Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Blómarósin mín fagnar snjókomunni

PC294420 [1024x768]
Blómarósinni minni finnst alls ekki slæmt að vera búin að fá allan þennan snjó enda líka úti frá morgni til kvölds, byggjandi snjóhús eða leika sér á sleðanum sínum.  En við fjölskyldan skelltum okkur í Breiðholtsbrekkuna þriðja í jólum, röltum efst uppí skíðabrekkuna og skelltum okkur í keppni niður sem var æðislega gaman.  Maístjarnan mín reyndar harðneitaði að koma með okkur en eftir smá tíma höfðum við foreldrarnir að snúa henni og hún naut sín í tæpan klukkutíma en þá var hún komin með nóg en það er ofsalega erfitt fyrir okkur þessa dagana að fá hana til að gera eitthvað með okkur.  Hún er bara endalaust þreytt, já eða það er bara mjög "þungt" yfir henni.  Þó svo það séu ennþá nokkrir dagar eftir að jólafríinu hennar er hún strax farin að neita að fara í skólann.  Ég vona samt að hún njóti dagsins á morgun sem er hennar/okkar uppáhalds tími og horfa á allar sprengjurnar en við skelltum okkur í gær og keyptum nokkrar sprengjur, Blómarósin mín var nú ekkert sátt með það hvað við keyptum lítið þar sem hún vill helst vera alla nóttina að sprengjaGrin.  En við mæðgur fjárfestum í minnsta barnapakkanum sem við ætlum að sprengja saman (ég sprengi það að sjálfsögðu) milli átta og níu um kvöldið en ég er vön að fara þá út með börnin og sprengja litlar sprengjur fyrir þau og við skemmtum okkur saman.  Elska þá stund með þeim.  Verst hvað Gull-drengurinn (5ára) minn er ennþá skíthræddur við þessi læti....

Á morgun kveðjum við árið 2011 sem var okkur frekar erfitt og ætlum að byrja árið 2012 eða 10.janúar'12 og fá góðar fréttir af Maístjörnunni minni en þá eru næstu rannsóknir hennar.  Nýtum árið 2012 til að byggja okkur upp og safna orku en við erum löll öngu orðin bensínlaus..... Þráum bara "venjulegt" líf án veikinda, mikið væri líf okkar fullkomið ef við fengjum svoleiðis.

Gleðilegt ár kæru lesendur, bestu þakkir fyrir falleg komment og tölvupósta þetta gefur okkur ofsalega mikið.

XOXO


KR-ingarnir mínir - Blómarósin og Maístjarnan mín

Einsog ég hef sagt hérna þá fóru stelpurnar mínar í myndatökur til þeirra hjá Ljósmyndir og list en þeim var boðið til þeirra sem við þáðum.  Þegar við fórum í myndatökurnar átti ég bara eina ósk en það var að taka mynd af þeim í KR-búning til að gefa pabba mínum sem og ég gerði núna um jólin en pabbi er mikill KR-ingur og ég veit að pabba þótti ofsalega væntum að fá þessa gjöf sem ég verð að birta hérna enda er þetta rosalega flottar myndir af þeim systrum.
_MG_7398-Edit-2
En þessa mynd fékk pabbi stækkaða og innrammaða af þeim systrum frá okkur, ótrúlega falleg og flott mynd þó ég segi sjálf frá.
_MG_7424-Edit
Svo fylgdi þessi til hans "bara" í tölvupósti sem ég held að hann ætli líka að stækka.  Ef þetta eru ekki flottustu KR-ingarnir þá veit ég ekki hvað?Grin   Endalausar þakkir til þeirra hjá Ljósmyndir og List, með flottustu gjöfum sem ég hef fengið og ég held að KR-ingurinn hann pabbi minn sé sammála því.

Nokkrar frá jólunum...

Síðustu dagar eru búnir að vera yndislega góðir hjá okkur fjölskyldunni.  22.desember birtust tveir óvæntir gestir hérna í sveitinni sem skemmtu börnunum okkar svona líka vel en hérna eru tvær af þeirri heimsókn:
PC224026 [1024x768]
Þeir voru bara flottastir með sveinunum inní stofu.
PC224000 [1024x768]
Svo voru tekin nokkur dansspor í stofunni sem krökkunum leiddist ekki en þetta eru skemmtilegustu jólasveinar sem við höfum hitt, brjálað stuð allan tíman sem þeir voru í heimsókn.
PC244172 [1024x768]
Maístjarnan mín á aðfangadag.  Um hálf sex var hún orðin ótrúlega þreytt svo hún ákvað að leggja sig í tæpan hálftíma eða áður en stuðið byrjað en var svo hrikalega hress allt kvöldið og naut sín í botn.
PC244192 [1024x768]
Sjarmatröllið og Blómarósin mín tóku léttan dans um kvöldið og voru svona líka flott.
PC244247 [1024x768]
Blómarósin mín fékk drauma-gjöfina sína og varð svona líka glöð þegar hún opnaði pakkann sinn frá foreldrunum sínum.  Búin að biðja um þetta í marga marga mánuði en ég sagði við hana að hún fengi þetta ekki strax en auðvidað var ég ekki að segja satt svo hún bjósta ENGAN VEGINN við þessari gjöf og það var líka hrikalega gaman að sjá hvað hún varð glöð, öskraði og hoppaði einsog þið sjáið á myndinni.

Við erum búin að fara í nokkur jólaboð og borða á okkur gat, skelltum okkur í sund í dag (bara aðeins til að viðra okkur) og núna er bara áframhaldandi át fyrir framan imban að horfa á Avatar.  Bara skemmtilegur og kósý tími, farin að telja niður dagana í áramótin sem er uppáhalds tími Maístjörnu minnar.  Sprengjur og læti!!


Verum þakklát fyrir ALLT. (breytt)

Núna er ár síðan Maístjarnan mín var svona:
P1015812 [1280x768]

P1015817 [1280x768]
Mér finnst reyndar rosalega erfitt að horfa á þessar myndir og rifja upp þessar minningar en finnst bara nauðsynlegt að sýna hvað við heilbrigða fólkið höfum það gott.
PC315735 [1280x768]
Maístjarnan mín að reyna brosa, en við vöktum hana þarna um kvöldið svo hún gæti fagnað nýju ári með okkur og séð flugeldana þar sem hún er mikil flugeldakona.  Einsog þið sjáið er hún "stút-full" af sterum og þið sjáið líka að hún á erfitt með að brosa vegna lömunar í munni en hún brosir reyndar alltaf með hálfum munni þar sem hún er ennþá að kljást við lömunina.


Hún gat varla hreyft sig vegna mikils bjúgs (þurftum að hjálpa henni í hvert skipti sem hún þurfti að standa upp, snúa sér í rúminu eða bara við hverja hreyfingu, hún var orðin svo loðin í framan vegna steranna, hún var svo kvalin og vanlíðan var svo mikil að hálfa væri miklu meir en nóg.  Þetta er eitthvað sem ég ætla mér ALDREI aftur að upplifa með henni.  Jólin hjá henni í fyrra voru "helvíti" þá meina ég "helvíti".  Við fögnum hverjum degi sem við fáum með börnunum okkar sem er að sjálfsögðu ekki sjálfgefið og æxli Maístjörnu minnar getur "poppað" upp aftur hvenær sem er enda fer hnúturinn aldrei úr maganum það benti heldur ekkert til þess að æxlið var komið aftur upp í maí'10.  Þess vegna er ég heldur ekkert að stressa mig yfir því að íbúðin er ekki skínandi fín um jólin það er nú minnsta "vandamálið", ég tek heldur ekki til í öllum skápum fyrir jólin, pifffhh nenni nú ekki að stressa mig yfir svoleiði smáhlutum.  Það eina sem mér er sama um að börnunum mínum líði vel og fái að njóta jólanna í botn, ég elska að horfa á gleðina hjá þeim sem fylgir þessum tíma.  Þau er nr. 1, 2 og 3.  Gæti ekki verið meira sama þó svo ég finni mér ekki nýja flík fyrir jólin, nota bara gamla fína kjólinn minn sem ég fíla svo vel bara en eina ferðina. Sideways  Stressum okkur nú okkur ekki yfir þessum litlum hlutum sem skipta engu máli, verum bara þakklát fyrir að vera saman.

Ég verð nú líka að birta einni af minni flottustu Maístjörnu og hennar Idolum en þeir voru bingóstjórar uppá Barnaspítala í bingói sem ég hélt þar.  Þið sjáið að sjálfsögðu mikin mun af Stjörnunni minni í dag og fyrir akkurat ári síðan.  Henni líður líka svo rosalega vel miða við allt.
PC203714 [1024x768]

Meira síðar.......


Fyrir ári síðan...

Fyrir akkurat ári síðan skrifaði ég þessa færslu:

Ástandið á minni elskulegustu er bara svipað og síðustu daga nema mér finnst ég sjá að lömunin sé að koma aftur þannig mín ætlar að hitta einhverja lækna uppá spítala á morgun þar sem ég neita að minnka steraskammtinn á miðvikudaginn ef þetta er raunin. Jú hún er algjörlega orku- og kraftlaus, það er ca klukkutíminn sem hún dugar en svo verður hún að leggjast fyrir og hvíla sig aðeins. Við kíktum einmitt á jólasýninguna í Smáralindinni áðan og eftir tuttugu mín þá vildi Maístjarnan mín fara því henni leið bara ekkert of vel þarna. Mikill hávaði og áreiti er eitthvað sem fer ekki vel í hana þannig núna liggur hún uppí rúmi sofandi.

Ég var á vaktinni í nótt með henni og það var ræs um tvö og við fórum þá að sjálfsögðu fram til að fá eitthvað gott í gogginn og svo var horft á teiknimyndir í tvo tíma eða þegar Maístjarnan mín var tilbúin að fara aftur uppí rúm að hvíla sig.

Já þetta eru virkilega erfiðir dagar hjá henni og manni líður ofsalega illa að horfa á hana einsog hún er, hún skilur að sjálfsögðu ekkert í því afhverju henni líður svona.

Á þessum tíma fyrir ári, var engin tilhlökkun í Maístjörnunni minni fyrir jólunum þá meina ég ENGIN!  Hún kvaldist bara og leið hræðilega illa, það var í fyrsta sinn sem ég sá hana gráta af kvölum og kvarta undan verkjum við mig.  Þá grét ég líka mikið með henni, þetta er eitthvað sem mig langar ALDREI aftur að upplifa með henni.  Versti vetur sem ég hef upplifað með henni.

Í dag ári síðar er hún endalaust spennt fyrir öllu, síðasti skóladagurinn hjá henni fyrir jólafrí er í dag og hún gæti ekki verið spenntari fyrir jólafríinu.  Líka fyrir ári síðan kom sveinki í heimsókn til okkar og hún var svo kvalin, vildi ekki sjá hann einsog hún er mikil jólasveinastelpa og dýrkar allt sem tengist jólunum en hún var brjáluð í skapinu og vildi bara vera inní herbergi, sofa og allir að láta sig í friði.  Þess vegna ákvað ég að panta aftur jólasveininn sem ætlar að mæta til okkar á fimmtudaginn og þau systkinin vita að sjálfsögðu ekkert, hann mun bara mæta á svæðið og gleðja þau með nærveru sinni, söng og gleði.  Ég gæti ekki verið spenntari!!  Þetta er svo skemmtilegur tími þegar öllum líður vel á heimilinu. 

Skyrgámur kom einmitt í nótt og Theodór vildi gefa honum skyr sem var að sjálfsögðu sett í gluggann ásamt skeið og tusku því Hinrik minn hafði áhyggjur að hann myndi subba útum allt og hann vildi að hann gæti þurkað upp eftir sig.  Skyrið kláraðist auðvidað og tuskan var öll útötuð af skyri, þetta fannst þeim ótrúlega skemmtilegt.

Stefnir sem sagt í góð jól hjá okkur.....  Bara gaman!!


"pay it forward"

Gegnum sjö ára baráttu Maístjörnu minnar höfum við þurft að eyða miklum tíma á Barnaspítalanum, yndislegur staður sem við hefðum samt með glöðu geði viljað sleppa að kynnast.  Leikstofan þar er mjög mikilvæg, sérstaklega fyrir inniliggjandi börn, ég veit ekki hvar við værum án leikstofunnar eða þeirra Gróu og Sibbu sem gefa hverju einasta barni mikla athygli.  Ef þið mynduð skella ykkur þangað í heimsókn þá sæju þið þessar yndislegu konur ekki öðruvísi en í leik með börnunum, spítalinn gæti ekki verið heppnari með leikskólakennara, það ætti að gefa þessum konum orðuna.  Öll börnin mín elska að koma á spítalann bara til að hitta þessa frábæru kennara, ef Maístjarnan mín fer í tjékk á spítalann þá VERÐUM við að heimsækja líka Gróu og Sibbu og taka kanski eitt gott spil við þær tja eða bara aðeins að fíflast.  Þær gera ALLT til að láta börnunum líða vel hvort sem þú ert veika barnið eða "bara" systkini sem fylgir með.  Þær hafa allavega sýnt mínum börnum mikla athygli og sýnt þeim mikla væntum þykju og ég veit að þær gera það líka við hin börnin enda er ekkert gert uppá milli hjá þeim.

Ég veit því hvað það getur skipt miklu máli að hafa góða aðstöðu á spítalanum (leikstofunni)og ekki síður að það sé eitthvað við að vera eins og t.d. góð afþreying.  Þess vegna langaði mig að "pay it forward" við þær á leikstofunni núna fyrir jólin, langaði líka að finna hvernig er sú tilfinning að "gefa af sér" og gleðja aðra.  Ég ákvað að halda bingó, spurði þær á leikstofunni að sjálfsögðu um leyfi og fékk það, svo í byrjun nóvember byrjaði ég að hafa samband við fyrirtæki hér í borginni og leitaðist eftir vinningum í bingóið "mitt" og jú Maístjörnu minnar þar sem hún heimtar að vera bingóstjóri þó svo við séum búin að fá fullkomið "par" í þaðWhistling.  Þið getið ekki ímyndað ykkur móttökurnar sem ég hef fengið bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum sem voru tilbúnir að aðstoða mig að gera hið flotta bingó í næstu viku fyrir inniliggjandi börn, sem eru mikið á dagdeildinni og systkini þeirra.  Börnin mín hafa líka lifað sig mikið inní þetta, þeim finnst rosalega gaman að safna vinningunum vitandi það að það er eitthvað heppið barn sem fær svona flottan vinning.

Þetta "verkefni" mitt hefur hjálpað mér ofsalega mikið síðustu vikur, gleyma mér í einhverju svona góðu og skemmtilegu, vitandi það að það eru heppin börn sem fá flotta vinninga frá frábærum fyrirtækjum hér í borginni.  Ég hef nefnilega verið með einhvern stóran hnút í maganum sem ég skil ekki alveg en einu skiptin sem hann hverfur er þegar ég "sekk" mér í þetta "verkefni" og gleymi mér aðeins.

Ég skil núna tilfinninguna "sælla að gefa en þiggja".
AR20111126-48
Svo enda ég á einni af rokkaranum mínum og Sjarmatrölli.  Eigið góða helgi en ég ætla að nýta mína í að dekra við börnin mín og get ekki beðið eftir næstu viku þegar stelpurnar mínar fara í skólafrí (hvað þá jólafríinu þegar við verðum öll saman í fríi) og svo ef ykkur langar að gefa Blómarósinni minni stig þá megiði klikka á þennan link: http://www.wowair.is/node/757/


Fleiri myndir....

Varð að setja inn eina af Gull-drengnum mínum:
TheodórIngi
Svo ein af okkur mæðgum:
_MG_7494-Edit

Og ef ykkur langar að gefa Blómarósinni minni atkvæði í einum leik þá smelliði á þennan link http://www.wowair.is/node/757/ og gefið henni atkvæði þar.

Þúsund þakkir.

Dýrmætt - myndir

Í vor var systrunum boðið að koma í myndatökur hjá ljósmyndir og List í Skipholtinu, þá var ég reyndar ekki alveg tilbúin að láta taka fullt af myndum af Maístjörnunni minni sem var nýbúin að ljúka fimm mánaða sterameðferð og rosalega bjúguð af þeirri meðferð.  En núna í haust þegar bjúgun voru búin að leka af henni langaði mig rosalega að nýta þetta tilboð hjá henni í Ljósmyndir og List enda þetta er með því dýrmætasta sem ég á sem tengist börnunum mínum.  Þannig ekki fyrir svo löngu skelltum við okkur þangað mæðgurnar og fengum svona líka flottar myndir frá henni en hérna eru nokkrar af þeim systrum en ég birti kanski fleiri síðar:
_MG_7347-2-Edit-Edit [1024x768]
Þær eru bara flottastar.
_MG_7340-2-Edit [1024x768]
Fimleikastelpurnar mínar og bestu vinkonur.
_MG_7199-2-Edit [1024x768]
Fallega Maístjarnan mín.


"mamma ég ætla að biðja jólasveininn að gefa mér frí í skóinn"

Síðustu vikur erum við búin að finna það að viðkvæma Blómarósin okkar er alveg að brotna niður, hún er gjörsamlega búin á því bæði á líkama á sál.  Þreytan er orðin mikil hjá henni, hún er bara ekki að "meika" að gera eitthvað og þá er nú mikið sagt um orkuboltann minn.  Hún var úti að leika um daginn með frænku sinni, rosalega gaman að renna sér niður brekkur á snjóþotunni eða frænka hennar sá um að renna flestar ferðirnar þar sem hún sat mest megnis uppi og sagðist bara að vera svo þreytt. 

Það er ekkert skrýtið að hún bogni líka því hvursu eðlilegt er það að 7 ára gamalt barn "þurfi" að sinna stóru systur þegar hún fær krampa ef foreldrarnir eru ekki nálægt??  Það er bara ekkert eðlilegt við það en það einmitt gerðist í morgun þegar Maístjarnan mín fékk tvo krampa með nokkra mínútna millibili.  Skari var fljótur að stökkva fram þegar hann heyrði Maístjörnuna mína kalla á litlu systir að hún væri að fá krampa, ég veit líka alveg að blómið mitt finnst ekkert sjálfsagðara að sinna Stjörnunni sinni þegar hún fær krampa enda þekkir hún ekkert annað en þessi veikinda"súpa" er alveg að fara með hana.  Rétt 2 ára gömul var hún farin að segja okkur þegar stóra systir var að fá krampa og hélt í hendinna hennar, Stjarnan mín getur líka alveg treyst á litlu systir að hún hjálpi henni í krampa.  Það getur verið ofsalega erfitt að vera bara sjö ára gömul en "þurfa" að haga sér stundum einsog fullorðinn enda er hún ekkert 7 ára í þroska.

Ef það er einhver sem þráir jólafrí eða bara FRÍ þá er það Blómarósin mín og mikið rosalega er ég spennt þegar jólafríið skellur á í skólanum og mikið rosalega ætla ég þá að dekra við stelpurnar mínar.  Blómarósin mín er komin með langan lista sem henni langar að gera með mömmu sinni og að sjálfsögðu reynum við að gera alla þá hluti.

En hún sagði við mig rétt áðan "mamma ég ætla að biðja jólasveinin að gefa mér frí í skóinn".


Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband