Færsluflokkur: Bloggar
17.8.2006 | 11:32
Ný könnun
Jamm og jæja ný könnun komin, hausinn á mér nebbla snýst í marga hringi um að fara í fjarnám í vetur. Hjúkka búin að mæla með að ekki fara í það en mar hlustar víst ekki á allt sem manni er sagt en samt flest.
Jú ég veit að það verður og er brjálað að gera hjá mér en svo langar manni líka að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og hafa eitthvað til dundurs þegar ég er uppá spítala annað en að ráfa um netið og vita ekkert hvað ég á að skoða á meðan Þuríður mín er að horfa á Latabæ eða sefur. Ég þarf líka kanski að hugsa um framtíðina well reyndar reyni ég ekki að hugsa um daginn á morgun en samt kemur þetta í hausinn minn, þegar Þuríður mín er búin með lyfjameðferðina og þarf ekki eins mikla ummönnun hvenær sem það verður hvað á ég þá að gera?? Ég verð að vera búin að fá einhverja smá menntun, hef ekki mikla reynslu á vinnumarkaðinum enda ekki mikið um að skipta um vinnur, jú var í Íslandsbanka í tvö ár en það kanski segir ekki neitt þegar ég hef ekki verið útivinnandi í mörg ár

Ég var/er sem sagt búin að sækja um fjarnám í MK á skrifstofubraut sem tekur og konan þar sem sér um skráningar ætlar að halda plássinu mínu þanga til ég get tekið ákvörðun og hausinn minn hringsnýst í marga marga hringi. Erfitt erfitt!!
Jú ég veit að álagið mun aðeins aukast við að fara í nám og ég veit alveg að ég hef 200% nóg að gera, veit heldur ekki hvernig veturinn verður hjá Þuríði minni og þá verður leiðinlegt að hafa hent þessum peningum í ruslið. Aaaaaaaaaaaargghhhh!!
Einhverjar hugmyndir? Djöh er þetta erfið ákvörðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.8.2006 | 18:51
Varla orka til
Þuríður mín er að krampa sirka 10x yfir daginn sem er ekki gott sem sagt sama ástand á henni einsog það var þegar það var ákveðið að senda hana til Boston fyrir ári síðan. Ömurlegt ömurlegt ömurlegt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2006 | 13:14
Fallegir molar
*Langi þig til að gefa einhverjum góða gjöf veittu þeim athygli og brot af tíma þínum.
*Góður árangur er yndislegur en þú skalt ekki vanmeta gilid mistakanna. Viðlærum miklu meira af mistökunum en góður árangur getur nokkurn tíma kennt okkur.
*Láttu ekki daginn líða án þes að gera eitthvað til þess að láta drauma þína rætast.
*Hlátur er alveg einstakt meðal sem setur vandamálin í rétt samhengi, slakar á spenntum vöðvum, róar fólk í kringum þig og hjálpar þér til að njóta lífsins þótt þú hafir ekki allt sem þú vilt.
*Það getur verið að þú hafir ekki um margt að velja í lífinu en þú getur ráðið hvað þú gerir við það sem þú hefur.
*Lífið er skóli. Þeir sem láta kærleika og hjálpsemi stjórna sér útskrifast með sóma.
*Látir þú álagið stjórna lífi þínu og ræna þig gleðinni er það einsog að leyfa óvini þínum að stjórna því sem þú gerir og koma í veg fyrir að þú getir notið þín með fjölskyldu þinni og vinum.
Takk fyrir mig í dag!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.8.2006 | 12:59
Fréttir dagsins

Þuríður mín var ótrúlega hress í morgun þegar hún vaknaði, ótrúlegt en satt því dagurinn í gær var hreint hell hjá henni

Hef reyndar engan tíma til að skrifa því ég er nebbla að búa til smá afmælisgjöf handa afmælisbarni dagsins "til hamingju með daginn Vigga mín, veit það var gaman um helgina þótt ex djammarinn mætti ekki á svæðið". Knús og kossar til þín og best að halda áfram að svitna yfir þessari gjöf ehehe

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2006 | 18:21
Helv.... djöh.... ands.....


Það sem hefur hjálpað Þuríði í dag það er að hún vildi vera með höfuðhlífina enda búin að skella ansi oft á höfuðið í dag, ætlum að ræða við hjúkkuna okkar á miðvikudaginn með að láta sérsmíða höfuðhlíf á hana Þuríði okkar og ath hvort við getum fengið eitthvað Latabæjartengt eða í þá áttina, mar hlítur að gefa fengið Latarbæjarefni í svona hlíf?

Annars er dagurinn sjálfur búin að vera ágætur fyrirutan krampana, fullt fullt af gestum í allan dag og engin komin með matareitrun. Svei mér þá held ég að ég muni sjá um allar veitingarnar í næsta afmæli á þessum bæ, þvílíkur kokkur/bakari hér á ferð

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2006 | 19:37
Nýjar myndir
Nokkrar myndir komnar inn, aðallega frá heimsókninni frá honum Mark Webber formúlukappa. Ég held svei mér þá að ég fari að fylgjast með formúlunni og haldi með honum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2006 | 19:14
Svoooo myndó!!
Ég er hrikalega myndó, er með köku í ofninum. Slurp slurp!! Er á fullu þess á milli að skúra skrúbba og bóna, ohh mæ gerist ekki oft eheh!! Ætla nebbla að bjóða liðinu mínu í kaffi á morgun, er með smá tilraunir í gangi þannig þá er best að byrja á mínu liði thíhí!! Vonandi ekki mikil eitrun!!
Annars er önnur tönnin á leiðinni upp hjá mínum manni, mikill pirringur en það er samt ekki ástæðan fyrir því að hann hefur ekki sofið í sex mánuði. Erum að fara hitta svefnráðgjafa á mánudaginn þannig vonandi mun það eitthvað lagast eftir það, mar hefur allavega heyrt kraftaverkinn eftir funda við þessar konur. Plííísssss!! Langar í svefn!!
Þuríður mín Arna er að sjálfsögðu búin að vera krampandi í dag einsog alla daga, leiðinlegast í heimi!! Finnst bara vera erfiðara og erfiðara að horfa uppá hana krampa svona, mar venst því að sjálfsögðu ekki að sjá barnið sitt þjást á hverjum degi og taka inn þessar eiturtöflur sem hún þarf að taka inn daglega. Við vorum einmitt að taka mynd af köldskammtinum hennar til að leyfa ykkur að sjá hvursu mikið magn hún þarf að taka inn 2x á dag. ATH þetta er BARA kvöldskammturinn hennar. Læt vita þegar myndirnar eru komnar inn.
Kakan alveg að fara brenna og ekki vill ég bjóða liðinu mínu uppá brennandi köku ehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2006 | 13:05
Fyrsta tönnin

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2006 | 12:36
Erum hér enn...

Kramparnir eru annars ekki að gera góða hluti

Búið auka við ein lyfin hennar, þannig það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer í hana. Kanski ekkert fróðlegt, kvíður frekar fyrir því að sjá það því það getur ýtt á ein lyfin sem gera hana svona og önnur hitt þannig þá verður þetta bara ein grjónasúpa enn eina ferðina. Allt ýtir þetta á ofvirkina hennar sem er ekki skemtilegast í heimi, hún verður nebbla mjög ofvirk eftir hvern krampa. Þetta er sko sannarlega sagan endalausa.
Í morgun kom skemtileg heimsókn hérna uppá barnaspítalan með endalaust mikið af gjöfum handa leikstofunni, eiginlega eins gott að Oddný mín Erla sá ekki hvað hann var að koma með. Hann kom nebbla með endalaust marga og stóra kassa af playmo, hún hefði tryllst af kæti og viljað fá alla kassana með sér heim



Partý hjá Viggu vinkonu í kvöld og allir að fara á Sálina eftir það á Players, hefði ekkert á móti því að mæta en mar getur víst ekki gert allt þegar mar á veikt barn eða treystir sér ekki í að gera allt.
Góða helgi alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2006 | 09:57
Ný könnun
Vávh það eru bara nokkrir gaurar að lesa síðuna mína, allt saman eiginlega kvenkyns, nema strákarnir þori ekki að viðurkenna eheh. Endilega svarið nýju könnuninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
93 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar