Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
29.1.2009 | 10:00
Til hamingju með daginn
Hann elsku besti Skari minn á afmæli í dag, til hamingju með daginn ástin. Tilefni dagsins ætlum við útað borða í kvöld og jú hann Hinrik minn Örn fer að sjálfsögðu með okkur en hin verða í pössun hjá ömmu Oddný. Hlakka bara til!!
Mitt stærsta vandamál í dag er hvernig ég eigi að raða myndum á veggina hjá krökkunum eftir málunina. Úúúffh ef lífið væri alltaf svona auðvelt. Theodór minn hress eftir þriðjudaginn("aðgerðina"), fékk nokkrar verkjastillandi á þriðjudeginum en var svo bara hress í gær en fékk ekki að fara í leikskólann og svo kanski leiðinlegasta fyrir hann en hann má ekki fara á sundnámskeiðið sitt í tvær vikur einsog hann er orðinn klár en ekki hvað?
Ætla núna að fara undirbúa góðan hádegismat tilefni dagsins enda líka að fá gott fólk í mat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.1.2009 | 13:22
Svæfing í dag
Nei hún Þuríður mín Arna er ekki á leiðinni í svæfingu það er stóri drengurinn minn hann Theodór Ingi, það er alltaf einhver. Drengurinn á leiðinni í smá "aðgerð" og er búinn að vera fasta í allan morgun og þarf að fasta til þrjú eða þá á hann að mæta í svæfingu. Skil ekki hvernig það sé hægt að gera svona litlum börnum þetta, auðvidað verður hann kolvitlaus í skapinu að mega ekki borga neitt, ég væri það líka. Sem betur fer sofnaði hann mjööööög seint í gærkveldi þannig ég gat látið hann fara sofa fyrir svæfinguna svo hann væri ekki gargandi á mat en síðasti klukkutíminn fyrir þetta verður ö-a "erfiður" hjá honum. Greyjið litli!!
Við vorum annars að mála barnaherbergin enda orðin útkrotuð af þeim, við ákváðum núna að mála bara einn vegg í lit og hafa hina hvíta. Herbergi stelpnanna var það bleikasta sem hægt er að mála en við höfðum núna bleika litinn ekki jafn skæran en hún Oddný Erla mín var sko ekki sátt við það, hún vildi sko BLEIKAN lit. Var eiginlega bara dáltið sár. Theodór minn fékk bláan lit og var svona líka sáttur nema hann vill hafa Bubba byggir þema eða Spideman, þau vita sko alveg hvað þau vilja þessi kríli. Væri líka alveg til í að breyta herbergjun aðeins meira......kanski .......veit ekki .....sjáum til.
Allir hressir á heimilinu en ekki hvað ...farin að ná í hetjuna mína í skólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.1.2009 | 11:17
"Lífið verðlaunar þá sem gefast ekki upp"
"Margir segja að eitthvað sé ómögulegt, en allar framfarir hafa orðið fyrir tilverknað þeirra sem héldu hinu gagnstæða fram".
Ég er búin að vera með hausverk yfir skólabókunum þessa vikuna, var nefnilega að byrja í reiknisskilum, þið vitið ársreikningar, áætlanir og þess háttar. Var ekki að skilja NEITT í þessu og er búin að reyna treina það að fara í þetta og ætlaði bara að segja mér úr þessu fagi og gefast upp. Átti að skila þessu verkefni í gærkveldi, nota bene fimm ógeðslega erfið verkefni eða ég var búin að ákveða að þau væru ógeðslega erfið og óskiljanleg. Svo ákvað ég seinni partinn í gærkveldi að setjast aðeins yfir þetta áður en ég myndi senda mail á kennarann og segja mér úr þessu fagi, hringdi í eina sem er með mér í þessu því ég horfði bara á tölurnar og skyldi ekki eitt orð. Þá var hún búin að liggja yfir þessu alla vikuna og búin að gera alla gráhærða á heimilinu hehe því við erum báðar þessar týpur sem verðum ýkt pirraðar ef við skiljum ekki eitthvað. Viti menn ég þurfti að fá útskýringu í eina mínútu til að skilja þetta allt saman og verkefnin ein lítil kökusneið ....já svona næstum því, einsog þetta var erfitt bara að horfa á það hahaha.
Líka oft þegar ég ætla að gefast uppá svona smámunum hugsa ég til Þuríðar minnar sem hefur þurft að ganga í gegnum alltof erfiða hluti á sinni stuttu ævi og aldrei komið til greina að gefast upp og þá hugsa ég líka "hvurslags djöfulsins aumingjaskapur er í mér", þetta er einhver skitin (afsakið) lærdómur sem ég er að berjast við sem ég er ekki kvalin við hvað þá að þurfa taka einhver trilljón töflur. Ef ég get ekki lært þá er ég aumingi þannig það þýðir ekkert væl í mér, ég er nú bara að hugsa um börnin mín, heimilið og læra sem ætti nú ekki að vera mikið mál.
Má til með að segja ykkur frá einu skemmtilegu sem við fréttum í síðustu viku, við hittum nefnilega okkar prest sem hefur staðið við bakið á okkur í baráttunni okkar eða réttara sagt Þuríðar baráttu. Það var hann sem veitti okkur áfallahjálp þegar okkur var tilkynnt að Þuríður okkar ætti nokkrar mánuði ólifað, hann mætti heim til okkar óboðin til að ath hvernig okkur liði í baráttunni og hefur hugsa vel um okkur og þokkalega farið með sínar bænir til Þuríðar minnar. Jú hann hefur nefnilega notað Þuríði okkar í sinni predikun í messu hjá sér, það eru nú ekki allir sem rata þangað enda finnst honum Þuríður okkar frekar merkileg sem hún er að sjálfsögðu. Mér finnst þetta mjög merkilegt enda sannkallað kraftaverk á ferð.
Þuríður mín er byrjuð á reiðnámskeiði eða réttara sagt er þetta hennar sjúkraþjálfun sem hún mætir í 2x í viku en hún hreinlega ELSKAR þetta. Áður en ég veit af verður við ö-a kominn með hest og flutt á einhvern bónabæinn hehe.
Broskarlinn minn hann Hinrik Örn sem liggur núna nota bene á mér og sefur svona líka vært. Er búinn að liggja svona á mér í allan morgun á meðan ég pikka hérna á tölvuna og læri, hann nefnilega veit alveg hvað hann vill þessi drengur og bara rétt orðinn tveggja mánaða. Um leið ég legg hann frá mér byrjar hann að öskra á móðir sína að taka sig ekki seinna en núna og auðvidað hlýðir móðirin. Þetta er yndislegast.
Systurnar í stuði í pottinum í Húsafelli í síðustu viku. Einsog þið hafið tekið eftir þá finnst mér ofsalega gaman að monta mig af börnunum mínum enda endalaust stollt af þeim. Þau eru líka eldklár, Oddný mín byrjaði nefnilega alltíeinu þessa vikuna að stafa orðin sem hún var að skrifa þar að segja ég þurfti ekki að segja henni hvernig hún átti að skrifa þau heldur gerði hún það bara sjálf og auðvidað varð ég bara orðlaus því ekki er ég að ota þessu að henni eða neinum af þeim. Ég bíð bara eftir því að hún og Theodór fari að lesa fyrir mig án þess að ég viti að þau kunni að lesa, kanski kunna þau það hehe. Veit ekki? Þuríður mín stendur sig líka ótrúlega vel, hún er öll að koma til með stafina enda mjög áhugasöm að læra þetta og er alltaf að æfa sig að skrifa, þannig það mun líka koma einn daginn hjá henni enda snillingur þessi stúlka.
Ætli það sé ekki best að halda áfram að læra, Hinrik minn kominn í vagninn og fór ekki að garga þegar hann var lagður þar eheh.
"Snúðu neikvæðum hugsunum í jákvæðar og sjáðu hvernig það breytir deginum".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.1.2009 | 12:22
Hann á afmæli í dag....
Elsku flottasti 3 ára töffari minn hann Theodór á afmæli í dag. Er í leikskólanum í dag en ætlaði að velja bollur í tilefni dagsins og bjóða krökkunum en er búin að heimta hamborgara í kvöldmatinn, þetta er drengur sem veit hvað hann vill. Bíður væntanlega spenntur eftir því að komast heim því þá átti hann að fá pakkann frá okkur fjölskyldunni sem Skari og Þuríður eru að setja saman núna. Bara spennandi.
Hérna er þriggja ára töffari minn hann Theodór en þarna er hann ca 6 klukkutíma gamall á leiðinni heim af spítalanum. Ótrúlegt að það séu liðin þrjú ár og annar svona gaur mættur í heiminn. Er til eitthvað annað yndislegra?
...og svo var þessi tekinn af honum í fyrradag í pottnum í Húsafelli.
Lítill tími fyrir meiri skrif, vorum að koma heim frá Húsafelli þar sem við vorum í sumarbústað og höfðum það ótrúlega gott ásamt Oddnýju systir og fjölsk. Við Skari á leiðinni á foreldrafund uppí skóla hjá hetjunni minni, ég þarf að læra heilan helling þar sem það var lítið um það í bústaðnum, undirbúa litla nágranna-afmælisveislu sem verður haldin á morgun og og og og og og...........
Góða helgi.
...og svo ein af þeim systrum sem var líka tekin fyrir þremur árum, eru þær flottastar eða hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.1.2009 | 16:53
Brjálað að gera
*
Hérna eru skírnarbörnin og frændsystkinin Hinrik Örn og Tanja Lind en það er 20 daga aldursmunur.
Klikkað að gera hjá okkur, mín byrjuð í skólanum og kem mér ekki alveg í þann gírinn, Oddný æfir sund 3x í viku og Theodór 2x og svo er Þuríður mín að byrja á reiðnámskeiði 2x í viku sem hún getur ekki beðið eftir. Þannig okkur leiðist ekkert, ekki það að við gerðum það eitthvað fyrir öll námskeiðin ehehe.
Þuríður mín er bara hress og kát, er algjörlega hætt að leggja sig á daginn sem er frábært. Er vöknuð fyrir kl sjö á morgnanna og stundum ekki sofnuð fyrr en þegar við erum að fara sofa svoleiðis er orkan í þessu barni sem er að sjálfsögðu frábært enda best að hafa hana svoleiðis en sofandi hálfan sólarhringinn uppdópaða af lyfjum.
Well er farin núna að skutla henni Oddnýju minni á eitt stk námskeið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.1.2009 | 21:52
Nafnið er...
....og litla frænka fékk nafnið
Dagurinn var líka frábær í alla staði, Theodór minn hélt líka uppá 3 ára afmælið sitt og hrikalega glaður með þetta allt saman. Þegar allt var komið í ró voru þeir feðgar farnir að leika sér í bílabrautinni sem mamma og pabbi gáfu honum en svo það komi fram þá var drengurinn skírður í höfuðið á pabba og seinna nafnið í höfuðið á Skara mínum en hans seinna nafn er líka Örn. En öll okkar börn eru í skírð í höfuðið á einhverju í okkar fjölskyldum.
Fyrsta brosið er komið og þetta var stórkostlegt augnablik: rafmagnað. Það var eins og einhver hefði allt í einu komið inní herbergið. Við höfðum dást að stilltri en vökulli athygli hans og kvikri forvitni en höfðum ekki fengið frá honum nema alvarlegt, næstum strangt augnatillit. Það var einsog hann hefði, allt í einu, orðið manneskja, að hann hefði slegist í okkar hóp. Brostið hitti mig í hjartastað. Þetta var einstakt augnablik, ógleymanlegt. Mér fannst eins og gleðinni hefði lostið niður eins og elding.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
14.1.2009 | 10:58
Orðinn veglegur:)
Þessi var tekinn af hnoðra mínum í morgun en þá fór hann í vigtun og drengurinn er orðin veglegur eða 5,5kg hehe!! Börnin mín hafa aldrei verið svona "þung" áður en þessum litla dreng finnst ekki leiðinlegt að fá matinn sinn. Hann er farinn að brosa útí eitt og hjalar orðið smá, bara gaman af honum. Krakkarnir eru svakalega ánægðir með hann, Oddný Erla heldur á honum einsog fullorðinn skil ekki þessa stelpu.
Bara flottastur, farinn að halda svona líka flott höfði. Svo er drengurinn að fá nafn um helgina og það eru margir með góðar og lélegar hehe skoðanir á því hvað drengurinn á að heita eða hvað það heldur að hann eigi að heita en það veit það engin nema við Skari. Endalaust gaman að hafa fólk svona forvitið og heyra þessar skemmtilegu ágiskanir. Var einmitt að hringja í prestinn og tilkynna honum þetta allt saman þar að segja nafnið og skírnavottana og pantaði svo eitt stk skírnarköku en samt ekki hjá prestinum hehe. Ditta "skáfrænka" ætlar einmitt að gera köku handa Theodóri mínum sem ég veit að hann verður svaka stolltur af, úúúú þetta er svo gaman og við að springa úr spenning.
Best að fara sinna hnoðra mínum sem verður bráðum ekki lengur kallaður hnoðri eða litli bróðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
13.1.2009 | 15:36
Lítil sjáanleg lömun
Þegar Þuríður mín fór til doktors Ólafs í síðustu viku, tjékkaði hann að sjálfsögðu á lömunareinkennunum hennar. Viti menn rétt einsog við vissum reyndar ehhe en þá eru bara litlar sýnilegar "leyfar" eftir af lömuninni. Pælið í því þar sem stúlkan var algjörlega lömun á hægri hendi, átti erfitt með að labba fyrir tveimur árum og var orðin mjög málhölt. Við rétt sjáum þessa lömun þegar hún er í sundi þar sem hún á dáltið erfitt með sundtökin og þegar hún er látin hoppa jafnfætis og þessu er líka mikið að þakka hennar sjúkraþjálfara og henni sjálfri þar sem hún lætur ekki einhverja svona "smámuni" stoppa sig, lömun hvað?
Fyrir tveimur árum var hún komin með hjólastól sem mér fannst frekar asnalegt en var samt ekki enda átti hún erfitt með alla göngu og þess háttar og jú við með fatlaðarmerki í bílnum. Mér hefur alltaf liðið illa að nota þessi fatlaðarstæði því fólk starir á mann þegar maður leggur þarna þó svo að maður er með merkið. Það er einsog allir skilji ekki alveg afhverju maður er með þetta merki ef allir labbi útur bílnum, þú þarft ekki endilega að vera í hjólastól þú getur átt erfitt með göngu einsog Þuríður mín. Hún á jú ennþá erfitt með að labba langar leiðir þess vegna notum við þessi stæði en mikið hlakka ég til að skila inn "merkinu" sem mun ekki líða að löngu en það gildir til 2012 en við munum ekki þurfa nota það svo lengi, verður frekar stutt í skil. Þá verður sko haldin veisla. Jíha!!
Má til með að segja eina sögu af því þegar við lögðum í þetta stæði uppá Barnaspítala, jú einsog ég sagði þá líður manni mjög illa að leggja í þessi stæði væri alveg til í að leggja 10mín göngufjarlægð frá spítalanum því þá vissi ég líka að ég væri með heilbrigt barn með mér. ALLTAF þegar ég legg í þetta stæði er horft á mann með stórum augum en oftast hættir fólk því þegar það sér "merkið" jú við komum öll kanski gangandi útur bílnum en það þarf ekki að merkja að það eru allir heilbrigðir sem eru í bílnum, munið það þegar "þið" ætlið að dæma. Það eru margir öryrkjar sem eru ekki með sýnileg merki um að þeir eigi rétt á þessu enda er ekki einsog þetta merki er til dreifingar niðrá Hlemmi. Jú einn daginn þegar ég var að ganga inn á spítalann með Þuríði mína mæti ég einni konu sem var á tjattinu í símanum sínum þegar ég heyri hana segja fyrir framan mig enda átti ég að heyra þetta "djöful þoli ég ekki þegar heilbrigðir einstaklingar nota fatlaðarstæðið" en þá varð líka mælirinn fullur hjá mér. Ég er ekki vön að æsa mig hvað þá við ókunnuga en varð að svara fyrir hönd hetju minnar og sagði við kellu að ég væri nú reyndar með fatlað barn og það væri merki í bílnum og helv... sorrý en svona fer virkilega í taugarnar á mér kellan stamaði einhverju útur sér og kíkti beint á bílinn. Veit fólk ekki hvað við eða aðrir myndu gefa fyrir það að vera heilbrigð eða eiga heilbrigð börn, jú ég veit líka að það eru heilbrigðir einstaklingar sem nota þessi stæði sem fer ofsalega í pirrurnar á mér en ég dæmi ekki áður. Ég varð líka nett pirruð þegar ég ætlaði að leggja í fatlaðarstæðið uppá spítala þegar ég sé starfsmann leggja í það, ég hefði hlaupið út og sagt eitthvað ef ég hefði ekki haft "fullan" bíl af börnum.
Var annars að láta mig dreyma áðan, jú frekar ómerkilegur draumur enda er minn stærsti draumur að rætast það er að sjá Þuríði mína á leiðinni að vinna þessa baráttu. Jú það er dáltið langt í land en samt ekki, þetta er allt að koma. Var nefnilega að skoða Next heimasíðuna útí London, úúúfffh svo flott föt á börnin þar kanski "neyðist" ég einn daginn að kíkja með pabba og jú mömmu hehe til London þar að segja ef þetta ástand fer að lagast hérna á klakanum sem það er kanski ekki. Væri ekki leiðinlegt að komast í verslunarferð en ég er samt alveg sátt.
Er á "fullu" að baka núna fyrir skírnina, mikið er gaman að baka. Finnst nú ekki leiðinlegt að eiga eina kitchenaid sem mamma og pabbi gáfu okkur á sínum tíma. Já talandi um veislur, ég kíkti í Toysrus í síðustu viku til að ath hvort það væri ekki til eitthvað flott dót handa verðandi 3 ára stráknum mínum í afmælisgjöf frá systkinum mínu? Oh mæ god, mikið var ég heppin að hafa verslað gjöfina handa honum frá okkur Skara þegar just 4 kids fór á hausinn með 50% afslætti eða íþróttaálfshjól (honum dreymir um það eheh) því ég þyrfti ö-a að borga minnst 20.000kr fyrir það í dag en keypti það á ca 5000kr fyrir nokkrum mánuðum. Það er klikkun að fara í þessa búð, ALLT dót búið að hækka um 100% það er ekkert grín að finna "almennilegt" dót á skikkanlegu verði. Þetta er klikkun en hann hefur eina draumahugmynd af gjöf og við verðum að ath hvort hún finnist ekki án þess að hún kosti tugi þúsunda eða marga marga þúsund kalla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2009 | 16:57
Styttist í skírn :)
Fengum fleiri niðurstöður í morgun af henni Þuríði minni þar að segja af kýlinu sem ég var búin að finna á höfðinu hennar og það kom allt gott úr því. Engin skuggamyndun myndaðist á myndunum sem merkir að þetta er ekkert illkynja sem er að sjálfsögðu best í heimi en við fylgjumst með þessu og ef þetta færi eitthvað að breytast verðum við auðvidað að hafa samband við doktorana.
Ég fór áðan og hitti einn af læknunum hennar Þuríðar minnar vegna Oddnýjar minnar Erlu og hann hristir endalaust hausinn yfir því hvað þessi kraftaverka stelpa er að gera góða hluti og kemur sífellt á óvart. Auðvidað er hann í skýjunum yfir þessu kraftaverki einsog við en þeir bara skilja þetta ekki, oftast finnst manni leiðinlegt þegar læknarnir skilja ekki suma hluti og við viljum að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér en ég er alveg í skýjunum yfir því að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér í þessu tilfelli einsog með Þuríði mína.
Þuríður mín er einmitt að byrja á reiðnámskeiði og það verður 2x í viku og henni finnst það nú ekki leiðinlegt, bíður spennt eftir því. Oddný Erla er að sjálfsögðu í sundinu 3x í viku og Theodór minn var að byrja á sundnámskeiði líka sem er 2x í viku, nóg að gera að skutlast með þau á æfingar. Bara gaman!!
Annars styttist óðum í skírnina, drengurinn fær nafn. Loksins!! Það er sem sagt nk laugardag og hann Theodór minn er að sjálfsögðu líka að rifna úr spenning því hann ætlar að halda uppá þriggja ára afmælið sitt í leiðinni nú og Oddný systir ætlar líka að skíra litlu músina sína. Ótrúlega gaman að heyra í fólki sem heldur að það viti nafnið á drengnum og það vissi það meir að segja á undan okkur hehe þar að segja áður en við ákváðum nafnið á honum. Bara fyndið og gaman!! Við vorum einmitt í einni skírn í gær en það var hjá lillunni hennar nöfnu minnar Áslaug en hennar lilla fæddist sama dag og minn en hún fékk fallega nafnið Elínbjört Heiða.
Ætla núna að fara með Oddnýju mína á sundnámskeið og svo verður tilraunabakstur í kvöld fyrir skírnina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2009 | 17:38
Niðurstöðurnar
Þetta eru alveg hreint ótrúlegar niðurstöður sem við fengum í dag, jú við vissum að það væri enn meiri minnkun á æxlinu sem er bara BEST Í HEIMI en hvað það er búið að minnka mikið síðan það var sem stæðst. Oh mæ!! Þegar það var sem stæðst þá var það 3,7cm á breidd og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það sé í dag? Jú alveg heilir 0,5cm ég þurfti eiginlega að fá gleraugunum hjá doktor Ólafi lánuð til að sjá það á myndunum hehe, það eru allir svooo hissa á þessari minnkun og svo er maður að spurja læknana útí þetta og þeir hafa eiginlega engin svör nema "þetta bara gerist"? Ég get ekki hægt að tönglast á þessu kraftaverki mínu, hún hefur aldrei ætlað sér að fara frá okkur það er svo mikill kraftur í henni og það sem hún ætlar sér reynir hún að gera þanga til það tekst.
Það var endalaust gaman í læknaheimsókninni í dag en oftast er nú ekki gaman að fara í læknaheimsóknir en Þuríður mín reitti af sér brandara við doktor Ólaf. Þessi stúlka er svo mikill húmorist, fannst Ólafur frekar mikill klaufi þegar hann var að "toga hana og teygja". Tók spretti fyrir hann, hoppaði, gerði nokkrar fimleikaæfingar og sagði honum frá sínum ástkæra kærasta sem hún segist alltaf vera kyssa og svo ljómar hún öll. Byrjar kanski aðeins of snemma hehe!! ...en hún sagðist nú ekki vera kyssa hann núna enda var hún á fundi. Bara yndislegust þessi stúlka.
Reyndar er hún ekki að stækka einsog heilbrigð börn sem er útaf öllum þessum lyfjum sem hún er að taka inn en það er nú ekki það versta sem gæti gerst að vera lágvaxin. Þekki það nú sjálf hehe!! Það þarf víst að fylgjast með því og kanski að gera eitthvað meira í því þar að segja hjálpa henni að stækka hraðar.
Frá og með deginum í dag höldum við áfram að minnka flogalyfin hennar, það á að taka næstu lyf af henni þannig hún verði "bara" á tveimur tegundum en það mun ö-a taka ca hálft ár að taka þetta ákveðna lyf af henni eða það verður farið þegar hún fer í næstu myndatökur sem verða ekki fyrr en næsta sumar eða rétt áður en hún færi í skólann. VÁÁÁÁVH!!
Ég nefndi hérna á blogginu mínum rétt áður en hún fór í myndatökurnar útaf einu "kýli" sem ég fann á henni sem við vorum að sýna doktor Ólafi áðan og það sást víst á myndunum en fór frammhjá röngenlæknunum þegar þeir skoðuðu myndirnar því þeir einbeittu sér að sjálfsögðu bara að æxlinu sjálfu þannig það verður kíkt á það á morgun eða síðastalagi á mánudaginn og þá fáum við að vita hvað þetta sé eiginlega? En okkar læknir gat ekkert sagt okkur. Þannig við bíðum bara eftir svörum.
Annars útí annað lumar einhver á góðum uppskriftum á köldum brauðréttum? Ef svo er megið senda mér á aslaugosk@simnet.is takk takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar