Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
31.8.2008 | 18:08
Ég var að hugsa...
...sem gerist nú ekkert alltof oft ehe. Þegar ég var að fara sofa í gærkveldi, sárkvalin í líkamanum sem er kanski ekki frásögufærandi en þá fór ég að hugsa um allar þær konur sem fá ekki þá gjöf að eignast börn eða ganga með þau einsog ég og þarf ekki mikið til haha!. Ótrúlega heppin (sko ég). Fólk lítur nefnilega oft á þennan "hlut" sem sjálfgefið sem það er að sjálfsögðu ekki, oft þegar konur eru ekki orðnar óléttar eftir nokkur ára samband spyr fólk oft það hvort það fari ekki að koma með barn. Sem gæti verið ofsalega særandi fyrir þann einstakling sem er verið að spurja þessara spurningu, kanski er fólkið búið að vera reyna og reyna en ekkert gerist en "við" erum oft ekkert að spá í það. Bara "hneykslast" á því afhverju þau skyldu ekki vera búin að fjölga sér? Tjah auðvidað hafa sumir engan áhuga á að fjölga sér og eignast börn en ég veit t.d. með eina vinkonu mína sem vill njóta lífsins til þrítugs og þá vill hún fara reyna sem er bara gott mál. Ég bíð spennt eftir þeim degi sem hún verður þrítug eheh.
Það vildu t.d. margar konur vera í minni stöðu þó þær væru svona kvaldar í líkamanum, bara að þær geti átt börn og ég veit sjálf að ég væri ein af þeim annars væri ég ekki að þessu. Ég er orðin það slæm að ég verð að taka mér stundum hvíld á nóttunni þegar ég þarf að snúa mér yfir á hina hliðina og sofna aðeins á bakinu því kvölin er svo mikil, einsog ég hata að sofa á bakinu. Ég vissi alveg fyrirfram að ég yrði svona slæm og væntanlega verri en þegar ég gekk með Theodór minn þannig ég er ekkert að biðja ykkur að vorkenna mér eða neitt svoleiðis enda bý ég til fallegustu uppskrift ever að þessum kraftaverkum mínum.
Ég öfunda allavega ekki þær konur sem fá ekki að kveljast svona í líkamanum (einsog ég) til að fá drauma sína uppfyllta, sumar að sjálfsögðu finna ekkert fyrir meðgöngum en ég er allavega ein af þeim heppnu. Best í heimi þó ég þurfi að liggja mikið fyrir, ég elska að finna fyrir bumbubúanum mínum sprikla í mallakútnum mínum einsog það er að gera núna.
Mig einmitt langar mjög mikið í þrívíddar sónar einsog mín ástkæra systir er að fara í en Skari vill það ekki, djöhh ehe. Vill ekki kíkja í þann pakka, jú að sjálfsögðu verður hann að ráða einhverju þá fæ ég kanski að ráða nafninu eheh. Aftur á móti langar okkur að fara í bumbumyndatökur þó ég sé nú ekki mikið fyrir að vilja láta taka myndir af mér í þessu ástandi einsog þið hafið tekið eftir, ekki búin að birta eina mynd hérna af mér, allavega ekki hérna ehe. Ég veit ekki hvað við gerum, djöh dýrt. En hvað reynir maður ekki að gera til að fá flottar minningar því við öll fjölskyldan myndum mæta í þetta og svo þekkir fólk mig ekkert öðruvísi en ólétta thíhí.
Statusinn góður á heimilinu, hetjan mín ágætlega hress og svo róleg. Erum búnar að liggja aðeins yfir stöfunum um helgina og hún hlustar vel á mig þó hún sé kanski ekkert mikið að tjá sig um þá en þá ég veit að hún er að læra en sú yngri kann þá alla sem við höfum farið yfir en við höfum þá reglu að Þuríður eigi að reyna fyrst svo má hún sem hún tekur vel í. Theodór minn hefur líka verið með okkur í þessu og bíður mest spenntur yfir því að við komum í hans staf T ehe en hann er samt farinn að tengja stafina við hin og þessi nöfn þó hann viti ekki hvað hann heitir en þá veit hann hver á hann. Frekar góð byrjun af tveggja ára gaur.
Best að fara "berjast" við Þuríði og Theodór sem eru að sofna..... Sko að reyna halda þeim vakandi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.8.2008 | 13:27
Lyfjaminnkun
Kíktum uppá spítala í gær og þar var rædd lyfjaminnkun hjá hetjunni minni. Hún er að fá fjórar tegundir af flogalyfjum tvisvar á dag, bara mismikið af hverju lyfi sem er helv... mikið fyrir þennan litla kropp. Frá og með deginum í dag þanga til 1.nóv byrjum við að minnka skammtinn hennar í engan þannig hún mun "bara" taka þrjár tegundir. Svo verður tekið frí frá lyfjaminnkun þanga til á næsta ári en þetta verður gert mjöööööög rólega, við erum að sjálfsögðu orðin mjög stressuð fyrir þetta og ég veit að læknirinn hennar er það líka. Mikil hætta að hún fari að krampa aftur og ef hún færi að gera það væri einsog fyrir okkur ö-a miklu erfiðara en þegar hún var greind í fyrsta sinn. Yrði mikið áfall sértaklega ef það væri ekki hægt að halda því niðri einsog það gerðist síðast (krampaði stanslaust í tvö ár frá 10-50 krömpum á dag) en þá var hún "bara" búin að vera krampalaus í þrjá mánuði þegar sú ákvörðun var tekin en núna er liðið eitt og hálft ár.
Ef þetta tekst sem við að sjálfsögðu trúum þá yrði það rosalegt skref fyrir hetjuna mína og ég veit þá líka að hún sýndi ennþá meiri framfarir þar að segja líka ef æxlið fer ekki að stækka sem við trúum líka. Við ákváðum líka með læknunum að næsta myndataka verður ekki fyrr en í janúar, vávh það hefur ALDREI liðið svona langur tími á milli myndataka en ef eitthvað kæmi uppá (sem mun ekki gerast) þá yrði hún send strax í myndatökur. Trúin er sterk og ég veit að hún mun sigrast á þessu, hún á eftir að gera svo margt, langar að læra svo mikið þannig ég trúi því ekki að þessi "þarna" uppi ætlar að taka það frá henni og okkur.
Það var ótrúlega gaman að fara með hana til sjúkraþjálfarans á mánudaginn, hún var svo hissa hvað voru miklar framfarir í sumar. Hún hefur t.d. ALDREI getað labbað EIN án allra aðstoða á mjórri spítu en það gerði hún og það alla leiðina yfir sem er þvílíkt afrek fyrir hana. Hún sýndi henni líka hvað hún var dugleg að hoppa sem er alveg frábært að sjá, svo var hún bara sjálf farin að stjórna hvað hún átti að gera næst, well reyndar vissi hún það alveg ehe og þurfti sko enga hjálp í tækin. Þessi litlu/stóru skref er geðveikt gaman að sjá hjá henni, þvílíkar framfarir á ekki svo löngum tíma. Ég lít líka á það að við höfum verið dugleg að senda hana hingað og þangað og reynt að styrkja hana með því að fara í íþróttir sem við ætlum að sjálfsögðu að halda áfram í vetur. Hún er að biðja um það, þó hún sé orkulaus þá vill hún þetta samt. Viljinn er ótrúlega sterkur hjá henni Þuríði minni, ættu margir að taka hana til fyrirmyndar. Hún er allavega eina manneskjan sem ég lít upp til. Þvílíkur kraftur, lífgleði og vilji sem fylgir henni.
Hún fór ótrúlega stollt í skólann í morgun, nota bene án foreldra sinna. Við eigum nefnilega svo ótrúlega góða nágranna og einn af þeim er kennari í skólanum hennar Þuríðar minnar og hún labbar alltaf með sína 7 ára og aðra nágrannavinkonu í skólann á hverjum morgni og bauð Þuríði minni að koma með þeim. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hún var stollt, fá að labba með tveimur ári eldri sem hún lítur dáltið upp til og fær alltaf þegar hún vill að koma í heimsókn til þeirra enda alveg yndislegar við hana. Hún var sú montnasta á svæðinu í morgun.
Theodór minn er ennþá brjálaður að hann skuli ekki fá að fara í skólann með henni, segist nú vera sex ára á morgun eheh. Segist ekkert lengur vera í leikskóla, ótrúlega fyndinn gaur. Oddný mín er ótrúlega róleg yfir þessu, kanski smá lítil í sér þessa dagana. Þuríður búin að fá mikla athygli síðustu daga vegna skólans og svona og það má ekki segja mikið við hana þannig hún fari bara að gráta. Ætla að setjast niður með þeim systrum á eftir og fara yfir stafabókina sem Oddný mín elskar og Þuríði minni finnst líka gaman að reyna læra, hún leynir á sér þessi stúlka. Þó svo að ég viti það innst inni hún fari ekki að læra lesa þennan veturinn en þá gefumst við ekkert svo auðveldlega upp. GETA ÆTLA SKAL!!
Góða helgi kæru lesendur, við ætlum bara að hafa það kósý um helgina. Reyndar að kíkja uppá Skaga í kjötsúpu *slurp slurp*, verst að tengdó verður ekki með svið líka eheh og eitt stk afmælisveisla.
Verið hress, ekkert stress, bless bless.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.8.2008 | 11:49
"Eru þið í einhverjum sértrúarsöfnuði?"
Þessa spurningu hef ég oft fengið frá fólki sem ég þekki ekki mikið eða hvort við Skari vitum ekki hvað getnaðarvarnir séu, bara því við erum að koma með okkar fjórða barn á sex og hálfu ári. Fer stundum dáltið í mig, má maður ekki fjölga sér öðruvísi nema maður væri í einhverju sértrúarsöfnuði? Ég myndi eiginlega ekki bjóða í það ef svo væri eheh því þá kæmu börn hjá okkur á níu mánaða fresti, stundum er erfitt að vera frjór og maður manns megi ekki anda á mann án þess að maður verði búúúmmm! Jú við vitum allt um getnaðarvarnir án þess að ég þurfi eitthvað að útskýra fyrir fólki, ég hef alla mína tíð elskað börn. Helst vildi ég ekki vera neinsstaðar annarsstaðar nema þar væru börn enda passaði ég mikið þegar ég var yngri eða þanga til ég átti Þuríði mína en þá hætti ég að passa mín þrjú uppáhald sem voru þá 9 og 10 ára gamlir töffarar(alveg síðan þeir fæddust). Ætli ég væri ekki ennþá með þá ef ég væri barnlaus eheh.
Ég hef líka alltaf sagt að ég ætlaði mér að eignast fimm börn, well þá vitiði hvað mun ske árið 2010 mhúahaha!! ....eða ekki? Ég segist nú vera hætt eftir þessa meðgöngu því ég veit að líkaminn minn mun ekki meir ef ég verð bara ekki komin í hjólastól eftir þessa en ég var einmitt að ræða þetta við konu frænda míns. Hún sagðist einmitt hafa fundið það þegar henni fannst vera komið gott og þá var hún komin með þrjú og vissi nákvæmlega að núna ætlaði hún að hætta en það versta með mig að ég hef ekki fundið þessa tilfinningu. Hmmm!! Þó ég segist vera hætt þá langar mig ekkert að hætta ehe, þetta er bara svo gaman fyrir utan alla þessa verki sem ég þjáist af alla daga.
Fólki finnst líka skrýtið að við ætlum að halda áfram að búa hérna í sveitinni með öll okkar fjögur börn (fáum þessa spurningu oft "er íbúðin ekki orðin alltof lítil fyrir ykkur?"), því einsog þjóðfélagið er þá eiga öll börn að vera með sérherbergi en það er ekki í boði á mínu heimili. Stundum er einsog allir skíti peningum og haldi að við getum bara hlaupið útí næstu fasteignasölu og sagst ætla kaupa draumahúsið mitt hérna í sveitinni sem kostar "bara" sjótíu millur. Vávh hvað lífið væri þá mikill draumur í dós. Hey draumahúsið mitt er tómt, gengur ekkert að selja það ætli þeir geti ekki bara skipt á sléttu? Þó að íbúðin okkar sé ekki stór þá líður okkur ofsalega vel hérna og við erum ekkert á leiðinni neitt enda eigum við heldur ekki sjötíu millur fyrir draumahúsinu. Kanski þegar Skari verður orðinn bæjarstjóri í einhverju bæjarfélaginu og ég mun nýta mitt nám .....eða ekki?
Læknaheimsókn á eftir, þá kemur eitthvað af framhaldinu hjá Þuríði minni í ljós. Hún er annars ótrúlega hamingjusöm og ánægð með lífið þessa dagana, elskar að fara í skólann en Theodór minn er sko ekki sáttur að vera ekki orðinn 6 ára og fá að fara í skólann líka eheh. Mikil lífsgleði í hetjunni minni sem elskar að vera til, á mjög auðvelt með að heilla fólkið í kringum sig. Stundum þegar hún er að gera eitthvað sem hún veit að hún má ekki og ég ætla að fara skamma hana setur hún upp þennan svip og segir "æjhi mamma mín ég elska þig". Hvernig er þá hægt að "æsa" sig við hana? Hún saknar samt allra á leikskólanum en hún er svo heppin að fá hitta allar konurnar á hverjum degi þegar við náum í hin tvö og elskar það líka.
Hetjan mín að hugsa eitthvað mikilvægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
26.8.2008 | 19:32
"Er hún fötluð?"
Þá er spurninga-flóðið byrjað hjá krökkunum sem eru með Þuríði minni í bekk eða umgangast hana mikið í skólanum, reyndar hafa þau ekkert spurt mig en spurja aðilana sem annast hana. Fyrstu spurningarnar eru þannig "Er hún fötluð?", "afhverju er hún í skóla?", "afhverju fær hún að vera með ipod?". Jamm Þuríður mín fær að hafa ipodinn sinn með sér í skólann en það er eitt af því fáa sem fær hana til að slaka almennilega á, hlusta á tónlist er það eitt af því besta sem hún gerir og mikil slökun fyrir hana. Þannig eftir matinn í dag lagðist hún fyrir og slakaði á með ipodinn sinn. Oft og mörgum sinnum biður hún okkur um þetta hérna heima eða þegar við erum að keyra eitthvert sem er bara besta mál. Hún var meir að segja að kenna stuðningsaðila sínum á ipodinn sinn í dag ehe, yndislegust.
Mér líst orðið svakalega vel á liðið sem mun annast Þuríði mína í skólanum einsog ég var kvíðin en ég held að ég þurfi engu að kvíða lengur. Einsog ég hef oft sagt þá höfum við verið ofsalega heppin í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar þá hefur BARA raðast gott fólk í kringum okkur, bæði sem hefur þurft að annast hana eða aðstoðað okkur fjölskylduna. Ótrúlega heppin! Þó ég hefði að sjálfsögðu viljað sleppa að kynnast öllu þessu góða fólki og átt heilbrigt barn í staðin en þá er lífið ekki svo einfalt, því verr og miður. Hún er líka algjörlega búin á því eftir daginn þó svo hann sé styttri en hennar leikskólatími var en ég finn samt hvað hún sé glöð að vera komin í skólann og ánægð með þetta allt saman og þá verð ég líka hamingjusöm.
Á fimmtudaginn förum við að hitta lækna-teamið okkar og þá fáum við að vita hvernig lyfjamálum hennar verður háttað næstu mánuði. En núna verður tekin sú "áhætta" að minnka flogalyfin hennar sem við erum að sjálfsögðu sátt við (annars yrði það ekki gert) en mikið er ég samt kvíðin fyrir því, svoooo mikil hætta á því að hún fer að krampa aftur. Ég veit að það færi helmingi verra í mig í dag ef hún færi að krampa aftur en fyrir einu og hálfi ári, yrði bara verst í heimi einsog ef æxlið færi að stækka aftur. Aaaarghhh!!
Annars er ég nýbúin í mæðraskoðun, gekk bara vel. Ljósan mín gaf mér nálastungur vegna grindarinnar sem ég er gjörsamlega deyja úr verkjum í, ansans grind! Bumban mín er víst stærri en meðgöngutíminn minn segir ehe (hefur aldrei gerst áður þó svo að allir finnist ég alltaf með svo stóra bumbu), vonandi þá bara að ég muni eiga aðeins fyrr en venjulega en ég er vön að ganga tvær vikur framyfir sem ég vona svo heitt og innilega að það gerist ekki í des og ég mun eiga viku fyrir jól. Ekki það versta sem gæti skeð en væri samt betra að eiga á tíma eða kanski tveim vikum fyrr. Er eitthvað svo hrikalega þreytt þessa dagana, gæti sofið endalaust ætli það sé ekki vegna þess að Þuríði minni líður sæmilega og maður getur hugsað um eitthvað annað?
Fallegasti litli mömmupungurinn minn og mesti gaur ever, hann Theodór Ingi minn eða "Ingi aumingi" einsog hann segir sjálfur ehe. En hann er mikið búinn að vera hlusta á lag sem heitir "Ingi aumingi" með hljómsveitinni Abbabbabb og finnst það geðveikt kúl lag og syngur hástöfum og það fyndna við það að það má engin syngja það með honum nema pabbi hans ehe.
Hetjan mín sofnaði á meðan ég var skrifa þetta, alveg búin á því eftir daginn en hin tvö eru sko í góðum fíling og sofna sko ekki nærri því strax.
-Hamingjan í lífi mínu veltur á gæðum hugsanna minna-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.8.2008 | 12:44
Fyrsti skóladagurinn
Hetjan mín ótrúlega hamingjusöm að fara í skólann sinn í morgun, hafði varla tíma til að borða morgunmatinn hvað þá að kveðja mann í morgun þegar við öll fjölskyldan fylgdum henni í skólann.
Hver hefði trúað því að hún fengi að upplifa þennan merkisdag? Fékk þann "stimpil" fyrir tæpum tveimur árum að hún ætti nokkra mánuði ólifaða en ég er ein af þeim fáum foreldrum ofsalega glöð með það að læknarnir okkar vita ekki allt. Sem betur fer!! Það fer oft ofsalega í mig þegar fólk rakkar niður læknaliðið okkar því mörgum finnst þeir eiga vita allt, kunna allt og aldrei gera nein mistök en þeir eru líka mannlegir rétt einsog ég/þið. Það gera allir mistök,engin fullkomin þó við viljum það.
Að sjálfsögðu er hennar baráttu ekki lokið, það er langt í land þó svo að æxlið hafið minnkað við síðustu myndatökur en þá getur það farið að stækka á morgun. Þuríður mín er ofsalega hamingjusöm þessa dagana þó hún kvarti mikið vegna verkja en þá er bara svo mikill spenningur að fara í skólann. Miklu erfiðara fyrir okkur foreldrana að láta börnin okkar fara í skólann en þau sjálf sértaklega finnst mér með hana vegna veikinda hennar, held að það væri auðveldara einsog með Oddnýju mína Erlu þó hún sé ofsalega feimin og hleypir ekki hverjum sem er að sér (mjög lík mömmu sinni sem er nú ekki leiðinlegt eheh).
Það gladdi mitt litla hjarta í morgun þegar ég kíkti á mailið mitt þá var þar póstur frá einni mömmunni sem á líka stelpu sem var að byrja í morgun, situr hliðina á Þuríði minni ásamt vinkonu sinni og lét mig vita að Þuríður mín væri velkomin í heimsókn. Fólk getur ekki ímyndað sér hvað svona gleður mig og svo fylgdi ein mynd af þeim skólasystrum mailinu. Þuríður mín Arna er nefnilega mjög félagslynd, elskar að leika við krakka, fá að fara í heimsókn eða fá til sín heimsókn þó svo að hún sé kanski ekki beint að leika við krakkana en bara að fá að vera í kringum þá finnst henni ofsalega gaman. Reyndar er ein skólaystir hennar (tveimur árum eldri og ný flutt í blokkina okkar) farin að kíkja hingað í heimsókn og Þuríði minni fannst það æðislegt og svo hjálpar það henni líka að eiga hana Oddnýju sína að sem er einsog 6 ára í þroska en ekki 4 ára einsog hún er. Svaka stuð hjá þeim í gær.
Hlakka mikið til að ná í hana í skólann á eftir, allavega ekkert búið að hringja í mig þannig hún er nokkurn veginn að meika daginn. Ö-a upptjúnnuð af hamingju að hún hefur ekki tíma til að þreytast ehehe, hún mun svo fara beint í sjúkraþjálfun eftir skóla sem hún getur heldur ekki beðið með að fara í og hitta "Marrit sína" einsog hún segir sjálf. Þetta verður strembinn vetur hjá henni, sjúkraþjálfun, sund- og badmintonnámskeið en að sjálfsögðu verður hún ekki pínd í neitt ef orkan eða getan segir stopp. Það er bara svo ótrúlegt með hana Þuríði mína þó hún sé alveg búin af þreytu þá lætur hún ekkert stoppa sig ef henni langar, ætlar og finnst eitthvað það skemmtilegt að hún tímir ekki að missa af því. Hún er alveg ótrúleg þessi stúlka.
Styttist líka í að skólinn minn hefjist eða 12.sept og það er komin smá spenningur í mig og líka kvíði því ég ætla mér að útskrifast í des þó svo að ég sé skrifuð 3.des (14 einingar í fjarnáminu). Ef vilijnn er fyrir hendi þá get ég þetta rétt einsog Þuríður mín getur alla þessa hluti sem hún ætlar sér þó enginn orka sé til staðar.
Geta, ætla, skal.
Innan um erfiðleikana, felast tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
23.8.2008 | 20:47
Ágætis dagur að ljúka
Við fjölskyldan kíktum í bæinn í dag tilefni dagsins, hvöttum nokkra aðila sem voru að hlaupa til styrktar "styrktarfélagi krabbameinssjúkrabarna" en ákváðum í þetta sinn ekki að taka þátt í Latabæjarhlaupinu. Alltof mikið af fólki og of mikill troðningur en að sjálfsögðu kíktum við á skemmtiatriðin og þau skemmtu sér svakalega vel einsog þið sjáið á þessari mynd.
Þuríður Arna mín var í svakalegu stuði niðrí bæ í dag þó hún hafi ekki séð mikið á sviðið en þá fannst henni bara rosalega gaman að hlusta á alla tónlistina. Söng hástöfum þegar Ingó og Veðurguðirnir byrjuðu að spila Bahama en það er eitt af hennar uppáhaldslögum. Höfum spilað það mikið í sumarfríinu okkar og sumir komnir með nett ógeð af því lagi eheh engin nöfn.
Eftir bæinn fórum við heim og við börnin bökuðum eitt stk gulrótaköku sem er reyndar í ofninum núna þannig íbúðin ilmar vel. En við erum að fá gesti í morgunmat í fyrramálið eða kl hálf átta til að horfa á leikinn og þá verða vera til einhverjar kræsingar handa liðinu. Krökkunum fannst sko ekki leiðinlegt að baka einsog ég ætla að sýna ykkur eheh.
Þetta byrjaði mjög sakleysislega með smá smakki á kreminu en svo byrjaði þetta:
Fór aðeins að klínast á alla hendina og það fannst það geðveikt fyndið en það var bara smotterí miðavið framhaldið ehe.
Farið að klínast aðeins útí andlit og ennþá var hlegið.... Þuríður Arna mín og Oddný Erla mín
Theodóri mínum fannst þetta samt laaaang fyndnast.
Annars er statusinn ágætur á hetjunni minni, reyndar kvartar hún mikið vegna verkja í líkamanum sem maður veit ekki hvað merkir? Erum að fara í læknaheimsókn í næstu viku og við komum reyndar að henni í gær lokaða inní herbergi, undir sæng, grátandi og kvartaði vegna verkja í höfðinu. Þá var ekkert annað en um það að ræða að gefa henni verkjastillandi svo finnst mér hún nota hægri hendina minna. Var t.d. að klæða sig úr buxunum áðan og notaði þá bara vinstri en að sjálfsögðu vona ég bara að þetta sé tilfallandi og hún bara svona vön að nota "bara" þá vinstri.
Leikurinn í fyrramálið sem fjölskyldan ætlum að sjálfsögðu að vakna til að horfa á ekki það að við þurfum einhverja vekjaraklukku til þess að vekja okkur fyrir leikinn, ég á þrjár góðar klukkur. Fáum líka fólk til okkar til að horfa á leikinn með okkur, ekki oft sem maður bíður fólki heim til sín í morgunmat svona snemma morguns eheh. Svo ætlar mín yndislega ljósmóðir að koma til mín á morgun og gefa mér nálastungur vegna grindarinnar sem ég er klikkaðslega slæm í, bwaaahh!!
ÁFRAM ÍSLAND!!
ÁFRAM ÍSLAN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.8.2008 | 14:48
Má ég koma með?
Þorgerður Katrín: Ég fer út að fagna með strákunum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.8.2008 | 10:07
Kvartar mikið
Við mæðgur sko ég og Þuríður mín Arna erum núna búnar að eyða síðustu dögum einar saman sem henni finnst alveg yndislegt. Að vera í svona rólegheitum með mömmslu sinni, finnst henni ofsalega ljúft og segir einstökum sinnum við mig "mamma núna erum við bara stelpurnar" sem er náttúrlega mjög sjaldgæft nema hún sé mjög slöpp eða megi ekki gera hitt og þetta vegna veikinda sinna en loksins kom af því að við fengum að njóta þess að vera tvær án hita eða mikils slappleika. Hún tilkynnir mér líka oft á dag hvað hún elski mig mikið (fæ alltaf fiðring í magann þegar hún segir það við mig) og að ég sé besta vinkona sín. Yndislegust!!
Hún reyndar hefur kvartað mikið síðustu daga um verki hér og þar, segist vera þreytt og lasin í höfðinu en samt ágætlega hress. Veit ekki hvað þessi "kvörtun" þýðir, vonandi ekkert bara en maður verður alltaf smeyk þegar hún kvartar eitthvað svona. Hún hefur þurft að leggja sig yfir daginn síðustu vikur annars orkar hún ekki daginn, ætla að ath í dag hvort hún meyki daginn ef hún leggur sig ekkert í dag. Ef ekki veit ég að það er búið að búa til hvíldarherbergi fyrir hana í skólanum með góðum sófa þannig hún getur alltaf fengið sína hvíld sem er bara frábært en annars vill ég hafa hana heima ef hún er það orkulítil heldur en að sofa í skólanum allan skólatímann.
Hún er ótrúlega spennt fyrir skólasetningunni sem verður kl fjögur í dag en ég er ótrúlega kvíðin fyrir þessu öllu, ef krakkarnir og starfsfólkið er einsog á leikskólanum hennar þarf ég engu að kvíða. Úúúúffhhh!! Hjúkkan okkar mun koma á foreldrafund og tala um veikindin hennar við alla foreldrana þannig þau skilji öll hennar/okkar aðstæður.
Maður er samt strax farin að finna fyrir því hvernig er að eiga bæði heilbrigt barn og langveikt og mikið eftir á í þroska einsog hún Þuríður Arna mín er þó hún leyni mikið á sér. Þó að Oddný mín Erla sé bara 4 ára þá er farið t.d að bjóða henni mikið í afmæli og hún á sína vini í leikskólanum sem er að sjálfsögðu bara frábært og hún fær auðvidað að njóta þess. Svo aftur á móti fann maður mikið að hún Þuríður mín tengdist engum á leikskólanum (þannig séð)og var aldrei boðið neitt og auðvidað verður maður sár fyrir hennar hönd en hún er ekki farin að finna fyrir þessu allavega sýnir það ekki sem er kanski ágætt en það mun ekki líða langur tími þanga til hún finnur fyrir þessu. Jújú ÖLL börnin voru ofsalega góð við hana, alltaf glöð að sjá hana, gefa henni knús, spurja mig spjörunum úr vegna veikindana og henni fannst það að sjálfsögðu svakalega skemmtilegt en oft voru þau líka pirruð á henni ef hún kunni ekki þá leiki sem þau voru að leika sér í. En ég veit líka að þau gerðu oft leiki í kringum hana þannig hún fékk að vera með einsog Oddný mín Erla gerir fyrir hana, hún kann ofsalega vel á hana og er dugleg að "skipa" henni fyrir sem henni finnst ofsalega skemmtilegt.
Læknaheimsóknin í fyrradag gekk alveg ágætlega, hún er ekkert að þyngjast frekar að léttast því hún hefur lengst smá og léttist um 500gr. Hún er heldur ekkert mikið fyrir að borða þessa dagana, veit heldur ekki hvað það merkir? Læknirinn kanski hræddur um að hún sé að fá enn eina sýkinguna enda mikill hósti, slím og astmi í henni og þá myndi það að sjálfsögðu þýða enn einn sýklakúrinn, bwaaahhh!! Erum reyndar búin að biðja um sérstakan sýklakúr ef þess þarf því hún verður svo svakalega ofvirk og hvatvís af öllum þessum lyfjum og loksins farin að róast núna, fer svo illa í hana. En í næstu viku verður ákveðið með minnkunina á flogalyfjunum, mikill kvíði fyrir því og mikili áhætta en vonandi þess virði.
Ok það mun ekki virka að láta hana ekki fara sofa í dag, kvartar svakalega mikið hvað hún sé þreytt svaf samt rosalega vel í nótt. Þannig mín ætlar að leggjast með henni uppí rúm og við ætlum að halda utan um hvor aðra einsog við gerum alltaf þegar við leggjumst uppí rúm á daginn. Æjhi svo verður maður oft svo "ímyndunarveik" ef hún byrjar að kvarta svona, finnst hún t.d. ekki vera nota mikið hægri hendina og held að það sé að koma einhver meiri lömun þar. Ohh ég þoli ekki svona daga.
Þuríður mín elskar að knúsa og gefur öllum sem hún þekkir óspart knús á línuna. Hérna eru þau systkinin í sumarfríinu okkar.
Farin uppí rúm með hetjunni minni.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.8.2008 | 18:43
Lækna- og skólaheimsókn á morgun
Að sjálfsögðu byrjum við á því um leið og sumarfríið er búið að fara uppá spítala í tjekk en það verður gert strax í fyrramálið og hetjan mín þarf að fara í lyfjamælingu og hlustun. Okkur hefur funndist hún vera lyfjadrukkin og það þarf víst að mæla það en það getur líka verið að öll þessi sýklalyf séu að ýta á einhver flogalyfin hennar sem gera það að verkum sem taugalæknirinn hennar heldur. Svo væntanlega í næstu viku verður ákveðið hvað verður gert með að minnka flogalyfin hennar en það var stefnan okkar foreldrana og lækni hennar en það verður gert mjöööööög rólega og vandlega. Nefnilega síðast þegar það var gert þá fór allt í vitleysu og hún krampaði stanslaust í tvö ár sem er það versta sem maður getur upplifað. En núna hefur hún verið krampalaus síðan í febrúar í fyrra og hefur verið mjög góð hingað til þannig okkur og læknunum finnst tími til að minnka þetta eitthvað enda mikill kokteill sem hún fær á hverjum degi. Að sjálfsögðu er maður kvíðin fyrir þessu öllu en þetta er eitthvað sem þarf að gera en mikil áhætta, veit samt ekki hvernig það yrði ef hún færi að krampa aftur. Alveg hræðilegt! Hún getur nú alveg byrjað að krampa án lyfjabreytinga, yrði bara verra ef hún fengi mikið af krömpum í skólanum og fengi ekki að njóta þess að vera hún. Alltof mikið álag á þennan litla kropp hennar.
Jú svo á morgun er heimsókn frá skólanum, en skólinn sem hún er að fara í hefur það að venju að koma í heimsókn til allra barna fyrir hvern vetur sem mér finnst alveg frábært. Þroskaþjálfinn sem verður yfir hennar málum og skólahjúkkan ætla að koma til okkar á morgun og Þuríður mín er svakalega spennt að fá þær og sýna þeim skólatöskuna sína og pennaveskið eheh. Það er nánast allt að verða reddí fyrir veturinn hjá henni nema nokkrar tuskur utan um hana en hún er samt tilbúin og það fyrir lööööngu.
Hún á ofsalega erfitt þessa dagana, ofvirknin og hvatvísin er mjög slæm hjá henni og hún veit ekkert hvað hún vill? Lyfin (sýkla) eru væntanlega að fara svona illa í hana sem er frekar slæmt, ótrúlega erfitt að hafa hana svona og fer náttúrlega ofsalega illa í hana. Bwaaahh!! Vonandi bara tímabundið sem hún verður allavega svona slæm en þetta er alltaf tilstaðar en er misgóð.
Smá samtal á milli Oddnýjar minnar og Theodórs:
Oddný Erla (í gærkveldi þegar það var orðið dimmt): "Theodór Ingi sjáðu þarna er tunglið og ég sé líka karlinn í tunglinu".
Theodór: "Já hann er algjör aumingi". Nota bene drengurinn er nú rétt tveggja og hálfs. Það var samt ótrúlega fyndið að heyra hann segja þetta og Oddný Erla mín varð alveg kjaftstopp.
Oddný Erla mín var líka að skoða stafabókina hennar Þuríðar minnar og spyr mig hvaða stafur þetta væri og að sjálfsögðu sagði ég henni það sem var stafurinn B. Oddný: "já alveg einsog í bangsi". Afhverju er hún svona klár og það bara 4 ára? Án gríns þá verður hún orðin læs í lok vetrarins allavega í síðasta lagi.
Ætla að enda færsluna af nokkrum góðum frá sumarfríinu okkar sem var það besta í heimi og við höfðum það yndislega gott öll saman ásamt minni hele familíen (fyrirutan elsta bróðir minn og hans fjölsk.) og svo tengdamóðir minni. Besta sem við gerum saman og börnin mín elska útað lífinu, megið giska?
Ég elska að sýna ykkur myndir af þessum kroppum. Svona voru þau léttklædd allt sumarfríið okkar sem er ekki amalegt.
Var svo stolltur með þetta hálsmen og hann er nú ennþá stolltari að vera hættur með snudduna sína og bleyjuna. Segir alltaf til sín og kemur sífellt á óvart, hlakkar hrikalega til að fara í leikskólann í fyrramálið til að segja vinkonum sínum á deildinni hvað hann sé orðinn duglegur.
Þuríður mín Arna er orðin mikill lubbi, mikill munur að sjá hana í dag eða fyrir ári síðan. Fyrir ári síðan var hún með strákakoll en ekki lengur, bara gaman!
Brún, sætari og særleg. Bara flottust bæði tvö. Þuríður Arna mín og Skari minn.
Þau hafa aldrei verið í jafn miklu myndastuði og þessa dagana, ótrúlega flott einsog alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.8.2008 | 12:49
Sumarfríi að ljúka
...og hérna er ein úr fríinu okkar, þvílíkir kroppar og þvílík bjútí. Þuríður mín er farin að brosa svona við allar myndatökur því hún er að reyna sýna manni tennurnar sínar og draumurinn hjá henni að einhver tönnin fari að losna ehe.
Ætla samt ekki að hafa það lengra í dag, njóta síðasta dagsins okkar Skara og barnanna saman í fríinu og svo tekur alvaran við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar