Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Nokkrar tilefni dagsins :)

Krökkunum mínum fannst Eurovision einstaklega skemmtilegt og hérna er ein góð af Theodóri mínum sem fagnaði hverju stigi sem við Íslendingarnir fengu:
P5148104
Þeim öllum finnst rosalega gaman að fara í Hetjulund verðandi hvíldarheimili Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og leggja sitt af mörkum einsog þið sjáið á myndunum:
230084_215660165129223_131349653560275_744924_4703060_n
Blómarósin mín góð með borinn.
226688_215419508486622_131349653560275_742753_1443832_n
Theodór minn mjög einbeittur með hamarinn.

Eigið yndislegan dag en ég ætla að eyða honum í undirbúning fyrir bekkjar- og vinkvennaafmæli Maístjörnu minnar sem verður haldið á morgun og hún gæti ekki verið spenntari.


Maístjarnan mín

Maístjarnan mín er ofsalega heppin þrátt fyrir hennar veikindi og miklu þroskahömlun.  Hún á erfitt með að tengjast krökkum á hennar aldri en þrátt fyrir það þá á hún ofsalega góða verndarengla í skólanum sem gera allt fyrir hana þá meina ég ALLT.  Þessar stelpur eru ári eldri en hún og leyfa henni að vera með í ÖLLU sem þær gera, þær reyna láta henni líða eins vel og hægt er, þær eru duglegar að knúsa hana, spjalla við hana, leyfa henni að vera með í snú snú í fríminútum þrátt fyrir að hún getur ekki mikið hoppað, þær gleðjast með henni ef hún gerir einhverjar hluti sem hún er ekki vön að geta.  Einsog um daginn þegar hún ætlaði að fara í sinn fyrsta heila dag í skólanum síðan frá því í byrjun des þá frétti ég að ein af þessum frábærum stelpum tilkynntu mömmu sinni það kvöldið áður að "á morgun yrði merkisdagur í lífi Þuríðar" ....mamma skyldi nú ekki afhverju "jú því þá ætlaði hún að vera heilan dag í skólanum".  Já þær gleðjast með henni í öllu sem hún gerir og getur annars aðstoða þær hana bara og þessar stelpur mega vera stolltar af sjálfum sér.  Henni var boðið í afmæli í vikunni hjá tveimur af þessum stelpum sem er ekkert sjálfgefið hvað þá hjá bekkjarsystrum hennar enda fannst henni það þvílíkur draumur í dós og skemmti sér svona líka vel. 
Myndin sem ég ætla að birta lýsir því einmitt BEST hvernig þessar stelpur eru við hetjuna mína en afmælið var haldið í Nauthólsvík, þar skelltu stelpurnar sér í pottinn, ráku tærnar í sjóinn, grilluðu og fleira skemmtilegt.
P5117916 [1280x768]
Ég elska þessa mynd, finnst hún ofsalega falleg og lýsir þessum stúlkum svo VEL.

Maístjörnunni minni líður ofsalega vel þessar vikurnar, hún er að meika'ða í sjúkraþjálfuninni, krampar minna en venjulega þó svo það koma dagar þegar hún krampar nokkra daga í röð.  Hún bíður mjög spennt fyrir því að komast í sumarfrí enda vorum við mæðgur að panta okkur matjurtagarð (20fm) þar sem við ætlum að rækta okkar eigið grænmeti og hafa gaman af.  Blómarósin okkar verður að sjálfsögðu líka eitthvað með okkur eða þegar hún verður ekki á æfingum sem verða ansi strembnar í júní/ágúst eða alla daga vikunnar, þrjá tíma í senn.  Já loksins finnum við fyrir spenning fyrir sumrinu þó svo við erum nett stressuð fyrir 9.júní eða þegar hún fer í rannsóknirnar sínar þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa það skemmtilegt þanga til og finna okkkur eitthvað til að hlakka til.

Spennandi helgi framundan, eigið góða helgi öll sömul.
XOXO


Töffararnir mínir

Langaði að koma með nokkrar myndir af aðal töffurum mínum (fyrir utan Óskar að sjálfsögðuWink) sem eru í aðlögun á nýjum leikskóla(Óskar er sko ekki í aðlögunW00t), komnir í "sveita"leikskólann okkar.  Þetta er dáltið erfitt fyrir mömmuhjartað þar sem eldri töffarinn ældi af kvíða í gærmorgun þegar hann átti að fara, saknar vinanna svo mikið og sá yngri grenjar "ég ekki fara í nýjan leikskóla".  En ég veit að þeir verða sáttir eftir ekki svo langan tíma "góðir hlutir gerast hægt".

Fyrr í vikunni fóru töffararnir með elsta töffaranum á heimilinu í Hetjulund sem er verðandi hvíldarheimili Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, rosalega flott og verður vonandi vígt eftir ekki svo langan tíma þökk sé fólkinu í landinu að þetta hvíldarheimili varð að veruleika.  Við getum ekki beðið með að fara þangað og hvíla okkur aðeins og eiga góðan og notanlega tíma saman.  En hérna eru nokkrar frá þeim degi sem var æðislegur fyrir gaurana mína:
P5097759 [1280x768]
Theodór minn mjög einbeittur í gröfuvinnunni en hann fékk að hjálpa til með jarðveginn svo það sé hægt að fara gera pallinn.  Þetta fannst honum BEST og SKEMMTILEGAST í heimi, þarf ekki mikið til að gleðja 5 ára gaur og töffara.
P5097760 [1280x768]
Svo var það nestis-tími í góða veðrinu, enda þurfa vinnumenn að fá smá pásu inná milli en í baksýn sjáiði Hetjulund sem er að verða stór glæsilegur.
P5097764 [1280x768]
Hinrik minn Örn var meira fyrir það að slappa af í þessari ferð, kom ekki of nálægt gröfunni eða vinnumönnunum.

Bara flottur dagur hjá strákunum mínum sem er bara byrjun á góðu sumri, næst á dagsskrá er að finna einhverja sveit sem við getum séð litlu lömbinGrin.

Eigið góðan dag en dagurinn í dag byrjar yndislega en Blómarósin mín á von á 13 fimleika-vinkonum í smá partý í dag og svo er alveg að koma að Maístjörnu-partýi.Joyful


Dagsferð í Legoland

Við fjölskyldan áttum snilldar dag í Legolandi/Billund í gær.  Við fórum ásamt 183 manns sem eru í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í boði þeirra en hérna eru nokkrar sem segja ALLT um ferðina okkar sem var bara SNILLD.  Reyndar fór Hinrik ekki með okkur en við vildum bara leyfa hinum að njóta þess að fara í öll tæki sem þeim langaði en það hefðu þau ekki geta gert ef hann hefði farið með svo hann var bara í dekri hjá nafna sínum afa Hinrik og ömmu Oddný á meðan. Við flugum frá Keflavík kl 6:00 í gærmorgun og komum heim kl 21:00 í gærkveldi, bara draumur í dós!
 
P5077512 [1280x768]
Theodór minn er mikill húmoristi og leiðist sko ekkert að fíflast aðeins en hérna er ein frekar skemmtileg af honum þegar pabbi hans ákvað að kyssa hann.
P5077633 [1280x768]
Honum finnst candífloss heldur ekkert svo slæmt á bragðið enda varð hann mikill klísturkarl eftir á.
P5077506 [1280x768]
Maístjörnunni minni leiddist sko ekki í Legolandi enda það skemmtilegasta sem hún veit er að fara í tívolí og þá helst þau allra stærstu og þar sem maður missir röddina.  Henni leiddist heldur ekki þetta tæki en þetta var svokallaður "vatnsbátur", við silgdum hring í vatninum öll með vatnsbyssu um hönd og aðrir bátar sigldu hringinn í kringum okkar að sjálfsögðu með vatnbyssur líka og sprautu mikið á okkur.  Jú við gátum líka sprautað á gangandi vegfarendur og þeir á okkur svo það fannst ekki þurr dropi á okkur hjónunum, einsog þið sjáið er Maístjarnan mín líka frekar blaut en ekki í líkingum við foreldrana.  Að okkar mati, skemmtilegasta tæki, mikið hlegið og mikið gaman.  Við erum sko tilbúin í vatnsstríð við nágranna í sumar sem gerist stöku sinnu yfir sumartímann.
P5077555 [1280x768]
Blómarósin mín hitti þennan túrista í Legolandi og var sko til í það að fá eina með hinni einu sönnu Oddnýju Erlu en ekki hvað?
P5077468 [1280x768]
Fallegustu systurnar í góðum fíling enda 20 stiga hiti og sól allan daginn.
P5087702 [1280x768]
Svo enda ég þetta "myndasafn" á Blómarósinni minni sem gerði sér lítið fyrir og sigraði mót í dag þrátt fyrir mikla þreytu og svefnleysi vegna ferðarinnar í Legolandi.  Snillingurinn okkar!!  Það kom sko ekkert annað til greina en að keppa þrátt fyrir að hún vissi að hún yrði þreytt.


Góðir hlutir gerast hægt

Það eru miklar framfarir hjá Maístjörnunni minni, hún er öll að styrkjast, stera-bjúgun eru að leka af henni, hún er svo miklu glaðari og elskar bara að leika sér úti.  Svefninn hennar mætti vera betri, foreldrarnir eru ekkert að losna undan þessum baugum sem fylgja svefnleysinu hjá Maístjörnunni minni  enda þráir maður alveg að sofa allavega til sjö á morgnanna sérstaklega um helgar.  Það fer vonandi að gerast?  Hún kvartar ekki mikið undan hausverk þessa dagana sem er æði, hún fær stöku sinnum krampa en þeir eru ekki daglegir einsog þeir voru sem er ennþá meira æði.  Já ég trúi því að hún er að styrkjast öll og verður vinningshafi að lokum.

Það er búið að breyta rannsóknar-deginum en hann verður 9.júní í staðin fyrir 7 og sá dagur verður sá allra allra besti sem við höfum upplifað síðasta ár.  En síðustu tólf mánuðir eru þeir erfiðustu sem við höfum upplifað þó svo að Maístjarnan mín hafi verið mjög veik og ekki séð bjarta mánuði framundan þá finnst okkur þessi þeir erfiðustu. Kanski vegna þess hún er að greinast aftur og það er ALDREI gott að fá greiningu aftur, það er líka búið að vera erfitt að sjá hana á sterunum sem gjörbreyttu útliti hennar, búin að vera hrikalega kvalin vegna þeirra og lítið sem ekkert geta gert til að lina kvalirnar ekki einu sinni með verkjastillandi er bara verst í heimi.  Maður hefur grátið mikið með henni síðustu tólf mánuði og líka án þess að hún hafi séð til, því þetta er virkilega sárt.

Núna er Maístjarnan mín og Blómarósin mín komnar út á pall, skilja ekkert afhverju þær séu að kafna úr hita þar sem þær voru nú bara að búa til snjókarl í fyrradag.  Yndislegur tími framundan sem við ætlum sko að njóta í botn.


Blómarósin mín 7 ára í dag

Elsku besta Blómarósin mín er 7 ára í dag, ég man vel eftir þessum degi fyrir 7 árum.  Það tók mig sólarhring að koma henni í heiminn en hún hefur ekki mikið láta fyrir sér hafa síðan.  Blómarósin mín er sú allra flottasta 7 ára stelpa sem ég þekki, hún er ákveðin, feimin, róleg, lokuð, metnaðargjörn, vandvirk og einstaklega góð við systkin sín.  Ég VEIT að það á eftir eitthvað STÓRT úr þessari stúlku.

Elsku bestasta Oddný Erla okkar, hjartanlegar hamingjuóskir með 7 ára afmælið.  Við elskum þig endalaust mikið og vonandi verðuru ánægð með allar afmælisveislurnar sem þú færð.Gamanm_KJ_100816_5190_brt [1280x768]

Sumarið framundan

Fallega Maístjarnan mín er ágætlega hress, góðir hlutir gerast hægt.  Hún er ekki jafn kvalin í höfðinu, þegar hún er kvalin er hún farin að neita að taka verkjalyf kanski vegna þess að hún finnur að þau virka ekkert á hana.  Við kíktum á doktor Óla fyrir páska og honum leist alveg ágætlega á hana en vildi ekki grípa strax inní vegna höfuðverkja þar sem hann sá engan þrýsting í augunum sem er bara gott.  Hún fór í skólann í gær, mætti í tvo tíma og var líka algjörlega búin á því og "rotaðist" líka um leið og hún kom heim þó svo hún var súper hress í skólanum en þá er úthaldið ekki alveg uppá það besta en einsog ég sagði góðir hlutir gerast hægt.  Hún mætir í sjúkraþjálfunina sína 2x í viku og hreinlega elskar að hitta Marrit sína, þær ná líka ofsalega vel saman, báðar þrjóskar sem er gott því Maístjarnan mín reynir að komast upp með hlutina í þjálfuninni en fær það ekkiSideways.  Það er alveg yndislegt að fylgjast með þeim tveim í þjálfuninni, mikill hlátur og gleði enda ég held að það vita ALLIR á greiningarstöðinni þegar Maístjarnan mín er mætt í þjálfun því hláturinn heyrist ö-a um allt hús.  Endalaust gaman!!

Kramparnir hafa minnkað en þeir eru ekki daglega einsog þeir voru sem er bara gott.  

Við vorum að ræða krabbamein og reykingar um daginn, en ég var að segja þeim ef maður reykir þá getur maður fengið krabbamein en þá heyrist í þeim eldri "en mamma Þuríður hefur aldrei reykt afhverju fékk hún krabbamein"??  Auðvidað er þetta óskiljanlegt, afhverju fær Þuríður krabbamein og hún svona heilbrigð og ung???

Skemmtilegar vikur framundan hjá okkur, ég trúi því að sumarið okkar verður ÆÐI.  Trúi því að við fáum góðar fréttir 7.júní og höldum uppá það með að njóta góðs sumars hér á klakanum og kanski kíkja yfir Eyjuna fallegu Vestmannaeyjar en þangað er annar bróðir minn fluttur og við höfum ekki ennþá fengið tækifæri að kíkja þangað en mig dreymir um að fara þangað til að spranga (auðvidað hitta hann og hans fjölsk.), hefur lengi verið draumur svona án gríns en 8 ára frændi minn sem býr þar bíður spenntur að fá mig til að spranga með sér og er reyndar kominn með langt prógram fyrir mig þegar ég kíki á hann.W00t

Prógram dagsins er að halda uppá 7 ára vinkvenna-afmæli Blómarósar minnar en hún á afmæli á laugardaginn og hennar ósk var að fara á Fabrikkuna á sjálfan afmælisdaginn og við búin að panta borð fyrir 20 manns þar sem fjölsk. ætlar með okkur þangað en ekki hvað??  Fyrsta skipti sem ég fæ nánast engu um það ráðið hvað á að vera í afmælinu, fékk ekki einu sinni að skreyta sjálfa afmæliskökuna þar sem hún vildi gera það sjálf enda dreymir henni að vera kokkur eða bakari.  Allir rosalega spenntir á heimilinu fyrir afmælinu enda elskum við að hafa fullt af fólki í kringum okkur og halda veislur.Tounge

Eigið góðan dag, við ætlum sko að njóta dagsins með verðandi afmællisbarni og gestum.  Enda svo færsluna af einni flottri af þeim systrum sem var tekin í Svíþjóð síðasta sumar þegar Maístjarnan mín fór í meðferðina sína.
P7282034 [1280x768]


Gleðilegt sumar

Theodór minn skilur ekkert í því afhverju hann geti ekki bara verið úti á peysunni þar sem það er komið sumar??? 

Hérna eru  nokkrar af mínum uppáhalds að "prufukeyra" línuskauta sína og hlaupahjól:
P4217152 [1280x768]
Blómarósin mín fór í fyrsta sinn á línuskauta í gær og orðin svona líka klár.
P4227179 [800x600]
Hver hefði trúað því fyrir tveimur mánuðum að Maístjarnan gæti staðið á línuskautum??  Nei hún getur ekki rennt sér "æfing skapar meistarann" en er á fullu að æfa sig að standa á þeim og það gengur bara vel.  Blómarósin mín eru á fullu að þjálfa hana en ekki hvað.
P4227181 [1280x768]
Rosalega stolltur Theodór minn töffari, þetta er allt að koma hjá honum.
P4227193 [800x600]
Minnsti snillingurinn minn lét sér nægja hlaupahjól og fannst það sko ekki leiðinlegt.

Eigið yndislega páska kæru "þið", við ætlum sko að njóta þeirra enda mikið um að vera.

Hausverkur.is

Maístjarnan mín er búin að vera kvalin í höfðinu síðustu daga, verkjatöflurnar gera lítið sem ekkert fyrir hana.  Hún leggur sig flesta daga enda orkan ekki uppá sitt besta, við fórum í fermingarveislu í gær og ég var dáltið kvíðin fyrir henni því maður veit aldrei hvernig formi Maístjarnan mín er í dag eða á morgun en stúlkan naut sín bara í botn og kvartaði lítið sem ekkert.  En núna er hún búin að taka inn sína fyrstu verkjatöflu og ætlar að leggja sig þó svo hún sé nývöknuð.  Við ætlum líka að hringja í doktor Óla á eftir og ath hvort það sé ekki hægt að lina verkina hennar eitthvað, það er ekki hægt að hafa kvalda í höfðinu alla daga þá eru nú sterarnir betri lausn.  Sterarnir eru greinilega að renna vel af Maístjörnunni minni og þrýstingur að myndast í æxlinu fyrst að hún er svona kvalin alla daga.  Hvort vil ég vera vakandi flestar nætur með henni, búandi til mat eða hafa kvalda í höfðinu alla daga?? Engin spurning hvort, ég get sofið síðar.

Það er reyndar smá "vandamál" með svefninn hennar þar sem hún neitar að sofa í rúminu sínu, finnst það vont og sefur þá bara á gólfinu í staðin.  Við keyptum nýtt rúm handa henni í haust þar sem Hinrik var að komast í "fullorðinsrúm" og fékk hennar og við ákváðum að vera ekkert að kaupa eitthvað of dýrt og fórum "bara" í rúmfatalagerinn ENN oft er ekki gott að reyna spara eitthvað í svona kaupum kemur bara í bakið á manni síðar greinilega.  Við þurfum sem sagt að kaupa aftur rúm handa og þá eitthvað "lúxus" svo hún fái nú almennilegan svefn og þjáist ekki í líkamanum.

Hún er orðin rosalega spennt fyrir páskunum, systkinin voru reyndar ekki sátt þegar við sögðumst ætla að kaupa "bara" páskaegg nr.4 handa þeim, þeim fannst það einum of lítið svo því var breyttWhistling.  Fjölskyldan okkar beggja megin ætlar að koma til okkar um helgina og við ætlum öll að spila bingó, krakkarnir elska það og við líka að sjálfsögðu.  Við ætlum annars að hafa notalega og skemmtilega páska, allt verður ákveðið hvernig líðan Maístjörnunnar minnar verður.

Svo styttist óðum í afmæli Blómarósarinnar, hér eru niðurtalning í gangi og mikill spenningur.

En annars erum við á leiðinni uppá spítala, vonandi að hitta doktor Óla og svo er ég með páskabingó fyrir krakkana á leikstofunni, fékk Audda og Sveppa til að vera bingóstjórar.  Að sjálfsögðu fá strákarnir frí eftir hádegi í leikskólanum, hitta stjörnurnar sínar og spila bingó.  Fullt af páskaeggjum í vinning, ásamt miklu meira þökk sé flottum fyrirtækjum Grin.

Eigið góða daga, við ætlum að reyna njóta þeirra einsog við getum.
XOXO


Biðin heldur áfram til 7.júní

Það eru nánast engar breytingar á æxlinu frá því í febrúar sem er að sjálfsögðu gott, geislarnir eru ennþá að vinna sína vinnu en hvursu lengi þeir verða að vinna þá vinnu vitum við ekki. Hvað gerist þá? Einsog læknirinn okkar segir þá er þetta ólæknandi en við vitum að læknavísindin eru alltaf að þróast og ég trúi því að það MUN finnast lækning fyrir Þuríði mína.

Þetta er gjörsamlega að éta mig að innan, ég þrái ekkert heitara en Maístjarnan mín fái að upplifa heilbrigt líf. Þetta verður sem sagt bara áfram bið nema að hún fari að sýna einhverjar verri aukaverkanir þá verður gripið inní...... 

Hún var frekar þreytt þegar hún fór í skólann í morgun og langaði helst bara að kúra heima með mér en ákvað svo að skella sér í tvo tíma og svo knúsast með mér eftir það.

Við Skari áttum annars kærustupara-helgi um helgina í Boston, ég vann gjafabréf í bingói fyrir áramót frá Icelandair og ákváðum við að nýta það og fara þessa helgi.  Við ætluðum reyndar að bíða með það frammí í sumar og fara í sólina eða NY en fundum það að við gátum ekki beðið svo lengi, þráðum smá kærustupara-frí, njóta þess að vera saman, gleyma okkur aðeins og það gerðum við svo sannarlega um helgina.  Skoðuðum borgina, kíktum í kirkjur, vínsmökkun (bjórverksmiðja), borðuðum góðan mat og svo lengi mætti telja og jú það má ekki gleyma að ég "gellaði" Maístjörnuna mína upp en ekki hvað (að sjálfsögðu fengu hin líka) og hún er alveg í skýjunum með pilsin þrjú sem ég keypti á hana og gellubolinaTounge.  Endalaus hamingja og auðvidað eyddi hún deginum í gær (eftir rannsóknir) í að máta öll fötin sín.  Það verður sko ennþá meiri hamingja þegar síðustu stera-kg verða farin.

Mig langar í lokin að þakka þeim hjá Icelandair (starfsfólk - þeir sem lesa síðuna mína vita hverjir eiga að taka þetta til sínWink) fyrir að leyfa okkur að sitja á Saga-class í þvílíku dekri.  Nei við pöntuðum okkur ekki Saga-class sæti heldur vorum við uppfærð þangað af þeim.  Endalausar þakkir, gaman að láta dekra svona við sig.  ...og hótelið sem við fengum var ÆÐI.  TAKK TAKK TAKK!!

Sem sagt núna heldur biðin áfram og næstu rannsóknir 7.júní (síðastalagi).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband