Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
29.3.2011 | 11:29
Tvær vikur - pása þanga til
Í dag eru tvær vikur í rannsóknir Maístjörnu minnar og ég gæti ekki verið kvíðnari. Sex og hálft ár af þessum HELVÍTIS veikindum, við ætluðum okkur að losa okkur við þetta fyrir fullt og allt fyrir tæpu ári en því miður varð ekkert úr þeim draumi okkar. Ég er með í maganum ALLA daga, ég þrái ekkert heitara en sjá Maístjörnuna mína eins heilbrigða og hægt er, ég öfunda (á góðan hátt) og samgleðst að sjálfsögðu líka alla þá foreldra sem losna undan þessum "pakka", ég ætlaði mér ekki að vera kynnast fleiri foreldrum sem eru í sama pakkanum (þó svo þau eru öll með tölu alveg yndisleg) og við en geri það samt. Mig langar ekki að upplifa meira spítalalíf, mig langar bara að komast út og vera "venjulegt" foreldri og vera með þessar venjulegar áhyggjur. Vera frekar leið yfir því að þurfa senda börnin mín í frístundarheimilið eftir skóla og stressa mig yfir því hvernig ég eigi að redda næstu keyrslu á æfingu. Já ég er hundleið yfir þessu og er ofsalega illt í hjartanu yfir ástandinu á Maístjörnunni minni. Hún krampar á hverjum degi og oft eru það tveir á dag sem er tveimur of mikið.
Maístjarnan mín rýkur uppí hita þessa vikurnar og svo daginn eftir er hún hitalaus, veit ekkert afhverju?? Hún er hitalaus í dag en samt ótrúlega slöpp og þreytt, vill bara fara á spítalann og verður reið ef ég neita henni. Hún vill bara vera þar sem henni líður best.
Ég ætla að taka mér pásu frá blogginu eða þanga til hún fer í rannsóknir sínar, ég verð of leið að koma hingað inn. Sem sagt rannsóknir 12.apríl og þá kem ég aftur til að segja frá niðurstöðum en ég lofa samt engu.......
Ætla að enda færsluna mína af honum Theodóri mínum sem ákvað að fá sér sumarklippingu sína í gær enda kominn með svona líka mikið hár.
Bestu kveðjur frá Slaugunni sem fær ekkert útur því að koma hingað inn nema kvöl og pínu. SKJÁUMST aftur eftir 12.apríl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
28.3.2011 | 10:23
:(
Ástandið á Maístjörnunni minni er ekkert svakalega gott en hún vaknaði í morgun með mikinn hita og liggur algjörlega fyrir. Hún krampar á hverjum degi og kramparnir eru oftast orðnir tveir á dag svo þeir eru að aukast hægt og rólega. ENN það var samt svo gaman að sjá hana í gær, undanfarnar vikur hefur hún verið að fara inní fataskápinn til þess að máta hinar og þessar flíkur því henni langar svo að klæðast í "venjuleg" föt. Fyrir ca þremur vikum kom hún ekki gallabuxunum sínum uppfyrir mjaðmir en svo ákvað mín að máta þær aftur í gær og viti menn hún komst í þær og við höfðum að hneppa og hún lét sig svo hafa það að vera í þeim yfir daginn þó svo þröngt hefði verið um magann. Það var alveg yndislega gaman að sjá hana í gallabuxum sem hún hefur ekki geta klæðst í síðan í desember þannig núna fer að líða að því að hún fari að geta klæðst jólagjöfunum sínum sem miðarnir hanga ennþá á. BARA GAMAN!! ...sterarnir þvílíkt að leka af henni. En ég er samt ofsalega hræddum ef stúlkan heldur áfram að vera með mikin hita og svona lasin þá þurfi að fara stækka steraskammtinn aftur en það eru bara fjórir dagar þanga til það á að taka þá alveg út. Ég er svo hrikalega stressuð bara fyrir hönd Maístjörnu minnar sem gæti ekki verið spenntari að fara klæðast jólagjöfunum sínum og fá svo eitthvað nýtt gellulegt fyrir sumarið.
Ég var annars fárveik um helgina ég sem verð ALDREI lasin og veit ekki hvað það er. Eiginmaðurinn að vinna um helgina og Blómarósin mín að keppa svo ég varð að bíta í það súra epli að missa af móti Blómarósar minnar sem mér fannst hrikalega erfitt og svo hringja í múttu og biðja hana að taka eitthvað af krökkunum þar sem ég gat enganveginn synt þeim. Þannig helgin var ekkert rosalega skemmtilegt hjá mér en ég er öll að koma til sem betur fer svo ég er 100% hæf að sinna Maístjörnunni minni.
Hérna er Blómarósin frá því í gær (sunnudag), hrikalega flott einsog alltaf. Hún var að sjálfsögðu tekin upp fyrir mig á video svo ég ætla að horfa á hana núna í tv-íinu.
Annars er hún að taka þátt í teiknimyndasamkeppni Stellu McCartney einsog ég sagði ykkur frá í færslunni hér á undan, þar er hún komin í þriðja sæti ef ykkur langar að gefa henni atkvæði klikkið þá hlekinn hérna og gerið "like" og svo klikki þið á "love it" sem er hægra megin við myndina hennar. Þúsund þakkir. http://contest.stellamccartneykids.com/littleproject/participation.php?id=418
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2011 | 10:29
Ertu á facebook?
Þá langar mig að biðja þig að vera svo væn að hjálpa myndinni hennar Oddnýjar minnar að reyna vinna í einni myndasamkeppni "Stella McCartney". Hún á þar inni eina mynd og slóðin að þeirri mynd er:
http://contest.stellamccartneykids.com/littleproject/participation.php?id=418 Þú verður að sjálfsögðu að vera signuð inná face-ið þitt og "like-a" þessa síðu og svo gera "love it" við mynd Blómarósar minnar.
Þúsund þakkir fyrir hjálpina. En þetta er mjög auðvelt.
Annars er ástandið á Maístjörnunni minni ekki gott, jújú hún er alveg hress þannig séð en hún er að krampa á hverjum degi fékk meir að segja tvo í gær og gjörsamlega "ónýt" eftir það. Lagði sig um daginn og sofnaði svo 18:40 í gærkveldi og svaf í tólf tíma og stuttu eftir að hún vaknaði fékk hún aftur krampa. Það er ofsalega "skrýtið" hvernig hún upplifir þessa krampa sína en hún byrjar á því að öskra (væntanlega af hræðslu því hún veit hvað er í vændum) og svo kemur krampinn en þá dettur hún út á meðan. Virkilega erfitt! Ég hef aldrei verið með jafn stóran hnút í maganum einsog núna, HELVÍTI HVELVÍTI. Afhverju fær hún ekki að lifa sem heilbrigaðst, afhverju þarf það alltaf að vera eitthvað að hjá henni, afhverju þarf hún að þjáðst svona?? Stórt er spurt en fátt er um svör.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
22.3.2011 | 21:06
Fjórði dagurinn í röð :(
Maístjarnan mín fékk krampa fjórða daginn í röð í dag. Doktor Ólafur hringdi í okkur í gær og ákvað að byrja á því að stækka flogaskammtinn hennar svona áður en hann færi að ráðast á sterana þannig núna er hún komin uppí topp á þeim lyfjum. Ef flogaskammturinn hennar yrði stækkaður aftur þá yrði væntanlega nýjum lyfjum skellt inn, ARGH ég sem trúði því að hún væri hætt að krampa en núna er þetta komið í á hverjum degi. Auðvidað er hún þreytt og við erum líka þreytt á þessu og þráum ekkert heitara en að henni fari að líða betur.
Ég trúi því að 12.apríll verði góður en ég var að lesa gamlar færslur og sá að hún fór 12.apríl'07 einu sinni í rannsóknir sínar og þá fengum við góðar fréttir eftir slæmt ár þar á undan þannig við höldum þessum degi áfram sem okkar HAPPA. Það hefur líka verið HAPPA að við hjónin gerum eitthvað helgina fyrir rannsóknir og við stefnum að sjálfsögðu að halda þeirri hefð, hvort sem það hefur verið "bara" útað borða, bíó, sumarbústaður eða börnin fara öll í næturpössun og við gerum eitthvað rólegt hérna heima. Kemur allt í ljós!
Það hefur verið yndislega gaman að fylgjast með Maístjörnunni minni síðustu daga en hún hefur verið að máta flíkur sem hún hefur ekki komist í en er farin að komast í þær. Læsir sig inní herbergi og laumast að velja eitthvað, mátar og kemur svo EITT BROS í framan framm til mín til að sýna mér. Bara þvílíkur draumur í dós. Fór t.d. í Justin Bieber bolinn sinn í dag (hennar uppáhald og er nýbúin að fá þennan bol) og var þvílíkt hamingjusöm að sjá að hann næstum því passaði. Það er alveg endalaust gaman að sjá bjúgun leka af henni svo það væri mikil synd að þurfa stækka steraskammtinn aftur (þannig að bjúgun byrji að safnast upp aftur) svo við höldum í vonina að þess þurfi EKKI.
Blómarósin mín er öll að koma til eftir viku veikindi, fer í skólann á morgun en er ennþá kraftlítil og ekki mikið fyrir matarkyns þessa dagana einsog Maístjarnan mín svo það er mikil barátta á heimilinu að koma mat ofan í þessar tvær.
Núna ætla ég bráðum að fara huga að beddanum þar sem það er ræs 6:20 og beint í ræktina, er bara spennt að mæta og púla aðeins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.3.2011 | 09:43
Ekki gott ástand :(
Þuríður mín er núna búin að vera krampa þrjá daga í röð, það er alveg hrikalegt að sjá hvað hún verður hrædd í krömpunum sínum. Hún kemur alltaf hlaupandi til mín áður en þeir koma svo hún er greinilega að finna það á sér, bara einsog þegar hún var að veikjast fyrst tveggja og hálfs árs, þá lét hún okkur alltaf vita þegar þeir voru að koma. Þetta er alveg ömurlegt!
Hinrik minn varð vitni af krampa um helgina sem er hans fyrsta skipti og þó svo hann sé rúmlega tveggja ára gamall þá tók þetta á hjá honum. Hann fann það á sér að það að það var ekki alltílagi og hljóp til pabba síns eftir krampan og hélt lengi utan um hann.
Þuríði minni er ekki búin að líða of vel síðustu daga, fimmtudagurinn var t.d. ekki góður þá lá hún mestmegnis fyrir og dormaði uppí sófa allan daginn, kvartaði undan verkjum, föstudagurinn var svipaður, á laugardeginum rauk hún uppí hita (39,4) og á sunnudeginum var hún líka með svipaðan hita en hresstist við hitalækkandi en lá samt mest megnis fyrir og svaf. Ég er einmitt að bíða eftir svörum frá doktor Ólafi, hvað eigi að gera? Hann var alltaf búinn að tala um ef hún myndi veikjast þyrfti kanski að stækka steraskammtinn og mig langar það svo heitt og innilega ekki þar sem hún átti að hætta á þeim 1.apríl og bjúgun eru að leka af henni en auðvidað er það gert ef þess þarf. Hún er einmitt farin að tala um að bumban er alveg að fara og kinnarnar og hlakkar mikið til þegar ég kaupi á hana gelluföt fyrir sumarið en við tölum mikið um það.
Oddný mín er búin að vera lasin síðan á miðvikudag, hefur lítið sem ekkert borðað síðan þá og ekki hefur hún mátt við því, öll að horast niður greyjið. En hún er öll að koma til.
Fór annars sjálf í ræktina í morgun, var öll mæld bak og fyrir (fékk sá sjokk) þannig mín er komin með markmið sem ég ætla mér að standa við. Verð bara að vera þolinmóð (sem ég á ofsalega erfitt með venjulega) því ég GET þetta, er hrikalega dugleg í hollustunni þó ég segi sjálf frá eitthvað sem ég hélt að ég gæti ekki. Ég finn líka hvað ég er miklu tilbúnari fyrir daginn þegar ég er búin í ræktinni og fá mér booztið mitt, þannig núna get ég synt börnunum miklu betur. GETA, ÆTLA SKAL.
Núna ætla ég að fara sinna lasarusunum mínum tveimur og fá mér smá orkute.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
17.3.2011 | 10:30
Fyrir og eftir
Hingað og ekki lengra hugsaði ég fyrir ca tveim vikum, ég get ekki verið svona lengur, mér líður ömurlega á líkama og sál og það er ekki á það bætandi að hreyfa ekki á sig rassgatið og bæta á sig fleiri fleiri kílóum. Veikindi Maístjörnu minnar hafa tekið sinn toll og ég hef aldrei verið tilbúin að gera neitt fyrir sjálfan mig því mér fannst margt mikilvægara fyrir ofan það í lífi mínu en ef mig langar að börnunum mínum líði vel þá verður mér líka að líða vel.
Reyndar fyrir mörgum mánuðum fór ég að ath hvað einkaþjálfarar kosta og ég fékk verðin alveg uppí 80.000kr mánuðurinn og hvaða manneskja hefur efni á því?? Allavega ekki ég. Loksins fann ég hinn fullkomna einkaþjálfara sem var nú ekki svo langt frá mér þar sem hann þjálfar vinkonu mína sem hefur sýnt það og sannað ef viljin er fyrir hendi þá allt hægt og ég lít líka upp til hennar að geta þetta sem hún hefur gert. Það skemmtilega líka við þetta allt saman að ég verð að æfa með henni 3x í viku kl sjö á morgnanna svo það er ekki bara þjálfun heldur mun ég hitta vinkonu mína sem maður hittir nánast aldrei vegna þess maður er alltaf svo "upptekin".
Ég sem sagt byrjaði í einkaþjálfun (sem kostar EKKI hálfan handlegg) í gærmmorgun, vaknaði eiturhress kl 6:20 og var líka hress allan daginn sem ég er ekki vön að vera, ekki hálf gapandi allan daginn. Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með þessu ferli mínu og aldrei að vita að ég láti Skara minn taka "fyrir mynd" og svo fáiði að sjá "eftir mynd", verst hvað ég þoli ekki myndavélar, get varla horft mig í spegli því ég hef ALDREI verið í jafn slæmu formi og ég er í dag og mér líður líka hræðilega með það og svo verður gigtin trilljón sinnum verri við þetta hreyfingarleysi. Mér finnst ömurlegt að klæða mig í föt, ennþá leiðinlegra að fara útí búð og reyna finna mér eitthvað fallegt og þess vegna geri ég það nánast aldrei. Ég finn að fólk horfir á bumbuna mína (sem er ekki ennþá farin eftir síðustu meðgöngu) og spáir ö-a í því hvort það fimmta sé á leiðinni sem það er EKKI. Finnst bara þægilegt að hoppa í joggarann og vera í honum EN núna skal þetta BREYTAST. Ég veit að það er kanski tæpt að ég verði farin að spóka mig í einhverjum gellufötum frá Þremur smárum eða She (mitt uppáhalds) í sumar en það SKAL takast fyrir næstu jól að ég verði bara í vandræðum hvað ég eigi að kaupa mér því mér finnst ég svo flott í öllu.
Nota bene það er ekki aðal atriði að ég léttist um einhver 20kg heldur bara að mér fari bara að líða betur á líkama og sál og verði ánægðari með sjálfan mig og jú kanski förum við mæðgurnar saman í Kringluna fyrir sumarið og kaupum okkur flott gelluföt.
Já minn tími er kominn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
14.3.2011 | 11:14
Draumar....
Einn af mínum draumum er að geta skrifað BARA jákvætt á bloggið mitt en það er ekki að gerast, mig langar að ljúka þessum veikinda-kafla og fara pirra mig á öllu þessu leiðinlega í þessu blessaða þjóðfélagi en það er víst heldur ekki að gerast. Auðvidað finn ég fyrir öllu einsog þið öll en það er bara margt annað mikilvægara í lífinu mínu sem ég þarf að hugsa um og sinna.
Ég vissi ekki alveg hvernig veðrið var í morgun þegar ég labbaði með stelpurnar mínar í skólann, ok ég hefði betur átt að fara keyrandi þó svo það eru ekki margir metrar í skólann. Við mæðgur nánast syntum í skólann. Á leiðinni dettur Maístjarnan mín og á erfitt með að standa upp, fæturnar voru bara ekki höndla þungan en svo stuttu síðar fær hún krampa. HELVÍTIS!! Hún verður ofsalega hrædd og gargar af sársauka í krampanum, "mér er svo illt í hjartanu mamma" og tekur utan um það. Svo kom smá aðsvif og áfram héldum við í skólann. Hún vildi fara í skólann en ef elsku bestasta Maístjarnan mín er þreytt (eftir krampa) eða er að krampa vil ég helst hafa hana hjá mér og halda utan um hana. Ooooooohhh þetta er svoooo erfitt að hálfa væri miklu meir en nóg.
Mig langar bara svo að Maístjarnan mín hætti að berjast við þennan fjanda og mig langar líka svo að Blómarósinni minni líði betur í sínu hjarta. Það koma góðir dagar hjá henni en líka ofsalega slæmir, það er ekki eðlilegt hvað 6 ára gömlu barninum mínu þarf að líða illa vegna veikinda systur sinnar. Við erum að leita meiri aðstoð fyrir hana, bara að fyrirbyggja hennar framtíð það eru líka börn systkina sem berjast við allskonar sjúkdóma sem verða illa útur því seinna meir og við viljum ekki að það gerist með Blómarósina okkar. Blómarósin mín er alveg yndisleg við stóru systur, hún aðstoðar hana við ýmsar athafnir og spyr hana oft hvort eitthvað sé ekki í lagi? Maístjarnan mín hefur t.d. ekki geta farið í efri koju bræðra sinna síðan í byrjun des en sú yngri kom hlaupandi fram í gær og tilkynnti okkur það að "Þuríður fór alveg sjálf í efri kojuna" ótrúlega hamingjusöm hvað hún var að sýna miklar framfarir. Mikið hlakka ég til að sjá hana hjólandi um hverfið okkar í sumar og það væri ennþá stærri draumur ef það væri án hjálpardekkja.
Mér líður sem sagt ekkert ofsalega vel í hjartanu þessa dagana og kvíðin fyrir 12.apríl verður alltaf stærri og stærri. Kramparnir eru að aukast hægt og rólega, doktor Óli stækkar skammtinn en það virkar ekkert. Er að bíða eftir símtali frá honum vegna krampans í morgun og er farin að ná í hana keyrandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
10.3.2011 | 16:54
.......
Núna er Maístjarnan mín búin að fá fjóra (þar sem við höfum séð) krampa á sex dögum og við þetta rifjast upp hrikalega slæmar minningar sem mig langar enganveginn að upplifa aftur með Maístjörnunni minni. Við þetta verð ég líka ofsalega hrædd og verð hræddari við hvern krampan sem hún fær, lyfjaskammturinn hennar var strax stækkaður á fimmtudaginn þegar hún fékk stóra krampan og ég hitti doktor Ólaf í gær og hann sagði að þau lyf ættu að vera "kikka" inn en eflaust þarf að stækka hann en meira.
Það er orðið erfitt að fá hana útur bílnum þegar við að fara eitthvað en hún var farin að vilja koma með mér t.d. inná leikskólann að ná í strákana eða fara með Blómarósina okkar á æfingu ENN ekki lengur og það er vont. Ég finn að það er þreyta í henni sem kemur eflaust vegna krampana og svo eru kanski einhverjir krampar að koma sem við sjáum ekki eða verðum vör við. Þetta er SKÍTT!!
Ég finn alveg hvað þetta tekur á, ég er líka gjörsamlega búin á líkama og sál og er endalaust kvíðin fyrir næstum vikum en þess vegna ákvað ég líka að rífa mig upp (sem er búið að taka ansi marga mánuði) og skella mér á eitt stk kort í ræktinni en það ætla ég að kaupa á morgun og skellti mér líka á eitt stk einkaþjálfara sem kostar ekki handlegg og fót. Núna á sko að taka á því og reyna láta mér líða aðeins betur en ég geri í dag. Ég er líka hrikalega spennt, reyndar þarf ég að rífa mig upp fyrr en vanalega en ég verð þá kanski meira vakandi fyrir vikið yfir daginn.
Enda færsluna á Theodóri mínum:
Þessi var tekin af honum í gær en hann byrjaði daginn á að fara í leikskólann, þar var ball og svo endað á pizzum í hádeginu. Svo náðum við mæðgur í hann og fórum á Barnaspítala í bíó og þar flæddi allt af poppi, nammi og gos sem þeim leiddist sko ekki. En sá yngsti komst ekki með okkur þar sem hann er búinn að vera með hlaupabóluna.
Svo er ein hérna af honum í pottinum sem var tekin af honum í sumarbústaðnum um helgina.
Eigið góða helgi kæru þið, hérna byrjar helgin okkar einsog alltaf á "partýi" (föstudagskvöld) og svo verða börnin send í næturpössun til ömmu og afa. Veit ekkert hvað við ætlum að gera??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
6.3.2011 | 11:56
Andsk..... helv....
Ég vissi það, um leið ég fer að monta mig hvað það gengur vel með Maístjörnuna mína þá kemur bakslag. Arghh!! Á fimmtudaginn fékk hún stóran krampa, ég hafði að grípa hana áður en hún varð hálf meðvitundarlaus, gríðarlega erfitt að horfa uppá hana þjást svona. Ég sé það alveg orðið á augunum hennar hvað hún er hrædd í krampanum. Hún varð gjörsamlega útslegin eftir krampann enda frekar stór eða sá stærsti sem hún hefur fengið síðan síðasta sumar og svaf líka í tvo tíma eða þá þurfti ég að vekja hana. Hún fékk svo annan um kvöldið. HELV..... Við fórum svo í sumarbústað um helgina og þar fékk hún annan sem var frekar lítill en mikið ofsalega verður maður hrædd þegar hún byrjar á þessu hvað þá svona oft, æxlið er greinilega ennþá að þrýsta á. Svo grætur maður einsog ég veit ekki hvað yfir henni í krampanum og eftir hann og svo er það hún sem er að hugga hann. Ótrúlega ósanngjarnt allt saman.
Við áttum annars ofsalega góðan tíma í sumarbústaðnum um helgina ásamt foreldrum mínum, systir minni og fjölskyldu hennar þó svo að hann Hinrik minn væri kominn með hlaupabóluna (uppgvötaðist í sumarbústaðnum) en hann varð heldur ekkert sáttur að hann fengi ekki að fara í pottinn og skildi auðvidað ekkert í því.
Já það reynir mjög mikið á mömmuhjartað þessa dagana einsog ég sagði það er gífurlega erfitt þegar hún er að fá þessa krampa en annars líður henni sæmilega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
3.3.2011 | 10:48
1.apríl og 12.apríl
Við kíktum á doktor Óla í gær sem var rosalega ánægður með Maístörnuna mína enda í þvílíkt góðu skapi, sagði endalausa brandara og með sinn smitandi hlátur. Hann finnur vel hvað hún er að styrkjast enda orðin mikil rýrnun í öllum vöðvum vegna steranna sem við ætlum að KVEÐJA 1.apríl, neinei ekkert apríl-gabb. Ef þetta mun halda áfram að ganga svona vel þá munum við kveðja þá í loka mánaðar en það var en meiri steraminnkun ákveðin í gær og við sjálfsögðu alveg í skýjunum. Það verður sem sagt slegið upp stórt kveðjupartý 1.apríl og við kveðjum sterana sem við ætlum ALDREI að hitta aftur.
12.apríl mun svo Maístjarnan mín fara í rannsóknirnar sínar, ég er mjög sátt með þennan dag þar sem 12 er mín happatala svo ég hef mikla trú á því að hún muni halda því áfram. Þetta verða tvöfaldar rannsóknir í einni svæfingu og þá ættum við að sjá hvort þetta sé "bara" bjúg eða hvort það sé einhver illkynja vöxtur í gangi.
Maístjarnan mín er núna búin að vera í þrjá mánuði á steraskammti sem eru þau allra leiðinlegustu lyf sem til eru, hunleiðingar aukaverkanir ENN þessi lyf virka og lömunin fór mestmegnis tilbaka svo maður ætti kanski ekki að kvarta. Bara leiðinlegt að sjá hvað þau láta 8 ára gömlu Maístjörnuna mína verða óhamingjusama og kveljast því það koma miklir verkir í alla liði hjá henni vegna sterana svo hún var á tíma "uppdópuð" til að lina þetta allt saman.
Hún er farin að mæta 2-3 tíma á dag í skólann sem er FRÁBÆRT, hún er farin að rífa kjaft og þá veit maður að Maístjarnana mín er öll að koma til.
Ég er farin að þrá orkuna mína líka, langar að fara mæta í ræktina en það hefur algjörlega setið á hakanum þar sem allur minn tími hefur farið í að hugsa um fallegu Maístjörnuna mína. Þar sem hún er farin að mæta allavega tvo tíma á dag ætti ég að geta farið og hrist aðeins spikið sem ég hef verið dugleg að bæta á mig síðustu mánuði eða síðan hún greindist aftur í maí síðastliðin. Shit (afsakið) hvað manni líður illa bara að verða svona einsog ég hef orðið vegna veikindanna, það er allavega ekki til að bæta líðan vegna Maístjörnunnar minnar svo ég VERÐ að fara gera eitthvað bara svo hrikalega erfitt að koma sér afstað. ARGH!! Svona án gríns þá hef ég varla farið útur húsi síðan hún veiktist í byrjun des fyrirutan að keyra börnin mín á æfingar (sjúkraþjálfun)og ná í strákana mína í leíkskólann. Ég er ekki að biðja um neina vorkunn, bara að leyfa ykkur að gægjast inn í líf móður sem á langveikt barn. Enda nenni ég enganveginn að finna mig til því ég er hvorteðer "bara" rétt að hoppa útur bílnum til að sækja eða fara með börnin mín á ákveðna staði. Eðlilegt?? Ég sé alls ekki eftir neinu enda er mín "vinna" að sjá um börnin mín en þrái kanski aðeins "Áslaugar-tíma" (annað en að vera þrífa heima hjá mér)eða "ein með Óskari-tíma".
Eigið góða helgi kæru þið......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar