Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
13.8.2006 | 18:21
Helv.... djöh.... ands.....
Það sem hefur hjálpað Þuríði í dag það er að hún vildi vera með höfuðhlífina enda búin að skella ansi oft á höfuðið í dag, ætlum að ræða við hjúkkuna okkar á miðvikudaginn með að láta sérsmíða höfuðhlíf á hana Þuríði okkar og ath hvort við getum fengið eitthvað Latabæjartengt eða í þá áttina, mar hlítur að gefa fengið Latarbæjarefni í svona hlíf? Veit einhver um það?
Annars er dagurinn sjálfur búin að vera ágætur fyrirutan krampana, fullt fullt af gestum í allan dag og engin komin með matareitrun. Svei mér þá held ég að ég muni sjá um allar veitingarnar í næsta afmæli á þessum bæ, þvílíkur kokkur/bakari hér á ferð. Ég er meistari!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2006 | 19:37
Nýjar myndir
Nokkrar myndir komnar inn, aðallega frá heimsókninni frá honum Mark Webber formúlukappa. Ég held svei mér þá að ég fari að fylgjast með formúlunni og haldi með honum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2006 | 19:14
Svoooo myndó!!
Ég er hrikalega myndó, er með köku í ofninum. Slurp slurp!! Er á fullu þess á milli að skúra skrúbba og bóna, ohh mæ gerist ekki oft eheh!! Ætla nebbla að bjóða liðinu mínu í kaffi á morgun, er með smá tilraunir í gangi þannig þá er best að byrja á mínu liði thíhí!! Vonandi ekki mikil eitrun!!
Annars er önnur tönnin á leiðinni upp hjá mínum manni, mikill pirringur en það er samt ekki ástæðan fyrir því að hann hefur ekki sofið í sex mánuði. Erum að fara hitta svefnráðgjafa á mánudaginn þannig vonandi mun það eitthvað lagast eftir það, mar hefur allavega heyrt kraftaverkinn eftir funda við þessar konur. Plííísssss!! Langar í svefn!!
Þuríður mín Arna er að sjálfsögðu búin að vera krampandi í dag einsog alla daga, leiðinlegast í heimi!! Finnst bara vera erfiðara og erfiðara að horfa uppá hana krampa svona, mar venst því að sjálfsögðu ekki að sjá barnið sitt þjást á hverjum degi og taka inn þessar eiturtöflur sem hún þarf að taka inn daglega. Við vorum einmitt að taka mynd af köldskammtinum hennar til að leyfa ykkur að sjá hvursu mikið magn hún þarf að taka inn 2x á dag. ATH þetta er BARA kvöldskammturinn hennar. Læt vita þegar myndirnar eru komnar inn.
Kakan alveg að fara brenna og ekki vill ég bjóða liðinu mínu uppá brennandi köku ehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2006 | 13:05
Fyrsta tönnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2006 | 12:36
Erum hér enn...
Kramparnir eru annars ekki að gera góða hluti. Fékk mjög stóran og doltið skerí í gærkveldi og ég var næstum því farin að kalla á hjúkkurnar en svo lagaðist hann sem betur fer, hjartað var farið að slá 500x hraðar en venjulega. Fékk svo annan í morgun og skall beint framfyrir sig þannig en eitt hornið hefur bæst við í safnið og sá krampi var helmingi lengri en venjulega, ekki gott!! Ótrúlegt hvað þetta barn þolir, skil þetta ekki?
Búið auka við ein lyfin hennar, þannig það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer í hana. Kanski ekkert fróðlegt, kvíður frekar fyrir því að sjá það því það getur ýtt á ein lyfin sem gera hana svona og önnur hitt þannig þá verður þetta bara ein grjónasúpa enn eina ferðina. Allt ýtir þetta á ofvirkina hennar sem er ekki skemtilegast í heimi, hún verður nebbla mjög ofvirk eftir hvern krampa. Þetta er sko sannarlega sagan endalausa.
Í morgun kom skemtileg heimsókn hérna uppá barnaspítalan með endalaust mikið af gjöfum handa leikstofunni, eiginlega eins gott að Oddný mín Erla sá ekki hvað hann var að koma með. Hann kom nebbla með endalaust marga og stóra kassa af playmo, hún hefði tryllst af kæti og viljað fá alla kassana með sér heim . En þetta var engin annar en Mark Webber sem keyrir fyrir Williams og þeir frá Baugi komu og gáfu spítalanum allt þetta dót. Þannig ef þú lest þetta Jón Ásgeir þá langar dætrum mínum líka í playmo ehehe. Bið samt ekki um eins mikið og þú gafst spítalanum því þá þarf ég að breyta stofunni okkar í leikherbergi. Dóóhh!! Well þeim finndist það sko ekki leiðinlegt en ég er samt ekki tilbúin að gera það thíhí!!
Partý hjá Viggu vinkonu í kvöld og allir að fara á Sálina eftir það á Players, hefði ekkert á móti því að mæta en mar getur víst ekki gert allt þegar mar á veikt barn eða treystir sér ekki í að gera allt.
Góða helgi alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2006 | 09:57
Ný könnun
Vávh það eru bara nokkrir gaurar að lesa síðuna mína, allt saman eiginlega kvenkyns, nema strákarnir þori ekki að viðurkenna eheh. Endilega svarið nýju könnuninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2006 | 20:07
VARÚÐ laaaaaaaangt!!
Ég og Skari kíktum aðeins á tjúttið á laugardagskvöldið sem er kanski ekki frásögufærandi nema hvað þegar við erum í leigubílaröðinni hitti ég ógeðlegasta mann ever. Ekki það hann var eitthvað ljótur eða jú hann varð ljótur eftir það sem valt útur honum. Það sem hann var að segja við okkur Skara hefur hvílt rosalega á mér síðan við hittum hann, ég man reyndar ekki alveg orðrétt sem hann sagði enda skiptir það engu, held það bara útaf fyrir mig. (þannig ekki spurja). Það var einsog þessi ógeða maður vissi hver við værum og vissi að við ættum veikt barn, það var einsog hann væri alltaf að tala til okkar. Kanski var það bara einhver ímyndun í mér því ég á veikt barn en ég held samt ekki?
Hann var nebbla að tala illa um veik börn og það fór endalaust mikið í mig,einsog ég sagði skiptir heldur engu málið hvað hann sagði nákvæmlega en það sem hann sagði um veik börn fór endalaust mikið í mig því það var einsog hann væri að tala um Þuríði mína. Ef Skari hefði ekki haldið mér niðri hefði ég barið hann, án gríns og ekki er ég nein ofbeldismanneskja, jújú hann hefði bara buffað mig niður á nóinu enda miklu stærri og sterkari en mér var nákvæmlega sama bara ef ég hefði getað þaggað niður í honum. Ég gjörsamlega brotnaði niður og skammast mín ekkert fyrir að segja frá því, ef einhver talar illa um barnið mitt eða börnin mín verð ég alveg snar og hvað þá um barnið mitt sem getur ekkert af því gert hvernig það er.
Þessi einstaklingur situr svo fast í mér og ég hef ekki hugsað um neitt annað síðan þetta kvöld, varð bara aðeins að koma þessu frá mér. Þið kanski skiljið ekkert um hvað ég er að tala en það skiptir kanski heldur engu máli, síðan mín er gerð fyrir mig svo mér líði betur. TAKK!!
Um daginn fór ég í heimsókn til frændfólks míns og á undan mér labbaði veikir einstaklingar inn um stigaganginn (væntanlega frá einhverju heimili sem kanski er aukaatriði). Kemur þá maður á móti mér sem býr greinilega í þessum ákveðna stigangi og segir við mig hver hleypti þessu fólki hingað inn?, ekki hef ég gefið þeim leyfi að koma hingað inn. Haaaaaaallllóóó er ekki í lagi? Þessu fólki? Bíddu hvað var að þessu fólki? Nei hann vildi ekki fólk inní stigaganginn sinn sem átti bágt en bíddu hver átti bágt þarna? Hann sjálfur!! Ég varð ógeðslega reið útí þennan mann og hefði langað að berja hann (úbbs held að ég sé að verða ofbeldishneigð), eftir þetta þegar ég er að fara í heimsókn til frændfólks míns reyni ég allt að forðast þennan mann, mig langar bara að gubba á hann þegar ég sé hann allavega hef ég engan áhuga að bjóða góðan daginn við hann hvað þá að tala við hann. Þetta er ómerkilegasti maður sem ég hef hitt.
Það hefur alltaf farið í mig þegar fólk talar illa um fólk eða niður til fólks þegar það á eitthvað erfitt, líka áður en Þuríður mín veiktist en ég tek það kanski meira til mín eftir að hún veiktist. Ég hef kynnst fullt af fólki sem talar svona illa til þeirra, hvað er að þessu fólki? Að gera grín af veikum einstaklingum sem geta ekkert af þessu gert, það er eitthvað að svoleiðis fólki. Þetta fer ótrúlega í mig!! Aaarrghh!! Ég verð svo reið!!
Úfffhh held að þetta sé komið gott!!
Takk fyrir að nenna lesa þar að segja ef þið eruð ennþá að lesa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2006 | 14:58
Doktor Þuríður
Hún er annars búin að vera krampa doltið mikið í dag og líður kanski ekkert ofvel, frekar ofvirk sem hún verður alltaf eftir krampana en samt ótrúlega góð. Kvartar frekar sjaldan!!
Úffh það er svo mikið að gerjast í kollinum mínum þessa dagna en ég kem mér ekki alveg í að skrifa það núna, ligg með störu á tölvuna og puttarnir frekar máttlausir af þreytu. Tel niður dagana að menningarnótt þegar okkur verður "hent" út af heimilinu og tengdó taka við og við verðum að gjöra svo vel að finna okkur gististað. Bara spennt að geta sofið eina nótt án þess að þurfa vakna en verst að ég veit að ég mun ö-a liggja andvaka þessa nótt. Dóóh!! Stefnum á að tjútta aðeins þetta kvöld, kanski við komumst á Sálina þetta kvöld? Never know?
Drengurinn að vakna eftir dagssvefninn sinn, jújú hann getur sofið á daginn. Aaaaaaaaaaaaarghh!! Best að sinna börnunum mínum og hætta þessu rugli hérna í tölvunni.
Hasta la vista!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2006 | 21:29
Þreytt.is
Theodór minn Ingi sefur orðið verr á nóttinni en hann gerði sem bætir ekki hlutina enda hefur mar ekki fengið svefn í sex mánuði aaaarghhh!! Þegar ég mætti uppá spítala í morgun með Þuríði mína ákvað ég að láta doktorana kíkja í eyrun á litla pungnum mínum og þar var víst doltil bólga þannig mín er komin með lyf handa honum. Ætli eitthvað breytist eftir þann lyfjaskammt? I dont think so!! Ég fæ líka að hitta svefnráðgjafa uppá spítala, vonandi mun hún gefa mér einhver góð ráð áður en ég fer yfirum. Dóóhh!! Stundum er gott að þekkja mikið af góðum læknum vildi samt óska þess að ég þekkti ekki þetta lið því þá vissi ég að Þuríði minni liði vel.
Hún er búin að vera krampa doltið í dag, meira en venjulega. Grrrr!! Ekki gott!! Hún er uppá spítala að fá krabbameinslyfin sín, þvílíkur vökvi sem getur komist fyrir í þessum litla líkama. Fyrst fær hún vökva í átta tíma, svo koma krabbameinslyfin og eftir það kemur vökvi í 24 tíma, dæsssúss mar!! Þið ættuð að sjá allar slöngurnar sem eru tengdar í hana í dag, flækjast bara fyrir. Getur varla gengið, slöngurnar alltaf fyrir henni greyjinu.
Einsog ég sagði þá hefur Þura tengdó verið hjá henni í allan dag og við nottla eitthvað smá, gott að fá smá pásu frá spítalanum og geta sinnt hinum börnunm. Linda ætlar einmitt að ná í hana Oddnýju Erlu mína á morgun á leikskólan sem henni finnst ekki leiðinlegt enda þarf ég að vera uppá spítala og Skari að sinna vinnunni sinni og þá er líka gott að eiga góða að einsog við erum alltaf að kynnast meir og meir í gegnum veikindin hennar Þuríðar minnar Örnu. Þið eruð ÖLL best!!
Best að fara hvíla lúin bein, þarf að ná kanski einum eða tveimur klukkutímum áður en litli pungurinn minn vaknar. Ekki eðlilegt hvað hann sefur lítið, ekki alveg að skilja?
Reyni að segja ykkur einhverjar sögur á morgun eða ekki, veitiggi hvort ég hafi orku?
Góða nótt elskurnar og knúsið hvort annað ég sendi allavega eitt stórt knús til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2006 | 09:38
Uppá spítala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar