2.5.2008 | 16:31
Komin í sumarfrí frá skólanum
Jebbs kláraði skólann í morgun, þvílíkur léttir því núna koma fjórir mánuðir án lærdóms sem verður frekar skrýtið sérstaklega ef Þuríður mín mun halda áfram að vera svona hress og hvað á ég þá að gera af mér? Hmmm!! Verð ekki í vandræðum að finna útur því enda hef ég ákveðið að Þuríður mín mun þramma einhver námskeið, ætla njóta þess að leyfa börnununum mínum að skiptast á að fá mömmudaga því ég get ekki ímyndað mér að vera einhversstaðar "ein" að spóka mig ehe kann það hreinlega ekki.
Reyndar erum við ennþá á fullu í greiningarstöðinni, ég hefði aldrei getað ímyndað mér að það gæti tekið svona langan tíma að greina eitt barn svona án gríns. Erum byrjuð að fá svona "lausar" niðurstöður sem eru nú ekki staðfestar en þær eru ekkert sérlega góðar því verr og miður, þó við vitum alveg hvernig þroskinn hennar Þuríðar okkar sé þá er það alltaf áfall að fá það staðfest og erfitt sem ég ætla ekkert að tjá mig betur um hérna á opinberum vettvangi enda kemur þetta okkur bara við eða við þurfum allavega ekkert að auglýsa það.
Teddilíus (má víst ekki kalla hann lengur pungsa þar sem það fer dáltið í suma lesendur) er ennþá með 39-40stiga hita, þannig núna er komin vika síðan þessi hiti byrjaði. Við hittum einn af læknum Þuríðar áðan (stundum er gott að þekkja fólkið í þessum bransa) og að sjálfsögðu er ekkert eðlilegt að drengurinn er búinn að vera með svona mikin hita lengi, það fannst frekar lítið í þessari skoðun en hann fékk samt sýklalyf því það heyrðist oggupínu í lungunum en ekkert alvarlegt en bara svona til að fyrirbyggja allt saman. Vonandi fer hann að verða hress því það er orðið svo hrikalega gott veður úti og mig langar alveg heilan helling að fara njóta veðurblíðunar, komin með frekar mikið ógeð að hanga svona inni og líka Teddilíus sem segist ekkert vera lasinn og langar svo út til stelpanna sem eru núna nota bene útá palli komnar í Spánarkjólana sína og segjast vera í sólbaði ehe og láta sig dreyma um spán, aldrei að vita að við förum þangað í sumar?
Við ætluðum að senda börnin uppá Skaga á morgun (í næturpössun) en það verður víst ekkert úr því vegna veikinda þannig múttan mín elskulega ætlar að mæta á svæðið og leyfa okkur Skara að fara í bíó. jeij, hlakka mikið til að komast aðeins út. Víííí!!
Héldum uppá afmæli Þuríðar og Oddnýjar í gær, ýkt stuð og mikill sviti eheh. Fékk huges sal lánaðan, (þökk sé fyrrum yfirmanni mínum) eða þar sem ég "bjó" í ellevu/tólf ár við að æfa mína íþrótt. Allir krakkarnir og jú sumir foreldrar voru sveittir að spila mína íþrótt, sparkandi bolta og svo lengi mætti telja. Bara gaman! Stelpurnar svaka glaðar með daginn og Þuríður mín var svona líka ánægð með pennaveskið sitt sem hún fékk og segist sko vera farinn í X-skóla, bara yndislegust.
Er annars að deyja úr þreytu sem ég er ekki alveg að skilja eða jú kanski eheh, Theodór minn t.d. sefur mjög lítið þessa dagana í veikindum sínum, aaaaaaaarghhh!! En þetta er bara smá tímabil sem vonandi fer að ljúka þannig ég kvarta ekkert eða allavega lítið gæti verið miklu verra.
Best að halda áfram að horfa á dætur mínar útum gluggan öfundaraugum því mig langar líka út en verð víst að hugsa um Teddalíus hérna inni.
Eigið góða helgi, knús í krús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2008 | 08:00
Afmæli
Elsku besta Oddný Erla mín er fjagra ára í dag, elsku perlan mín hjartanlega hamingjuóskir með daginn sem ég veit í að þú munt njóta botn í afmælisveislu á leikskólanum í dag og svo eftir hann ásamt tveimur vinum þínum sem ætla að kíkja í heimsókn. Ótrúlegt en satt þá var ég akkurat fyrir fjórum árum að rembast í sólarhring til að fá þessa prinsessu og fallegu stúlku í heiminn, tíminn líður alltof hratt.
Systurnar voru líka í skýjunum með gjafirnar sínar í morgun en þuríður fékk líka sína pakka þó það séu 20 dagar í hennar afmæli. Hún fékk sína líka vegna þess þær áttu að fá alveg eins bæði frá Theodóri og okkur, bara gaman!! Svo er bara stóóóór afmæli á morgun fyrir þær systur.
Hérna eru svo nokkrar af afmælisbarninu:
Perlan mín þriggja mánaða stödd á Þingvöllum í sirka 30 stiga hita.
Þetta finnst systrunum ekki leiðinlegt, að fara í mikið bubble bað.
Hún hefur aldrei átt erfitt með að brosa framan í myndavélina.
Í einni af okkar mörgum útilegum.
Á Spáni í fyrra, oh mæ god hvað það væri ekki leiðinlegt að vera þar núna en þær systur tala endalaust mikið um þessa ferð og langa svo mikið að fara aftur og sulla í sundlauginni og sprauta á afa sinn Hinrik ehe.
Litli pungsi minn ennþá lasinn og er að heimta að fara í bað þannig þá ætla ég að leyfa honum að fara í bað, greyjið litli vildi nú fara í skyrtu og bindi í morgun því systurnar fóru í pilsum í leikskólann ehe.
Knús í krús.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
28.4.2008 | 13:27
Veikindi
Litli pungsi minn búinn að vera veikur síðan á laugardag með milli 39-40 stiga hita og er hundslappur núna, liggur algjörlega fyrir og horfir á Ávaxtakörfuna í 999 skipti. Svei mér þá, þá er ég farin að kunna öll lögin í þessu leikriti því við höfum líka verið að hlusta á lögin í bílnum (fram og tilbaka úr og í leikskólann). Púúfffhh!! Ég er reyndar alltaf glöð á meðan Þuríður mín fær ekki hita ekki það að ég sé eitthvað glöð að hann sé veikur, alls ekki en maður er bara hrædd við það ef hún fær hita þá á hún svo erfitt með að ná sér upp aftur einsog hún er í dag. Súper hress og hamingjusöm og bíður spennt eftir því að hún verði 6 ára eheh.
Við mæðgur ætlum einmitt í dag í partýbúðina og versla diska, glös, dúka og servéttur fyrir stórveisluna á fimmtudaginn en það verður víst tvöfalt þema. Þuríður mín vill Dóru þema og Oddný mín vill Hello kitty og að sjálfsögðu verður bæði því það er verið að halda uppá afmælið þeirra saman og auddah eiga þær að fá að velja sitt uppáhald. Þær eru alveg hrikalega spenntar, svo fyndið að fylgjast með Oddnýju minni teljandi niður dagana í sitt afmæli sem er á miðvikudag verður líka svooooo gaman að gefa þeim afmælisgjafirnar sínar. Hafiði séð fjarstýrðar barbie-dúkkur? Nei ég hélt ekki en þær munu einmitt fá svoleiðis á hjólaskautum. Jiiiiih ég held að sé spenntari en þær að prufa þetta farartæki. (keypti í Hamleys í síðustu Londonferð)
Ætli ég reyni ekki að knúsa aðeins mömmudrenginn minn sem er svoooo lasinn og reyni líka aðeins að fara yfir bókfærsluna en það er próf á föstudaginn og svo er mín komin í sumarfríííííí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.4.2008 | 16:52
Sit hérna á pallinum...
...í þvílíkri steik, eeeeelska svona daga. Krakkarnir búnir að vera úti að leika í ALLAN dag og það er svo yndislega gaman að sjá Þuríði mína njóta sína svona í botn að leika sér við aðra krakka. Vonandi verður þetta fyrsta sumarið hennar sem hún fær að njóta þess að vera til, án allra meðferðar, hefur aldrei fengið jafn lítið af flogalyfjum þó það séu sirka 12 töflur á dag eða fjórar gerðir. Þetta er bara gott og gaman.
Lífið er yndislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
25.4.2008 | 13:29
Róleg helgi framundan
Það gerist ekki oft hjá okkur fjölskyldunni að það sé alls ekkert planað fyrir helgina, hmmm!! Þannig það verður bara afslöppun og ennþá meiri afslöppun, að sjálfsögðu verður farið í hjólreiðatúr enda Þuríður mín farin að æfa sig fyrir næstu heimsmeistarakeppni, þvílíkur snillingur og kraftaverk þarna á ferð. Hún er meira að segja farin að biðja um að fara útað hjóla og þá er nú mikið sagt, finnst svo gaman að geta loksins gert eitthvað einsog Oddný sín Erla þar að segja sem reynir á styrk hennar og krafta.
Stelpurnar telja niður dagana fyrir afmælið sitt sem verður haldið 1.maí (en þær eiga afmæli 30.apríl og 20.maí)í stórri "höll" ehe enda bara það besta og flottasta fyrir stelpurnar mínar. En við fáum lánaðan íþróttasal þá meina ég ekkert venjulegan íþróttasal (þeir sem vita hvað ég æfði í 11ár vita hvar afmælið verður ) og þær eru þvílíkt glaðar með það en ekki hvað. Allir krakkarnir geta hlaupið um, hoppað á dýnum, spilað íþróttina "mína" og svo lengi mætti telja, bara gaman!!
Lítið að frétta af stór fjölskyldunni en samt ekkert lítið þar sem hetjan mín er á fullri uppleið sem er bara gaman að fylgjast með. Jú mín fór aldrei þessu vant í kringluna áðan en mér finnst hundleiðinlegt að fara þangað nema þegar ég að leita að fötum á börnin mín (sem ég elska) en það var ekki ástæðan fyrir þessari kringluferð því minni vantaði föt og það eiginlega bara fyrir nokkrum vikum en ég fer mjööööög sjaldan til að versla á mig, finnst það bara svo leiðinlegt því ég finn heldur aldrei neitt. Þoli ekki, þoli ekki!! ...og að sjálfsögðu varð það líka svoleiðis núna nema hvað, jú ég fer inní eina búðina því mig vantar svo buxur en auðvidað fást ENGAR buxur á mig þar að segja sem mér líkar en þá ákvað ég bara svona í ganni mínu að fara inní aðra búð sem ég versla ALDREI inní sem er kanski ástæða fyrir hehe en viti menn mín fann pils. Þannig ég endaði bara í pilsi í staðin fyrir fínar svartar buxur, dóóhh!! Samt ekki sátt því mig vantar ennþá buxur ehe.
Styttist í að skólinn klárist hjá mér eða bara núna í byrjun maí og ég get ekki beðið, var í munnlegu enskuprófi í morgun sem var pís of keik. Díssuss hvað ég hlakka til þegar þessi mánuður er búinn og ég að gera ekki neitt í maí nema kanski eitthvað fyrir sjálfan mig. Hmm sem ég hef ekki hugmynd um hvað það ætti að vera ehe? Hugmyndir?
Sundkennarinn hjá stelpunum vill að Oddný Erla mín fari í betri hóp í sundi og þannig hóp að við foreldrarnir séum ekki með enda kanski ekkert skrýtið þar sem daman er snillingur í sundi. Vill að hún fari að æfa 3x í viku eða sko þetta eru mánaðarnámskeið tekin í senn (en hún er 3x í viku núna en er að klára það námskeið). Kanski hún fari að æfa sig fyrir Ólmypíuleikana 2020? ehe!! En svona án gríns þá er ekki langt í að barnið verði alveg vel synt.
Best að klára þessi síðustu verkefnaskil mín og fara svo að njóta helgarinnar, sundnámskeið í fyrramálið, jú Birta mín (bróðurdóttir) ætlar að vera hjá okkur hálfan daginn á morgun og svo verður bara endalaus rólegheit.
Eigið góða helgi, njótið hennar í botn.
Knús og kossar
Slaugan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
23.4.2008 | 16:28
Gleðilegt sumar svona degi á undan
Kíkti í Toys'rus áðan og ætlaði að kaupa sumardót handa krökkunum í sumargjöf, nibs ALLT búið. Hmmmm!! Þeir hafa þá ekki pantað mikið af þessu sem var í bæklingnum þeirra þar að segja ef þeir pöntuðu eitthvað? Bara að reyna lokka fólk til sín og ekkert til, var frekar fúl þannig sumargjöfin verður að bíða í nokkra daga nema ég finni eitthvað á morgun handa þeim. Held að þeim sé alveg sama, vita hvorteðer ekkert af þessari gjöf.
Farin að undirbúa matarboð þannig ég óska ykkur gleðilegs sumars kæru lesendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
23.4.2008 | 13:17
Kjánahrollur
Það er ekki oft sem sérsveitin er fyrirutan heimili manns, vávh hvað ég fékk samt mikin kjánahroll að horfa uppá þetta "leikrit" og þessi Sturla oh mæ god. Þegar þeir voru að spreyja táragasinu yfir liðið þá heyrist í fólki "æjhi nei Sturla fékk á sig" æjhi gútsígú greyjið ....eða þannig. Er komin með alveg uppí kok af þessum leiðinda trukkakörlum.
Þarna er einn vitleysingurinn að abbast uppá löggurnar, þvílík sýndarmennska æjhi þarna jókst kjánahrollurinn hjá mér.
Það var fullt af fjölmiðlafólki á staðnum, púúfffhh hef aldrei kynnst öðru eins en við Skari vorum eitt af þessum "fjölmiðlafólki" með myndavélina.
Sumir áhorfenda héldu sig í fjarlægð enda var ö-a best að gera það svo maður yrði ekki fyrir táragasi eða undir einhverjum slagsmálum. Æjhi þetta er bara orðið að Sirkus en núna ætla þessir vitleysingar að fara loka mig inni þar að segja inná mínu eigin heimili þannig ég veit ekkert hvort ég kemst eitthvað meira út í dag allavega ekki á bílnum. Þetta er hreint óþolandi og nei ég hef ALDREI staðið með þessum vitleysingum og það breytist sko ekki eftir daginn í dag.
Takk fyrir mig í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.4.2008 | 08:48
...og þau eru enn að gerast :)
Ég oft sagt við ykkur að Þuríður hefur aldrei getað hjólað, hún hefur bara aldrei haft krafta né getu í það og hefuru ekki vitað hvernig hún ætti að beyta fótunum við það. Jú hún hefur getað hjólað í sjúkraþjálfun á sérútbúnu hjóli, fæturnir eru "ólaðir" niður þannig að þeir haldist fastir og svo er svona stór stuðningur fyrir bakið, þetta er einhversskonar stórt þríhjól og henni hefur alltaf fundið æðislegt að fá að hjóla á þessu tæki því hún hefur getað það. Alveg ljómað öll þegar hún hefur fengið að fara útá plan á hjólinu í lok hvers þjálfunartíma.
Fyrir ári síðan ákváðum við samt að gefa henni hjól í afmælisgjöf því við erum ekki fólk sem gefst auðveldlega upp því einn daginn vissum við að hún myndi geta hjólað. Við vorum búin að fá svona "ólar" til að setja á petalana og áttum að fara fá svona stöng á hjólið til að geta ýtt henni áfram svo hún myndi læra þetta einhverntíman en það varð eiginlega aldrei úr því að við fengum þessa stöng, gáfum okkur aldrei tíma til að fara niðrí hjálpartækjastöð til að setja þetta á og maður var eiginlega komin með samviskubit vegna þess því hennar draumur er að geta hjólað. Ólarnar voru samt ekki lengi á hjólinu því henni fannst það ekki gaman því auðvidað langar henni bara að vera einsog systir sín og þurfa ekki nein tól og tæki til að hjálpa sér enda baráttukona sem ætlar sér alla hluti þó hún viti ekkert hvernig hún eigi að gera það.
Jú viti menn kraftaverkin gerast, þegar ég kom heim úr ræktinni í gærkveldi var hún búin að vera úti með pabba sínum og systkinum að æfa sig að hjóla því henni langaði svoooo mikið að geta þetta. Henni langaði svo mikið að geta verið úti með Oddnýju sinnii og hjólað í endalaust marga hringi og haft það gaman, þegar ég var að leggja sá ég breiðasta og fallegasta bros sem ég hef nokkurntíman séð og það var á Þuríði minni sem hjólaði einsog ekkert væri (án allra aðstoðar og engin hjálpartæki til staðar fyrirutan hjálpardekkin). Vávh þarna gat ég varla haldið niðri tárunum, einsog ég hef oft sagt þarna leið mér einsog hún var að segja sín fyrstu orð eða taka sín fyrstu skref. Þegar ég kom heim var hún búin að vera hjólandi í sirka klukkutíma hring eftir hring og brosandi alveg í marga hringi, henni fannst þetta yndislega gaman og væri ö-a ennþá hjólandi ef við hefðum ekki tekið hana inn í gærkveldi eheh.
Þetta sýnir það bara að maður getur ALLT ef viljinn er fyrir hendi og maður á ALDREI að gefast upp alveg sama hvað hver segir.
Hún getur, hún ætlar og hún skal.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
21.4.2008 | 12:43
Klikkað að gera
Ég skil alveg Þuríði mína að hún sé komin hundleið á öllum þessum tjékkum í greiningarstöðinni síðustu vikur, púúfffhh!! ...og þetta er ekki einu sinni hálfnað en hún elskar samt þegar hún fær að hitta sjúkraþjálfarann sinn, talar ekki um neitt annað þó hún hafi ekki þolinmæði í klukkutíma en þá er hún svo mikið að reyna þessi elska. Hún ætlar sér þetta allt þó hún viti ekkert hvernig hún eigi að beyta sér en þá reynir hún ALLTAF. Erum að fara hitta talmeinafræðing í fyrramálið verður fróðlegt hvað hún mun segja enda eru ekkert allir sem skilja allt sem Þuríður mín segir en þá er allt annað að hlusta á hana núna en bara fyrir nokkrum mánuðum, þvílíkar framfarir.
Það er klikkað að gera í skólanum eða svona já, er að berjast við að klára öll verkefnin mín þessa vikuna og get svo ekki beðið eftir að apríl klárist og öll próf búin, jííhhhaaa!! Þá ætla ég að nota maí í sem MITT sumarfrí og gera það sem mig langar en ég ætlaði að nota desember svoleiðis en því miður var Þuríður mín veik allan þann mánuð en þannig ætlum við ekki að hafa það núna. Er svoooo langþreytt. Í sumar ætlum við svo að nýta í marga marga marga mömmudaga, skipta dögum á milli krakkana og leyfa þeim að njóta þess að vera ein með mér og við leikum okkur í góða veðrinum og skella Þuríði minni á námskeið sem ég verð að sjálfsögðu að vera með henni í. Ohh boy hvað ég get ekki beðið eftir sumrinu og vonandi verður það gott en ekki einsog síðustu sumur, man ekki eftir góðu sumri?
Síðasta sumar þegar við héldum allt væri í áttina þá fengum við stóran skell og æxlið fór að stækka "aftur" og Þuríður mín tók júlímánuð í geislameðferð og ég var farin að kitla að fara vinna aftur því maður hélt að allt væri í áttina (draumastarfið að losna) en þetta er ekki lengi að breytast hjá okkur enda er ég alveg hætt að hugsa um að fara vinna næstu mánuði (vill mig hvorteðer engin ehe, sko vegna veikinda). Þuríður mín þarf á mér að halda og ég veit aldrei hvernig næsta vika verður hvað þá dagurinn á morgun þannið við njótum bara dagsins í dag en plönum samt frammí tíman sem ALLIR eiga að gera.
Ætli ég haldi ekki áfram að klára þessi blessuð verkefni svo ég get bráðum farið að slappa af og er líka á "fullu" að undirbúa stórafmæli dætra minna sem verður haldið í næstu viku. Verst að þær vilja sitthvort þemað eheh en þá verður líka sitthvort þemað í afmælinu þeirra. Eeeeelska að halda afmælin þeirra.
Hasta la vista...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.4.2008 | 11:47
Vissu þið að....
- Fyrir einu og hálfu ári síðan var Þuríður mín orðin mjög veik og henni ekki gefið mikla framtíð eða bara nokkra mánuði?
- Hún krampaði 10-50 krampa á dag
- Hún var uppdópuð af lyfjum, vissi varla hvað hún hét
- Hún þurfti að ganga með hjálm á höfðinu vegna allra krampana sem hún fékk sem hún kippti sér nú lítið yfir. Við bjuggum líka í íbúð með flísum á gólfum sem er ekki mjög sniðugt fyrir fólk með illvíga flogaveiki.
- Hún var orðin mjög lömuð og var að lamast hægt og rólega.
- Hún var komin með hjólastól og við þurftum stuttu síðar að flytja af annarri hæð niður á jarðhæð í íbúð fyrir hjólastóla.
- í dag sýnir hún ENGA lömun, erum að fara skila hjólastólnum, hefur ekki krampað í rúmt ár, á framtíðina fyrir sér (að sjálfsögðu erum við meðvituð um að þetta getur allt breyst á ekki svo löngum tíma), er að fara byrja í skóla (hver hefði trúað því?), notar ekki hjálm lengur, er ótrúlega hress (þó hún þurfi stundum að leggja sig yfir daginn enda ennþá á miklum lyfjum sem eru ekkert að fara minnka), farin að leika sér við systkin sín og svona lengi mætti telja.
KRAFTAVERKIN gerast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
97 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar