Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Konguló, konguló, vísaðu mér á berjamó.

Við fjölskyldan fórum á Þingvelli í gær í þessu yndislega veðri.  Týndum heilan helling af krækiberjum en það var endalaust mikið af þeim þarna en Oddný Erla mín var dáltið fúl að það voru engin bláber. 
P8082399 [1280x768]
Hérna er Maístjarnan mín en hún var meira fyrir að slaka aðeins sá og skoða blómin en að leita af berjum eða svona undir lokin þá fór hún á fullt og týndi heilan helling.
P8082376 [1280x768]
Hinrik Örn aðal töffari hugsaði meira um lookið en að týna berin en skemmti sér samt ótrúlega vel enda elskar hann að vera svona útí náttúrunni.
P8082412 [1280x768]
Öll berin sem voru týnd í ferðinni sem var reyndar bara ca klukkutíma-týnsla en mikið fór uppí okkur á meðan týnslunni fór fram.
P8082433 [1280x768]
Við förum náttúrlega ekki í ferðalag í dag án þess að boltinn sé með og hérna er súper töffarinn hann Theodór í fótbolta en ekki hvað??
P8082438 [1280x768]
Systurnar sáu svo um að hjálpa pabba sínum að grilla hamborgara handa okkur en við fundum okkur kósý stað til að grilla á og leika okkur.
P8082429 [1280x768]
Að sjálfsögðu var svo ein systkinamynd en ekki hvað.

Yndislegur dagur í gær sem við áttum á Þingvöllum, allir hressir og kátir enda ekkert annað í boði.


Afsakið hlé....

Við erum komin heim og ég hef bara verið algjörlega tóm síðan við komum heim.  Mikill léttir að þessari meðferð er lokið og svo mikill kvíði fyrir því hvernig meðferðin tókst þar að segja tókst að drepa þetta æxlið, "poppa" upp önnur æxli í kjölfarið, hvernig koma aukaverkanirnar út og svo lengi mætti telja.  Núna tekur við bið, það getur tekið allt uppí ár til að sjá hvernig þetta tókst og það getur líka tekið allt uppí ár eftir að aukaverkanir láti sjá sig. 

Hrikalega erfiðir mánuðir framundan því við vitum EKKERT en læknarnir okkar úti voru mjög ánægðir hvernig meðferðin tókst þó svo æxlið var búið að stækka um nokkra mm síðan í maí en þá var það ekki óviðráðanlegt einsog þeir sögðu þar að segja fyrir "gammahnífinn" en þeir voru dáltið smeykir hérna heima ef við myndum þurfa bíða of lengi eftir að komast undir "hnífinn" þá þyrfti að hugsa uppá nýtt hvernig meðferð hún ætti að fara í.  Enn sem betur fer kom ekki af því.

Á þessum tíma vorum við búin að ákveða (ásamt hennar "team-i) að losa okkur við "brunninn" hennar en því miður breyttust aðstæður í maí og á "brunninum" þarf hún á að halda.  Það kom líka til greina að minnka enn meira flogalyfin hennar með haustinu en það breyttist að sjálfsögðu líka því miður.  Í staðin þyrfti frekar að stækka skammtinn hennar þar að segja ef hún fengi fleiri krampa en þennan um miðjan júlí. 

Já þetta er allt saman ósanngjarnt!! Maístjarnan mín er samt mjög hress en þreytt. 

Eigið góða helgi, væri til í að eyða þessari helgi í berjatýnslu með börnunum.  Veit einhver hvar/hvort ég get fengið vel þroskuð ber einhversstaðar, ekki mjög svo langt frá borginni?


Svíþjóð - dagur 6

Þetta er búið að vera mikill hamingjudagur hjá stelpunum mínu og jú auðvidað okkur.  Við vorum mætt í tvíloíið hérna í Stokkhólmi um leið og það opnaði, þá þurftum við ekki að bíða svo lengi eftir því að komast í tækin sem var bara snilld.  Stelpurnar gátu farið í öll tækin sem þær vildu og höfðu stærð í sem var endalaust gaman.  Það var sem sagt mikil gleði og mikil kátína hjá stelpunum mínu í dag en eftir tívolí ákváðum við að skella okkur í sjávardýrasafnið sem er hliðina á tívolíinu og hitta nokkra hákarla, froska og marga skrýtna fiska.  Ætluðum í kaffi til drottingarinnar en þurftum að afboða okkur á síðustu stundum þar sem Hard Rock heillaði meira J.

Núna erum við uppá hóteli að pakka því heimför er á morgun, fyrr en áætlað var sem er  gaman!!

Þuríður mín er  hress, það er ekki að sjá á henni að hún hafi verið í meðferð eða farið undir „gammahnífinn“ á fimmtudaginn.  Hún kvartar undan þreytu en „ekkert meira en það“ sem er að sjálfsögðu gott.  Ef þetta hefði verið ég þá væri ég væntanlega ennþá inniliggjandi með verkjastillandi í æð en oft er sagt að börn eru fljótari að jafna sig en við fullorðnafólkið.

Þessir dagar hérna í Svíþjóð eru búnir að vera bæði ofsalega erfiðir og líka mjög skemmtilegir, höfum aðeins geta gleymt okkur  í smá skemmtun sem er stór plús í þessari ferð.  Oddný Erla blómarósin okkar hefur líka hjálpað okkur mikið og þá sérstaklega Þuríði sinni, einstaklega góðar og nánar, miklu  nánari en áður.

Einsog oft áður ætla ég að enda þessa færlsu á myndum dagsins en næst þegar ég blogga þá verður það frá klakanum okkar. J
P8012220 [1280x768]

P8012252 [1280x768]

P8012312 [1280x768]


Svíþjóð - dagur fimm

Dagurinn er búinn að vera frekar rólegur en samt dáltið þreyttur hjá flottustu hetjunni minni sem tók sér smá lúr í göngutúrnum okkar í dag.  Við urðum að sjálfsögðu að nýta tækifærið og kíkja í eina, tvær h&m búðir og versla smá skólaföt á þær skvísur enda sú yngri að hefja sína fyrstu skólagöngu í haust.  Nota bene er hún búin að reikna eina reiknisbók og nennti nú ekki að vera staldra lengi við plús og mínusinn svo hún er farin að læra margföldun og komin langleiðina með hana.  Bara snillingur!!

Þar sem þetta gekk svona líka vel með Þuríði mína þá er búið að breyta heimför og við getum ekki beðið með að knúsa strákana okkar.

En morgundaginn ætla þær systur að skreppa í tívolíið hérna í Stokkhólmi og ég veit að það mun EKKERT stoppa Þuríði mína að fara í öll þau stærstu tæki sem hún hefur stærðina í, verst að hún er frekar stutt í annan endan einsog mamma sín svo hún fær ekki að fara í þau öll einsog "aldur" segir til.  Við foreldrarnir erum kanski fegnir þar sem við erum ekki alveg jafn rússíbanaóð og hún.LoL  Mikið hlakka ég samt til að sjá hana skellihlæja allan daginn á morgun.

Núna tekur róleg kvöldstund við.  Enn og aftur takk fyrir allar kveðjurnar sem þið hafið sent okkur og ég verð að afsaka en ég get því miður ekki svarað mailunum sem ég fæ hérna í gegnum outlookið mitt þar sem hótel-netið leyfir það ekki.


Svíþjóð - dagur fjögur - seinna færsla dagsins

Stórkostlega, sterkasta, flottasta og óútreiknanlega Maístjarnan mín var útskrifuð af spítalanum í  morgun og mætti svona líka hress uppá hótel til okkar mægðna.  Þvílíkur kraftur í einni stúlku!!  Hún er reyndar óútreiknanleg og kemur öllum alltaf sífellt á óvart svo það er næstum því hætt að koma okkur á óvart hvernig hún er J.

Eftir að hún kom uppá hótel sáum við að við þyrftum ekki að hanga þar í allan dag svo það var ákveðið að skella sér heim til Línu Langsokk og Kalla á þakinu.  Reyndar fannst þeim systrum þetta frekar barnalegt allt saman fyrirutan þegar við fórum í lest í gegnum alla söguna eða þær sögur eftir Astrid sem var ótrúlega gaman.  Það er líka allsstaðar svo troðið og við erum ekkert sérlega mikið að fíla það.  Fyrir utan þetta „safn“ voru mjög skemmtilegir upplásnir „boltar“ sem þær skelltu sér í og skemmtu sér svona líka vel en hérna eru myndir af þeim.
P7302151 [1280x768]
Hérna eru þær báðar í sínum kúlum.
P7302161 [1280x768]
Oddný Erla í sinni en hún ætlaði fyrst ekki að þora en það var sko lítið mál fyrir Maístjörnuna mína þar sem hún elskar allt eitthvað svona og ef hún fengi að ráða færi hún öll stærstu tívolí tæki sem til væru en tívolí er það sem gleður hana mest.

Þar sem við vorum svo sniðug að taka kerruna að heima með í þetta ferðalag þá var tilvalið að skella sér á rölt í bæinn en þar gat Maístjarnan okkar hvílt lúin kropp enda hefði hún aldrei meikað meira rölt þó svo það hafi ekki verið langt eða mikið í kringum „safnið“.

Hérna í Stokkhólmi er „Gay pride vika“ svo við ætlum að kíkja í bæinn á morgun (með Þuríði í kerru að sjálfsögðu) og fylgjast með mannfjöldanum.

Annars erum við komin uppá hótel sem við ætlum að slappa af eða halda smá „partý“ með nammi og kóki og jú það má ekki gleyma „Pet shopinu“ eða nýja uppáhalds dóti þeirra systra.  Njótum þess líka að sofa út í fyrramálið þar sem við höfum þurft að fara á fætur fyrir allar aldir og allir orðnir vel þreyttir en fyrst við megum sofa út þá verðum við ö-a öll vöknuð kl sjö (vona samt ekki).

Hérna eru þær systur í góðum fíling niður í bæ í dag.  Mér finnst endalaust gaman að sjá hvað þær eru miklar vinkonur í þessari ferð, mikill kærleikur á milli þeirra og ná endalaust vel saman.
P7302192 [1280x768]

Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina, það hefði ekki verið leiðinlegt að vera gera eitthvað allt annað þessa helgina en við erum að gera en OKKAR TÍMI MUN KOMA .....á næsta ári J þar að segja með strákunum okka rlíka.  Svo við njótum þess bara að gera eitthvað fjögur saman og dekrum við flottustu stelpurnar okkar.

Knús í ykkar hús.


Svíþjóð - dagur 4 - fyrri færsla dagsins

Það var nú ekki mikið um svefn hjá þeirri sterkustu og Skara mínum í nótt.  Hjúkkurnar voru víst að koma ansi oft inná herbergi til þeirra til að gefa þeirri sterkustu verkjalyf sem ég skil kanski ekki þar sem hún var ekkert að kvarta og svaf einsog steinn fyrirutan að sjálfsögðu þegar þær voru alltaf að koma og vekja hana.  Þannig alltaf þegar hún var ný sofnuð þá var hún vakin með lyfjum.  Svo á endanum var Latibær settur í tækið enda stúlkan glaðvöknuð fyrir allar aldir þökk sé hjúkkunum sem voru að sjálfsögðu að sinna sínu starfi.

Ég og Oddný mín Blómarós sváfum ótrúlega vel til rúmlega sex en þá eru Svíarnir farnir að vinna einsog brjálæðingar hérna fyrirutan hótelið og það heyrist svona líka vel þó svo við séum á þrettándu hæð.

Veit ekki hvernig dagurinn verður hjá okkur en það kemur í ljós í kringum tíu þegar læknarnir fara að labba á milli.

Enn og aftur takk fyrir ÖLL kommentin þau gera ótrúlega mikið fyrir okkur ÖLL, svoooo gaman að lesa þau fyrir stelpurnar mínar.
P7292046 [1280x768]
Hérna er Blómarósin mín að kveðja systir sína rétt áður en hún fór í svæfinguna, endalaust flottar og bestar.

Eigið góðan dag, ég er vissum að okkar verður FRÁBÆR.  Skjáumst aftur í kvöld.


Svíþjóð - dagur 3 - seinni færsla dagsins

Dagurinn í dag er búinn að virkilega erfiður og svo líka góður.  Þuríður mín er búin að standa sig einsog sönn hetja og ekki kvartað einu sinni, ekki það að hún sé eitthvað vön að kvarta en það er víst ekkert rosalega þægilegt að vera með þetta "trylli tæki" um höfuðið sem var sett á hana til að koma geislunum á eins nákvæman stað og læknarnir þurftu.  Læknirinn sem sá um "aðgerðina" var ánægður með hvernig til tókst og sagði að þetta hefði farið nákvæmlega eftir plani sem er bara einsog við vildum að sjálfsögðu.
P7292042 [1280x768]
Hérna er Maístjarnan mín í undirbúningi fyrir "gammahnífinn" einsog alltaf fylgist hún grannt með.

Æxlið var víst búið að stækka um nokkra mm síðan í maí sem er að sjálfsögðu ekki gott en einsog læknirinn orðaði það þá var það ennþá viðráðanlegt fyrir "gammahnífinn".  Þessi meðferð mun væntanlega ekki minnka æxlið en þetta er gert til að stoppa vöxt þess sem við trúum að það mun takast enda ekkert annað í boði.  Það geta komið mjög svo leiðinlegar og erfiðar aukaverkanir sem við verðum að sjálfsögðu að takast á við ef/þegar þær koma en þær geta alveg komið ári eftir þessa meðferð.  Ætla mér ekkert að fara útí þessar aukaverkanir nánar nema ef/þegar þær koma og á meðan fær fólkið mitt/okkar bara að heyra um þær.

P7292049 [1280x768]
Hérna eru þær systur rétt fyrir svæfingu.

Það tók Maístjörnuna mína ekkert svo langan tíma að vakna eftir "aðgerðina/gammahnífinn", hún var á miklum verkjalyfjum svo hún gat að sjálfsögðu ekki setið án hjálpar en var ekki lengi að jafna sig eftir það, reyndar er hún ennþá á verkjalyfjum en samt ekki eins sterkum. 
P7292068 [1280x768]
Hérna er Maístjarnan mín uppi á "vöknun" stuttu eftir að við hittum hana, reyndar sofandi og mikið lyfjuð.
P7292090 [1280x768]
....og hérna er hún ca fjórum tímum síðar komin uppá herbergi í góðum fíling.  Þvílíkur snillingur þessi stelpa og ekki að sjá á henni að hún er nýbúin að ljúka þessari meðferð.  Nýbúin að láta taka umbúðirnar af sér og tala við fólkið okkar heima á skype.  Snilld þessi skype, geta tjattað við strákana okkar og komið upplýsingum til fólksins okkar bara um leið og við fáum fréttir.  Elska þessa tækni.

Þess má geta að hún fékk tæpa 200 geisla í höfðuðið sem eru frekar vægir en verða mjög sterkir þegar þeir mætast alllir.  Það sem við höfum frá læknum okkar þá er hún fyrsta íslenska barnið (allavega sem býr á Íslandi) sem fer í þennan "gammahníf" en margir Íslendingar (fullorðnir) hafa farið í hann.

Ég las núna seinni partinn kveðjurnar frá ykkur fyrir Maístjörnuna mína og Blómarósina mína og þær voru eitt bros í framan allan tíman.  Þar sem Maístjarnan mín er sú allra sterkasta sem ég hef kynnst og þekki þá höfum við ákveðið að kíkja í heimsókn til Línu Langsokk um helgina og kynna hana fyrir þeirri allra allra sterkustu, sú verður fúl þegar hún fær að hitta Þuríði mína.  En sú sterkasta gistir á spítalanum í nótt ásamt pabba sínum og við mæðgurnar erum komnar uppá hótel og ætlum að kúra saman og hafa það notalegt saman en henni finnst það rosalega spennandi.

Biðjum að heilsa á klakan og sendum bestu kveðjur úr þrumunum í Svíaríki.


Svíþjóð - dagur 3 - fyrri færsla dagsins.

Vorum mætt eldsnemma uppá spítala í morgun og undirbúningurinn hófst fljótlega eftir að við komum.

Þuríður mín stóð sig að sjálfsögðu ótrúlega vel í öllu, heyrðist ekki "múkk" í henni þegar hún var sprautuð enda heyrist aldrei neitt í henni þó svo það sé verið að pína hana.  Óskar hefði bara átt að vera þegar hún var svæfð en svo var ákveðið að leyfa okkur þremur að vera sem var að sjálfsögðu æði.  Þó svo þetta sé í "hundraðasta" sinn sem hún er svæfð finnst mér það alltaf jafn erfitt.

Íslenski svæfingalæknirinn mun fylgja okkur í allan dag sem er bara fullkomið og sinnir okkur 150% væntanlega miklu meira en hann á að gera.  Hann var einmitt að hringja í okkur rétt í þessu til að láta okkur vita að það gengur allt vel hjá henni og allt er eftir áætlun.  Mikið hlakka ég til að hitta hana eftir ca tvo til fjóra tíma uppá "vöknun".

Oddný Erla mín á frekar erfitt í kringum allt þetta ferli en hún minnir mig dáltið á sjálfan mig, finnst erfitt að brotna niður fyrir framan aðra og reynir allt sem hún getur að fara ekki að gráta.  Svo þegar við vorum búnar að kveðja Þuríði mína þá ákváðum við að kíkja í h&m sem er hennar uppáhalds búð og er föst við hótelið sem við búum á þessa dagana og kaupa smá gjöf handa Þuríði sinni sem henni fannst ekki leiðinlegt að velja og svo rétt áður en við förum uppá spítala verður kíkt í dótabúðina og keypt eitt "Pet shop" dýr sem uppáhalds dótið þeirra systra og gefið stóru systur þegar hún vaknar.  Oddný Erla litla blómarósin mín er ekki minni hetja en Maístjarnan mín.

Við erum reyndar ótrúlega þreytt, frekar mikið álag en ég og Oddný náum okkur enganveginn niður til að hvíla okkur en það er gott að Skari minn nær því.

Núna ætla ég aðeins að knúsa blómarósina mína áður en við kíkjum í dótabúðina sem er líka föst við hótelið okkar og kaupum eitt stk pet shop dýr.

Skrifa aftur í kvöld og hlakka mikið til að lesa öll kommentin frá ykkur fyrir Maístjörnuna mína.
Knús á ykkur öll.


Svíþjóð - dagur 2

Þá er degi tvö að ljúka hérna í Svíþjóð og við erum öll virkilega þreytt, þó svo við séum bara búin að vera hérna í tæpa tvo sólarhringa. 

Dagurinn í gær byrjaði mjög snemma eða með ræsi kl 4:15 því við áttum flug snemma og dagurinn í morgun byrjaði svipað snemma eða við þurftum að vakna 5:30 á íslenskum tíma (ég tala bara í íslenskum tíma).  Við þurftum sem sagt að vera mætt uppá spítala í morgun í nokkur „tjékk“ fyrir sex tíma (vonandi ekki lengur) svæfingu á morgun.  Við vorum líka svo heppin að í einu „tjékkinu“ tók einn íslenskur verðandi svæfingalæknir á móti okkur og þá gátum við talað okkar tungumál það kom okkur nefnilega mikið á óvart hvað Svíarnir eru lélegir í enskunni.  Íslenski læknirinn vonaðist til og við að sjálfsögðu líka að hann verði með okkur eða réttara sagt Þuríði minni allan tíman á morgun sem henni verður haldið sofandi.

Eftir heimsóknina á sjúkrahúsið ákváðum við að rölta aðeins um bæinn og kíkja í eina H&M búð þar sem Oddnýju minni Erlu dreymdi að kíkja þangað inn sem gladdi að sjálfsögðu móðirina MIKIÐ.  Hún er nefnilega farin að hafa miklar skoðanir á því í hverju hún klæðist og fannst ekki leiðinlegt að skoða öll fötin en samt aðallega klútana sem er nýjasta æðið hennar.  Þuríði minni fannst það nú heldur ekkert leiðinlegt en hefur ekki jafn sterkar skoðanir. 

Eftir spítalaferð sem tók hálfan daginn og rölt um bæinn erum við komin uppá hótel mjög þreytt og ætlum að fara snemma sofa þar sem vöknun einsog hina tvo dagana er mjög snemma en Þuríður mín á að vera mætt uppá spítala kl fimm og svo er svæfing klukkutíma síðar.  Einsog ég sagði þá mun þetta vonandi ekki taka lengri tíma en sex klukkutíma en þessir klukkutímar verða hrikalega erfiðir.

Þuríður mín er ágætlega hress, borðar reyndar ekkert svakalega mikið og búin að taka tvö grátköst í dag en það er einsog hún sé að átta sig alltaf betur og betur á tilfinngingum sínum.  Hún er ekki vön að taka svona köst svo þetta kemur okkur mjög á óvart en samt mjög glöð því við lítum bara á þetta sem þroskamerki hjá henni.  Það er einhver mikil viðkvæmni í gangi.

Við sjáum líka hvað það var gott hjá okkur að taka Oddnýju með okkur í þessa ferð því hún er mikill styrkur fyrir stóru systur og þær eru ná rosalega vel saman hérna.  Jú þær eru oftast mjög góðar vinkonur og leita mikið til hvorannarra en þá erum við að sjá skemmtilegar og góðar hliðar hjá þeim saman, æji það er frekar erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki þekkja til þeirra.

Við erum nú ekki búin að dvelja lengi hérna í Svíaríki en þá erum við búin að komast að því hvað margt hérna er hrikalega dýrt, jiiiidúddamía!!  Þetta væri allavega ekki fyrsta landið sem ég myndi velja ef ég væri að ferðast um heiminn og langaði að versla eitthvað eða borða ágætis mat, nei ekki alveg!!

Núna förum við að fara leggjast á koddan og biðja þennan þarna uppi að þetta muni takast fyrir fullt og allt hjá Þuríði minni.   ......vill líka láta ykkur vita, kveðjurnar sem þið setjið hérna inn mun ég lesa fyrir Þuríði mína svo það væri ekki leiðinlegt að fá einhverjar skemmtilegar og góðar kveðjur til hennar hérna í kommentinJ.  Enda svo færsluna af þremur myndum af þeim systrum, ein er af þeim systrum þegar þær voru að bíða eftir doktorunum á biðstofunni, frekar þreyttar eftir lítinn svefn, ein þegar þær eru að spila fótboltaspil á leikstofunni á barnapsítalanum og svo sú þriðja niðrí bæ í góðum en samt mjög svo þreyttum „fíling“.

Megið svo hugsa fallega til Þuríðar minnar þegar þið vaknið í fyrramálið en þá er henni haldið sofandi og hún leggst undir „gammahnífinn“.
P7282014 [1280x768]

P7282016 [1280x768]

P7282036 [1280x768]


Svíþjóð á morgun

Þá er alveg að koma að þessu og kvíðahnúturinn orðinn frekar stór.  Þuríður mín leggst undir "gammahnífinn" á fimmtudaginn og verður þá haldin sofandi allan daginn og mig kvíður óendanlega mikið fyrir því. 

Við fórum í okkar síðustu læknaferð uppá Barnaspítala áðan fyrir ferðina, hittum taugalækninn okkar góða sem ætlar ekki að stækka flogaskammtinn hennar alveg strax og vonandi verður ekki þörf fyrir það, bara EF hún krampar aftur þá verður hann stækkaður sem mun ekki gerast en samt að sjálfsögðu mikil hætta á.

Oddný Erla, litla viðkvæma blómið mitt mun koma með okkur til Svíþjóðar.  Hún á ofsalega erfitt einsog ég hef oft sagt áður og við viljum bara sýna henni að þessi meðferð er ekki eins slæm og hún heldur og reyna gera gott úr henni í leiðinni(þar að segja ferðinni).  Hún á mjög auðvelt með að brotna niður bara útaf engu og fær martraðir og það er ofsalega sárt og erfitt að horfa á hana svona leiða.  Hún ítrekar líka alltaf í bænum sínum á kvöldin að "Hann EIGI að láta Þuríði lagast í höfðinu" og hann SKAL gera það, fyrir fullt og allt.

Litlu mömmupungarnir mínir taka þessu ekki jafn mikið inná sig, Hinrik veit náttúrlega ekkert hvað er að ske en hann er á sama aldri og blómarósin mín hún Oddný þegar við fórum til Boston með Þuríði mína.  Theodór er alveg sama þó svo hann sé ekki að koma með bara ef við kaupum Spiderman dót handa honum þegar við komum heim en hann spáir samt dáltið í veikindin.  Spyr oft "mamma allir sem þekkja Þuríði eru þeir leiðir?" ...."en þeir sem þekkja hana ekkert, eru þeir nokkuð leiðir?"  Fannst samt gott að hann byrjaði að tjá sig aðeins um þetta í einum "hóptíma" á leikskólanum.  Strákarni verða líka í geðveiku dekri á meðan við erum úti.Wink

Þuríður mín flotta Maístjarna er ágætlega hress nema þreytan er farin að segja til sín, hún er farin að kúpla sig mikið útur fjöldanum og einsog ég hef sagt þá vill hún helst bara liggja fyrir og horfa á DVD eða spila tölvuleiki.  Maður veit ekki hvað þessi þreyta merkir hjá henni en vonandi bara gott því ég er líka ofsalega þreytt þessa dagana þó svo við séum nýbúin að ljúka góðu fríi sem við þráðum mjög mikið til að byggja okkur upp fyrir verðandi stríð.

Núna þarf maður víst að henda nokkrum flíkum ofan í tösku og vonandi verður netið á spítalanum eða hótelinu sem við verðum á svo ég get hent inn fréttum daglega.

Ha det bra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband