Færsluflokkur: Bloggar
8.6.2011 | 09:40
Meðan fæturnir bera mig - dagur Þuríðar minnar á morgun
Á morgun fer yndislega Maístjarnan mín í sínar rannsóknir og daginn sem hún fer í rannsóknir sýnar þá ætla hetjurnar sem eru að hlaupa hringinn í kringum landið til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkrabarna að heiðra Maístjörnunni minni þann dag. Ef þið viljið styrkja þetta flotta verkefni þeirra þá getiði farið inná www.mfbm.is og þar sjáiði hvernig þið getið styrkt.
Já einsog ég hef oft sagt síðustu vikur þá er ég hrikalega stressuð og kvíðin fyrir morgundeginum, Maístjarnan mín er eitthvað svo þreytt þessar vikurnar, henni er búið að vera óglatt, kúgast þegar hún tekur lyfin sín sem hún er ekki vön að gera en við það verð ég ennþá kvíðnari, borðar lítið sem ekkert og svo fær hún stöku sinnum krampa.
Hennar helsti sérfræðingur, sem les úr myndunum og ræður hennar meðferð er í sumarfríi en hann ætlar samt að koma á morgun og hitta okkur til að láta okkur vita stöðuna. Auðvidað er ekkert sjálfsagt að sérfræðingurinn komi úr sínu sumarfríi til að sinna okkur en hann gerir það samt enda sinnir hann sínum sjúklingum 150% og miklu meir en það. Við erum að sjálfsögðu mjög þakklát fyrir það enda myndi það éta mig að innan að fá engin svör strax, nógu erfitt að bíða eftir deginum á morgun en Maístjarnan mín er bara spennt að hitta alla uppá spítala.
Maístjarnan mín er ekki sú eina sem fer í rannsóknirnar sínar á morgun en það er hún Lea Karen líka sem er lítil hetja sem hefur barist við sitt heilaæxli síðan hún var ca 6 mánaða en er rétt um 2 ára í dag. Ég vona það svo heitt og innilega að sérfræðingurinn gefi okkur öllum góðar fréttir á morgun, þessar stelpur eiga það svo sannarlega skilið og eiga að fá að lifa lífi einsog við hin.
Takk fyrir allar fallega kveðjurnar sem þið hafið sent mér/okkur. Ég ætla rétt að vona að ég verð komin með GÓÐAR fréttir seinni partinn á morgun.
XOXO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
6.6.2011 | 10:50
Maístjarnan mín
Einsog ég hef oft sagt þá á Maístjarnan mín marga stóra/litla drauma sem ég reyni að láta ALLA verða af veruleika. Einn af þeim var að fara á fimleikanámskeið og sá draumur er orðinn uppfylltur, jú stúlkan byrjaði á fimleikanámskeiði í morgun og það var sko mikill spenningur í minni í morgun þegar hún vaknaði. Knúsaði sinn fimleikaþjáfara og stuðning þegar hún mætti í morgun á svæðið sem ég er ofsalega ánægð með, sem ég get treyst 150%, sem ég veit að er smá ströng við hana en samt ofsalega góð en þannig týpur dýrkar Maístjarnan mín þó svo hún vilji oftast ráða.
Ég sé hana samt ekki fyrir mér meika allt námskeiðið en vonandi samt sem mest. Hún er eitthvað svo þreytt þessa dagana, ég vil meina að það sé vegna næringarleysis þar sem það er ofsalega erfitt að koma mat ofan í hana. Veit ekki hvort sterarnir eru ennþá að "bögga" hana en það eru nú tveir mánuðir síðan hún hætti á þeim en ég veit samt að þeir eru ekki alveg farnir úr líkamanum þar sem hún er ennþá smá "bjúguð". Ég vil allavega trúa því að það er ástæðan þanga til annað kemur í ljós enda er ég orðin hrikalega stressuð og mikið ónot í mér fyrir fimmtudeginum.
Mig langar bara svo að fara pirra mig á einhverjum leiðinlegum hlutum einsog t.d. bílnum mínum sem þarf að fara í allsherjar viðgerð en ég bara get það ekki (sko pirrað mig á því), hann er dauður hlutur sem mér gæti ekki verið meira sama um þó svo ég þurfi á honum að halda og þarf að eyða tugi þúsundum í. Þá langar mig BARA að Maístjarnan mín verði heilbrigð, bíllinn minn má þá alveg fara á haugana í staðin.
Núna mega allir þessir "þarna uppi" sem ég þekki leggjast á eitt og hjálpa Maístjörnunni minni sem ÆTLAR sér að fá GÓÐAR fréttir á fimmtudag. Við ÆTLUM að eiga GOTT sumar og þá skiptir engu máli þó svo það verði snjór og ógeðslega kalt, bara að við fáum að njóta þess með góðar fréttir á fimmtudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.6.2011 | 21:04
Maginn að fyllast af kvíða.
Henni líður alveg ágætlega þannig séð, borðar reyndar lítið sem ekkert, húðin farin að þurkast upp vegna þess, oft frekar þreytt enda er svefninn ekkert sérlega góður hjá henni, hún er oftast vöknuð kl sex á morgnanna og stundum fyrr svo foreldrarnir eru oft með bauga niðrá háls. Það tekur oft á að vakna kanski kl 4:30 á nóttinni og Maístjarnan sko ekki tilbúin að fara sofa aftur því það er komin dagur, auðvidað heldur maður það þegar það er bjart úti. Ég lýg því ekki en ég þrái alveg stundum meiri svefn. Kramparnir eru þarna ennþá en hún fékk t.d. einn krampa áðan og það var bara einsog hún væri blindfull, ofsalega skrýtið því ég hef aldrei séð hana hrikalega valta eftir krampa en fór svo stuttu síðar að leika við systir sína og nágranna. Sterarnir eru ennþá að leka af henni, tekur sinn tíma en hún er farin að geta klætt sig nánast í öll "gömlu" fötin sín og það er líka svo gaman að geta bara valið "eitthvað" úr fataskápnum hjá henni. Fólki bregður samt ennþá þegar það sér hana, kinnarnar eru smá bólgnar en mér finnst hún líta svo vel út og er nánast orðin að Þuríði ef þið vitið hvað ég meina, svo það er eins gott að það sá hana ekki þegar hún var sem verst en þá var hún líka óþekkjanleg og meir að segja okkar nánasta þekkti hana ekki þegar það kom til okkar í heimsókn.
Það er greinilegt að það er farið að hægjast virkilega mikið á vextinum hennar þar sem Blómarósin mín er að stinga hana af og hún er nú tveimur árum yngri og frænka hennar sem er þremur árum yngri er að ná henni svo mér finnst það megi alveg fara grípa inní. Erum að fara hitta einn af okkar læknum sama dag og rannsóknir hennar verða og ræða þetta við hann. Við vonumst að sjálfsögðu líka til að hitta doktor Ingvar sem er hennar helsti sérfræðingur í hennar veikindum veit mest og best og hvað eigi að gera fyrir hana sama dag og rannsóknirnar verða.
Já maginn er orðinn fullur af kvíða sem mun breytast eftir þann 9.júní þá verður bara eintóm gleði og gott sumar framundan.
Enda færsluna mína á flotta matjurtagarðinum okkar, við fjölskyldan fengum okkur eitt stk svoleiðis fyrir sumarið, svo er ég komin með jarðaberja-, tómata- og paprikuplöntur/tré hérna heima og er mega spennt að sjá afraksturinn af því.
Garðurinn góði.
Systrunum finnst þetta ekki leiðinlegt en þarna liggja kartöflurnar okkar verðandi.
Góða helgi allir og innilega þakkir fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið sent mér/okkur.
XOXO
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.5.2011 | 13:48
"Áslaug, þú ferð aldrei of oft til læknis"
"Áslaug, þú ferð aldrei of oft til læknis, ég er svo feginn að þú ert komin, þú hefðir ekki mátt koma seinna þess vegna verð ég að troða þér inná milli í næstu viku í "aðgerð". Þetta fékk ég að heyra þegar ég mætti til míns húðsjúkdómslæknis til 18 ára ekki fyrir svo löngu. Þegar ég kom til hans, var varla búin að klæða mig úr buxunum og sýna honum lærið mitt þá heyrist í mínum manni "þetta er ljótur blettur, ég hef áhyggjur af honum".
Í frekar langan tíma (kanski tvö ár) hef ég séð fæðingarblett á lærinu mínu sem ég hef alveg haft áhyggjur af, ég hef séð hann breytast í frekar ljótan blett en það var bara eitthvað annað ofar á mínum forgangslista sem ég vildi frekar sinna. Það er líka svo dýrt að fara til læknis að ég var heldur ekki að tíma því það er að sjálfsögðu margir í þeirri stöðu þeir hreinlega "tíma" ekki að fara til læknis eða hafa hreinlega bara ekki efni á því, þetta er ekkert gefins.
Ég var ekkert að segja neinum frá þessum áhyggjum mínum, ég veit ef ég hefði gert það þá hefði ég verið send beinustu leið til doktors Jóns en ég vildi heldur ekkert láta neinn hafa neinar "óþarfa" áhyggjur. Í byrjun maí var ég samt farin að hafa meiri áhyggjur en venjulega af þessum ljóta bletti en geymdi það samt í nokkra daga að hringja og panta tíma og hugsaði líka "æji það tekur svo langan tíma að fá tíma svo nokkrir dagar/vikur til eða frá skipta ekki svo miklu máli" en ákvað svo að hringja. Ég átti að fá tíma á ákveðnum degi sem er eftir nokkra mánuði (fáránlegt hvað það eru langar biðir hjá þessum læknum) og var náttúrlega ekkert viss hvort ég kæmist þá en svo sá konan á símanum að það datt einn út sama dag og ég fékk þann tíma. Doktor Jón hafði miklar áhyggjur af þessum bletti svo ég fékk "aðgerðar" tíma inná milli kúnna hjá honum þó svo það var ekkert laust því hann vildi ekki bíða mikið lengur að taka hann.
19.maí fór ég og lét taka af mér tvo ljóta fæðingarbletti, annar þeirrra var mjög svo ljótur, svartur og mislitur inní sem eru að sjálfsögðu þeirra allra hættulegustu. Ég lýg því ekki en þetta var ógeðslega vont en hugsaði allan tíman til Maístjörnu minnar sem hefur gengið í miklu miklu verra svo ég reyndi ekki að kveinka mér(ekki mikið allavega). Fyrir helgi var mér farið að verkja mjög svo mikið í saumana (vont að labba) á lærinu svo ég ákvað að senda tölvupóst á doktor Jón sem vildi fá mig strax á staðinn og þá var komin mikil sýking í saumana, mín komin á sýklalyf og saumarnir teknir þó svo sárið var ekki farið að gróa almennilega. Þannig ég VERÐ að taka því rólega næstu daga svo það rifni ekki upp sárið.
Þegar ég mætti til doktors Jóns í gær þá tilkynnti hann mér það að það væru frumubreytingar í blettinum á lærinu, það var einsog hann hefði slegið mig. "En Áslaug, ég hélt að þetta væri miklu miklu verra en það, þú hefðir ekki mátt koma seinna, ég er svo feginn að þú komst". Stelpurnar mínar voru með mér svo ég varð að halda höfði, fannst það bara nógu slæmt að vera með frumubreytingar. Ég var eftir að fara í apótekið og það var ofsalega erfitt því ég átti svo erfitt með að halda grátinum inni, fór útí bíl og reyndi aðeins að róa mig þar sem þetta var ekki "dauðadómur". Heyrði í Skara, man ekki einu sinni hvort það var ég sem hringdi í hann eða hann í mig, lét hann vita að það væri mikil sýking og ætlaði svo bara að kveðja því mig langaði ekki að fara gráta en svo kom það "en Áslaug var ekkert komið úr ræktuninni?". Þá fossuðust tárin út, "æji afhverju varstu að spurja mig?" tautaði ég.
Já ég var heppin að þetta var ekki orðið af sortuæxli en með þessari "sögu" vil ég benda fólki á ljósabekkina sem eru stórhættulegir sem ég notaði of mikið þegar ég var yngri en mun ALDREI nokkurn tíman nota aftur, ALDREI!! Ég mun líka passa mig mun betur í sólinni, mig langar að sjá börnin mín verða stór, giftast, mennta sig, sjá Maístjörnuna mína verða heilbrigða, verða amma og svo lengi ég mætti telja. Þess vegna er ég líka svo fegin að ég ákvað loksins verða af því að fara til doktors Jóns sem er sá ALLRA ALLRA besti í sínum bransa. Þetta kenndi mér líka að ég á að fara til læknis þegar/ef ég hef áhyggjur af einhverju þess vegna ákvað ég líka um daginn að fara til annars konar læknis því ég er í öðrum áhættuhóp og er í rannsóknum útaf því. Einsog doktor Jón sagði þá "förum við aldrei of oft til læknis" en þeir eru bara svo FJANDI dýrir að það eru ekki allir sem hafa efni á þeim því verr og miður. Einsog "bara" þessar læknaheimsóknir til doktor Jóns eru komnar yfir tuttugu kallinn.
Þetta kenndi mér líka það að ég VERÐ líka að hugsa aðeins meira um sjálfan mig, ég elska börnin mín, mann og fjölskyldu meira en allt og mig langar að vera með þeim þanga til ég verð níræð hundleiðing kerling. Ég er samt ofsalega dofin eftir að ég fékk þessar fréttir, var eitthvað svo máttlaus í gær og leið ömurlega sem ég reyndar geri en því að fá sortuæxli (sem mitt var ekki orðið) er hættulegasta krabbamein sem þú getur fengið og það vill ENIGN fá það. Jú það verður að fylgjast aðeins betur með öllum blettum hjá mér sem ég geri svo sannarlega og ætla að láta doktor Jón fá leið á mér, því ég ætla að mæta svo oft til hans.
MUNIÐ bara að við förum aldrei of oft til læknis og gefum SKÍT í ljósabekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
31.5.2011 | 09:02
Hefuru áhuga á kjúklingaréttum?
Ég elska að elda þá helst nýja kjúklingarétti og það geri ég á hverjum einasta föstudegi fyrir fjölskylduna og þá helst alltaf nýjan rétt í hvert skipti. Oft koma börnin með tilhögur af einhverjum rétti sem ég hef gert og þá gerum við hann að sjálfsögðu "aftur". Oft hefur mig skort hugmyndaflugið eða orðið uppskroppa með hugmyndir þá hefur mig vantað svona síðu einsog ég var að stofna á face-inu, ef þér finnst gaman að gera kjúklingarétti þá geturu "like-að" "föstudags-kjúklingaréttir Áslaugar" og fengið hugmyndir af góðum réttum. En þar ætla ég að birta alla þá bestu og okkar uppáhalds rétti fjölskyldunnar.
Ég hef reyndar átt mér þann draum að búa til kjúklingarétta-bók og láta allan ágóðan renna til Maístjörnu minnar þar sem hún mun aldrei geta tryggt sig vegna sinna veikinda í framtíðinni. Kanski mun sá draumur rætast einn daginn??
Endilega "like-ið" ef ykkur finnst kjúklingur góður.
Hérna er ég að smakka mexíkönsku-kjúklingasúpuna mína í einu barnaafmælinu sem ég hef haldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2011 | 18:21
Að mínu mati...
....á ég flottasta fótboltastrákinn sem var að keppa á VÍS fótboltamótinu í dag. Það er GULL-drengurinn Theodór Ingi verðandi Arsenal-maður (segir hann) og sem ætlar að enda feril sinn hjá KR en ekki hvað? Ætlar að gleðja afa sinn Hinrik í ellinni reyndar líka þegar hann fer í Arsenal. Að sjálfsögðu skoraði hann endalaust mörg mörk en hann átti sér tvö markmið en það var að skora á móti KR og auðvidað varð afi Hinrik (KR-ingur) að sjá það sem og hann gerði (tvö mörk) og skora fyrir Lindu sína (systir ömmu Oddný) þegar hún var að horfa og auðvidað gerði hann það líka. Litli snillingurinn minn sem ég er endalaust stollt af.
Hérna eru nokkrar frá deginum:
Tilbúinn að fara keppa.
Ooooooog það var maaaaark!!
Maður átti stundum erfitt með að standa í lappirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.5.2011 | 12:55
Þakklát fyrir svo margt...
Maístjarnan mín er búin að tala mikið um það síðustu daga hvað henni langar mikið að fara í fimleikana sína aftur þar sem hún hefur ekkert geta stundað þá eftir áramót vegna sinna veikinda. Á æfingum sínum hefur hún verið með aðstoðarmanneskju með sér þar sem hún kanski meikar ekki allt á æfingunum, er með styttri þolinmæði en hinar stelpurnar og svo er úthaldið kanski ekki það besta á svæðinu og þá er gott að geta farið aðeins útur hópnum og hvílt sig. Frábærir þjálfarar sem hún hefur verið með sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir hana svona án gríns þá hef ég ekki kynnst öðrum eins stelpum, þetta eru ungar stelpur og gefa ofsalega mikið af sér. Komu í heimsókn til Maístjörnu minnar í kringum jólin þegar hún var mjög slöpp, með gjafir handa henni frá þeim, kveðjur skrifaðar á blað frá stelpunum í hópnum og mynd af þeim öllum saman með flottri jólakveðju. Þetta gladdi mína Maístjörnu endalaust mikið, að sjá hvað allar stelpurnar í hópnum og þjálfararnir hugsuðu fallega til hennar þó svo það hefði verið nóg fyrir hana að fá eitt knús.
Þessi sami hópur hefur verið að æfa í allan vetur og núna ætla þær að hittast svona í lok annar og fara saman útað borða og minni hetju boðið með, þið getið ekki ímyndað ykkur gleðina sem skein af henni þegar ég tilkynnti henni það í vikunni að hún fengi að hitta fimleika-stelpurnar á laugardaginn. Þó svo hún hafi ekkert getað verið með í vetur þá er hún sko ekki gleymd og fær að vera með í "partýinu". Þegar ég sagði henni frá hittingnum þá fór hún að sjálfsögðu að tala aftur um fimleikaæfingar sínar sem henni langar svo að komast á, fara keppa einsog blómarósin mín sem er mjög skiljanlegt þar sem hún lítur mikið upp til hennar.
Ég get alveg viðurkennt það þá treysti ég ekki hverjum sem er að hugsa um Maístjörnuna mína þess vegna spurði ég annan þjálfarann hvort hún yrði með á fimleika-sumarnámskeiðinu í sumar þar sem hún þarf alveg manneskju á sig (og þjálfarinn þekkir orðin ágætlega inná hana) því það er hennar draumur að komast á eitt stk námskeið og jú keppa en það er víst ekki í boði. Nei var svarið hjá þjálfaranum ENN hún ætlaði samt að kanna það hjá okkar frábæra fimleikafélagi ÁRMANNI hvort hún mætti sjá um hana á einu námskeiðinu og viti menn það var sko ekkert mál svo Maístjarnan mín fær sinn draum uppfylltan með frábæra aðstoðarmanneskju með sér. Ég er mjög þakklát fimleikafélaginu ÁRMANNI sem gerir þetta fyrir hana því auðvidað er þetta ekkert sjálfsagt og auðvidað hennar þjálfara að vilja taka þetta verkefni að sér þó svo það hefði ekkert verið á dagsskránni hjá henni. TAKK TAKK TAKK!!
Maístjarnan mín á sér marga drauma og þetta var einn af þeim sem mun rætast og ég er ofsalega glöð fyrir hennar hönd. Nei hún getur ekki gert sömu hluti (langt í frá) og stelpurnar sem eru að æfa með henni (vegna sinna veikinda) sem eru allar heilbrigðar en hún lætur það sko ekki stoppa sig, GETA ÆTLA SKAL!! ...og þeim dettur heldur ekki í hug að gera grín af henni eða hlæja ef hún getur ekki einföldustu hluti þær aðstoða hana frekar ef eitthvað er.
Svo loksins getur Maístjarnan mín farið að nota fína og flotta fimleikabolinn sinn sem hún fékk í jólagjöf frá jólasveininum í Hafnarfirði síðustu jól sem er reyndar kominn ofan í tösku og bíður eftir notkun. Þegar ég sagði henni það í gær að hún kæmist á fimleikanámskeið í sumar var hún ekki lengi að finna tösku og fína fimleikabolinn sinn. Yndislegust!! Svo sáum við líka í gær þegar við vorum að ná í Blómarósina okkar að það er verið að selja flottar fimleikavörur í félaginu þeirra systra svo ég spurði hana hvort hún vildi kaupa sér eittthvað fallegt fyrir afmælispeningana sína og hún var ekki lengi að svara því JÁTANDI. Á morgun ætlum við að velja eitthvað sætt handa henni.
Já ég er ofsalega þakklát fyrir öllu þessa flotta fólki sem hefur raðast í kringum okkur þá sérstaklega Maístjörnuna mína, við erum heppin! Ég vil líka þakka "leynda aðdáandanum" (einsog stóð á pakkanum) í útlandinu sem sendi þetta flotta föndur handa henni, hún var ekki lengi að byrja föndra hálsmen á dúkkuna sína Ósk. Utan á pakkanum stóð "Maístjarna Óskarsdóttir". KÆRAR ÞAKKIR!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.5.2011 | 09:40
Fyrirmynd barnanna minna
Desember síðastliðin sá ég hvað börnin mín ljómuðu þegar ég mætti einn daginn heim með rauða kjólinn sem ég ætlaði að klæðast á aðfangadag, það var einsog þau hefðu unnið í lottói ljóminn var svo mikill og gleði skein svona líka af þeim, þau voru svo stollt af mömmu sinni að hafa keypt sér kjól, já það þarf ekki mikið til að gleðja þau. En það gerist mesta lagi ca 4x á ári að ég kaupi mér flík, ég hef bara ekki haft neina löngun í það, bara þægilegt að klæðast joggaranum sem getur að sjálfsögðu verið "stórhættulegt" fyrir auka kg sem hlaðast á mann við það án þess að vera var við það.
Fólki finnst oft alveg ótrúlegt að maður fer að safna auka kg þegar barnið manns veikist einsog Maístjarnan mín,maður á frekar að missa þau við allar áhyggjurnar (finnst mörgum) sem hlaðast á mann en nei það hefur allavega ekki verið svoleiðis hjá mér og mörgum öðrum mömmum sem ég þekki til. Það er bara auðvelt að grípa sér eitthvað óhollt sérstaklega þegar maður er staddur á spítalanum og maður er ekkert sérstaklega mikið að hugsa um eitthvað annað en að nærast, hugsa um veika barnið sitt og öll hin. Manns eigin líðan skiptir ofsalega litlu máli í svona aðstöðu eða hún hefur allavega verið frekar neðarlega hjá mér síðastliðin ár hvað þá að reyna gera mig fína og sæta, klæðast öllum fínu kjólunum, mála mig, fara í klippingu og strípur eða þess háttar. Gæti ekki verið meira sama.
ENN mér á að vera sama, ég er fyrirmynd barnanna minna og sjá viðbrögð þeirra fyrir jólin síðastliðnum fór ég líka að hugsa minn gang. Svo ég get hugsað vel um alla englana mína verður mér að líða vel, ég var orðin ótrúlega kvalin í líkamanum vegna gigtar, kom mér varla uppúr sófanum, hvað þá að gera eitthvað af viti inná heimilinu og andlega líðan var komin langt niður. Ég var lengi að reyna ákveða mig hvað ég ætti að gera fyrir mig svo mér færi að líða betur jú að lokum fann ég mér þennan flotta einkaþjálfara einsog ég hef sagt einhverri færslunni minni sem kostar ekki hálfan handlegg einsog margur gerir.
Í mars eða réttara sagt 19.mars breyttist minn lífstíll og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mín líðan hefur breyst mikið. Ég finn varla fyrir gigtinni, mér finnst ekki lengur erfitt að gera einföldustu hluti jú einsog að skúra t.d., mataræðið mitt hefur breyst, drekk mikið vatn, borða mikið af ávöxtum og halda mig frá namminu er ekkert svo erfitt. Plús það er ég búin að losa mig við nokkur kg en ég er með markmið sem ég ætla að ná um jólin svo ég hef 215 daga til stefnu og þá ætla ég að verðlauna mig með fleiri en einum kjól og EKKI svörtum einsog flest fötin mín eru.
Já ég er fyrirmynd barnanna minna og þarf að "haga" mér þannig, fyrir þau að horfa á mömmu sína líða illa bætir ekki líðan þeirra. Þess vegna ákvað ég að breyta um lífstíl, þó svo ég sé ennþá í joggaranum þá líður mér miklu miklu betur á líkama og sál en ég tími heldur ekki að kaupa mér föt þessar vikurnar því ég ætla mér að losna við fleiri kg áður en það gerist. Ég er hjá einkaþjálfara 3x í viku og er meir að segja farin að labba upp Esjuna en stefnan er sett ALLAVEGA einu sinni í viku í sumar og annað skipti sem ég fór hana hljóp ég niður sem ég hélt að ég gæti ekki vegna grindarinnar minnar en ég gjörsamlega sveif niður mér leið svo vel og fann ekki fyrir neinu í grindinni. Þegar ég var komin niður hefði mig langað að hlaupa aðra svona ferð en lét þetta samt duga. Bara yndisleg tilfinning! Það er alveg ótrúlegt hvað hreyfing gerir mikið fyrir mann sem ég hef reyndar ALLTAF vitað en bara aldrei komið mér almennilega í gang því það hefur oftast verið eitthvað annað mikilvægara í forgang en ég VERÐ að hugsa um mig líka ef ég vil vera til staðar fyrir litlu snillingana mína sem þarfnast mín. Því BARA að mamma þeirra kaupir sér kjól og finni sig aðeins til gleður þau endalaust mikið.
Ég hef ekki hugmynd hvernig næstu mánuðir verða hjá Maístjörnunni minni sem er reyndar ofsalega þreytt þessa dagana eða þegar "gammageislarnir" eru hættir að vinna sína vinnu þá verð ég líka að vera heil heilsu til að geta sinnt henni og hinum en ég vona bara svo heitt og innilega að þeir geri sitt og stoppi vöxtinn á þessum fjanda. Vávh hvað hún er annars farin að þrá frí og ég get ekki beðið með þegar þær systur eru komnar í frí frá skólanum og við förum að "vinna" í matjurtagarðinum okkar og svo er ég líka búin að lofa litlu mömmupungsunum mínum að þeir verði aldrei eitthvað lengi á leikskólanum á daginn því okkur langar að njóta sumarsins saman.
Slaugan sem er búin að losa sig við 4kg síðan 19.mars en stefnan sett miklu hærra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.5.2011 | 18:06
Á meðan fæturnir bera mig
Fyrir hönd Þuríðar minnar vil ég þakka fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið senduð henni/mér tilefni dagsins á föstudaginn en hún átti æðislegan afmælisdag.
En mig langar að benda ykkur á skemmtilegt verkefni sem verður í gangi í byrjun júní http://www.mfbm.is/ en það var fjallað um það í sunnudagsmogganum núna um helgina. Í stuttu máli þá ætla tvenn hjón (önnur þeirra í SKB-Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna) að hlaupa hringinn í kringum landið á 15 dögum til styrktar SKB.
Meðan fæturnir bera mig er verkefni sem er helgað öllum börnum sem hafa greinst með krabbamein á Íslandi. Hlaupararnir vilja samt sem áður tileinka einu barni hvern dag sem hlaupið er. Þetta eru börn sem hafa snert hlauparana á einn eða annan hátt.
9.júní munu þau tileinka Maístjörnunni minni en það er dagurinn sem hetjan mín fer í rannsóknirnar sínar. Endilega styrkið þetta flotta verkefni þeirra en allur ágóðinn rennur einsog ég sagði beint til SKB.
Vil svo bara ljúka færsluna mína á flottustu töffurum ever eða þeim Hinrik Erni og Theodór Inga en hún var tekin af þeim í gær 21.05.11.
Þeir geta ekki verið "venjulegir" á myndum þessi snillingar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.5.2011 | 07:36
Hún á afmæli í dag....
Elsku bestasta og flottasta Þuríður Arna mín er 9 ára í dag.
Þuríður Arna mín er sú sem ég lít mest upp til, hún er þvílíkur nagli, endalaust fyndin, mikill húmoristi, dýrkar og dáir systkin sín, hún samgleðst ÖLLUM ef vel gengur hjá þeim, finnur til með þeim sem líður illa, elskar að "rífast" við afa sinn Hinrik, stendur með sínu fólki, elskar að vera innan um krakka, að gefast upp er ekki til í hennar orðabók og hún er sú ALLRA ALLRA skemmtilegasta og fallegasta 9 ára stelpa sem ég þekki. Systkin þín eru líka óendanlega stollt af þér.
Elsku bestasta og flottasta Maístjarnan mín hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, sem fékk þvílíka draumavinkvenna-afmæli á miðvikudaginn. Varst bingó-stjóri og stjórnaðir því svona líka vel enda ekki við neinu öðru að búast. Þú hefur gengið í gegnum alltof erfiða hluti í gegnum ævina og ég ætla rétt að vona að þú þurfir ekki að upplifa neitt meira slæmt um ævina þú átt svo miklu meira betur skilið.
Ég veit að þú og Blómarósin okkar eigið eftir að skemmta ykkur endalaust vel í veislunni sem þið fáið í kvöld. Elskum þig MEST í heimi.
Hérna er ein af hópnum sem mættu í veisluna til Maístjörnunnar minnar, þetta eru bekkjarsystur og nágrannar. Ég er að segja ykkur það hún HEPPNUST í heimi að eiga svona góða að. Þessar stelpur hafa ALDREI strítt henni, gert grín af henni vegna steranna (þegar útlit hennar breyttist mjög hratt en auðvidað brá þeim mikið), í tímum fær hún sína athygli (í tjáningu) og aldrei dettur þeim í hug að hlæja að henni ef hún kemur ekki orðunum rétt "útur sér". Við gætum ekki hugsað okkur betri bekkjarfélaga eða vinkonur, flottastar!!
Hérna eru þær systur í Stokkhólmi síðasta sumar eða þegar Maístjarnan mín lagðist undir "gamma"hnífinn og auðvidað breyttum við leiðinlegri og erfiðri ferð í skemmtilega og kíktum í tívolíið en hún er rosaleg tívolí"kerling". Besti í heimi að vera með henni í tívolíið og heyra hana skella uppúr og garga af spenning.
Í gegnum veikindin sín hefur hún kynnst ofsalega skemmtilegu, góðu fólki með yndislega sál sem eru alltaf tilbúin að leyfa henni að hitta sig bara að henni líði sem best. En leikonan Vigdís gunnarsdóttir sem leikur t.d. hana Höllu Hrekkjusvín hefur veitt Þuríði minni mikla athygli eða alveg síðan í nóv'05.
Já afmælisbarnið hefur kennt okkur hinum hvað heilsan er okkur mikilvæg og að horfa alltaf á björtu hliðarnar í lífinu þó svo það sé stundum erfitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar