Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
29.8.2007 | 14:48
Ég er furðuverk, sem að guð bjó til.....
Þetta syngur Þuríður mín alltaf þegar við löbbum langa ganginn uppá Barnaspítalan(hann bergmálar nefnilega svo mikið), ég veit ekki afhverju hún velur alltaf þetta textabrot en okkur finnst það alltaf jafn fyndið. Hún er algjört furðuverk þessi elska því engin læknir skilur afhverju henni líður svona einsog henni líður í dag, alltaf að koma á óvart. Hún er farin að sakna þess að fá ekki að fara uppá spítala sem ég skil ekki því alltaf er hún sprautuð þegar við förum þangað og ekki er það, það þægilegasta í heimi en aldrei heyrist múkk í henni. Hún hefur þolað ýmislegt síðustu tæp þrjú ár og ég væri ö-a komin í gröfina ef ég þyrfti að þola þetta allt saman og ég sem er alltaf kvartandi en aldrei er verið að pína mig allavega ekki líkamlega en andlega er þetta hrikalega erfitt. En hún mun verða svakalega glöð þegar við mætum uppá spítala á mánudag og þriðjudag og mun ö-a heimta að fá að gista ehehe!! Mér finnst það samt mjög gott að henni líður svona vel þarna enda besta og flottasta starfsfólk í heimi þó víða væri leitað well hef "bara" prufað spítala hérna, Boston og á Spáni en það er samt nóg fyrir mig og alltaf var það Þuríður mín sem lenti inná þessum spítölum.
Allavega nóg um spítalatal en þá þarf mín eiginlega að vera pakka fyrir börnin sem eru á leiðinni í pössun vegna helgar-gamans hjá okkur Skara, vííííí!! En okkur er nefnilega boðið í uppáhalds borgina mína London en ekki hvað? Fólk er farið að þekkja mig ansi vel eheh!! Við munum fara ásamt mömmu og pabba en þeim hjónakornum finnst svakalega gaman að ferðast eða þar til mamma ákvað hingað og ekki lengra nú skal ég stökkva í flugvél fyrir hann Hinrik minn (pabbi minn sem sagt) og þau hafa ekki stoppað síðan eða fyrir tveimur árum og kellan rúmlega fimmtug og aldrei farið til útlanda. En það góða við það að þau þora ekki að ferðast ein, æjhi leiðinlegt eða þannig. Við "neyðumst" sem sagt að fara með þeim í helgarferðir eða sólarferðir því ekki þora þau ein og erum svo hrikalega heppin að þeim var farið að dauðlanga til London well þeim væri reyndar alveg sama hvert þau færu bara hafa það gaman. Jíbbíjeij!! Við ætlum að skreppa með þeim í leikhús að sjá Queen-showið og svo ætla karlarnir að fara á Arsenal-Porsmouth en pabbi er Arsenal-maður. Þannig á meðan þeir verða á fótbolta mun ég taka mömmu með mér í búðir og láta hana sjoppa FEITT á barnabörnin sín ehehe, auðvelt að plata hana ef hún sér sæt föt en börnin mín eru gjörsamlega orðin fatalaus. Oddný vex einsog ég veit ekki hvað og allt orðið mjöööög stutt á hana greyjið. Þannig það er bara skemmtileg helgi framundan og ég er farin að hlakka til hvert mömmu og pabba langar næsta sumar því ég veit að einhver verður að fylgja þeim, tralllalalala!!
Farin að pakka.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
28.8.2007 | 15:05
Og ef ég segi eins og er, þá ertu hetjan mín
Já áfram Þuríður, -þú sigrar og ég veit
þú stendur af þér veðrin öll sem fyrr.
Já litla Þuríður, þú sáir í þinn reit
og sérð þér standa opnar fleiri dyr.
Henni lýkur að lokum þinni leit
og lífið mun brosa við þér.
Já áfram Þuríður!
Þú hefur alltaf barist áfram
og ætíð höfuð borið hátt.
Þó lítil sé, þá lít ég upp til þín...
...og tek að ofan fyrir þér,
í dag sem endranær.
Já áfram Þuríður.
Þessi texti er eftir hann Stebba Hilmars nema ég breytti í "áfram Þuríður" en þar var "áfram systir" vonandi var honum sama að ég "stal" texta hans og breytti honum aðeins? Fannst þetta bara passa svo vel við Þuríði mína.
Mér líður einsog 6 ára gömlu barni að byrja minn fyrsta skóldag eheh, ég er svo hrikalega spennt fyrir því að byrja í skólanum að hálfa væri miklu meir en nóg. Er frekar fúl yfir því að Skari er ekkert að vilja taka myndir af mér með nýju töskuna mína og í nýju skólafötunum mínum einsog mamma gerði í denn þegar ég var að fara í 6 ára bekk ehehe!! Fékk mitt fyrsta mail í morgun frá kennaranum mínum, var að segja okkur fjarnámsfólkinu að fara undirbúa okkur fyrir þessa tvo daga sem við eigum að mæta í skóla, dööö heldur hann virkilega að ég sé ekki farin að undirbúa mig ég verð ö-a búin með eina skólabókina þegar ég fæ loksins að mæta í skólann og fæ námsáætlunina mhohoho!! Fór í morgun í Eymundsson og keypti mér enn eina bókina sem mér var sagt að kaupa og er fletta henni núna, verst að ég mest kvíðin fyrir þeirri grein en ég veit samt að það eru engu að kvíða því ég er svo hrikalega klár.
Fólk er að spurja mig um meðferðina hennar Þuríðar minnar sem hún á væntanlega að byrja í eftir myndatökurnar í næstu viku, hún á víst eða okkur var síðast sagt að það væri töflumeðferð en það er ekki sú meðferð sem okkur var sagt frá þeim í Washington þessi sem annahvort virkar einsog kraftaverk eða bara virka ekki shit. Þannig það er ekkert skrýtið að þið verðið líka rugluð í þessu meðferðartali því ég fer alveg í hringi með tillhögur á næstu meðferð hjá hetjunni minni. Þessi tilhaga af þessari meðferð kemur frá okkar læknum héðan af klakanum.
Spennan eykst fyrir helginni, oh boy!! Segi ykkur frá því á morgun, verður reyndar ekki mikið um svefn (sko um helgina)en við ætlum í staðin að njóta þess að vera saman (sko við Skari ehe) og gera fullt af skemmtilegum hlutum, meira um það á morgun.
Áfram Þuríður!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.8.2007 | 14:50
Fréttir dagsins!!
Vorum að heyra í doktorunum og það verður enginn fundur í vikunni en í staðin munu þeir funda um stöðu mála og við mætum á fund með þeim í næstu viku væntanlega. Þuríður mín mun fara í myndatökur og svæfingu á þriðjudaginn en við búumst ekki við neinum niðurstöðum þar eða helst vill ég ekki fá neinar niðurstöður því þá veit ég allavega að það er ekki neitt slæmt að ske. Æxlið er væntanlega mjög bólgið eftir geislana þannig það ætti að vera erfitt að sjá hvort væri eitthvað í gangi nema það væri búið að stækka mega mikið þannig það er ósk um ENGAR niðurstöður, takk fyrir!! Væntanlega eftir myndatökurnar og fund með læknum (í næstu viku) er búist við að töflumeðferð mun hefjast, ég veit eiginlega ekkert hvernig hún virkar þannig ég get ekkert meira sagt um það. Æjhi ég er orðin frekar rugluð í þessu meðferðartali, kanski að gera þetta, kanski hitt og kanski ekkert þannig ég bíð bara eftir fundinum og bíð eftir að heyra um þetta en þetta er allavega næst á dagsskrá.
Theodór minn er alveg byrjaður á leikskóla, litli mömmupungsi minn og gengur betur en ég hélt ehe. Þykist alltaf eiga svakalega bágt þegar mín er að kveðja hann en þetta er allt að koma hjá drengnum, hefur svooooo gott af þessu. Held að mamman eigi meira bágt við þessa breytingu en hann, dóóhh!!
Farin að hlakka mega mikið til næstu helgar, oh mæ god!! Við Skari í aflsöppun og skemmtun alla helgina. Segi frá því síðar........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2007 | 17:39
Helgin alveg að verða búin
Elsku mamma og pabbi til hamingju með 35 ára brúðkaupsafmælið, þið eruð góðar fyrirmyndir og takk kærlega fyrir okkur í hádeginu. Knúúúúússssssssss!!
jámm þá er enn ein helgin að líða frá okkur og hún var bara helv... góð.
Byrjuðum á laugardagsmorgun að mæta á sundnámskeið stelpnanna sem þær dýrka útaf lífinu, þær eru alltaf að verða betri og betri. Ótrúlegt hvað þær eru fljótar að ná þessu öllu saman. Oddný var nú ekki alveg að nenna gera æfingarnar sínar ehehe sem var mjög fyndið að sjá því henni fannst þetta eiginlega bara of léttar æfingar eheh ("mamma þetta er leiðinlegt"), búin að vera æfa þetta allt saman hjá pabba sínum og kunni þetta allt saman. Kútarnir voru teknir af krökkunum og þau fóru að æfa stungur en Oddný er þvílíkur meistari í að stinga sér svona án gríns en venjulega notar hún kúta við það og mín er ekkert að stressa sig en þarna var hún kútalaus og stakk sér og ég gleymdi mér algjörlega og fannst bara hún vera með kúta en áttaði mig svo á því í þvílíku sjokki en að sjálfsögðu kom hún bara upp aftur einsog velsynd. Oh mæ god hvað ég var stollt. Þuríður mín var að sjálfsögðu líka kútalaus þegar ég sé hana vera labba nær hringjum sem voru í botni laugarinnar þegar hún ákvað bara alltíeinu að kafa eftir hringunum (kútalaus) og kom upp aftur einsog velsynd stúlka. Þær eru þvílíkt að standa sig í þessu enda ég er sú stolltasta á svæðinu.
Ætla mér samt ekkert að telja upp allt sem við gerðum um helgina, bara smá mont í gangi með stelpurnar mínar. Flottastar!! Góð helgi samt að klárast og get ekki beðið eftir næstu því ég veit að hún á eftir að verða ennþá betri. Úha!! Segi ykkur frá henni þegar líður á vikuna.
Ástandið gott á heimilinu, vonandi fáum við fund með læknunum á miðvikudaginn en ég vissi að það var búið að plana myndatökur fyrir Þuríði mína á næstu vikum en ég veit ekki hvort það verður af þeim, yrðu hvorteðer ekkert martækar þar sem æxlið er ennþá svo bólgið eftir geislana en það væri þá væntanlega önnur ástæða fyrir þeim myndatökum.
Kanski ég kíki aðeins yfir skólabækurnar mínar fyrst að börnin eru svona róleg, well skólinn byrjar ekki fyrr en eftir tvær vikur ehe en ég er bara svo spennt að byrja þannig ég er farin að læra. Svoooooooooooo lééééétt!! Afhverju hef ég ekki nennt að læra fyrr? Minn tími er komin!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2007 | 14:55
Baráttan
Jámm fólki finnst skrýtið að ég geti verið leið og þreytt þó Þuríði minni líði "vel", þetta er frekar "skrýtið" líf og ég fer ekki bara uppá toppinn um leið og Þuríði minni líður "vel" því ég veit líka vel að þetta varir ekki lengi og aldrei fer hún aftur á toppinn sem hún var á. Þegar henni líður vel og henni fer eitthvað að hraka í einhverjar daga þá fer hún aldrei á þann stað sem hún var á. Frekar erfitt að útskýra fyrir fólki sem hefur ekki upplifað barnið sitt alvarlega veikt eða með illkynja heilaæxli, shit hvað er erfitt að skrifa þetta orð.
Við erum bráðum búin að lifa í þessari baráttu í þrjú ár eða það eru þrjú ár síðan hún veiktist fyrst en tæpt ár síðan æxlið var skilgreint illkynja, hvernig haldiði að það sé að lifa við það og vita ekkert hvernig framtíð barns míns verður. Þó henni líði "vel" þá fer mér ekki strax að líða vel þetta er því miður ekki svo einfalt, oft langar mig að gera grín að hinu og þessu þar að segja sem tengjast veikindum hennar en því miður þá get ég það ekki ef ég væri veik þá myndi ég sjálfsagt djóka með hitt og þetta sem tengdist veikindum mínum (ég reyni að gera grínu að flestu í kringum mig) en þegar kemur að barninum mínum þá get ég það því verr og miður ekki, so sorrý!! Sjálf myndi ég lýsa mér hressri og glaðlyndri manneskju en eftir að Þuríður mín veiktist þá var einsog eitthvað hafði dáið inní mér og hef ekki ennþá komist á það stig og veit ekkert hvort ég muni nokkurn tíman komast þangað og fólki finnst það skrýtið?
Ég hef alltaf reynt að vera bjartsýn á allt í kringum mig þá sérstaklega þegar viðkemur veikindum Þuríðar minnar og reynt að vera hress við alla í kringum mig þó ég væri ekkert sérstaklega hress en því verr og miður get ég það bara ekki lengur. Það hafa fimm eintaklingar dáið í kringum mig og það þrjú börn (sem ég þekkti til)á bara þrem mánuðum úr þessari baráttu og það tekur virkilega á, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það tekur á þó maður tengist ekki einstaklingnum persónulega en þá er þetta mitt "samfélag" og það er erfitt að lifa í þessu "samfélagi". Vera mikið í kringum veika einstaklega er ofsalega erfitt en það gefur manni líka mjög mikið og maður kynnist ofsalega góðu fólki en þá hef ég samt ekkert verið mikið að opna mig fyrir fólkinu í "mínu samfélagi", mér finnst það erfitt og er ekki mikið að opna mig fyrir hina og þessa þar að segja persónulega bara hérna í gegnum netið. Ég hleypi ekkert hverjum sem er að mér og sé heldur kanski ekkert ástæðu til þess, ég hef alltaf verið vinamörg og átt endalaust marga kunningja en þá er maður farin að loka mikið á allt og alla. Afhverju? Ég veit það ekki?
Ég held að það sé mjög erfitt fyrir ykkur að setja ykkur í spor okkar sem eru í þessari baráttu með börnum okkar, vitiði það ég held að það sér meira að segja líka erfitt fyrir foreldra mína að gera það eða systkin. Þetta tekur á alla taugar og reynir mikið á samband okkar Skara sem hefur reyndar orðið bara sterkara (þó ég sakni stunda með honum ALEIN)en ég myndi samt alveg skiljia fólk sem myndi skilja við svona aðstæður, ég myndi allavega ekki dæma það.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég er að reyna segja með þessari færslu kanski bara það að mér fer ekkert að líða vel og skreppi á tjúttið til að fagna þegar Þuríði minni líður sæmilega eða betra en daginn þar áður, þetta er ekki svo auðvelt. Ég er heldur ekkert að reyna vera leiðinleg með þessari færslu bara segja hvernig mér líður þannig þið vitið það.
Allavega næstu daga eða vikur gæti henni farið að "hraka" þar að segja geislarnir gætu farið að taka sinn toll og stúlkan fer að sofa 20tíma á sólarhring en henni leið ekkert of vel í morgun og fór ekki á leikskólann. Var vöknuð kl sex í morgun og leið greinilega ekki vel, kanski einhver hausverkur veit það ekki vegna þess hún kvartar aldrei þetta skinn bara grætur. Hún er samt aðeins hressari núna en í morgun og er að dansa þessa mínútuna við systkin sín og nýbúin í klippingu, komin með þvílíkan lubba en samt hárlaus á hliðinum en hárið kemur samt yfir það sem betur fer eiginlega.
Ætlum að hafa helgina skemmtilega, sundnámskeið eldsnemma í fyrramálið, 35 ára brúðkaupsafmæli hjá mömmu og pabba á sunndaginn þá verður okkur afkvæmunum boðið í kínverkst *slurp slurp* og svo verður bíó fyrir börnin. Kanski við Skari skreppum útað borða annað kvöld á staðin "okkar" Ruby tuesday áður en við skellum okkur í þrítugs afmæli. Never know?
Eigið góða helgi og hafiði það sem allra best.
Knús og kossar
Slauga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
23.8.2007 | 15:30
..
Damn hvað ég hef ekkert að segja í dag, leiðinlegir dagar! Er samt búin að hringja nokkur góð símtöl í dag og glatt nokkur hjörtu, hjörtu foreldra barna með krabbamein sem hefur gefið mér ofsalega mikið. Þessi símtöl hafa nefnilega tilheyrt góðverkinu mínu sem er allt að smella saman en þegar það er allt komið á hreint mun ég upplýsa ykkur frá því.
Ætla samt bara að hafa þetta stutt í dag er svo hrikalega tóm og leið, Þuríði minni líður ágætlega sem er best í heimi og hin tvö líka. Systurnar byrjuðu á sundnámskeiði á mánudag og verða 3x í viku og eru alveg hrikalega duglegar, bara gaman!!
Ætla skreppa í kringluna á eftir (reyna rífa mig upp)eða þegar sundið er búið og ath hvort ég finni ekki einhverjar tuskur á mig fyrir öll gjafabréfin mín sem ég fékk í afmælisgjöf í júní. Dóóhh hef bara aldrei funndið mér neitt.
Knús á línuna______________
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.8.2007 | 15:39
Þessi ljóti krabbaheimur
Þetta er erfiður dagur, ég hef ekki fengið góðar fréttir alltof lengi hvort sem það er af Þuríði minni eða einhverjum öðrum sem tengjast okkur í þessum ljóta krabbabaráttu. Fékk erfiðar fréttir í morgun sem hafa tekið virkilega á. Þetta er algjörlega að fara með mig, ég skelf alveg af sorg og reiði. Þessa fréttir tengjast ekki Þuríði minni svo það sé engin misskilingur en tengist okkur samt, erfitt að útskýra sem mig langar ekki að fara nánar útí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.8.2007 | 11:09
Alls ENGU bloggstuði
Jámm það eru þessir dagar en mig langar samt að birta örfáar myndir frá helginni sem hefur verið ansi viðburðarík hjá okkur fjölskyldunni. Reyndar gleymdum við myndavélinni þegar við fórum í afmælisveisluna hjá Kaupþing en gvvuuuð minn góður hvað þeir hljóta að séð eftir peningunum sínum að hafa fengið Stuðmenn á tónleikana. Ég hef alltaf verið Stuðmannamanneskja en þarna voru þeir hræðilegastir en í fyrstu hélt ég að þetta væri eitthvað djók en svo héldu þeir bara áfram þessu djóki. Ohh mæ god!!
Við byrjuðum morguninn á laugardeginum að hvetja okkar lið í maraþoninu eða þá sem styrktu okkur þar að segja SKB sem voru víst ansi margir og að sjálfsögðu er það ómetanlegt fyrir félagið. Þarna er ODdný Erla í stuði með allar græjur í stuðningsliðinu, systkinin stóðu sig vel í að hvetja ásamt öllum hinum sem voru með okkur.
Jason Ólafsson "ex-handboltakappi" hljóp að sjálfsögðu fyrir félagið og hljóp heilt maraþon, púúffh ef ég gæti bara hlaupið 10 km eheh!!
Við kíktum í bæinn og sáum maraþon-liðið koma í mark og borðuðum popp á meðan.
Þuríður mín hitti Höllu vinkonu sína Hrekkjusvín þegar þær voru að fara taka þátt í Latabæjarhlaupinu, vávh hvað hún var glöð að hitta hana. Ég veit samt ekki alveg hvort var glaðari að hitta hvora eheh og hvor vildi ekki sleppa knúsinu eheh!! Æjhi það er alltaf svo gaman að sjá Þuríði mína þegar hún hittir hana enda mikil dýrkun í gangi.
Þuríður mín þurfti að segja Höllu svoooo mikið enda frekar langt síðan þær vinkonur hittust síðast.
Að sjálfsögðu fékk Oddný mín Erla líka mynd af sér með Höllu sinni og var svakalega kát með það.
Við kíktum uppá Skaga um kvöldið í grillveislu og fórum aðeins útá tún og lékum okkur þar sem krökkunum fannst ekki leiðinlegt. En þarna eru systkinin í stuði á einum bagganum. Víííí!!
Læt þetta duga í bili, við ætluðum í hjólreiðatúr og berjamó í dag en veðrið bíður því miður ekki uppá það þannig við "neyðumst" til að taka til í sveitinni sem var kanski tími til komin.
Vonandi áttu þið svona góða helgi einsog við og sumir líka alveg búnir á því eftir helgina enda mikið sprell og mikið gaman.
Knúúúúússssss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.8.2007 | 15:30
Alltaf að láta mig dreyma....
Mig langar hingað http://www.heimsferdir.is/heimsferdir/afangastadir/solarferdir/jamaica/ nú eða hingað http://www.heimsklubbur.is/FerdaskrifstofanPrimaEmbla/Skemmtisiglingar/RadissonSevenSeasCruises/
Ofsalega tóm í dag eða þessa dagana en mig langar samt að þakka einni konu fyrir sendinguna sem við fengum í morgun en krakkarnir fengu flottustu handprjónuðu sokka ever, ég hef aldrei séð svona flotta prjónaða sokka áður. Það var prjónað nafnið þeirra efst, oh mæ god ég veitiggi hvort ég tími að leyfa þeim að vera í þeim eheh!! Mig langar að senda ofsalega fast knús og endalaust marga kossa til þessa ágætu konu sem við þekkjum ekki neitt fyrir þessa fallegu gjöf sem kemur sér mjög vel fyrir veturinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.8.2007 | 16:02
Reykjavíkurmaraþon
Allir sem á annað borð ráða yfir greiðslukorti og tölvu geta heitið á einhvern hlaupara (getið valið einhvern sem þið þekkið eða bara einhvern sem hleypur langt J). Hið eina sem þarf að gera er að smella nákvæmlega hér og staðfesta greiðsluheitið. Annað hvort skrá menn nafn hlaupara og kalla það fram eða velja rétta félagið til að finna hlauparann. Síðan rekja menn sig áfram til að ganga frá áheitaskráningu. Þetta er skíteinfalt mál og ekkert annað að gera akkúrat núna en að skella sér í málið.
Áheitin renna óskipt til viðkomandi líknar- eða góðgerðarfélags. Mæti hlaupararnir ekki til hlaups eða komist ekki á leiðarenda verður upphæðin hins vegar ekki innheimt af greiðslukortareikningnum, það dugar því ekki annað en koma í mark til að félögin fái sitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar