Færsluflokkur: Bloggar
26.12.2006 | 15:15
Jólamyndir

Hluti af jólamyndunum komnar inn, heilhellingur eftir en ég mun ö-a ekki nenna að setja þær allar inn enda Skari búinn að taka sirka 400myndir. Kíkið á það sem er komið....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2006 | 13:41
Takk fyrir okkur!!
Stóóórt knús og endalaus margir kossar frá okkur öllu og ég læt fylgja mynd af töffaranum mínum sem var tekin á aðfangadag.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2006 | 22:24
Gáfu fjölskyldu langveikrar stúlku af getraunavinningnum
Þessi texti var fyrirsögn á www.mbl.is í dag en við Þuríður mættum niðrí framheimili í morgun og tókum við styrk sem þeir gáfu til styrktar Þuríðar minnar.
Þessi texti fylgdi: "Nokkrir áhangendur íþróttaliðsins Fram fengu þann stóra fyrir skömmu þegar þeir fengu þrettán rétta í 1x2 getraunaleiknum með kerfi sem þeir höfðu tekið sig saman um að veðja á. Þegar þeir duttu í lukkupottinn ákváðu þeir að láta hluta af fénu renna til góðs málefnis og styrktu í Framheimilinu í dag fjölskyldu ungrar krabbameinssjúkrar stúlku."
Knús og kossar til ykkar allra frammarar, þarf ég sem sagt að fara skipta KR-búningnum út fyrir Fram-búninginn eheh!!
...farin að skreyta jólatréð og ég held að hún ODdný mín sé alveg að missa sig úr spenningi en Þuríður mín og Theodór eru sko sofnuð höfðu ekki meiri orku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.12.2006 | 13:03
Gleðileg jól kæru vinir
Laumaðist aðeins í tölvuna, hef reyndar engan tíma þar sem það er alveg brjálað að gera hjá stórfjölskyldunni. Búin að vera sveitt við að þrífa í morgun, vakti frammá á nótt til að klára síðustu innpökkunina, eftir að keyra í einhver hús með pakka og svo hendi ég bara restinni í mömmu og læta hana klára það fyrir mig eheh!!
Stelpurnar alveg að farast úr spenningi og geta ekki beðið eftir morgundeginum, Þuríður mín Arna er alltaf að laumast inní herbergi til að reyna opna nokkra pakka. Dóóhh!! Ótrúlega snögg þesssi stúlka og ég er í því að pakka þessum gjöfum aftur inn en sem betur fer er þetta ekkert af hennar gjöfum.
Svo er það hefðin í kvöld sem við fjölskyldan gerum ALLTAF á Þorláksmessu en það er að fara útað borða á Ítalíu og fá okkur pasta eða pizzu. Slurp slurp!! Mamma, pabbi, Oddný og fjölskylda alltaf með í för og svo veit maður ekki hvort nokkrir bætist við í hópinn í kvöld. Hlakka mikið til!!!
Jólatréð skreytt í kvöld, Skari gerir heitt súkkulaði og aldrei að vita að einhverjir komi í heitt súkkulaði.
Ohh boy engin tími til að skrifa einhverjar merkilegar fréttir en þær verða bara að koma sem fyrst hef svo svakalega miklu að segja frá.
Knúúúss til ykkar allra og eigið gleðileg jól, njótið þess að vera saman og njótð þess að horfa á krakka ykkar alveg upptjúnnuð. Bara gaman!!
Jólakveður frá stórfjölskyldunni í "sveitinni".
Slauga og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.12.2006 | 09:34
Jíbbíjeij!!
Þuríður mín í síðustu geislameðferðinni sinni í dag, hibbhibbhúrrey!! Vonandi mun þetta gera eitthvað gagn fyrir hana en hún á möguleika að fara aftur í geislan ef þetta er að gera eitthvað fyrir hana þannig við skulum bara vona að við hittum þær á geislanum aftur enda eru þær æði.
Theodór minn er sko að meika það á nóttinni, rétt opnar augun um fimmleytið og sefur svo til átta ekki amalegt!! Hvað virkar þetta lengi, veitiggi, erfitt að segja? Þegar hann sefur svona vel þá tekur hún Þuríður mín bara við og vakir endalaust yfir nóttina en geislin er ö-a að fara eitthvað í hana og verður svona líka pirruð og leið en það er bara á nóttinni. Kvarta ekki ef þetta virkar á hana, held áfram að biðja bænina mína yrði besta jólagjöf í heimi.
Við Theodór erum að fara í kringluna með henni Oddnýju sys og Evu sætu litlu músinni minni, klára allt fyrir jólin þar að segja jólagjöfina hans Skara míns og kanski fá mér einn bol fyrir jólin hef ekki funndið neinn hingað til. Grrrr!! Það er svona þegar maður langar í eitthvað þá sér maður ALDREI neitt en svo þegar maður er ekki að meika kaupa sér eitthvað þá langar manni í endalaust mikið. Dóóhh!!
Læt þetta duga í bili farin í mollið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.12.2006 | 16:04
Myndir!!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2006 | 11:13
Zzzzzzzzzzzzz
Nei Katrín mín ég er ekki ennþá sofandi, hér er farið á lappir fyrir sjö á morgnana til að gera börnin klár í leikskólann og uppá krabbameinsdeild, púúúfffh ekki mannlegur tími.
Nei það er ekki komin bökun á fjórða barni eheh, var nefnilega spurð af því hérna á síðunni hvort fjórða barnið væri komið undir eheh!! Ekki alveg!! En það kemur einhverntíman tími á það, ég er ekkert hætt ég fer heldur ekkert að "skemma" með árin og koma alltíeinu með barn 2007 þetta á að koma annað hvert ár thíhí!!
Þuríður mín Arna er ennþá súper hress, fólk á eiginlega ekki til orð yfir það hvað hún er hress að sjá sem er alveg yndislegt. Líka heyrir maður að fólk sem er í geislameðferð verður frekar þreytt en neinei það er sko ekki svoleiðis með hana Þuríði mína hún tekur bara kipp í þroska og er orðin ekta barn að nýju æjhi þið kanski skiljið mig ekki. Okkur finnst ótrúlega gaman að sjá hana Þuríði mína þessa dagana einsog ég hef oft sagt áður, hún er meira að segja farin að vera pirruð útí systir sína þegar Oddný er t.d. að syngja þá segir hún henni að hætta þessu og byrjar að lemja hana. Foreldrum finnst kanski ekkert skemtilegt að sjá börnin sín rífast en okkur finnst það því það hefur ALDREI sést á þessu heimili, oh mæ god yndislegast!!
Theodór minn Ingi vaknaði BARA einu sinni í nótt og það var klukkan fimm í morgun og þá var ég líka bara búin að fá minn sex tíma svefn þannig ég var eiginlega bara vöknuð eftir nóttina. Það var æðislegt að fá svona "laaaaangan" svefn, geggjað góður draumur!!
Annars er brjálað að gera, mér finnst ég eftir að gera svo mikið fyrir jólin en ég er samt ég löööööngu búin að versla allar jólagjafir nema smá handa Skara mínum sem ég veit alveg hvað það er og hef engar áhyggjur. Ég er ein af þeim sem byrjar að versla jólagjafir í mars svona án gríns, afhverju að versla allt í desember og eyða peningnum sem ég á ekki til og vera borga gjafirnar í heilt ár á eftir. Þess vegna reyni ég að dreifa þessu yfir árið, ótrúlega skynsöm ein af því fáa sem ég er skynsöm yfir thíhí!!
Takið mig til fyrirmyndar, víííí!!
Púúúffh er að reyna taka smá til, henda síðustu kössunum niður í geymslu og reyna gera fínt inní herberginu okkar Skara.
Langar í lokin að senda kveðju til einnar hetju sem ég hef verið í sambandi við, hún heitir Þórdís og það er linkur hérna til hliðar á heimasíðunni hennar. Ég hitti hana í fyrsta sinn í morgun uppá geisla, ótrúlega gaman að hitta þig Þórdís mín, gangi þér ótrúlega vel í þinni meðferð og við hittumst kanski aftur síðar en þá ekki uppá spítala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.12.2006 | 14:57
Fer hann að sofa betur?
Fór með hann Theodór minn Inga til einn af krabbameinslæknunum hennar Þuríðar minnar en þeir eru allir með tölu alveg frábærir og ekki bara tilbúnir að sinna henni Þuríði minni eftir bestu getu heldur eru þeir líka tilbúnir að gera allt fyrir hin börnin okkar. Þeir eru ekki skyldugir til þess en gera það samt BARA fyrir okkur og sinna þeim öllu ótrúlega vel, alltaf megum við hringja í þá hvenær sem er alveg sama hvað klukkan er. BESTIR!!
Allavega þá skoðaði doktorinn hann útí gegn, það lekur rosalega úr öðru eyranum hans það er víst einhver bólga bakvið rörin að mig minnir þannig drengurinn fer á pensilín og eyrnadropa. Svo vill doktor Jón láta hann fá lyf til að breyta svefn hans og koma einhverri reglu á það, þannig ég ætti kanski að byrja sofa í nótt í næstum því tíu mánuði. Hibbhibbhúrrey!! Hann sagði að lyfin ættu að byrja virka strax þannig ég er frekar spennt fyrir nóttinni.
Ég er gjörsamlega búin á því, núna vantar mig virklega bensín svona án gríns. Ég geng í svefni alla daga, er einsog einhver vofa. Ohh boy hvað svefn er mikilvægur!! Dæssúss mar, er ekki alveg að meika þetta en það sem heldur mér gangandi er hún Þuríður mín superhetja sem er svona líka hress og farin að rífa kjaft í leikskólanu. Held svei mér þá að það hafi aldrei gerst, foreldrar eru nú oftast ekki ánægðir með það þegar börnin sín eru að frekjast og rífa kjaft en við erum það samt því þá er hún Þuríður mín að líkjast sjálfri sér og öðrum börnum .
Ég spurði annars aðal geislalækninn í morgun hvernig það stæði eiginlega á því að hún Þuríður mín er ekki búin að krampa í næstum því í viku? Hmmm stórt er spurt en fátt er um svör? Hann hafði kanski ekkert eina skýringu á því en hélt kanski að geislarnir fóru beint í að drepa einhverjar frumur þarna sem valda krömpunum, vííí!! Enn svo getur sprengjan komið og æxlið fer að bólgna og þá versna kramparnir trilljón sinnum meira þannig við njótum hvern dag fyrir sig.
Við erum alveg meðvituð um að hún muni væntanlega byrja krampa á fullu eftir ekkert svo langan tíma en við reynum ekki að hugsa svo langt frammí tíman og njótum þessa daga í botn. Bara gaman!!
Þá erum við fjölskyldan að fara gera okkur tilbúin á jólaball hjá styrktarfélaginu sem stelpurnar hlakka mikil til en mikið hlakka mig til að leggjast á koddan í kvöld og vonast til að fá allavega sex tíma svefn, bið ekki um meir!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.12.2006 | 22:03
Því ég á svo góðan vin.....
Þegar ég er þreytt
Þegar heimurinn vondur er
huggar mig það eitt
bara að vita af þér hér´
Þú ert aldrei ein
þótt eitthvað hendi þig
þú ert aldrei ein
af því þú átt mig
og af því þú átt mig
Áttu góðan vin........
Ætla ekkert að halda áfram með þennan söngtexta sem er uppáhalds textinn hennar Þuríðar minnar með henni Höllu vinkonu sinni Hrekkjusvín sem kallar sig reyndar Höllu sætu eheh við Þuríði mína, en þennan söngtexta syngjum við Þuríður á hverjum morgni á leiðinni í geislunina ásamt næsta hér á eftir. En þegar hún Þuríður mín syngur þetta fyrir mig þá horfir hún þvílíkt í augun á manni sem geisla þessa dagana og svo bendir hún á mig þegar kemur að "áttu svo góðan vin" og maður klökknar alltaf þegar hún gerir það. Það er einsog hún viti um hvað textinn snýst og viti það að hún eigi vini í hverju horni sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir hana. Mesta krútt í heimi!!
.......spurningum ég velti fyrir mér
og stundum koma svörin svona einsog sjálfum sér
En samt er margt svo skrýtið
sem ég ekki skil
en það gerir ósköp lítið
Því mér finnst svo gaman að vera til.
Ég er furðuverk.......
Mér finnst alltaf svo fyndið og gaman þegar Þuríður mín syngur þetta þegar við skreppum t.d. í Kringluna því það ómar um hálfa kringlu en hún syngur hæðst af textanum "ég er furðuverk". Svo hlær maður alltaf af henni, jú maður verður líka að geta gert grín af hlutunum og hún Þuríður mín er hálfgert "furðuverk" og okkur finnst bara gaman þegar hún tekur sig og byrjar.
Mér finnst samt þetta textabrot lýsa því hvernig mér líður í dag, ótrúlega vel!! Þuríður mín meira að segja fór að rífa kjaft við foreldra sína í dag sem gerist ALDREI, þannig það sýnir að henni líður "öðruvísi" en vanalega. Farin að sýna þroska eheh, maður gat eiginlega ekki annað en hlegið af henni í kvöld þegar hún fór að rífa kjaft en leyfði henni samt ekki að sjá það.
...Já ég á þig að
ég á svo góðan vin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2006 | 18:52
Knús til 8 ÍB og 8 TG í Borgaskóla
Krökkunum mínum langar að senda stóóóórt knús til krakkana í 8ÍB og 8 TG í Borgaskóla en kennarar þeirra komu með gjafir handa krökkunum sem þeim langaði að sjálfsögðu að opna um leið og þeim var afhent en það verður beðið eftir stóra deginum.
Knúúúúússss og kossar til ykkar allra krakkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
95 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar