Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2009 | 21:03
Afslöppunarhelgi framundan
Síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir og viðburðaríkir, við fórum til dæmis í fjöruferð á Stokkseyri í dag sem var endalaust gaman og skemmtum okkur í frispí. Þreytan farin að segja til sín þess vegna verður bara afslöppun og rólegheit um helgina en ekki hvað með skemmtilegu fólki. En hérna eru nokkrar frá deginum í dag og njótið helgarinnar.
Við veiddum nokkra krabba og Hinrik Erni fannst þessi frekar spennandi.
Ef Oddný hefði fengið að ráða þá hefði hún tekið hálfa fjöruna með sér heim og var sko óhrædd að halda á þessum "kvikindum".
Svo var lært frispí sem Theodór skemmti sér svona líka vel í.
Þuríði Örnu fannst þetta líka endalaust skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2009 | 22:25
Nokkrar myndir
Laaaaang flottustu bræðurnir í smá leik saman. Theodór minn getur ekki beðið eftir að Hinrik getur farið að gaurast með honum.
Hinrik mínum finnst spaghettí gott, mikið matargat þessi drengur.
Við kíktum á Slakka í Laugarásnum í gær og það fannst börnunum sko ekki leiðinlegt, Þuríður mín hefði sko alveg viljað taka þennan með sér heim en það var víst ekki í boði.
Oddný Erla mín vildi sko fá þessa með sér heim en það kætti hana samt alveg nóg að fá að halda á henni, vildi reyndar ekki sleppa henni.
Fórum líka í minigolf og það var mikill fögnuður þegar kúlan fór ofan í holuna.
Ætlum að hafa næstu daga alveg jafn skemmtilega og síðustu daga og reyna gleyma okkur fyrir myndatökurnar hjá hetjunni minni, maginn verður alveg nógu mikið á hvolfi.
Eigið góða helgi og hafið það sem allra best.
Knús í hús!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2009 | 16:34
Vika í myndatökur....
...og maginn er gjörsamlega á hvolfi, mér kvíður svona líka fyrir þessum degi bara einsog alltaf. Engar sýnilegar ástæður fyrir því að ég ætti að vera svona kvíðin en þetta hverfur víst aldrei því verr og miður.
Þuríður Arna mín byrjaði á badmintonnámskeiði í síðustu viku og það gekk ekki einsog maður vildi en stúlkan var gjörsamlega búin á því eftir tvo tíma og þá vildi hún bara að fara sofa sem hún fékk að sjálfsögðu þannig hún náði tveimur dögum af námskeiðinu. Hún er held ég farin að finna að hún hefur ekki sömu krafta og getu einsog jafnaldrar hennar og þess vegna fljót að gefast upp og reynir bara alls ekkert sem er frekar erfitt að horfa uppá.
Alltaf helgina fyrir myndatökur höfum við Skari haft þá reglu að gera e-ð saman en það verður víst ekki fyrir þessar myndatökur í staðin gerum við e-ð skemmtilegt öll saman þó svo ég hefði glöð vilja hitt. Við fórum líka á smá "djamm" um helgina en minn eldri bróðir var að gifta sig og það var svona líka gaman en hérna er ein frá brullupinu hans og Söru:
Þetta er ég, Birta Dögg bróðurdóttur mín og Oddný systir. Mín fór að meir að segja og keypti sér kjól fyrir veisluna og ég man ekki einu sinni eftir því hvenær ég gerði það síðast, oh mæ god!! Þarf kanski að fara standa mig betur í fatakaupum á sjálfan mig, ætlaði mér að fara í e-h bol í gær þegar ég fattaði að báðir bolirnir mínir væru óhreinir. Díssúss!!
Hinrik litla rjómabollan mín orðinn frekar pirraður einsog hann er búinn að vera í viku ca, hiti og leiðindi en reyndar ekki í dag. Fann e-h stóra blöðru í munninum hans áðan sem maður lætur líta á ef hún fer ekkert að hverfa.
Hin þrjú ágætlega hress, er verið að ath ýmislegt fyrir Þuríði mína fyrir veturinn. Erum t.d. að hætta í greiningarstöðinni og verið að færa hetjuna mína yfir í styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun sem er bara spennandi þó svo við eigum eftir að sakna okkar fólks þar. Búið að skrá Oddnýju og Theodór í fimleika í vetur sem þau bíða spennt eftir að byrja í og svo byrjar mín að sjálfsögðu í skólanum í haust, verð í fimm greinum (úúfffhh) svo ég næ að útskrifast í vor þannig ég get sjálfri mér um það kennt að vera svona "gráðug". Hinrik minn verður að sjálfsögðu heima hjá mér og við munum læra og leika okkur saman, keyra Þuríði mína á milli staða og hin tvö líka. Þannig það er bara spennandi vetur framundan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.8.2009 | 14:03
Andlaus
Ætlaði að "drita" niður nokkrum línum en er bara ekki að nenna því, þreytt og andlaus. Þuríður mín mætti vera kátari (hamingjusamari) og litla rjómabollan mín kominn með flensuna (ekki svína samt).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.8.2009 | 19:41
18.ágúst'09
Þá er það ákveðið að Þuríður Arna mín fer í sýnar rannsóknir 18.ágúst. Þegar ég heyrði það í dag þá fékk ég smá í magan og fór e-ð að líða illa, ekki spurja afhverju en ætli það séu ekki "bara" fylgikvillarnir. Væri óskandi að þessi kvíði myndi einhverntíman hverfa en hann hverfur ö-a aldrei alveg sama hvursu mikið æxlið mun minnka, alveg óþolandi kvíði. Mér finnst reyndar mjög fínt að hún mun klára þetta áður en skólinn byrjar þá hefur maður líka e-ð (góðar fréttir að sjálfsögðu) til að segja þeim áður en hann byrjar og þó svo við ætluðum að vera læknalaus í sumar en þá er líka fínt að gera þetta á meðan Skari er í fríi.
Ég byrjaði með hana á námskeiði í dag og Oddnýju Erlu, er með þeim hálfan daginn. Eftir rúma tvo tíma af námskeiðinu (af fjórum) var Þuríður mín gjörsamlega búin á því og bað um að fá að fara sofa sem hún fékk að sjálfsögðu. Þá fékk ég smá "flash back" því að biðja um að fá að leggja sig hefur ekki gerst í laaaaaaangaaaaan tíman, vonandi bara tímabundið en það þarf ofsalega lítið til að maður fái mikið í magann. Grrrrrr!!
Helgin okkar var annars æðisleg og hérna koma nokkrar í viðbót af þeirri helgi:
Þuríður Arna mín skemmti sér svona líka vel að horfa á hetjurnar sínar Lúsí og co í Fjölskyldugarðinum.
Hún varð líka ennþá glaðari að fá að knúsa hana Lúsí sína.
Theodóri fannst geðveikt að fá að hitta Bakara svakara í Fjölskyldugarðinum.
Við kíktum líka í smá veiði fjölskyldan og hérna er Oddný Erla að reyna ná sér í fisk.
Engan fisk veiddum við en fengum þó eitt síli.
Hinrik Örn sat bara rólegur og horfði á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.8.2009 | 23:39
Engar fréttir, góðar fréttir.
Þetta sumar er búið að vera fullkomið og ég veit að það mun enda fullkomnlega og við fáum góðar fréttir úr myndatökunum hjá Þurðiði minni en við vitum það vonandi á þriðjudaginn hvenær hún fer í þær.
Hérna eru nokkrar frá helginni:
Systkinin á flippinu.
Ég hef aldrei kynnst jafn miklu töffara og honum Theodóri mínum, oh mæ god!! ...en samt aðeins of mikill gaur hehe.
Vorum á Akranesi í sólarhring og lékum okkur í nýslegnu heyi sem krökkunum fannst ekki leiðinlegt.
Kíktum í Brynjudalinn í berjamó og Þuríður mín varð smá þreytt og lagðist bara niður og hvíldi sig en ekki hvað?
Hún ákvað nú samt að týna nokkur ber bara svona til að sýna smá lit.
Oddný Erla sýnir stollt berjatýnsluna sína, ætlum einmitt að kaupa okkur skyr og rjóma til að setja berin útí, slurp slurp!!
Svo ein að lokum af rjómabollunni minni.
Helgin búin að vera yndisleg, kíktum í Fjölskyldugarðinn í dag og Þuríður mín fékk að hitta hetjuna sína hana Lúsí og þvílíkir fagnaðarfundir (kem myndir af því í næsta bloggi), stefnan er sett að ljúka helginni sem e-h skemmtilegu á morgun.
Knús í botn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2009 | 12:04
Bakþanki
Við vorum nú búin að ákveða að hafa ekki neinar myndatökur núna í ágúst, bara vera í fríi frá öllu í allt sumar en svo fengum við einhvern bakþanka og erum búin að biðja um þær núna í ágúst. Hringdum í hjúkkuna okkar áðan sem er reyndar í fríi en kemur í vinnu í næstu viku og ætlar að reyna fá myndatökurnar annað hvort 25.ágúst eða 1.sept. Æjhi oft þegar Þuríður mín verður þreytt einsog hún hefur verið síðustu vikur þá verður maður smeykur og þá ákvað ég líka að heimta þetta aðeins fyrr bara svo mér mun líða betur. Það er nú líka frekar óvanalegt að barnið er farið að sofa til níu á morgnanna en það er ekki svo langt síðan að hún vaknaði ALLTAf kl hálf sex eða sex. En þetta eru samt ö-a bara góða veðrið sem gerir þessa breytingar og hún leikandi sér allan daginn sem er frekar óvanalegt þar að segja að hún hafi orku í það, reyndar dregur hún sig stundum í hlé og farin að neita spurja eftir krökkum. Veit ekki hvort hún er farin að finna að hún er e-ð "minnimáttar", getur ekki allt sem hinir geta? Erfitt að geta í þessar eyður.
Ég held að maður hætti aldrei að vera hrædd alveg sama hvursu mikið æxlið mun minnka það þarf ekki mikið að ske að maður sé alveg á nálum. En hún er samt ágætlega hress, bara þreytan sem gerir mann smeykan en ég held samt og reyni að trúa því á meðan hún krampar ekki þá eru engar breytingar í gangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.7.2009 | 18:58
Nauthóllinn tekinn í dag
Æðislegt í Nauthólsvíkinni í dag, ég vissi ekki að þetta væri svona æði og börnin að fíla þetta sérstaklega Oddný Erla sem neitaði að fara heim. Hér eru nokkrar frá deginum:
Hinrik Örn var sko að fíla sandinn og lítið sem ekkert fór uppí munninn.
Theodór Ingi gat nú dáltið gaurast í sandinum.
Það var nú ekki leiðinlegt að sulla í sjónum.
Þuríði fannst ógeðslega fyndið þegar það var verið að grafa Skara í sandinn.
Auðvidað urðu systurnar að láta grafa sig líka í sandinn.
Þuríður Arna hefur það notalegt í sandinum á meðan pabbi hennar gróf yfir hana.
Well ekki spá meira svona veðri næstu daga þannig það er spurning hvað við tökum okkur fyrir hendi, eitt er víst að okkur mun ekki leiðast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.7.2009 | 21:09
Góður dagur að ljúka
Elska þetta sumar, síðustu vikur hafa verið æðislegar. Veðrið gæti ekki verið betra og við njótum þess að sjálfsögðu í botn. Kíkt var í sund í dag og ég hef ekki tölu á rennibrautaferðum krakkana og ef veðrið verður svona á morgun verður farið í Nauthólinn. Finnst reyndar Þuríður mín fljót að þreytast en vonandi er það bara sólin sem gerir hana þreytta en eftir "bara" klukkutíma í sundinu vildi hún fara uppúr og þá er nú mikið sagt vegna þess hún elskar rennibrautir og vatn.
Annars eru þau ágætlega hress, systurnar telja niður dagana á badmintonnámskeiðið sem þær ætla að fara á saman og að sjálfsögðu mun ég fylgja þeim bara vegna aðstæðna. Rúmur mánuður í myndatökurnar hjá Þuríði minni og stressið er farið að segja til sín, aaaarghhh!!
Ætla enda á einni af eldri töffaranum mínum sem er alveg að farast úr töffaraskap
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 18:14
Elska að taka myndir af þessum snillingum

Það var svo heitt úti þannig börnunum var bara hent í bununa sem þeim fannst ekki leiðinlegt.

Það var sko mikið hlegið.

Það þurfti nú ekki að setja Þuríði inní bununa, hún sá um það bara sjálf.

Sá yngsti fylgdist bara með.
ÉG veit ekki hvað ég á orðið mikið af myndum af þeim, enda mikið tekið. Mjög mikilvægar minningar að mér finnst, myndavélin er líka oftast alltaf með okkur í för.
Þuríður mín kvartaði reyndar smá í höfðinu í dag en maður á nú ekki svo erfitt með að fá smá hausverk af þessari sól. Eeeeeelskaaa þetta veður!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
160 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar