Færsluflokkur: Bloggar
12.3.2012 | 19:06
Þreytt á að "leika hetju"....
Það hlaut að koma að þeim degi að Maístjarnan mín nennti ekki lengur að "leika" hetju eða vera dugleg. En hún þurfti að fá sprautu sem má ekki sprauta í "brunninn" hennar og hún varð gjörsamlega brjáluð og harðneitaði að fá sprautuna svo það varð að halda minni konu og það fór alveg með mömmuhjartað og ég er strax orðin kvíðin fyrir næstu svona sprautu.
Hún er líka farin að neita að fá lyfin sín "þetta eru bara ógeðsleg lyf og ég nenni þessu ekki lengur". Hún er orðin orðin svo leið og pirruð á þessum veikindum og langar svo að lifa sem eðlilegast sem hún þekkir því miður ekki en horfir á systkinin sín og langar að sjálfsögðu að vera einsog þau. Þetta er orðið erfitt og þessi kafli í lífi okkar er orðinn full langur - ég sem er alltaf að bíða eftir næsta kafla sem á að vera svoooo góður. Hún er líka rosalega þreytt þessar vikurnar, á erfitt með að hvíla sig á næturnar og já ég er líka orðin þreytt á þessu - virkilega þreytt á líkama og sál. Hvenær er kemur að góða og skemmtilega kaflanum? Það er greinilegt að við þurfum að fara búa okkur til eitthvað til að hlakka til.
Annars var Gull-drengurinn okkar að missa fyrstu tönnina sína og það er nátturlega mjög merkilegt svo tannálfurinn kom í heimsókn til okkar um helgina.
Ég er líka rosalega stollt af þessari síðu: https://www.facebook.com/pages/F%C3%B6studags-kj%C3%BAklingar%C3%A9ttir-%C3%81slaugar/132713156806763 eða "föstudag-kjúklingaréttir Áslaugar. En ég var að fá styrktaraðila sem eru Holtakjúklingar svo núna get ég einbeitt mér af því að gera "like-ara" (sem eru rúmlega 5400) mína ánægja og halda áfram að matreiða nýja kjúklingarétti.
En þetta er uppáhalds kjúklingasalatið mitt - mexíkanskt. Endilega kíkið á síðuna mína ef ykkur finnst gaman að elda kjúklingarétti og langar í góðar uppskriftir - finnið þær allra allra bestu á síðunni minni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.3.2012 | 09:02
Maístjarnan mín
Stundum skil ég ekki Maístjörnuna mína en ef hún veit að við erum alveg að fara uppá spítala þá telur hún niður dagana og sefur varla á nóttinni vegna spennings. Þrátt fyrir að hún veit að hún á að fá sprautu þá gæti henni ekki verið sama, hún er að fara hitta fólkið sitt uppá spítala. Hún elskar að vera þarna sem ég á oft erfitt með skilja en ég held að það sé bara ein ástæða - fólkið sem er að sinna henni er æðislegt og henni líður ofsalega vel í kringum það. Við erum einmitt að fara þangað í dag til að fá eitt stk sprautu og hún er svoooo spennt að hálfa væri miklu meir en nóg og hún er svo "heppin" að henni finnst að fá þessa ákveðnu sprautu mánaðarlega næstu kanski tvö ár. Læknarnir gætu ekki hitt afslappaðra barn en hana, hún sest í stólinn hjá þeim, lyftir upp bolnum sínum þar sem "brunnurinn" hennar er til að fá sprautuna og fylgist vel með. Gæti næstum því látið hana fara sprauta sig sjálfa. Hún elskar líka að vera á leikstofunni þar sem held ég fullkomnustu og frábærustu leikskólakennarar vinna, vávh þessar konur ættu að fá orðuna. Gefa hverju einasta barni mikla athygli hvort sem það eru veiku börnin eða systkinin þeirra.
Maístjörnunni minni líður annars ágætlega þrátt fyrir að vera oft þreytt en við heilbrigða fólkið erum líka oft þreytt. Hún er reyndar að átta sig því að vera ekki einsog jafnaldrar sínir þar að segja geta ekki sömu hluti og þau og mega ekki eins mikið og þau og það er ofsalega sárt því það getur tekið á taugarnar. Auðvidað skilur maður það enganveginn og svo horfa líka á yngri systir sína sem getur miklu meir en hún. Hún samt öfundast ALDREI útí systkinin, hún samgleðst þeim ALLTAF einsog ef Blómarósin er að keppa og gengur vel þá er það hún sem er stolltust þrátt fyrir að langa líka gera/geta einsog hún.
Hestakonan mín mætt í sjúkraþjálfunina sína.
Hún elskar að vera inní þessum hring og fara ótrúlega hratt.
Sjúkraþjálfunin á hestum er alveg að verða búin og við eigum eftir að sakna hennar enda mjög skemmtileg tilbreyting.
Eigið góða helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2012 | 16:15
Yndisleg helgi...
Loksins kom að sjúkraþjálfuninni á skíðum en við fórum með Maístjörnuna mína ásamt Blómarósinni okkar norður á Akureyri. Vávh hvað hún var að fíla þetta vel og naut sín í botn á skíðunum, það var alveg yndislega gaman að sjá hana skíða niður brekkurnar með brosið fast á sér. Þvílík forréttindi að hafa svona sjúkraþjálfun og þetta verður sko gert árlegt ef ekki oftar, verst hvað þetta er langt í burtu og kostnaðarsamt annars færum við aðra hverja helgi eða þegar þetta er í boði. Núna er málið held ég að safna fyrir skíðagræjum á Stjörnuna mína svo við getum haldið þessu við hjá henni. En hérna eur nokkrar myndir af henni á skíðunum:
Ánægð með helgina.
Blómarósin okkar steig sín fyrstu skref líka á skíðum og það tók hana ekki langan tíma að geta farið ein niður brekkurnar eða einsog hún hafi aldrei gert neitt annað. Þannig hún er farin að "heimta" að fara aftur næstu helgi á skíði. Ég ætlaði að skíða með þeim en þetta var frekar "misheppnuð" helgi fyrir mig þar sem ég var svo kvalin í maganum og gat ekkert skíðað með þeim þannig ég verð eiginlega að fara aftur með þeim - sem fyrst.
En hérna eru tvær af Blómarósinni minni:
Bara gaman að fylgjast með henni líka á skíðunum þar sem hún var svo fljót að ná tækninni og frekar fúl yfir því að mega ekki fara í stólalyftuna.
Svo var bara brunað niður brekkurnar.
Næst verður Gull-drengurinn tekinn með í ferð þar sem honum langar að sjálfsögðu að prófa líka.
En ég mæli 100% með svona sjúkraþjálfun fyrir þá sem þurfa á henni að halda, skemmtileg tilbreyting. Aðeins tveir tímar eftir af sjúkraþjálfuninni á hestum hjá Maístjörnunni minni svo við þurfum að reyna finna einhverja aðra þjálfun fyrir hana (fyrirutan hennar venjulegu sjúkraþjálfun sem hún elskar). Spurning hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.2.2012 | 22:29
Færsla síðan 2007 - draumar!!
Maður á sér marga drauma og einn af mínum draumum var að geta verið heimavinnandi og geta séð alfarið um börnin mín - þar að segja tekið á mótið þeim þegar þau koma heim úr skólanum og þess háttar. Þegar fæðingarorlofið mitt með Oddnýju Erlu var að klárast langaði mig enganveginn að fara á vinnumarkaðinn og var heldur eiginlega ekki tilbúin að fara frá henni, fannst hún svo lítil að fara í pössun og þótt það væri til mömmu (sem var dagmamma þá)og Önnu(sem er systir mömmu) . En ég sá að ég gat enganvegin verið heima með stelpurnar mínar, jú ég þurfti að fara vinna til að geta séð fyrir heimilinu, borgað reikninga, keypt föt á börnin og bara allan pakkan og var náttúrlega mjög svekkt yfir því.
Ég var búin að fara í nokkur atvinnuviðtöl sem gengu mjög vel og var meira að segja búin að fá eina vinnu sem ég var mjög glöð með :) En svo veiktist Þuríður mín og allt breyttist á einum degi, ég gat ekki farið útá vinnumarkaðinn og draumurinn minn varð að veruleika Ohh ég vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.
Ég vildi óska þess að mig væri ennþá að dreyma að vera heima með börnin mín. Ég vildi óska þess að ég væri að pirra mig á því hvað ég væri láglaunuð í þessu starfi sem ég væri að vinna við, mig langar að pirra mig yfir því að börnin mín þurfa að vera á leikskóla frá níu-fimm og ég hefði minni tíma fyrir þau, mig langar að pirra mig á því hvað ég væri að borga mikið fyrir þau á leikskóla, mig langar að vera pirruð við yfirmann minn því hann vill ekki gefa mér launahækkun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2012 | 22:51
Helvítis "pakk"....
Ég hef nú ekki verið mikið að pirrast útí þessa blessuðu ríkisstjórn eða þessu fólki sem ræður einhverju hér á landi þar sem ég hef haft nú miklu mikilvægara að hugsa um. Jújú ég finn alveg einsog flestir hér á landi að allt fer hækkandi og ég græt í hvert skipti um hver mánaðarmót að sjá húsnæðislánin mín hækka uppúr öllu valdi en einsog ég sagði þá er margt mikilvægara en þessir allir "dauðu" hlutir þrátt fyrir að vera nauðsynlegir fyrir okkur.
En allavega Maístjarnan mín er að taka inn þrenns konar lyf, tvö flogalyf og eitt fyrir skjaldkirtilinn. Ég hef alltaf fengið annað flogalyfið frítt en þurft að borga fyrir hin tvö en margir halda að "við veika fólkið" fáum allt frítt því heilbrigðiskerfið okkar er svo gott en það er ekki alveg svo gott. Svo var það núna í vikunni þegar ég ætlaði að fara ná í flogalyfin hennar sem við höfum alltaf fengið frítt að mér var tilkynnt að núna ætti ég að borga 13.000kr fyrir mánaðarskammtinn hennar þar sem "lögin" breyttust um áramótin. Já sæll! Nei ég hef ekki efni á því að borga þetta plús fyrir hin lyfin hennar sem eru nota bene ekki svona dýr en samt. Til þess að fá þau frítt þarf ég þá að fá frekar einhver samheita lyf sem eru ekki 100% einsog hennar núverandi lyf og það á ekki við mig að fá einhver lyf handa barninum mínum sem ég veit engan veginn hvernig þau virka á hana en jú ég verð að gera það þar sem ég á ekki þennan pening. Meiri helvítis pakkið sem ræður öllu hérna og finnst það svo frábært og æðislegt, við sem eigum að eiga BESTA og FLOTTASTA heilbrigðiskerfi ever ...eða þannig. Fyrsta sinn sem ég er ósátt og væntanlega ekki í það síðasta því þetta er allt að fara til "fjandans". Jú það er hægt að reyna sækja um einhverjar undanþágur hjá TR en þeir eru ekki þeir skemmtilegustu að kljást við og þá er ég að meina þá sem ráða öllu þar - ég er þá ekki að tala um allt starfsfólkið þar. Já ég er frekar ósátt og það er nú ekki oft eða bara nær aldrei. En svona er okkar frábæra heilbrigðiskerfi og þetta er nú ö-a ekki hæsta upphæðin sem fólk þarf að borga - ætli við séum ekki bara í "góðum" málum gagnkvart lyfjakostnaði.
Annars er Maístjarnan mín ágætlega hress, var reyndar alveg búin á því eftir sjúkraþjálfunina í dag sem tekur heilar 40 mín (ekki langur tími). Var rosalega kvalin í höfðinu í kvöld og ALLTAF þegar hún er kvalin þar fer maginn á hvolf þrátt fyrir að þetta þurfi ekkert að tengjast neinu þarna uppi en svona er það bara. Væri alveg til í að losna við þessa magapínu einn daginn, get ekki beðið eftir þeim degi.
Við fjölskyldan skelltum okkur í sumarbústað um helgina eða Hetjulund og áttum góðan tíma þar í að gera ekki neitt nema hanga í pottinum, baka, sauma, prjóna, leika sér í PS3, teikna, elda góðan mat eða sem sagt allt sem okkur langaði að gera.
Hérna er Maístjarnan mín að hræra í muffins.
Blómarósin mín æfði sig að prjóna.
Og teiknaði líka ansi mörg listaverkin.
Nokkur spil voru líka tekin en hérna er Gull-drengurinn minn og Maístjarna.
Sjarmatröllið mitt var mikið í eldhúsinu að hjálpa til með baksturinn og eldamennskuna.
Bloggar | Breytt 28.2.2012 kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.2.2012 | 16:23
Þakkir!
Kæra Sólveig, takk kærlega fyrir okkur - þær voru æðislega góðar og ekki amalegt að hafa fengið svona góðan eftirrétt í gærkvöldi eða í dag í kaffinu.
Annars er Maístjarnan mín á fullu í uppbyggingu í sjúkraþjálfun á hestum og það styttist óðum í sjúkraþjálfunina á skíðum sem við erum rosalega spennt fyrir enda aldrei prófað áður. Ég fór einmitt með cameruna áðan í tíma sem ég að sjálfsögðu mun setja inn hérna við tækifæri. Hún hefur ekki aftur fengið svona slæman krampadag einsog um daginn - sem betur fer.
Blómarósin mín er að selja afmæliskort eftir sjálfan sig (að sjálfsögðu) og ef þig langar að kaupa og styrkja hana í leiðinni þá geturu haft samband við mig aslaugosk@simnet.is. En hún er að selja 10 kort/umslög í pakka á 1500 kr en henni langar svo mikið í flotta fimleikaboli sem kosta ekkert rosalega lítið svo við sögðum henni að hún þyrfti þá að safna sér fyrir honum/þeim og þá fengum við þessa flottu hugmynd (að okkar mati) að hún þyrfti að hanna afmæliskort og selja. Það er nefnilega ekkert rosalega ódýrt að eiga barn í fimleikum sérstaklega ef það er að æfa mikið en hérna eru myndir af kortunum:
Það er hægt að fá blandaðan pakka þar að segja með öllum gerðunum í einum pakka og líka allt eins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.2.2012 | 22:19
...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2012 | 23:32
:(
Maístjarnan mín átti sinn versta dag í krömpum síðan ég veit ekki hvenær á föstudaginn, hún var krampandi allan daginn og það var hrikalega erfitt og sárt að horfa uppá það. Hún var samt ótrúlega fljót að jafna sig eftir hvern krampann. Við ákváðum samt að senda hana til ömmu Þuru yfir helgina sem er okkar stuðningsfjölskylda en Blómarósin fékk smá kvíðakast þegar hún vissi að hún yrði ekki með okkur um helgina þar sem hún var að krampa svo mikið "mamma, amma Þura verður að hugsa vel um Þuríði þegar hún fær krampa". Það er seint hægt að segja að hún hugsi ekki vel um systir sína en við þurfum nú ekki að hafa áhyggjur af öðru en það yrði hugsað vel um hana í krömpunum. Sjö ára gamalt barn á samt ekki að þurfa hafa svona áhyggjur en hefur þær samt. En lyfjaskammturinn hennar var strax stækkaður rétt eftir hádegi á föstudag og vonandi mun það virka eitthvað ég er alveg með í maganum vegna allra þessara krampa sem ég skil engan veginn í.
Annars var blómarósin mín (7 ára) að keppa í dag og stóð sig svona líka vel en hérna er myndband af henni keppa á slá - þvílíkur snillingur hér á ferð. Klikkið á linkinn hér fyrir neðan og sjáið snillinginn minn:
Bloggar | Breytt 12.2.2012 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.2.2012 | 15:34
Viðtal...
Á föstudaginn síðastliðin kom viðtal við mig í aukablaði Fréttablaðsins "Lífið" og svona ef ykkur langaði að lesa það þá er linkurinn á það hérna: http://www.visir.is/kraftaverkastulkan-thuridur/article/2012120209638?fb_ref=top&fb_source=timeline
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2012 | 11:30
Dagur eitt í sjúkraþjálfun á hestum
Maístjarnan mín fallega og sú allra flottasta er að byrja í sjúkraþjálfun á hestum í dag og hún gæti ekki verið spenntari. Hún mun vera 2x í viku og ég veit að hún mun njóta þess í botn, ég hreinlega get ekki beðið með að fara með hana á æfingu í dag. Hún lifir fyrir sjúkraþjálfanirnar sínar.
Hún var einmitt að byrja í fótolta hjá Stjörnunni en þeir eru með fóbolta 1x í viku fyrir börn með þroskahamlanir og hún byrjar að spurja mig á mánudeginum hvenær hún fari eiginlega næst í fótbolta en hann er á sunnudögum. Svo er hún farin að æfa sig með boltann hérna heima sem er bara gaman og sýnir okkur allskonar "trix". Ég tek að ofan fyrir Ýr taugalækni sem átti hugmyndina af þessu enda stór sniðugt og ennþá skemmtilegra fyrir Maístjörnuna mína.
Sko þetta er allt að koma hjá Stjörnunni minni, æfing skapar meistarann. Svo er hún líka með svo flotta fyrirmynd sem hún lítur mikið upp til og er alltaf tilbúin að sýna henni og kenna fimleika.
Bestu vinkonur og systur. En það er farið að taka dáltið á að verða bráðum 10 ára gömul og geta ekki alla þá hluti sem 7 ára systir manns getur. Það er virkilega sárt að sjá þegar það gerist því það verður mikill grátur og særindi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar