndatökur í morgun einsog allir vita sem lesa síðuna, vorum mætt uppá spítala kl níu og loksins fékk Þuríður mín svæfinguna kl ellevu og klukkutíma síðar vorum við komin til hennar á vöknun og það tók hana alveg rúman klukkutíma að vakna eftir það.
Hér erum við komin heim og fengum fund með læknunum degi undan áætlun, sjúbbsjúbbsjarei. Í fyrsta sinn fengum við góðar fréttir og þá meina ég tvisvar í röð, allt að gerast. Jebbs æxlið hefur minnkað, trallalala!! Eintóm hamingja hér í sveitinni. Það er ekki að þrýsta eins mikið á einsog það var að gera í júní í sumar. Ef það er ekki stund fyrir að halda uppá eitthvað núna þá veit ég ekki hvað? Geislarnir gætu verið ennþá að virka eða lyfin sem hún er byrjuð á að gera kraftaverk, við vitum það ekki og ekki læknarnir heldur enda gæti mér ekki verið sama. Það hefur minnkað og Þuríði minni líður ágætlega sem er best í heimi. Hnúturinn minnkað í maganum og næstu myndatökur ekki fyrr en í janúar en við viljum ekki fá neinar myndatökur rétt fyrir jólin eða um jólin nema eitthvað færi að breytast hjá henni. Víííí!! Hmmm hvernig eigum við að halda uppá þessar fréttir? Skreppum í jólaland í Koben ehe, neinei það er ekkert svoleiðis. Ætlum við nýtum ekki helgina í það fjölskyldan og gerum eitthvað saman, kanski komin tími til að skella sér í keiluna?
Það er allavega eintóm hamingja hér í sveitinni, allir hressir og kátir og njótum þess að vera til og saman bara gaman.
Verið hress, ekkert stress bless bless.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (80)
13.11.2007 | 08:24
Myndatökur og svæfing
Þá er maður að reyna láta Þuríði hafa eitthvað að gera, förum eftir 40mín uppá spítala í ö-a einhverja bið til að komast að. En Þuríður mín verður að vera fastandi og það er ekki það auðveldasta í heimi að halda henni frá mat ehe. Reyndar góð í augnablikinu þar sem ég skellti á stöð 2+ og mín er bara að horfa á barnatíman og nýkomin úr baði, hrein og fín sem sagt. Vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi uppá spítala en það er samt betra að bíða þar en heima því þar er erfiðara fyrir hana að komast í mat og svo skilur hún ekkert í því afhverju hún má ekki borða. Dóóóhh það virkaði ekki lengur en það að Þuríður mín er farin að heimta mat, aaargghhh!! Þetta verða erfiðir ö-a tveir tímar uppá spítala.
Best að fara gera okkur reddí, fáum ö-a niðurstöður á morgun þannig við fyrsta tækifæri mun ég láta ykkur vita.
Knús til ykkar frá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
104 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 4870668
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar